Dagur - 14.12.1968, Blaðsíða 5

Dagur - 14.12.1968, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akurcyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERUNGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. HÁSKALEG STEFNA NÝLEGA var hálfrar aldar fullveldis minnzt á verðugan hátt í útvarpi, sjónvarpi og blöðum og við það tæki- faeri rakin mörg þau atriði í fram- farasókn þjóðarinnar, er veigamikil eru, svo veigamikil, að á síðari árum hafa t. d. þjóðartekjur á mann verið taldar með þeim hæstu í heiminum. Langt góðviðristímabil, dugnaður fólksins og þjóðholl forysta lyftu þjóðinni á þessum áratugum að hlið þeirra þjóða, sem áður voru komnar langt á undan á flestum sviðum, bæði í verkmenningu, almennri menntun og lífskjörum. En á síðasta áratug, sem í senn hafa verið met- aflaár og markaðs-góðæri, hefur þjóð in orðið meiri eyðsluþjóð en nokkur önnur og fjármálastefna þjóðarfor- ystunnar við það miðuð, að eyða jafnóðum og aflað var undir kjör- orðinu „frelsi“ og „viðreisn“. Jafnvel ráðherrar hafa hælt sér af þessari stefnu og talið hana hina einu réttu. Gylfi hélt á sínum tíma eina af sín- um snjöllu ræðum, þar sem hann kvaddi dyra hjá húsmæðrum og leiddi þær að verzlunargluggunum og sagði: Allt þetta getið þið nú keypt, engar hömlur, engin höft, frelsi í verzlun og viðskiptum. Og Bjami forsætisráðherra taldi málum bezt borgið á þann veg, að ríkis- stjómin væri ekki með nefið niðri í hvers manns koppi til að skipta sér af eyðslu og fjárfestingu. En nú er komið annað hljóð í strokkinn. Viðskiptakjör þjóðarinn- ar vom í fyrra svipuð og þau vom 1964 en lakari en á meðan allt var á toppi. Á yfirstandandi ári hafa við- skiptakjör versnað og þá kemur í Ijós, að ráðamenn þjóðarinnar, hafa ekki kimnað að fara með fjöregg þjóðarinnar — hinn erlenda gjald- eyri —. Þess vegna er þjóðin nú þeg- ar sokkin í skuldir. Greiðslubyrði vegna erlendra skulda, sem fyrir 10 ámm var talin 5%, og þá komin að hættumerkinu, samkvæmt er- lendri þjóðhagfræði, er nú komin í 15%. Vextir og afborganir þessara erlendu skulda em á þriðja þúsund milljónir króna á ári. Hin ábyrgðarlausa og yfirlætislega efnahagsstefna núverandi stjómar hefur fært þjóðina niður í skuldafen. Með sama áframhaldi hefur þjóðin misst efnahagslegt sjálfstæði úr hönd um sér eftir fá ár. Hinn mikli gjald- eyrisvarasjóður var blekking. Hin trausta undirstaða atvinnuveganna var blekking. Varðstaða um verðgildi krónunnar var blekking, svo sem fjórar gengisfellingar sýna. Stöðvun verðbólgunnar var blekking. Hömlu- laust frelsi til eyðslu hins dýrmæta (Framhald á blaðsíðu 7) FRÁ BÆJARSTJÚRN Kveðjatil Akureyrar ÞRJÁR Frá störfum atvinnimiálanefndar bæjarins ATVINNUMÁLANEFND, 25. nóvember 1968. Ár 1968, mánudaginn 25. nóv- ember kom atvinnumálanefnd saman til fundar á skrifstofu bæjarstjóra kl. 16.00. Mættir voru undirritaðir nefndarmenn ásamt bæjarstjóra Bjarna Einarssyni. Fyrir var tekið: 1. Atvinnuhorfur í byggingaiðn- aðinum og tillaga um úrbætur. Samkvæmt upplýsingum bygg ingafulltrúa, er áætlað, að um næstu áramót verði um 100 íbúðir fokheldar. Atvinnumálanefnd telur fyrir sjáanlegt að verulegt atvinnu- leysi verði í vetur í bygginga- iðnaðinum, þar sem ætla má að lánsmöguleikar séu nú mjög litlir, nema ef Húsnæðismála- stjórn gæti veitt lánsloforð 1969. Atvinnumálanefnd leggur því til, við bæjarstjóm, að skora á ríkisstjómina að útvega nægi- legt fjármagn til þess að allir þeir, sem Húsnæðismálastjórn hefur talið lánshæfa og hafa gert hús sín fokheld fyrir 31. desember 1968, fái lán sín af- greidd á árinu 1969. 2. Erindi Baldurs Sigurðssonar um snjóblásara. Formaður atvinnumálanefnd- ar, Stefán Reykjalín, lagði fram bréf ásamt greinargerð, dags. í dag, um undirbúningsathuganir á kaupum á stórvirkum norsk- um snjóblásara. í greinargerðinni kemur fram að Olafsfirðingar, Dalvíkingar, Svarfdælingar, Árskógsstrend- ingar ásamt Baldri Sigurðssyni framkvæmdastjóra Brjóts s.f. hafa undanfarnar vikur verið að athuga möguleika á að þessir aðilar, ásamt vegagerð ríkisins, kaupi í vetur norskan snjóblás- ara með tilheyrandi búnaði af P. W. 1400 Super gerð, sem mun kosta um kr. 6.2 milljónir. Skýrt er frá því m. a., að norska vega- gerðin hafi mjög góða reynslu af þessum blásurum og sé hrað- brautinni milli Osló — Bergen — Kristiansand haldið opinni með blásurum af þeirri gerð, sem áður er getið. Gert er ráð fyrir að Baldur Sigurðsson taki að sér rekstur þessara tækja. Bréfritari fer þess á leit við atvinnumálanefnd að hún láti álit sitt í ljós um þessar fyrir- ætlanir. Atvinnumálanefnd telur að hér sé um að ræða mjög athygl- isvert mál þar sem öruggar sam göngur eru forsenda fyrir eðli- legu atvinnu- og viðskiptalífi í héraðinu og leggur nefndin til við bæjarstjórn að þingmenn kjördæmisins verði hvattir til þess að styðja að framgangi þessa máls. □ AÐ HEILSAST og kveðjast, það er lífsins saga. Það hefur verið mér sönn ánægja að heimsækja fæðingabæ minn, Akureyri, eft- ir 40 ára fjarveru í fjarlægum löndum. Ég hafði beðið þess, að ferðin gengi að óskum, en mér er þó ómögulegt að skilja hinar konunglegu og elskulegu mót- tökur hér, bæði hjá gömlum vin um og mörgum öðrum, já frænd um í þriðja og fjórða lið. Og veðurblíðan var einstök, síðan ég steig fæti á land 1. nóvember og var það mikil Guðs gjöf. Já, fögur er Hlíðin. Og gaman er að standa uppá Höfðanum og njóta hins frábæra útsýnis til austurs, suðurs og norðurs. Poll urinn fagri og kyrrláti var á sín um stað, líka Kaldbakur. Á þessum 40 árum hefur fólki á Akureyri fjölgað um átta þús- und, iðnaðurinn og verzlunin GUMBÁTAR FLYTJA HEY ÞAÐ bar við í Loðmundarfirði, að þar var nýlega heyi skipað í land á gúmbjörgunarbátum. En skip Landhelgisgæzlunnar flutti heyið frá Seyðisfirði og voru það 60 hestar. Varðskipin annast oft og víða svipaða fyrir- greiðslu, þegar þörf kallar. □ Veljið útvarpstœki og sjónvarpstœki frd HEIIE - tœkin, sem eru löngu þekkt fyrir gœði og fegurð Athugið, mcð einu handtaki cr hægt að kippa verkinu innan tir öllum Radionette-tækjun- um e£ bilun kynni að koma fram, því er aldrei ncitt hnjask með kassann sjálfan, — þetta tryggir yður hagkvæmara og ódýrara hafa tekið slíkum stakkaskipt- um, að ekki er hægt að bera það saman við það, sem áður var. Svo eru það allar KEA-búðirn- ar, nýjar götur og stæði og Akur eyrarkirkjan og aðrar stórar og smáar byggingar og fyrirtæki í bænum. Allt þetta hefur glatt mig óendanlega og ég er viss um, að framtíð bæjarins verður mikil og góð. Fólk má ekki þyrp ast á einn stað í landinu og þess vegna ér nauðsynlegt að efla bæði Akureyri og ýmsa aðra staði. Ég þakka Akureyri og bæjar- búum fyrir næturgreiðann. Hér naut ég hinnar íslenzku gest- risni, sem enn lifir. Þetta voru dýrlegir dagar og alveg sér- stæðir. Þegar vestur kemur, mun ég senda ykkur kveðju mína í Lögberg-Heimskringla. Ég velti því fyrir mér, hvort þið eigið ekki að taka upp meiri skipti við Kanada og Banda- ríkin. Fleiri ættu að hugsa um það í alvöru. Ég óska ykkur allra heilla á komandi árum. Heimili mitt er að Sydney, AVE Winnipeg, ef einhver ykk- ar verður á ferðinni. Jón J. Sigurðsson. TIL SÖLU: RAMBLER BIFREIÐ, árg. 1963. Skipti á minni bifreið koma til greina. Steingrímur Stefánsson, Jám- og glervörudeild KEA. BÆKUR FRÁ SETBERGI SETBERG í Reykjavík hefur sent blaðinu þrjár bækur til umsagnar. Maðurinn frá Suður-Ameríku eftir Viktor Bridges í þýðingu Árna Óla er rúmar 270 blaðsíð- ur og kom fyrir löngu út, sem framhaldssaga í einu dagblað- anna og þótti þá spennandi skáldsaga. Segir þar frá ótelj— andi ævintýrum, tvífara og svo auðvitað ástum. Mun fáum leið- ast, sem lesa. Eins og þú sáir, Misgerðir feðranna II, er skáldsaga eftir Gísla Jónsson fyrrv. alþingis- mann, sem áður skrifaði bókina „Misgjörðir feðranna“. í þess- ari nýju bók segir frá marg- slungnum örlagaþræði ungrar stúlku og læknis þess, er einn bjargaðist af frönsku skipi, er strandaði við ísland. Skiptist bókin í 17 kafla og er 225 blað- síður. Þetta er allviðburðarík saga og mun falla mörgum vel í geð, er vilja gleyma sér á hvíld arstundum við lestur nýrrar, íslenzkrar skáldsögu. Álög og bannhelgi, heitir þriðja Setbergsbókin og er eftir Árna Óla. Fjallar hún um marga álagabletti hér á landi og hvem- ig mönnum hefnist fyrir, ef þeir ganga í berhögg við álögin. Hér er ein grein þjóðtrúar, sem enn lifir, enda þykjast menn enn verða þess varir, að álögin séu allsterk og því áhættuminna að virða þau en brjóta, og færir bókin margar sönnur á það. □ VÖRUR FRÁ MARK’S & SPENCER Herranáttföt Tækin eru gerð fyrir hin erfiðu móttökuskilyrði, eru í afdölum Noregs — því henta þau svo vel hór á landi. viðhald. PESTIVAL SEKSJON 23" FESTIVAL SJALUSI 23" FESTIVAL EUROVISJON 23"OG 25" GRAND FESTIVAL 23" festival planar seksjon Við getum ekki boðið yður lægsta verðið. — En við bjóðum yður sjónvarpstæki, sem fengu beztu dóma sænsku neyt- endasamtakanna (Statens provningsanstalt, Stockhokn) af þeim 11 algcngu tegundum sjónvarpstækja sem rannsök- uð voru. — Og við bjóðum yður tæki, sem fengu langbeztu dómana hvað viðkom hljómburði, tóngæðum og lang- drægni í ofangreindum rannsóknum, enda cr valinn viður (ekki plast eða krossviður) f öllum Radionette kössunum og þau gcrð fyrir hin erfiðuslu skilyrði. — Og við bjóðum yður ennfremtir tæki, scm hafa löngu sannað ágæti sín hér á landi við hinar erfiðustu aðsta-ður. — Fleiri þúsundir Radionette eiganda geta borið yður ágætu reynslu sína. RADIONETTE TRYGGIR YÐUR GÆÐI FYRIR HVERN EYRI Hygginn kaupandi hugsar einnig til framtíðarinnar. Útvarpsvirkjarnir Stefán Hallgrímsson og Grímur Sigurðsson, Akureyri og Hilmar Jóhannesson, Ólafsfirði hafa sótt viðgerðarnámskeið hjá Radionette verksmiðjunum í Oslo. — I>etta tryggir yður tvímælalaust langa og örugga endingu á Radionette-tækjunum. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga um Radionette-tækin hjá ofangreindum útvarpsvirkjum eða beint frá aðal umboðinu. EINAR FARESTVEIT & CO. H.F Bcrgstaðastræti 10 A . Aðalstræti 18 Rvík . Símar 21565, 16995 !v - gœöi og fegurð Drengj anáttf öt nylon Drengj apeysur v-hálsmál Drengjaskyrtur Herrasokkar SÉRLEGA FALLECAR OG VANDAÐAR VÖRUR HERRADEILD Síðasta sending fyrir jól af TÖSKUM komin TeryTene og nylon ÚLPUJAKKAR Rauðir og bláir Nr. 4-14 Drengjasokkar VERZLUNIN ÁSBYRGI Til jólagjafa DÖMUJAKKAR með lurexþræði Mjög fallegir VERZLUNIN DRÍFA MIKIÐ ÚRVAL KVENINNISKÓR (heilir) margar gerðir og lit- ir. — Verð frá kr. 172,00. KVENTÖFFLUR OG BANDASKÓR, margar gerðir. KVENSKÓR (svartir og brúnir), breiðir og þægi- legir. UNGBARNASKÓR, einnig með innleggi. BARNAKULDASKÓR, stærðir 24-30. ÖKLAHÁIR, VATNSHELDIR NYLONSKÓR fyrir dömur. SPENNUBOMSUR, stærðir 40-47. HERRAKULDASKÓR (gaberdin). DÖMU-, HERRA- OG DRENGJASTÍGVÉL. SKÓVERZLUN M. H. LYNGDAL TIL JÓLAGJAFA SKARTGRIPIR, gullhúðaðir, doublé HÁLSMEN FESTAR ARMBÖND NÆLUR INDVERSK ARM- BÖND, handunnin NÝ SENDING KÁPUR KVÖLD-KJÓLAR, síðir, stuttir ULLAR- OG JERSEY-KJÓLAR JAKKA-KJÓLAR, tví- og þrí-skiptir TÍZKUVERZLUNIN Sími 1-10-95 ISAFOLD1968 MATUR OG DRYKKUR, eftir Helgu Sigurðardóttur. Fallegasta og nytsamasta bókin á markaðinum, sjálfsögð jólagjöf handa frúnni. GARÐAGRÓÐUR 2. útg. 1968, aukin og endurbætt, Ingólfur Davíðsson og Ingimar Óskarsson. í þessari bók eru hátt á fjórða hundrað myndir, þar af fjölmargar litmyndir. SVIPUR REYKJAVÍKUR, þættir úr sögu Reykja- vikur, Ámi Óla. Sjötta Reykjavíkurbók Árna Óla — og s.u. síðasta. TÓPAS, skáldsaga Leon Uris, Dagur Þorleifsson þýddi. Geysi spennandi skáldsaga, eftir heimsfræg- an höfund byggð á raun- sönnu njósnahneyksli í Frakklandi. NAKTI APINN, Dennis Morris, Hersteinn Pálsson þýddi. f þessari skemmti- legu bók eruð þér lesandi góður, settur á bekk þar sem þér eigið heima, við hlið 192ja tegunda apa. TILRÆÐI OG PÓLITÍSK MORÐ, sannir þættir. Hersteinn Pálsson þýddi. HEKLUELDAR, Dr. Sigurður Þórarinsson. (Sögufélagsbók). HVÍLDARÞJÁLFUN, æfingabók í taugaslökun, eftir prófessor J. H. Seuitz, Yngvi Jóh. þýddi. ÍSLENZK FRfMERKI 1969, verðlisti 11. ár. Sigurður H. Þorsteinsson. ÚLFHUNDURINN, skáld- saga, Jack London, Stefán Jónsson fyrrv. námsstjóri þýddi. 15. bókin í ritsafni Jacks London, önnur fræg- asta bók hans. UPPI VAR BREKI, Svipmyndir úr Eyjum, Sigfús M. Johnson. Skáld- saga byggð á sönnum þjóð- lífsmyndum. Breki var hin mikla vá sjófarenda við Eyjar. JÓNS SAGA JÓNSSONAR frá Vogum í Mývatnssveit, Haraldur Hannesson þýddi. Sérstæð ævisaga íslenzks bónda sem út kom skrifuð á ensku og útgefin í Eng- landi árið 1877. „Sjálfsævi- saga nútima fslendings". ÚLFUR OG RANNVEIG, skáldsaga, Anitra, Stefán Jónsson fyrrv. námsstjóri þýddi. Anitra er löngu orðin vinsæll skáld- ■sagnahöfundur, einkum meðal íslenzkra kvenna, eins og útvai-pssagan Silf- urbeltið ber m. a. vitni um. KATLA KVEÐUR, saga fyrir unglinga, Rannheiður Jónsdóttir, síðasta Kötlu- bókin — sú fimmta — sem höfundi entist aldur til að Ijúka við. HEIMKOMA HEIMALN- INGSINS, Thomas Hardy, Snæbjörn Jónsson þýddi. Eitt af stórverkum brezkra bókmennta, ástríðuþrungin skáldsaga. JÓN LOFTSSON í bóka- fiokknum „Menn í önd- vegi“, Egill Stardal. Jón Loftsson var kallaður ókrýndur konungur íslands á tólftu öld. JÓN BISKUP ARASON í bókaflokknum „Menn í öndvegi“, Þórhallur Gutt- ormsson. Voldugasti maður íslands á sextándu öld. ÖLBJÖSSI, SAPURUNI OG SVEINN í SEMENT- INU, barnasaga, Halldór Pétursson. Ein hinna vin- sælu bamabóka Halldórs Péturssonar frá Snælandi með teikningum eftir Hall- dór Pétursson listmálara. SANDUR 2. útg., Guð- mundur Daníelsson, ritsafn. Nýtt bindi í ritsafn Guð- mundar Daníelssonar. SIGGA OG SKESSAN, barnabækur eftir Herdísi Egilsdóttur kennara við ísaksskóla og eru bókin ætluð bömum á aldrinum 6—9 ára. r Utgáfa Máls og menningar 1968: Þrennskonar árgjald sem félagsmenn geta valið um: a) Kr. 650,00: fyrir það fá félagsmenn Tímarit Máls og menningar og tvær bækur. b) Kr. 1.000,00: fyrir það fá félagsmenn Tímaritið og fjórar bækur. c) Kr. 1.280,00: fyrir það fá félagsmenn Tímaritið og sex bækur. Félagsbækur á árinu verða þessar: 1) Jarðfræði, eftir Þorleif Einarsson. 2) Viðreisn í Wadköping, skáldsaga eftir Hjalmar Bergmann, þýdd af Nirði P. Njarðvík. 3) , Um íslenzkar fomsögur, eftir Sigurð Nordal. 4) Sjödægra, eftir Jóhannes úr Kötlum. 5) —6) „Pappírskiljur" L—2. Bandaríkin og þriðji heimurinn eftir David Horowitz, Inngangur að félagsfræði eftir Péter L. Berger. Félagsmenn sem greiða árgjald a) eða b) velja sér tvær eða fjórar bækur. Auk þess fá allir félagsmenn í kaupbæti nýtt hefti af bókaflokknum Myndlist: Paul Gaugin. Þeir sem kjósa bækurnar ibundnar þurfa að greiða aukagjald fyrir bandið, en bækur 5)—6) og myndlistarbókin verða aðeins heftar. Með því að reikna tímaritið sem eina bók kostar íhver bók (óbundin) félagsmenn tæpar 217 krónur ef þeir greiða árgjald a), 200 krónur ef þeir greiða árgjald b) og aðeins 183 krónur ef þeir greiða ár- gjald c), og er þá myndlistarbókin ótalin. Verðið fer því lækkandi eftir því sem teknar eru fleiri bækur. FJÖLBREYTT BÓKÁVAL HAGSTÆÐUSTU KJÖR Á ÍSLENZKUM BÓKAMARKAÐI MÁL OG MENNÍNG LAUGAVEGÍ 18

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.