Dagur


Dagur - 30.10.1968, Qupperneq 4

Dagur - 30.10.1968, Qupperneq 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. 1958 OG1968 Á OFANVERÐU ári 1958 var við völd hér á landi ríkisstjóm Her- manns Jónassonar, sú er löngum hef ur verið nefnd „vinstri stjóm“. Eitt af aðal verkefnum vinstri stjómar- innar, eins og sumra annarra, var að fást við verðbólguna í landinu. Og í stjórnarsáttmálanum var lýst yfir því, að það yrði gert í samráði við stéttar- samtökin. Þegar ráðstafanir vom gerðar í efnahagsmálum, var það samráð haft. Um sumarið 1958 urðu ótímabærar breytingar á þessu sviði, sem höfðu það í för með sér, að vísi- talan var í þann veginn að stórhækka og óðaverðbólga virtist yfirvofandi. Stjórnarandstæðingar og nokkrir bandamenn þeirra í stjórnarflokk- um, komu því til leiðar, að Alþýðu- sambandsþing neitaði að veita frest til þess að slíkt samráð gæti átt sér stað, áður það yrði um seinan. Stjóm Hermanns hafði þingmeirihluta. Þegar hann sá, að stjómin var þess ekki umkomin að stöðva verðbólg- una, í samráði við stéttarsamtökin, eins og stefnuyfirlýsingin gerði ráð fyrir, baðst hann lausnar fyrir stjóm sína til að Alþingi gæti ráðið ráðum sínum. Hann vildi ekki hafa forystu í ríkisstjórn, sem ekki gat lengur framkvæmt það, sem hún hafði lýst yfir að framkvæmt yrði í hennar tíð. Hann vildi ekki beita þrásetu, vildi ekki vera í stjóm, sem ekki gæti stjómað stórmáli. Síðan hefur margt gerzt, sem ekki verður rakið. En nú, á ofanverðu ári 1968, er ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar miklu alvarlegra en það var fyrir 10 árum. Þá var hagur ríkis- sjóðs góður, en nú í öngþveiti. Nú eru skuldirnar við útlönd þrisvar sinnum meiri en þær voru þá. Nú eru atvinnuvegir á heljarþröm og at- vinnuleysi byrjað og yfirvofandi. Nú- verandi ríkisstjórn hefur ekki getað gert það, sem hún hét að gera á þess- um sviðum og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Hún hefur beðið stjórnarand- stöðuflokkana um hjálp og bæði stjómarmenn og stjórnarandstæðing- ar hér og þar, hafa rætt um nauðsyn þess, að mynduð verði nú þegar ný stjóm til að leysa vandann, og ein- staka maður nefnir samstjóm allra flokka eða þjóðstjórn. En lesa má út úr Morgunblaðinu, að forsætisráð- henann þori ekki að segja af sér, af því hann hafi fyrir 10 árum ámælt Hermanni Jónassyni fyrir að virða þingræðisvenjur. Staðreynd er það, að Bjami Benediktsson beitir þrá- setu og heldur sér í stólinn sinn þó að hann hafi misst stýrið úr höndum sér. En enn vita kjósendur ekki hvenær þeir fá tækifæri til þess að velja sér nýja og gæfulegri fulltrúa til að stýra málefnum þjóðarinnar. Þórlialla Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Ö. Stephensen í hlutverkum sínum. (Ljósmyndast. Páls) Dúfnaveizlan - leikrit eftir Halldór Laxness LEIKFÉLAG AKUREYRAR frumsýndi á föstudagskvöldið Dúfnaveizluna eftir Halldór Lax ness. Leikstjóri er Ragnhildur Steingrímsdóttir. Leiknum var ágætlega tekið. í leikslok kvaddi Bjami Einarsson bæjar- stjóri sér hljóðs og ávarpaði leik arana, einkum Þorstein O. Step hensen, er lék aðalhlutverkið sem gestur L. A., og þakkaði sérstaklega komu hans hingað norður og leik hans. Þorsteinn svaraði með ræðu, þakkaði orð bæjarstjóra, samstarf sitt við leikstjóra og meðleikara og sagði að tími væri nú til þess kominn hér í höfuðstað Norður lands, að auka nú enn þann þátt menningar í bænum, sem leik- listin væri. Ráðlagði hann að ráða ungan, duglegan og leikhús menntaðan mann til bæjarins, er helgað gæti leiklistinni starfs krafta sína, helzt óskipta, sem leikari og leiðbeinandi. 'Leikurinn Dúfnaveizlan eftir Halldór Laxness kom mörgum leikhúsgagnrýnanda í vanda, er hann var frumsýndur í Reykja- vík fyrir tveim árum, er þeir tóku að segja lesendum sínum frá efni verksins. Höfundurinn, sá mikli galdramaður í orðsins list, leggur leikendunum mörg snillyrði í munn, án predikunar eða niðurstöðu. En leiðir fram ólíkar manngerðir og lífsskoð- anir, þar sem buxnapressarinn og kona hans, Þorsteinn O. Step hensen og Þórhalla Þorsteins- dóttir, eru ímynd hins einfalda, sanna og góða og í mikilli and- stöðu við vélræði samfélagsins og kapphlaup manna á öðrum leiðum. Árni Jónsson bókavörður, sem skrifar um skáldskap Hall- dórs Laxness í leikskrá og segir þar m. a.: „Hann (þ. e. Laxness) hefur hvað eftir annað vísað á bug öllum tegundum rétttrún- aðar, öllum kennisetningum, öll uhi spámönnum, ekki sízt þeim tveimur, sem kynslóð hans trúði heitast á, þeim Freud og Marx. Þrátt fyrir þetta tel ég ekki unnt að orða það öðruvísi en svo, að hann hafi eignast nýjan Meist- ara. Það er hin forna kínverska speki um tao. Án skilnings á því verður hvorki Dúfnaveizlan né önnur síðari ára rit Laxness skilin fullum skilningi. Mér dett ur ekki í hug að reyna að skýra tao, en á íslenzku eru til tvær þýðingar á Bókinni um veginn og væri hún hverjum manni góð ur lestur. Laxness segist hafa kynnzt Bókinni um veginn 16 ára gamall og hrifist af henni. Hún hefur lifað með honum all- ar stundir síðan. Þegar hann leggur trú sína fyrir róða öðru sinni, vafalaust vegna sárra von brigða, trú, sem hann hefur bar- izt fyrir og fórnað miklu um langt árabil, snýr hann sér að djúpum og einföldum sannind- um þessarar ævifornu bókar úr fjarlægu landi morgunroðans. Þau sannindi eru honum nú ekki bara kínversk, heldur einn ig íslenzk.... Hann ritaði eitt sinn þessi orð um gamlan, ís- lenzkan fiskimann: Látlausari, •hlédrægari og góðviljaðri öðling þekkti ég ekki. Allt sem kom nálægt honum lifði. Af tali um hversdagslegustu hluti við hann skildist manni betur orðið tao, alvaldið, sem vinnur án erfiðis- muna og hættu, kemur öllu til þroska, sigrar án hetjuskapar og er voldugt án frægðar.“ Eitthvað þessu líkt mætti e. t. v. segja um buxnapressarann í Dúfnaveizlunni og hans ágætu konu, því ef einhver fer með sigur af hólmi, eru það þau. Leikhúsgestir hér nyrðra eru Þorsteini O. Stephensen þakk- látir fyrir komu hans hingað og leik hans, sem mun mörgum eftii-minnilegur og ber hæst. En pressarakonuna leikur Þórhalla Þorsteinsdóttir og lætur hún ekki sinn hlut eftir liggja í allri hógværð þeirrar konu, sem deil ir lífsins fábrotnu gæðum, soðn- ingunni, kartöflunum og vinnu með bónda sínum og er þó hetja. Haraldur Sigurðsson og Ólafur Axelsson leika þá Gvendó og Rögnvald Reykil, miklar and- stæður gömlu hjónanna og Saga Jónsdóttir leikur Öndu barón- essu, Guðmundur Gunnarsson leikur pokaprestinn. Öll gera þau hlutverkum sínum mjög góð skil. Með minni hlutverk fara m. a. Kjartan Ólafsson, Guðmundur Magnússon, Einar Haraldsson, Áskell Jónsson, Ámi Valur Viggósson, Sæmund ur Guðvinsson, Gunnar Sólnes, Ásdís Haraldsdóttir, Jóhann Konráðsson, Sigurður Kristjáns son, Jóhannes Bjarnason, Leif- ur Tómasson, Kristjana Jóns- dóttir, Sigurður Haraldsson og Sigurveig Jónsdóttir. Leikurinn er í fimm þáttum. Hljómsveit Ingimars Eydals annast tónlist, leiktjöld gerði Aðalsteinn Vestmann, leiktjalda smíði og leiksviðsstjóri er Guð- mundur Magnússon, ljósameist- ari er Ámi Valur Viggósson. Andrúmsloftið á leiðsviðinu er oft hið furðulegasta, þar sem hið óvænta getur skeð í næstu andrá og allt er hverfult nema pressujárnið og eigandi þess. Um leið og þökkuð er frum- sýning L. A. á föstudagskvöldið vil ég hvetja fólk til að sækja næstu leiksýningar fljótt og vel, ekki til þess að fá sannleikann á borðið, heldur til þess að njóta „skemmtunarleiks“, eins og höf undur kallar Dúfnaveizluna og taka með sér um leið nokkur íhugunarefni til að fóst við á eftir. E. D. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). Júlí—ágúst: Viðbótaruppbæt- ur til frystihúsa 25 millj. Sept: 20% tollur á allan inn- flutning og ferðagjaldeyri — 5—600 milljónir niiðað við heilt ár. Október: Fjárlagafrumvarp lagt fram — hefur enga raun- hæfa þýðingu. Frá vinstri: Jón Kristinsson forstöðumaður og Stefán Jónsson stofnandi. '' r (Ljósm.: E. D.) - ELLIHEIMILIÐ f SKJALDARVÍK 25 ÁRA (Fraimhald af blaðsíðu 1). vélum’ jafnvel heyjum. Þessar eignir eru að brunamati um 14 millj kr. virði. Var þetta stór- mannleg gjöf og ævistárf Stef- áns Jónssonar einstætt og mjög lofsvert. Á þetta allt minnti ræðumaður og þakkaði stofn- anda að verðleikum, og núver- andi forstöðumanni og starfs- fólki og vistmönnum árnaði hann heilla. , Bjami Eínarsson bæjarstjóri flutti áVarp, þar sem hann stifii næsfa ÁKVEÐIÐ er að efna til al- mennrar fjársöfnunar í Hóla- stifti á sunnudaginn kemur, sem sérstaklega er miðuð við enn aukið starf kirkjunnar við Vest mannsvatn. Þar eru á sumrin sumarbúðir, en þar er nú fyrir- ‘hugaður skóli á vetrum, vísir að Hólaskóla, segja kirkjunnar imenn. Söfnunin er þannig undir búin, áð 28 umboðsmenn annast söfnun í byggðum og bæjum Norðurlands og &r formaður fjár söfiiunárnéfndár Gunnar Áma- son kaupmaður á Akureyri. Hver gefandi fær kvittun, og þar inéð happdrættisnúmer, sem dregið verður um 1. des. Vinn- ingurinn er farseðill til Evrópu- landa. Stærri gjafir (300 kr. eða meira eru frádráttarbærar á skattskýrslum). FRETTABREF FRA LANGANESI (Framhald af blaðsíðu 1). Jóhannsson frá Eiði, mjög góð skytta. Slátrun er nú lokið á Þórs- höfn. Alls var lógað 11.889 kind Ólafur Axelsson, Saga Jónsdóttir, Haraldur Sigurðsson og Fatalireinsunarhljómsveitin. (Ljm.st. Páls) um, þar af tæplega þúsund kind um fullorðnum. Meðalvigt dilka reyndist 16.17 kg. eða betri en nokkru sinni fyrr. Hæstu meðal vigt hafði Marinó Sigurðsson, Bakka, Bakkafirði, 18.30 kg. En þyngsta dilkinn átti Arnar Aðal björnsson í Hvammi, 27.3 kg. En mest innlegg frá einu búi var frá þeim Holtsbræðrum, Þórarni og Árna Kristjánsson- um. Þeir lögðu inn rúmlega 600 dilka, sem jöfnuðu sig í rúm 17 Dálítið af heyi er hér enn úti, því ekki hefur komið þurrkur síðan í ágúst. Grænfóður eru menn að reyna að heyja núna. Lokið er síðustu göngum á sumum heiðunum en aðrar er verið að smala núna. Heimtur eru ekki mjög lélegar. Fiskiðjusamlag Þórshafnar er að taka bát á leigu og ætlar að gera hann út á troll. Mun hrepp urinn einnig standa að þessu til að auka atvinnuna. Áhöfn verð- ur frá Þórshöfn og að sjálfsögðu leggur báturinn afla sinn upp þar, Skipstjóri verður Sigurður Jónsson frá Þórshöfn. Ó. H. Væntanlega bregst fólk vel við óskum um gjafir til styrktar æSkulýðsstarfsemi kirkjunnar á Norðurlandi. □ - ÍÞRÓTTAKONUR (Framhald af blaðsíðu 8). gullmerkin í þessari grein. Þrjár þessara stúlkna litu inn á skrifstofu Dags þeirra erinda að tjá bæjarbúum, með aðstoð blaðsins, að þær tækju að sér að líta eftir börnum í heimahúsum á kvöldin. Aðspurðar kváðust þær gera þetta til að safna pen- ingum til að geta tekið þátt í keppni á íslandsmóti í Reykja- vík snemma á næsta ári, í öðr- um flokki. Fari allt að óskum í því efni og farareyrir verður fyrir hendi, verða þessar stúlk- ur þær fyrstu af Norðurlandi, sem þátt taka í íslandsmóti í körfuknattleik. Þær æfa reglu- lega og hafa sýnt mikinn dugnað við það og einnig við nám í skóla sínum, að því er blaðinu er tjáð. Líklegt er því, að for- eldrar geti einnig trúað þeim fyrir börnum sínum, ef þau vilja bregða sér á bíó eða annað að kvöldlagi og vantar barnfóstru. Upplýsíngar um barnagæzl- una eru gefnar í símum 1-19-88 og 1-13-55 kl. 12.30 og kl. minnti sérstaklega á hinn mikla hlut þeirrar kynslóðar, sem nú hefur að mestu lokið ævistarfi og dveldi nú hér og annarsstað- ar. Þetta fólk hefði fengið fátækt ina í arf en skilað eftirkomend- unum. í hendur aðstöðu til góðra lífskjara, sem við nytum nú. Aldrei væri of mikið gert fyrir þá kynslóð, er sliku dagsverki hefði skilað. Séra Birgir Snæbjörnsson ávarpaði gamla fólkið og kvaddi það. En hann hefur þjónað Möðruvallaklaustursprestakalli um skeið og þar með Elli- og dvalarheimilinu í Skjaldarvík og flutt þar guðsþjónustur öðru hverju. En svo stóð á, að ein- mitt þennan dag var nýr prest- ur kosinn í prestakallinu. Jóhann Þorkelsson héraðs- læknir flutti einnig ávarp við þetta tækifæri. Allir ræðumenn báru fram ’heillaóskir til handa þessari stofnun og fluttu þakkir til þess fólks, sem við hana hafa unnið. Þó gleymdist að þakka Jóni Þorvaldssyni, sem um skeið annaðist forstöðu Elli- heimilisins, en forsjónin skákaði síðan á annað landshorn. Starfsfólk er 23 að tölu, en vistmenn 75. Bústjóri er Ámi Steingrímsson, forstöðukona María Jónsdóttir og matráðs- kona Guðlaug Egilsdóttir. Byggingar Elliheimilisins hafa tekið miklum framförum á síð- ustu árum. Má þar nefna upp- hitun, skolplögn, snyrtingar, flísa- og teppalagningar, máln- ingu, kæliklefa og nú síðast hringingar- og talkerfi um hús- ið allt. Þrjár góðar gjafir bárust Elli- heimilinu þennan dag. Kvenfé- lagið Hlíf gaf 25 þúsund krónur og Ingólfur Árnason tilkynnti, að Rafveitur ríkisins gæfu heim ilinu sjónvarp, uppsett. Meðal afmælisgjafa, voru 20 þúsund krónur frá. Rebekkustúkunni Auði í tilefni af eigin 20 ára af- mæli, ætlað til hljóðfærakaupa. Þakkaði stjórnarformaður gjaf- imar. Á meðan notið var góðra veit- inga söng Jóhann Konráðsson nokkur lög við undirleik Áskels Jónssonar og var þeim ágæta söng vel fagnað. Elli- og dvalarheimilið í Skjaldarvík er á fallegum og friðsælum stað skammt norðan við Akureyri, í landi Glæsibæj- HÖFUM TIL SÖLU: Notað Farfísa rafmagns- orgel, Hohner rafknúið lieimilisorgel, Sony stereo segulbandstæki, TC 530, og Philips seg- ulbandstæki. SIMI 2-14-15. Enskunámskeið Námskeið í ensku fyrir nemendur í 5. og 6. bekk barnaskólanna og 1. bekk Gagnfræðaskólans verður haldið hér á Akureyri í vetur. Fyrri hluti námskeiðsins, 20 kennslustundir, verður haldinn fyrir áramót og hefst n.k. mánudag, 4. nóvember. Kennt verður í Gagnfræðaskólanum. Innritun í 19. kennslustofu GA frá kl. 5—7, 30. október til 1. nóvember. Námskeiðsgjald fyrrihluta, kr. 800,00 — greiðist við innritun. PÉTUR JÓSEFSSON. DANSSKÓLI arhrepps og er þaðan stutt til sjávar og nokkur spölur á þjóð- veginn. Þar hefur verið mælt fyrir nýjum vegi og er vegagerð sú hin mesta nauðsyn. Dvalargestum sýnist líða vel í Skjaldarvík og aðstaða til þess hefur batnað svo mjög, að naum ast er saman að jafna. En þótt svo sé mælt, fellur við það eng- inn skuggi á hið einstæða starf Stefáns Jónssonar, en undir- strikar aðeins samhenta stjórn þessara mála og þá heppni henn ar, að ráða Jón Kristinsson for- stöðumann. Stjórn Elliheimilisins skipa: Bragi Sigurjónsson, Björn Guð- mundsson, Jón Ingimarsson, Sig urður Jóhannesson og konurnar Ingibjörg Magnúsdóttir og Ingi_ björg Halldórsdóttir. □ TIL SÖLU: TAUNUS 12 M, vel með farinn. Tæki- færisverð. Uppl. í síma 1-19-12, eftir kl. 5 e. h. TIL SÖLU: OPEL CARAVAN 1960 ekinn um 56.000 km. Vel með farinn og í sömu eigu frá upphafi. Tilbpð óskast. Uppl. í síma 1-19-32, eftir kl. 7 á kvöldin. Óskum eftir tveggja til þriggja herbergja ÍBÚÐ í STEINHÚSI til kaups. Upplýsingar milli 6 og 7,30 næstu kvöld í síma 1-18-10. Lítil tveggja herbergja ÍBÚÐ TIL LEIGU. Uppl. í síma 1-22-96. HERBERGI TIL LEIGU. Uppl. í síma 1-14-32. HERBERGI TIL LEIGU. Uppl. í síma 1-28-38. Tvö góð herbergi TIL LEIGU í Miðbænum. Uppl. í Hafnarstræti 86, og í síma 1-25-79. ASTV ALDSSON AR ATHUGIÐ: Inniitun lýkur næstkom- andi sunniulag, Kennsla fyrir fullorðna einstaklinga og hjón liefst í Landsbankasalnum í næstu viku. INNRITUN í SÍMA 1-15-26 KL. 20-21. Félagsmálanámskeið Æskulýðsráð Akureyrar mun halda félagsmála- námskeið fyrir meðlimi þeirra félaga í bænum, sem hafa æskulýðsmál og unglingastarfsemi á sinni stefnuskrá. Námskeiðið hefst í Gagnfræðaskólanum þriðju- daginn 5. nóvember kl. 8,30 e. h. Veittar verða leiðbeiningar um ýmsa þætti' fé- lagsmála. . ' ’ Félög og félagasamtök eru hvött til að senda þátt- takendur á námskeið þetta. Upplýsingar og innritun í síma 1-27-22 á venju- legum skrifstofutíma. ÆSKULÝÐSRAÐ AKUREYRAR. Spurningakeppni UMSE MILLI HREPPANNA á sambandssvæðinu hefst í Laugarborg n.k. laug- ard. 26. þ. m. kl. 9 e. h. — Þar keppa Svalbarðs- strandarhreppur og Hrafnagilshreppur. — Önn- ur skemmtiatriði verða: Gamanþáttur Baldurs Hólmgeirssonar leikara, upplestur, bingó, og að lokum dansað. Póló og Bjarki leika og syngja. Miðapantanir í síma 1-25-22, Akureyri. UNGMENNASAMBAND EYJAFJARÐAR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.