Dagur - 20.11.1968, Blaðsíða 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.L
Störf og sfefnur
OFT er um það rætt hvemig menn
eigi að fara að því, að kynna sér
stefnu stjórnmálaflokkanna og hvem
ig hún komi gleggst frain.
Að því er Framsóknarflokkinn
varðar, er þess fyrst og fremst að geta,
að í einstökum kjördæmum gera
kjördæmaþingin sínar ályktanir um
heimamál og landsmál. En á flokks-
þingi Framsóknarmanna, sem haldið
er eigi sjaldnar en f jórða hvert ár, og
nú síðast snemma á árinu 1967, er
stefna hinna pólitísku landssamtaka,
sem bera nafnið Framsóknarflokkur-
inn, ákveðin. Á aðalfundi miðstjóm-
ar Framsóknarflokksins, þar sem
sæti eiga um 90 fulltrúar, kjömir af
kjördæmasamböndum og á flokks-
þingi, eru einnig ár hvert gefnar út
yfirlýsingar um flokksstefnuna og þó
eigi sízt um mál, sem efst eru á baugi
hvert ár og eru yfirlýsingar þessar
jafnan birtar þjóðinni.
Segja má þó, að í reynd komi
stefna flokksins einna gleggst fram í
tillögum þeim, sem þingflokkurinn
eða þingmenn flokksins gera á Al-
þingi í einstökum þjóðmálum og eru
þessar tillögur fluttar sem frumvörp
til nýrra laga eða til þingsálvktunar.
Þessi málflutningur flokksins á Al-
þingi er öllum aðgengilegur, því að
tillögurnar eru jafnan birtar í flokks-
blöðum en koma einnig glögglega
fram í þingfréttum Ríkisútvarpsins,
sem fluttar eru hvern virkan dag ár-
degis nú í vetur. Það þarf því ekki
að dyljast neinum, hverju flokkur-
inn hefur beitt sér fyrir og vill að
fram gangi á Alþingi.
Til dæmis um þau mál, sem nú
eru á dagskrá, eða hafa verið undan-
farið, skal hér nefnt, að það er yfir-
lýst stefna flokksins, að höfð sé skipu-
leg stjórn fjárfestingarmála undir
forystu ríkisvaldsins í samstarfi við
stéttarsamtökin og að allar meirihátt-
ar framkvæmdir fari eftir fyrirfram-
gerðri áætlun, þar sem verkefnum sé
raðað og þau látin ganga fyrir, sem
þýðingarmest eru, en sett bann á til-
teknar tegundir fjárfestingar, þegar
þess þarf með, eins og t. d. Danir og
Svíar gera.
Það er ennfremur yfirlýst stefna
flokksins, að haldið sé uppi heildar-
stjórn gjaldeyrismála með hliðsjón af
gjaldeyrisöflun og þörfum fram-
leiðsluatvinnuveganna og gerðar ráð-
stafanir til að minnka vöruinnflutn-
ing og gjaldeyrisnotkun yfirleitt,
með þeim aðferðum, sem bezt sam-
rýmast almannahagsmunum. En
þetta þýðir m. a. að stundum getur
reynzt nauðsynlegt að koma í veg
(Framhald á blaðsíðu 2).
Fjölmargf hendir Islending á langri !ei8
Rætt við gamlan Akureyring - Jón Júlíus Sig-
urðsson frá Winnipeg - sem hér er í heimsókn
ÖÐRU HVERJU koma Vestur-
íslendingar í lengri eða skemmri
heimsókn til íslands, til að hitta
frændur og vini og til þess að
líta æskuslóðir sínar eða jafnvel
bernskuslóðir foreldranna.
Á miðvikudaginn, 13. nóvem-
!ber, leit slíkur ferðamaður inn
á skrifstofur Dags. Hann heitir
Jón J. Sigurðsson, Jónssonar frá
Dvergasteini, Akureyringur að
uppruna, fæddur í Syðsta-Hús-
inu, en svo lítillar ættar, segir
hann, að honum gekk illa að fá
vinnu í bænum í gamla daga
því hvorki átti hann ættarnafn
eða burgeisa til hjálpar. Þetta
er þreklegur maður, léttur í
máli og 'hinn vasklegasti — ef-
laust drengur góður. Við tökum
tal saman.
Viltu segja frá sérstæðum ís-
lendinga vestra?
Ég 'hef lengst af átt heima í
Winnipeg í Kanada og þótt þar
séu margir íslenzkættaðir menn
hef ég nær eingöngu verið með-
al enskumælandi manna. En ég
þekkti gamla dr. Hjaltason, sem
var íslenzkur að ætt og frábær
læknir. En hann virtist stund-
um viðutan og svaraði útúr ef
illa lá á honum og hann móðg-
aði marga. Hann hirti ekki um
klæðaburð sinn og var jafnvel
sóði. Þeir dr. Brandson, kunnur
skurðlæknir vestra, voru skóla-
bræður, og hefi ég heyrt að
Brandson hafi látið þau orð
falla, að ef dr. Hjaltason gengi
frá, væri það ekki á færi ann-
arra að lækna, að hjálpa, nema
ef skera þurfti upp. En dr.
Hjaltason var meðalalæknir og
hann var svo næmur, að hann
virtist vart þurfa að skoða sjúkl
inga til að sjá hvað að þeim
gengi. Til eru ýmsar sögur um,
að hann læknaði sjúklinga, sem
aðrir voru gengnir frá og sjúkl-
ingarnir komnir að dauða.
Þessi ágæti læknir og mann-
vinur flutti úr borginni og fór
út í sveit. Sagt var, að stundum
væri mykja á skónum hans. En
það var ekki talað um það, þeg-
ar hann gerði það, sem menn
kölluðu hálfgerð kraftaverk.
Einu sinni kom ungur og ákaf-
lega veikindahræddur maður til
hans og bað hann að lækna sig.
Hjaltason gekk um gólf og
horfði svo stutta stund á sjúkl-
inginn. Að lokum sagði hann:
„Farðu heim og snýttu þér.“
Meira fékk hann ekki, en ekki
veit ég hvort hann læknaðist af
hræðslu sinni.
Einu sinni komu mæðgur á
fund læknisins. Móðirin þuldi
upp veikindi dótturinnar en
hann þagði og ansaði engu lengi
vel. Síðan sagði hann á tilgerðar
lausu máli, að þetta mundi allt
vaxa og það en lítið því stúlkan
væri kona ekki einsömul. Sú
gamla reiddist ofsalega og stik-
aði út. Dóttirin taldi sjúkdóms-
greininguna ekki eins fráleita,
enda reyndist hún rétt.
Þá kynntist ég ágætum Ey-
firðingi, Grími Eyford. Hann
var framkvæmdastjóri járn-
brautanna á stóru svæði í Mani
toba, glæsilegur og skemmtileg-
ur maður, sem hjálpaði mörgum
fslendingi um vinnu er þeir
komu peningalausir og mállaus
ir. Grímur var ágætur veiði-
maður og hraustmenni. Átti
hann stundum í brösum við
Indíána. Hann var frábær stjórn
andi og áttum við skemmtilegar
stundir saman og sagði hann
mér þá stundum frá svaðilför-
um sínum, bæði sem eftirlits-
maður járnbrauta, sem hann var
lengi fyrst og frá veiðiferðum.
Hann skaut bæði buffla og skóg
arbirni, en taldi þá ekki eins
hættulega og Indíánana, sem
voru 'hálfvilltir og þurfti að
þekkja vel, til að geta átt við
þá viðskipti. Dóttir Gríms giftist
prófessor Tryggva Ólasyni.
Einhver taug tengdi íslend-
ingana alltaf saman vestra?
Já, það má segja og oft hefur
það komið fyrir mig, að ég lað-
aðist eins og ósjálfrátt að mönn-
um, sem reyndust þá vera ís-
lendingar. Ég man að mér
fannst ég hafa þekkt Marinó
Hannesson lögmann í Winnipeg
lengi, er ég fyrst hitti hann.
Nokkru eftir lát hans vissi ég
fyrst, að hann var af eyfirzku
bergi brotinn.
Hvenær komstu til Winnipeg?
Haustið 1929 héðan frá Akur-
eyri. Fyrst fór skipið til Noregs
og kom þá í Ijós við skoðun, að
ég var kviðslitinn. Þetta gerði
babb í bátinn. Ég varð að taka
mér far með öðru skipafélagi,
þar sem ekki var verið að skoða
á manni kviðinn. En þetta varð
til þess, að ég var staurblankur
þegar ég kom vestur til Halifax.
Ég átti þá eftir að fara til Winni
peg. Þá fyrst fékk ég að reyna
hvað það er að vera svangur.
En það fór eins fyrir mér í Hali-
fax og áður í Noregi, að við
læknisskoðun kom kviðslitið í
Ijós og mér var tilkynnt, að ég
yrði sendur heim með fyrstu
ferð. Ég var nær mállaus og
þótt þetta súrt í brotið. Bað ég
því um viðtal við yfirlækninn.
Hann kom og ég sýndi honum
meðmælabréf frá Jóni Sveins-
syni bæjarstjóra á Akureyri,
þar sem hann vottar dugnað
minn og annað ágæti. Sjálfur
gerði ég honum það skiljanlegt,
að ég ’hefði unnið erfiðustu
vinnu án þess að verða meint af
svo sem skurðgröft. Hann tók
þetta gott og gilt og ég var
frjáls. Danskur maður gaf mér
þau sætustu epli, sem ég hef
borðað. En þó ég væri svangur,
komst ég til Winnipeg, því ég
var svo heppinn að hitta þarna
Magnús Markússon skáld, sem
bauð mér að borða og síðan Al-
■bert Jónsson konsúl, sem sá víst
hungrið utan á mér og lánaði
mér 10 dollara, góður maður.
Og fyrsta starfið vestra?
Ég vann um tíma í kassagerð-
inni hjá Svarfdælingnum
Zophoníasi Thorkelssyni. Það
var vinnuiharður maður og skap
mikill. Svo fór ég í byggingar-
vinnu til Þorsteins Borgfjörðs
en byggingarfélag hans, MC
Dermit Co., 'byggði sumar mestu
stórbrýr Vancover vestra, auk
húsa af öllum stærðum. Borg-
fjörð var framkvæmdastjóri. Þá
var ég fjósamaður í Riverton
einn vetur. Það var einmitt þá
um vorið, sem dr. Brandson
saumaði á mér kviðslitið og tók
ekkert fyrir.
Hvenær kvæntist þú svo?
Það var árið 1935. Hún heitir
María Magdalena Kotella og er
pólsk í aðra ættina en austur-
rísk eða þýzk í hina. Hún er
mjög fjölhæf, býr til skraut-
muni, mottur og getur smíðað
eitt og annað, og svo leikur hún
á fiðlu, gargar á fíolín, eins og
ég kalla það stundum. María er
bæði falleg kona og boldangs-
kvenmaður. Foreldrar hennar
áttu átta börn og voru úti í sveit.
Bömin lærðu að vinna. Börn
okkar eru tvö: Þóra og Eðvarð
Vilhjálmur.
Nokkuð sögulegt þegar þú
kynntist konuefninu þínu?
Ef það er ekki sögulegt fyrir
ungan mann að kynnast góðri
og fallegri konu, þá veit ég bara
ekki hvað er sögulegt. Jú, það
var svo sannarlega sögulegt fyr-
ir mig. Já, það var í Winnipeg
1934. Ég stundaði fisksölu, bauð
fisk í hús. Ég mætti þá öðru
hverju hvítklæddri konu, sem
ég bauð fisk eins og öðrum. Hún
vildi aldrei kaupa neinn fisk af
mér, en ég gat naumast slitið af
henni augun, svo fríð kona var
hún. Hún átti heima skammt frá
því húsi, sem ég þá bjó í, en ég
leigði hjá gamalli konu. Mér
Jón Júlíus Sigurðsson.
þótti skrýtið, að þessi hvít-
klædda kona, sem ég vissi að
vann þó við mötuneyti og keypti
stundum fyrir það, vildi ekki
kaupa af mér fisk. Ég spurði
hana einu sinni um ástæðuna.
Hún sagði að heimilið keypti
ekki fisk af pröngurum, heldur
hjá matsöluhúsi, sem hún nafn-
greindi. Svo var það dag einn í
miklum hita, að ég fór fram hjá
húsi hennar og hún var að
vökva garðinn með úðara. Ég
'heilsaði og bað um, að hún
vökvaði líka höfuð þess manns,
sem vanari væri frostum á ís-
landi en þessum steikjandi hita.
Hún gerði það og höfuðbaðið
var gott. Við tókum svo smá-
vegis tal saman. Ég var ennþá
mjög lélegur í enskunni og fann
sárt til þess í samræðum við
hina fögru konu. Nokkru síðar
mættumst við á götu og skipt-
umst á orðum. Ég er málgefinn
að upplagi og lét það út úr mér,
án þess ég hefði nokkra von um
árangur, að gaman væri að eyða
með heimi einu kvöldi. Hún
sagði, að ekki gæti hún það í
kvöld, en kannski síðar. Ég var
alveg steinhissa. Svo kom nú
þetta góða kvöld og ég fékk lán
aðan bílskrjóð, sem húsmóðir
mín átti. Ég bauð í bílferð,
nokkra hringi, var ákaflega hrif
inn af stúlkunni og var þó ekki
mjög feiminn, kunnáttu á þessu
sviði hafði ég litla en minntist
þess þá hvernig ástfangnir
menn fóru að á leiksviðinu í
gamla Gúttó heima. Rek ég ekki
þá sögu lengur en þar sannað-
ist, sem oftar, að fallegustu kon
urnar sitja oft uppi með ljótustu
mennina og kann ég ekki aðra
skýringu á fyrirbærinu. Hún
var kaþólsk og allt hennar fólk,
og ég varð það líka — veit ekki
hverju ég hefði ekki fórnað í
þann tíð, fyrir konuefnið mitt.
Og þú lést börnin lieita Þóru
og Eðvarð?
Já, og eiginlega út í loftið. Það
stóð svo á, að ég vann í öðru
ríki þegar Þóra litla fæddist. En
hún var skírð á fæðingardeild-
inni Helena Katrín. Þegar ég
svo sá hana, nokkurra mánaða
gamla, kallaði ég hana strax
Þóru og hún hefur ekki verið
nefnd annað síðan.
Þú hefur svo byggt þér hús,
eins og aðrir fjölskyldumenn?
Já, í Winnipeg. Bræður kon-
unnar minnar byggðu það. Það
brann nær fullbyggt og þeir
byggðu upp aftur og þar hefi ég
átt heima síðan. Ég tapaði miklu
við brunann og það urðu mér
erfið ár að standa í skilum. En
þetta 'heppnaðist og ég gat greitt
skuldir mínar. Seinna stækkaði
ég húsið og breytti því. Sjálfur
vann ég við húsamálningar um
20 ára skeið og þurfti stundum
að fara í aðrar borgir í atvinnu-
leit.
Þú hefur leitað að atvinnu?
Já, hvar sem hana var að fá,
til að geta borgað húsaskuldirn-
ar. Ég var t. d. 1952 og 1953 norð
ur í Fort Churchill við Hodson-
flóa í Manitoba. Þar er gífurlega
mikil hveiti-útflutningshöfn,
kornturnar fyrnastórir og þar
voru þá um 12 þús. manns, því
þar var líka herbækistöð. Þarna
hafði ég 400 dollara á mánuði
og líkaði sæmilega. En kuldinn
er mikill og allt gróðurlaust og
helztu dýr á landi úlfar og refir,
en í sjó sérstök laxategund. Sá
fiskur er svo feitur, að það drýp
ur af honum lýsið. En hann er
góður nýr og reyktur. Stöku
sinnum komu bjarndýr, einkum
lítt vaxin.
Veður geta orðið voðaleg á
þessum norðlægu slóðum. Þótt
ótrúlegt sé, hafa menn bókstaf-
lega kafnað í veðurofsanum. En
á sumrin er sæmilegt en þá
angra hinar stóru moskitóflugur
mann. Höfnin er íslaus í aðeins
tvo mánuði éða svo.
Hvenær byrjaðir þú á nudd-
inu?
Það var fyrir tæpum áratug.
Það var síðari hluta dags í kulda
veðri að ég stóð í stiga í Seattle
og málaði. Ég var að hugsa um
það, hvað innihaldslítið þetta
strit væri og heldur dapurlegt,
að guð gæti ekki notað mann
til annars en þessa endalausa
brauðstrits og maður gæti ekki
látið neitt verulega gott af sér
leiða. Upp úr þessum hugleið-
ingum fór ég í gufubað og lét
nudda mig á eftir. Ég talaði við
nuddarann. Hann sagði mér, að
ég hefði læknishendur og yrði
mjög góður nuddlæknir ef ég
lærði. Ég tók þessu sem hverri
annarri gamansemi. Hann vís-
aði mér á nuddskóla. Svo kom
þetta stig af stigi og ég stundaði
þetta nám í tvö ár. Skólastjór-
inn var írskur og kominn til ára
sinna. Síðan hef ég svo stundað
nuddlækningar í Kanada og
Bandaríkjunum og geri ennþá.
Ég trúi því, að ég hafi einhvern
vott af lækningagáfu og það
hjálpi til við lækningarnar. Mér
finnst miklu auðveldara að
lækna trúað fólk en aðra og þar
verður allt léttara. Ég legg mig
fram og geri mitt bezta í starf-
inu og hef þá jafnan bæn á vör.
Ertu mjög trúaður maður eða
dulrænn?
Ekki held ég að ég hafi neina
svokallaða dulræna hæfileika
en ég var talinn trúaður á árum
áður. En ég kynntist á óvæntan
hátt kirkju mormóna, fór þang-
að eitt sinn af rængli og leið
þar svo vel, að ég tók að sækja
þá kirkju eftirleiðis. Mormónar
eru í mörgu bæði strangir og
siðavandir. Ég komst að þeirri
niðurstöðu, eftir sálarstríð og
andvökur, að ég vildi helzt geta
notið leiðbeiningar þessarar
kirkju. Að vísu var ég á margan
hátt óverðugur þess, sem kirkj-
an bauð og ekki heldur undir
það búinn að halda boð og bönn.
En ég var skírður. Ég vann í
Alberta um þessar mundir. O,
já, margt getur fyrir mann kom
ið. Ekki var konan ánægð með
þetta hjá mér þó því fylgi ekki
fjölkvæmi, sem löngu er bann-
að með lögum. En við deildum
um fleira. Hún elskar slétturnar
og vill hvergi annarsstaðar vera
(Framhald á blaðsíðu 7)
Vart samræðiiliæfir
EKKI mun það ofmælt, að ólíkt
fleiri útvarpshlustendur opni en
loki tæki sín þegar þar er rætt
um bókmenntir, auk hinna
mörgu, er beinlínis sækjast eftir,
að hlusta þegar þau efni ber á
góma, en því miður er æði oft
undir hælinn lagt, hver fengur
er að. Sl. sunnudag ræddu þeir
Ól. J. og Sv. Kr. um sögu Hall-
dórs Laxness, Kristnihald undir
Jökli. Sennilega hafa ýmsir að-
dáenda höfundar beðið útgáf-
unnar með nokkurri tilhlökkun,
a. m. k. forvitni. Aðrir láta sig
litlu skipta, aldrei verið hrifnir
af skáldsagnagerð þess fræga
manns eða búnir að fá nægju
sína, orðið vonbi'igði að síðari
ritsmíðum hans, en hvað um
það. Saga frá hendi Nóbelsverð
launahöfundar vekur þó meiri
athygli en frumsmíði óþekkts
manns, og mennirnir, sem völd-
ust til samræðunnar báðir kunn
ir, en það ætla ég að hróður
beggja hafi heldur þorrið en
aukist að samtalinu loknu. Ekki
vegna þess, að þeir væru svo
þvöglumæltir að það skildist
ekki, sem þeir vildu sagt hafa,
heldur hins, að þeir höfðu ekk-
ert að segja, helzt þetta: Þeir
skildu ekki hvað höfundur væri
að fara, til þess þurfti að lesa
tvisvar, þrisvar, helzt oftar, það
höfðu þeir ekki gert. í henni var
þó heimspeki, taoismi og eitt-
hvert sambland flestra ef ekki
allra eldri sagna Halldórs og
ýmsar snjallar og fallegar setn-
ingar hér og þar.
Og af því sagan var nú eftir
þennan mann, hlaut að vera vit
í henni. Það lá aðeins ekki á
lausu, ekki í augum uppi, hvað
hann var að fara.
Þetta má allt satt og rétt vera,
getur líka verið endemis rugl.
En gat útvarpsráð ekki fengið
tvo oi'ðfæra menn, annan úr
aðdáendahópi H. L., sem hældi
þá upp í hástert, og svo mann,
sem þorði að segja það, sem þess
ir náungar sögðu, að þeir skildu
þetta ekki og bæta því svo við,
stutt einstaka dæmi, að hann
teldi þetta rugl og þvætting.
Ég held að höfundurinn hefði
gott af því. Það er engum hollt
að komast á þann tignartrón, að
allt hljóti að vera ágætt, sem frá
honum kemur, fyrir þeirri snöru
varð H. L. fótaskortur í Para-
dísarheimt, svo eitt dæmi sé
nefnt, og skildi ekki þarna vera
eitthvað áþekkt smíði? Af þeim
umræðum, sem þarna fóru fram,
get ég mér þess fullkomlega til.
Ógetið er eins óskemmtilegs í
sambandi við þetta tal Ólafs og
Sverris:
Genial konkrets paradíu-
máls þeirra svo örfátt eitt sé
nefnt, sem þeir krydduðu ræður
sínar með.
Það tala svo margir útvarps-
menn sæmilega íslenzku, að það
ætti að vera 'hægt að komast
hjá því, að særa eyru almenn-
ings á þann hátt sem hér var
gert. Sv. Kr. hefur talað sæmi-
legt mál, hafi hann mælst einn
við. Má vera að Ól. J. geti það
einnig. Samræðuhæfir eru þeir
ekki.
Fjalli 19. nóvember 1968.
Ketill Indriðason.
Þreffán nýjar bækur frá Æskunni
BARNABLAÐIÐ Æskan sendir
frá sér á þessu hausti 13 nýjar
bækur, þar af 10 bækur fyrir
börn og unglinga. — Bækurnar
eru:
Gaukur keppir að marki.
Þetta er drengjasaga, eftir
Hannes J. Magnússon, fyrrver-
andi skólastjóra á Akureyri.
Hannes hefur sent frá sér rnarg-
ar barnabækur, sem allar hafa
komið út hjá Æskunni. — Þessi
bók er framhald af sögunni
Gaukur verður hetja og segir
frá Gauki og félögum hans í
gagnfræðaskóla. Þeir stofna
bindindisfélag innan skólans,
sem verður fjölmennt og áhrifa
mikið. Ævi Gauks verður við-
burðarik þennan vetur. Hann á
andstæðinga innan skólans, en
sigrar þá með góðvild og dreng
skap. í lok sögunnar gerist ein-
stæður atburður, sem gjörbreyt
ir öllu lífi Gauks og móður hans.
Eygló og ókunni maðurinn.
Höfundur þessarar bóka, hjón
in Rúna Gísladóttir og Þórir S.
Guðbergsson, eru án efa mörg-
um kunn af fyrri bókum þeirra
og starfi í sumarbúðum í Vatna
skógi og Vindáshlíð. Eygló og
ókunni maðurinn er fyrsta sam-
eiginlega bók þeirra. Eygló og
vinkona hennar, Ingibjörg, eru
grunaðar um þjófnað á dansleik.
Gátan verður torráðnari og
margt gerist. Eygló og ókunni
maðurinn er skáldsaga fyrir
ungar stúlkur.
Hrólfur hinn hrausti.
Hér kemur nýr, ungur höf-
undur fram með sína fyrstu
bók, sem er bæði ævintýraleg og
skemmtileg víkingasaga. Höf-
undurinn, Einar Björgvins, er
fæddur þann 31. ágúst 1949 í
Krossgerði í Berufjarðarströnd,
Suður-Múlasýslu, sonur Björg-
vins Gíslasonar, fyrrverandi
oddvita og Rósu Gísladóttur,
konu 'hans. Einar byrjaði
snemma að skrifa. Hafa birzt
eftir hann tvær framhaldssögur
í tímaritinu „Heima er bezt“ og
smásögur í Æskunni.
Fimm ævintýri.
Hér birtast fimm ævintýri í
einni bók eftir Jóhönnu Brynj-
ólfsdóttur. Höfundurinn hefur
áður skrifað mörg fögur ævin-
týri fyrir börn og unglinga, sem
hafa á undanförnum árum birzt
í blöðum og mörg þeirra verið
flutt í barnatíma Ríkisútvarps-
ins. — Hin fimm ævintýri, heita:
Svanurinn, Hamingjublómið,
Snæljósið, Vinirnir og Blóma-
ríkið.
Bláklædda stúlkan.
Höfundur þessarar sögu er
Lisa Euréen-Berner, sem er
þekktur kvenrithöfundur í Sví-
þjóð. Guðjón Guðjónsson, fyrr-
verandi skólastjóri þýddi. Aðal
persónur sögunnar eru Stína,
fátæk skrifstofustúlka, og ungur
verkfræðingur, Anderson. Sag-
an gerist á fámennu gistihúsi
úti á landi í Svíþjóð. Þangað
hefur Stína leitað til að hvílast
í sumarleyfi sínu, vegna veik-
inda, og þar gerast mörg ævin-
týri, sem endar með giftingu.
A leið yfir úthafið.
Þessi bók er sú fyrsta í nýjum
bókaflokki er nefnast Frum-
byggjabækurnar, en í þessum
bókaflokki eru alls átta bindi.
Þessi fyrsta bók segir frá mörg-
um æsandi atburðum, sem Knút
ur og vinir hans lenda í á leið-
inni yfir Atlandshafið. Knútur
lagði sig í lífshættu við að
bjarga dreng, sem féll útbyrðis.
í stórborginni kynnast þeir
Knútur og Eyfi góðum götu-
strákum, sem hjálpa þeim.
Nærri lá, að Indíánar rændu
pabba drengjanna, en með
snaræði slapp hann þó úr hönd-
um þeirra. Næsta bindi, sem
kemur á næsta ári heitir: Á leið
yfir sléttuna. Höfundur er
Elmer Horn, en Eiríkur Sigurðs
son, fyrrverandi skólastjóri
þýddi.
Tamar og Tóta.
Höfundur bókarinnar, Berit
Brænne, er norsk skáldkona,
sem hlotið hefur miklar vin-
sældir m. a. fyrir barna'bækur
sínar, og þá ekki sízt fyrir
þriggja bóka samstæðuna um
Tamar og Tótu. Þær bækur hafa
komið út í mörgum útgáfum og
á ýmsum þjóðtungum.
Tamar er umkomulaus Ara'ba
drengur, en Tóta er norsk
telpa, sem fær alltaf öðru hverju
að sigla um öll heimsins höf með
foreldrum sínum, því að pabbi
hennar er skipstjóri á flutninga
skipi. — Sigurður Gunnarsson,
skólastjóri þýddi bókina.
Sögur fyrir börn.
í þessari bók birtast 13 smá-
sögur fýrir börn, eftir hið heims
fræga rússneska skáld Lev
Tolstoj, í þýðingu Halldórs Jóns
sonar, ritstjóra. Sögurnar heita:
Litla stúlkan og sveppirnir,
Kettlingurinn, Plómusteininn,
Fuglinn, Ósannsögli drengurinn,
Hákarlinn og Ljónið og hvolpur
inn. Bókin er prýdd mörgum-
fögrum myndum.
Krummahöllin.
Krummi hefur verið mikið á
dagskrá hjá börnum að undan-
förnu í sambandi við barnatíma
sjónvarpsins. Hér birtist ævin-
týri um krumma, eftir Björn
Daníelsson, skólastjóra. Myndir
í bókina gerði Garðar Loftsson.
15 ævintýri Litla og Stóra.
Hér hefst útgáfa á nýjum
myndasöguflokki. í þessu fyrsta
BUNDIÐ
SVO nefnist nýútkomin ljóða-
bók eftir Jón Benediktsson (frá
Breiðabóli) fyrrv. yfirlögreglu-
þjón á Akureyri, og er útgef-
andi Skjaldborg s.f., nýtt út-
gáfufyrirtæki í bænum. Fyrir
16 árum kom fyrri ljóðabók höf
undar út, og nefndist hún SÓL-
BROS.
Heiti bókarinnar er réttnefni,
Jón Benediktsson.
hefti birtast 15 skemmtileg ævin
týri þeirra félaga Litla og Stóra.
en fyrir nokkrum árum voru
þeir félagarnir fastir gestir á
síðum Æskunnar. Næstu bækur
í þessum nýja flokki eru vænt-
anlegar á næsta ári.
Ölduföll áranna.
Þetta eru endurminningar
Hannesar J. Magnússonar, fyrr-
verandi skólastjóra á Akureyri.
Bókin fjallar um starfsár höf-
undar og er þar að finna mikinn
fróðleik um menn og ýmis fé-
lagsmál og alveg sérstaklega um
skólamál því það var vettvangur
höfundar á löngum starfsferli.
Skaðaveður 1897—1901.
Þetta er fjórða 'bókin í þess-
um bókaflokki. Fyrsta bók
flokksins, Knútsbylur, kom út
árið 1965. Til allra- bókanna í
flokknum hefur Halldór Pálsson
safnað, en um útgáfuna hefur
annast Grímur M. Helgásön
cand. mag. •-
Úrvalsljóð Sigurðar Júl.
Jóhannessonar.
Þetta er fjórða bókin í Af-
mælisbókaflokki Æskunnar.
Þann 9. janúar 1968 voru liðin
100 ár síðan Sigurður fæddist,
en hann var fyrsti ritstjóri Æsk
unnar, sem var fyrsta barna-
blaðið á íslandi. Formála og val
ljóðanna hefur annazt Richard
Beck, prófessor. í þessum Af-
mælisbókaflokki Æskunnar
hafa áður komið út: Móðir og
barn, Hjálpaðu þér sjálíur og
Dæmisögur Espós.
Allar eru bækurnar prentað-
ar í Odda h.f. □
Stúlka með ljósa lokka
BÓKAFORLAG Odds Björns-
sonar hefur sent frá.sér enn eina
foók Jennu og Hreiðars Stefáns-
sonar, Stúlkuna með ljósa lokka.
Saga þessi er framhald af sög-
unni, Stelpur í stuttum pilsum.
Báðar eru bækur þessar um
unglinga, skólaæskuna og vanda
mál hennar og fyrir fólk á því
aldursskeiði. Bækur Jennu og
Hreiðars eru orðnar margar og
af góðu kunnar. □
MÁL
þar sem hún stendur fyllilega
undir því, og er það út aí fyrir
sig ánægjuefni að eiga völ á því'
að lesa Ijóð í bundnu máli, svo
mikla áherzlu sem menningar-
leg útgáfufyrirtæki leggja nú á
útgáfu og áróður fyrir órímuðu
stagli, sem í auglýsingum eru
nefnd „ljóð“, þó að gamlir Ijóða-
unnendur skilji ekki þá skýr-
ingu.
Höfundur hefur aldrei farið
dult með það, að hann telji gaml
ar rímreglur og stuðlun máls
ekki með öllu úreltar, þó að nú
sé .svo komið í ljóðabókmennt-
um okkar, að
rímlausi tjaslarinn hálendið
hræðist
og höktir um lágan völl.
Yrkisefni eru margvísleg, kon
ur og ástir, samvistir kynjanna
á flestum aldursstigum, sljórn-
mál, eilífðarmál, skop og alvara
í hæfilegri blöndun. Ástakvæði
í fyrsta hluta bókarinnar er
nokkuð á annan veg en maður
hefur vanizt, þar sem hann bið-
(Framhald á blaðsíðu 7).
STEFÁN VALGEIRS-
SON FIMMTUGUR
STEFÁN VALGEIRSSON al-
þingismaður er fimmtugur í dag,
20. nóvember. Hann er áhuga-
samur ungmennafélagi, bindind
ismaður, var um árabil trúnað-
armaður verkamanna á Kefla-
víkurflugvelli, en er nú einn
helzti talsmaður bændastéttar-
innar á Alþingi. Hann er sjálfur
bóndi á föðurleifð sinni, Auð-
brekku í Hörgárdal og varð
þingmaður í Norðurlandskjör-
dæmi eystra í síðustu alþmgis-
kosningum.
Stefán Valgeirsson nýtur vax
andi trausts og virðingar, heima
í héraði og á löggjafarsamkomu
þjóðarinnar. Á þessum tímamót
um árnar Dagur honum heilla
og sjálfur þakka ég honum góð
persónuleg margra ára kynni.
E. D.
Dáinn 10. marz 1968
Brotið er blað,
birta dvín,
reikar árroði,
rís ekki sól.
Verður svo veröld
í vina augum,
þá harmþrungnir horfa
að hinzta beði.
Minningar mætar
milda þó sorgir.
Bæn er beðin
af bljúgum huga.
Góði Guð,
gef ástvinum styrk,
lát þitt ljós
lýsa þeim fram.
Jenna Jensdóttir.