Dagur - 14.12.1968, Blaðsíða 2

Dagur - 14.12.1968, Blaðsíða 2
2 Bækur frá Leiftri 1968 AÐ HEIMAN OG HEIM. Endurminningar Friðgeirs H. Berg. Þóroddur Guðmundsson bjó til prentunar. Frið- geir H. Berg var átthagans barn, en heimsborgari þó, óskólagenginn en gagnmenntaður í sönnum skilningi þess orðs. Hann sá fyrir óorðna hluti og gerir m. a. grein fyrir þeirri reynslu sinni í bókinni í ljósaskiptum. Friðgeir vann mikið að ritstörfum og liggur mikið eftir hann, bæði í ljóðum og lausu máli. — Kr. 376.25. GARÐAR OG NÁTTFARI, eftir Jón Sigurðsson í Yztafelli. Þessi bók Jóns Sigurðssonar í Yztafelli er sérstaeð í bókmenntum okkar. Hann segir meðal annars í skemmtilegum eftirmála: Efni þessarar sögu hefur verið ríkt í huga mínum frá æskudögum: Hví lagði Garðar fyrstur manna af ráðnum huga í landaleit á hið ægilega úthaf, sem að trú þeirra tíma kringdi um mannheim allan, þar sem Miðgarðsormur bylti sér og beit í sporð sinn, en utar voru aðeins þursabyggðir og Náströnd sjálf? Landnáma segir, að hann hafi farið að ráðum móður sinnar. En hvaðan kom henni framsýnin. — Kr. 322.50. GUÐRÚN FRÁ LUNDI: GULNUÐ BLÖÐ. Sterkasti þátturinn í skáldsögum Guðrúnar frá Lundi eru mann- lýsingamar. Þar fatast henni sjaldan. Oftast hafa bæk- ur hennar verið í efsta sæti á vinsældalista lesenda, og líklega hefur hún á undanförnum árum átt stærsta les- endahópinn meðal íslenzkumælandi manna, bæði aust- an hafs og vestan. — Kr. 349.40. RITSAFN EINARS H. KVARAN I.—II. Með þessum tveimur bindum er hafin ný útgáfa þessa merka rit- safns, sem verið hefur ófáanlegt mörg undanfarin ár. Einar H. Kvaran er tvímælalaust einn af beztu rit- höfundum íslenzku þjóðarinnar, enda hefur eftirspurn eftir verkum hans verið látlaus síðan fyrri útgáfan var uppseld. Bæði bindin kosta í vönduðu bandi kr. 967.50. FRÍÐA í STJÓRNARRÁÐINU. Ný bók eftir Guðmund Jónsson. Guðmundur er sérkennilegur höfundur og bækur hans vekja vaxandi eftirtekt. — Kr. 161.25. EKKI SVÍKUR BJÖSSI — annað bindi sjálfsævisögu Sigurbjarnar Þorkelssonar í Vísi, Himneskt er að lifa. Þetta bindi fjallar um tímabilið frá 1907 til 1923. En á þeim tímum gerðust miklir atburðir í lífi þjóðarinnar. Meira en 200 myndir prýða bindið. Bókin er sérstak- lega skemmtileg og verður merkilegt heimildarrit, þeg_ ar fram líða stundir. — Kr. 451.50. LJÓÐIÐ UM DALINN, eftir Kristján Jóhannsson. Kristján er ættaður úr Svarfaðardal, hami er skáld gott og rithöfundur. Áður eru komnar eftir hann nokkra bækur, má þar nefna: Börnin í Löngugötu, Steini og Danni og Steini og Danni á öræfum, og Fimmtán íþróttastjörnur. Ljóðin um dalinn kostar 64.50. MINNINGAR UM SÉRA JÓNMUND. Guðrún dóttir hans skrásetti. Jónmundur Halldórsson var fæddur á Akranesi hið minnisstæða ár 1874, en faðir hans gerðist síðar múrari í Reykjavík og þar ólst Jónmundur upp. Kandídat varð hann aldamótaárið 1900 og tók prests- vígslu sama ár. Séra Jónmundur gegndi mörgum prestaköllum á ævinni: Ólafsvík, Barði í Fljótum, Stað í Grunnavík, Kvíabekkjarprestakalli, Staðarprestakalli í Aðalvík o. fl. Hann átti því vini um allt land. Jón- mundur var einn af merkustu prestum þessa lands, sér- stæður persónuleiki og gleymist ekki þeim, sem kynnt- ust honum. — Kr. 376.25. BARNA- OG UNGLÍNGABÆKUR DÝRIN f DALNUM, eftir Lilju Kristjánsdóttur frá Brautarhóli. Lilja lýsir hér mjög skemmtilega dýrun- um á æskuheimili sínu. En þessi lýsing getur átt við flest íslenzk börn, sem alast upp eða dvelja í sveit: „Fuglarnir sungu, lömbin léku sér og kálfarnir bitu grasið skammt frá.“ — Kr. 145.00. MÚS OG KISA, eftir Öm Snorrason. Þetta er lesbók litlu barnanna. Langt er síðan bók hefur komið út, sem hentar jafnvel litlu börnunum, enda hefur Örn Snorra- son næman skilning á eðli barnsins. — Kr. 64.50. SÖGUR ÚR SVEIT OG BORG, eftir Margréti Jóns- dóttur. Hin vinsæla skáldkona, Margrét Jónsdóttir, sem lengi vann hjá barnablaðinu Æskunni, sendir þessa nýju bók frá sér með hlýjum óskúm til barna og ungl- inga í sveit og borg. Sögurnar og leikritin í bókinni eru sumar úr fyrri bókum höfundar, sem nú eru löngu uppseldar, en annað er úr gömlum árgöngum barna- blaðsins Æskunnar. Má telja víst, að efni bókarinnar eigi sem fyrr erindi til barnanna, og verði lesið með ánægju. — Kr. 193.50. Margar bækur aðrar frá okkur eru á boðstólum nú fyrir jólin, bæði frumsamdar og þýddar, fyrir fólk á öllum aldri. HJÁ BÓKSÖLUM BÓKAÚTGÁFAN RÖKKUR Reykjavík ÓDÝRT! - ÓDÝRT! TELPU- NÁTTKJÓLAR frá kr. 132,00 SOKKAR (FLAUEL) frá kr. 165,00 KLÆÐAVERZLUN SIG. GUÐMUNDSSONAR JÓLAGJAFIR HANDA DRENGJUM Fótboltaspil Bílabrautir Leikfangamarkaðurinn Hafnarstræti 96 Afsláítur 10-25% AFSLÁTTUR FRÁ GAMLA VERÐ- INU Á ÖLLUM GJAFAVÖRUM BLÓMA- 06 LIST A VER KASALAN Glerárgötu 32 Til jólagjafa TELPU- NÁTTKIÓLAR úr velur Rauðir, bláir og bleikir BARNA- NÁTTFÖT úr flóneli VERZLUNIN DRÍFA NÝKOMIÐ FRÁ MARK’S Nátttreyjur Náttkjólar Undirkjólar með áföstum brjóstahaldara Bamanáttföt Stretch - á eins til tveggja ára Teygjubuxur á telpur :R VEFNAÐARVÖRUDEILD ORÐSENDING FRÁ ALMANNATRYGGINGA-UMBOÐI AKUREYRAR OG EYJAFJARÐAR AKUREYRI Bótagreiðslum Almannatrygginga fyrir árið 1968 lýkur mánudaginn 30. þ. m. og er þess vænzt, að bótaþegar hafi þá vitjað bóta sinna. Bótagreiðslur fyrir árið 1969 hefjast ekki fyrr en miðvikudaginn 15. janúar, og þá með greiðslu elli- og örorkulífeyris, barnalífeyris og mæðra- launa. Mánudaginn 20. janúar hefjast greiðslur fjöl- skyldubóta með 3 börnum og fleiri, að öðru leyti verða bótagreiðslur á árinu 1969, sem hér segir. 10. til 15. hvers mánaðar, ellilífeyrir, örorkulíf- eyrir, örorkustyrkir, ekkjubætur, makabætur, barnalífeyrir og mæðralaun. 15. til 20. hvers mánaðar fjölskyldubætur með 3 börnum og fleiri. Fjölskyldubætur með 1 og 2 börnum frá 21. til 25. mánuðina marz, júní og september. Bótagreiðslur fyrir desember 1969 hefjast svo á öllum bótum í byrjun desember og verður auglýst nánar hvenær þeim lýkur. Bótaþegar eru vinsamlegast beðnir að virða aug- lýstan greiðslutíma og auðvelda þannig af- greiðsluna. Umboðið þakkar öllum bótaþegum og öðrum viðskiptavinum sínum fyrir góða samvinnu á þessu ári og óskar þeim gleðilegra jóla og nýárs UMBOÐSMAÐUR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.