Dagur - 30.10.1968, Síða 8

Dagur - 30.10.1968, Síða 8
í 8 l Tryggvi Helgason hjá nýuppgerðri flugvél sinni. (Ljósm.: E. D.) Flugvél endurbætt á Akureyri SMATT & STORT HIÐ ÓMÖGULEGA TRYGGVI HELGASON flug- maður á Akureyri bauð nýlega fréttamönnum nyrðra í flugferð um nágrennið í endurbættri Beeckraft-flugvél sinni, sem um tveggja ára skeið hefur verið gerð upp og endurbætt af hon- um og starfsmönnum hans. En það var árið 1964, sem Tryggvi safnsins á Akureyri verður vígð laugardaginn 9. nóvember n. k. Athöfnin hefst í bókhlöðunni, HERRA Páll páfi sjötti hefur veitt íslandi þann heiður, að endurreisa hér á landi fyllilegan kaþólskan biskupsdóm, eins og j Aðalheiður Guðmundsdóttir KIRKJUTÓNLEIKAR Á AKUREYRI AÐALHEIÐUR Guðmundsdótt ir, söngkona, mun halda tón- leika í Akureyrarkirkju, sunnu- daginn 3. nóvember kl. 21. Á söngskránni eru m. a. sex andleg ljóð eftir Beethoven við texta eftir Gellert, en þessi fagri ljóðaflokkur hefur sjaldan verið fluttur hér á landi áður. Páll Kr. Pálsson, organleikari, leikur með á orgel. Aðalheiður hefur sérstaklega lagt stund á kirkjulega tónlist og ljóðasöng. □ H ANDKN ATTLEIKSDEILD KA á Akureyri hefur boðið hingað Fimleikafélagi Hafnar- fjarðar — FH — til að keppa við í handknattleik. Leikirnir fara fram í íþrótta- skemmunni — hinn fyrri á laug keypti tvær notaðar Beeckraft C-45 H-flugvélar vestan hafs og hefur önnur verið í notkun. Sú flugvél fer nú í skoðun, en hin nýuppgerða flugvél kemur til nota í staðinn. Vélin tekur nú 9—10 farþega, hreyflar hennar eru nýir, útblásturskerfi hreyfl- anna hefur verið breytt, stélhjól er heimill aðgangur meðan hús- rúm leyfir. Að lokinni vígsluathöfn mun áður var, með því að stofna Reykjavíkurbiskupsdæmi, sem nær yfir landið allt, eins og seg- ir í fréttatilkynningu. Hefur páf inn þá um leið útnefnt hans herradóm Hinrik Freher, sem fyrsta biskup þessa íslenzka biskupsdæmis. Hann er 51 árs að aldri, tungumálagarpur mik- ill og góður. kennari. Hann hef- ,ur, þar til nú, verið yfirmaður stofnunar þeirrar í Rómaborg, er hefur með að gera að rann- saka og kenna fræði þau öll, sem snerta heiður og vegsemd þá, er ber Maríu Guðsmóður. FRÁ SIíÁKFÉLAGI AKUREYRAR HAUSTMÓT Skákfélags Akur- eyrar hófst sl. mánudagskvöld. Þátttakendur eru 11 í meistara- flokki og 9 í fyrsta flokki. Urslit fyrstu umferðar í meist' araflokki urðu þessi: Jón Björgvinsson vann Hauk Jónsson, Jóhann Snorrason vann Ármann Búason, Halldór Jónsson vann Þorgeir Stein- grímsson, Jón Ingimarsson vann Guðmund Búason og Oddur Árnason vann Hrein Hrafnsson. Kristin Jónsson átti frí. Næsta umferð verður tefld í kvöld, miðvikudag, kl. 8 e. h. í Alþýðuhúsinu. Menn eru hvatt- ir til að koma og sjá spennandi keppni. □ DAGUR kemur næst út mið- vikudaginn 6. nóvember. ardag kl. 4, en síðari leikurinn fer fram á sunnudaginn kl. 2. í liði FH eru 5 keppendur, sem verið hafa í landsliðinu, iþeir Geir, Om, Birgir, Auðunn og Hjalti. □ hækkað, vöruflutningahurð sett á hana, afstöðu vængja og stéls breytt o. s. frv. Vélin hefur nú meiri flughraða en áður og er auðveldari í stjórn. Allar eru breytingar þessar gerðar í sam- ráði við flugvélaverkfræðing en framkvæmdar af heimamönn- um. □ bæjarstjórn bjóða nokkrum gest um til fagnaðar í Landsbanka- salnum kl. 4 síðdegis, en bók- hlaðan verður öllum opin til sýnis (ekki útlána) til kl. 7 e. h. sama dag. Starfsemi bókasafns- ins hefst svo með venjulegum hætti kl. 1 e. h. mánudaginn 4. nóvember. □ Á MORGUN, fimmtudaginn 31. október, flytur sendiherra Bandaríkjanna hér á landi ræðu í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri kl. 8.30 e. h. og eru allir boðnir velkomnir á meðan húsrúm leyfir, án inngangseyris. Stuttur útdráttur ræðunnar verður þar fluttur á eftir á íslenzku og ein- hver skemmtiatriði fara fram. Ræðan fjallar um forsetakosn- ingarnar í Bandaríkjunum. Sendiherrann heitir Karl Fritjof Rolvaag, er norskur að ætt, var í landher Bandaríkj- Enn hefur það skeð í íþrótta- keppni, að þau afrek eru unnin, sem vísindamenn hafa ekki tal- ið möguleg. En þar er átt við afrek Olympíuleikanna, sem í ýmsum greinum taka hinum fyrri langt fram. í þessu sam- bandi hafa hormónagjafir orðið umræðuefni til skýringar og undrataflan emdabol, sem er næringarlyf, og inniheldur vissa hormóna, sem mjög þroska vöðvabyggingu manna. íslendingar hafa víst ekki neytt þessara lyfja! HÓPHJÓNABÖND Danski þingmaðurinn Paul Dam hefur lagt fram frumvarp, sem gerir ráð fyrir hóphjónabönd- um og systkinahjónaböndum. í hóphjónaböndum er gengið út frá því, að hópur karla og kvenna búi saman, konurnar séu „allra eign“ í kynferðislegu tilliti og öfugt. Frumvarpið hef- ur valdið fjölþættum umræðum, en ekki er því spáð sigri. SKERA OG SKERA Á tveggja ára afmæli hringorms ins við Eyjafjörð nú í haust var enn beitt sömu aðferðum og áður í baráttunni. Fé á Dvergs- stöðum í Hrafnagilshreppi og Moldhaugum í Glæsibæjar- hreppi var lógað en kýrnar sett- anna, sæmdur Silfurstjörnunni fyrir vasklega framgöngu, varð ríkisstjóri í Minnesota um skeið. Karl Fretjof er hálf sextugur að aldri og hefur gegnt sendi- herraembætti hér á landi frá 1967. Kona hans er f-rá Texas, Florenee A. Boedeker og kemur hún með manni sínum hingað. Það er íslenzk-ameríska fé- lagið, sem gengst fyrir þessu fræðslu- og skemmtikvöldi, en formaður þess er Ragnar Stef- ánsson menntaskólakennari. □ ar á. Sauðfé er nær ónæmt fyrir sjúkdómi þessum og hefur ekki til þessa fundizt hringormasjúk kind á sláturhúsi hér, en naut- gripirnir næmir fyrir veikinni. Ef kappkosta ætti, að breiða veikina út, mætti segja, að sæmi lega væri að unnið. EINKENNILEG VINNU- BRÖGÐ Blaðinu hefur verið tjáð, að sami maður gegni fjósamanns- starfi innan varnargirðingar á Grund í Eyjafirði og bæ einum utan girðmgar, þar sem nefndr- ar veiki hefur ekki orðið vart. Mætti fremur telja slíkt til út- breiðslustarfsemi en varna, ef rétt er. Varnarkákið í Eyjafirði fer nú senn að kosta eins mikið ■og niðurskurður alls búpenings á sýktum bæjum hefði kostað í upphafi! MAGNÚS OG „TREGÐULÖGMÁLIГ Fyrir 10 árum talaði Magnús Jónsson um það, skýrt og skil- merkilega á Alþingi, að sparn- aður á ríkisfé væri mest undir fjármálaráðherranum kominn. Hann er nú búinn að vera fjár- málaráðherra í þrjú ár og hefur margan skattinn hækkað, svo um munar og bætt nýjum við. En sparnaðarloforðin 59, sem hann gaf út í félagi við Gunnar Thoroddsen, eru nú flest ónot- aðir fomgripir í skjalasafni ríkis ins. í fjárlagaræðunni í vikunni sem leið, sagði Magnús sínar far ir ekki sléttar og nefndi dæmi. Hann sagðist hafa gefið fyrir- mæli um allmikinn sparnað í til tekinni ríkisstofnun, en engin framkvæmd á orðið. Stafaði það, sagði liann, að einhverju „óskiljanlegu tregðulögmáli“. HÆFNI RÁÐHERRA En ber það ekki einmitt vott um hæfni fjármálaráðherra, hvernig honum gengur að fást við „tregðulögmálið“? Er það ekki heldur sjaldgæft, að þeir sem eyða ríkisfé, komi til fjármála- ráðherrans og bjóðist til að spara? ANNÁLL Halldór E. Sigurðsson lýsti vinnubrögðum stjórnarinnar 11 síðustu mánuði á þessa leið í umræðum á Alþingi um nýja fjárlagafrumvárpið: Nóvember 1967: Gengisbreyt- ing, sögð sérlega vel undirbúin. Desember ’67: Fjárlagaaf- greiðsla. Tollalækkun um 250 milljónir boðuð síðar. Janúar ’68: Uppbótakerfið aukið um 320 millj. ofan á geng- islækkunina. Febrúar ’68: Tollalækkunin var aðeins 160 milljónir í stað- inn fyrir 250 milljónir. Marz ’68: Hækkun á tekju- stofnum, áfengi, tóbak og fl. og fl., frestun ríkisútgjalda til fram kvæmda, stofnað til nýrrar lán- töku vegna ríkisútgjalda. Apríl: Skattahækkun vegna vegamála 160—190 millj. Maí—júní: Síldarvíxillinn samþykktur, fjárhæð ókunn. (Frámhald á blaðsíðu 4) Bókhlaðan verður vígð 9. nóvember HIN NÝJA bókhlaða Amtsbóka Brekkugötu 17, kl. 2 e. h. Öllum Kaþólskur biskupsstóli á ný í Rvík FH leikur tvo leiki á Akureyri Sendiherrahjónin, Karl Fritjof og frú. SENDIHERRA BANDARÍKJANNA Á ÍSLANDI talar um forsetakosn ingarnar á morgun

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.