Dagur - 14.12.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 14.12.1968, Blaðsíða 8
8 tS$$$$$S$$S$$$$$S$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$S$S$4S$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$S$í»S$$$$$$S$$$$$$$S$$$$$$$$$$$$$$$$$$S! Nýr barnaleikvöllur í Glerárhverfi. Ljósmyndin tekin 12. des. sl. (Ljósm.: E. D.) »SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS:SS$SSSSSSSSSSSSSSSSSSÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSt byggð í Eyjólfsstaðaskógi Orlofsheimili Egilsstöðum 13. des. Steypu- vinna er enn ótrufluð og vega- gerðin heldur áfram, enda mikil þörf eftir flóðin miklu og vegar- skemmdimar. Snjólaust er og allir fjallvegir færir. Búið er að flytja 70 bílhlöss af byggingar- efni upp á Gagnheiðarhnjúk, sem er milli Héraðs og Seyðis- fjarðar og þangað ekið eftir nýj um 7 km. ruddum vegi af Fjarð arheiði. En á Gagnheiði verður sjónvarpsendurvarpsstöð byggð að vori. Fer þá að styttast í að við fáum sjónvarpið. Alþýðusamband Austurlands lætur byggja 6 orlofsheimili á fögrum stað í Eyjólfsstaðaskógi í landi Skógræktar ríkisins. V. S. SMÁTT & STÓRT SMÁAURAR HVERFA Verið er að undirbúa útgáfu á nýjum peningi og er það 50 aura peningur. Á hann að koma í stað 25 eyringa, sem nú er hætt að framleiða. Reglugerð var gefin út um að allar greiðslur skuli greiddar í heilum tug aura. 5 — 2 og 1 eyringar falla alveg úr sögunni, enda kostar t. d. eins-eyringur 20 aura í slætti eða framleiðslu og er það frem- ur óhagstætt. ANNARS NÝJAR KOSNINGAR Eggert G. Þorsteinsson, sem í sinni ráðherratíð hefur horft á togarana fækka óðfluga, einnig flota hinna minni fiskibáta og kaupskipaflotann dragast sam- an ár frá ári, sagði á aðalfundi LÍÚ á dögunum, að ríkisstjórnin myndi rjúfa þing og efna til nýrra alþingiskosninga ef gengis fellingin næði ekki tilætluðum áhrifum! NONNAHÚSIÐ og verður það þá enn betur en áður, fært um að þjóna sínu fagra hlutverki. BÖRNIN OG NONNI Minjasafn Nonna á Akureyri er ljós vottur þess, hvað atorku- samar og samhentar konur geta áorkað í menningarátt, þegar slík verkefni kalla þær til starfa. í Nonnahúsið koma á vetri hverjum barnaskólabörn, sem sjá bækur, muni og myndir í safninu, hlusta á erindi um þennan víðlesnasta íslenzka höf- und og skila síðan ritgerð um för sína. Þannig kynnast börniu Nonna, með aðstoð Zonta- kvenna. SANA OG ÁFENGIS- VERZLUNIN Upplýst hefur verið, að Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins taki að sér dreifingu á framleiðslu- vörum Sana á Akureyri, meðan Sana er undir gjaldþrotaskipt- um. Mun fjármálaráðherra eða fjármálaráðuneytið eiga þarna 6RUGÐU SER Á BIL TIL FJALLA FJÓRTÁN BÆKUR GEFNAR ÚT Á AIÍUR- EYRI FYRIR JÓIiN BÓKAFORLAG Odds Björns- sonar h.f. gefur að þessu sinni út 10 bækur. Sjö eru eftir inn- lenda höfunda en þrjár þýddar. Af innlendu höfundunum má nefna séra Benjamín Kristjáns- son, Magneu frá Kleifum og Jennu og Hreiðar og eru þessir höfundar allir héðan að norðan. Skjaldborg s.f. gefur út 4 bæk ur. Tvær eru eftir Akureyring- ana Indriða Úlfsson og Jón Benediktsson en tvær eru þýdd ar. □ Raufarhöfn 13. des. Sunnanblíð- an varir enn. Afli hefur verið mjög lítill. Unnið er að því af kappi að gera frystihúsið for- helt — það sem áður 'orann og nú á að gera starfhæft á ný. Innréttingar verða allar nýjar í vinnslusal og vélar einnig nýjar. Sjónvarpið fyrir jól til Skagafjarðar TILKYNNT hefur verið, að Skagfirðingar fái sjónvarp fyrir jólin, eða nokkru fyrr en áður var búist við og frá sagt hér í ‘blaðinu. Sjónvarpað verður til 'Skagafjarðar frá Skálafelli um tvær endurvai-psstöðvar, á Eggj um um rás 11 og Hegranesi um rás 8. Á sama tíma er búist við að sjónvarp nái til hluta Vestfjarða, en þangað verður endurvarpað frá Stykkishólmi, Bæjum á Snæ fjallaströnd, á Arnarnesi og Patreksfirði. □ KALDBAKUR landaði 147 tonn um 9. des., er væntanlegur 19. desember. SVALBAKUR kom með 150 tonn til heimahafnar í gær, fer á veiðar í dag. Blönduósi 13. des. í góðu tíðinni sem búin er að vera í sex vikur, hefur verið unnt að vinna við byggingar, sem um hásumar. Unnið er við byggingu nýs lækn isbústaðar hér, og stækkun á ketilhúsi mjólkursamlagsins. — Bændur gefa fénu ekki strá, en þurfa nú að taka það í hús. Og hrossin hafa sjaldan átt betri daga á þessum árstíma. Héðan fóru nokkrir úr flug- björgunarsveit fram á Hvera- velli og hittu þá þau hjónin á veðurathugunarstöðinni, Kristj- án Hjálmarsson og Huldu konu hans og fengu hjá þeim hinar beztu viðtökur. En það er nýtt hlutafélag, sem að þessu stendur. Nú er að fara síðasta síldin frá sumrinu, en allt mjöl er selt innanlands og þyrfti að vera meira. Samgöng- BLAÐIÐ hringdi í bókaverzl- anir bæjarins í gær og spurði um sölu bóka síðustu dagana. í Bóka'búð Jónasar Jóhanns- sonar voru þessi svör gefin. Sala bóka er töluvert mikil, senni- lega eins mikil eða meiri en í fyrra á þessum árstíma. Laxness er á toppinum og hófst mikil sala á bók hans, Kristnihald undir Jökli, um leið og hún kom út. Svo eru nokkrir aðrir inn- lendir höfundar nokkuð jafnir og er þá fyrst að nafna nýja bók Guðrúnar frá Lundi, Gulnuð blöð, Landið þitt eftir Steindór Steindórsson, Reynistaðabræð- ur eftir Guðlaug Guðmundsson, HARÐBAKUR landar hér 16. des., og hafði góðan afla er síð- ast fréttist. SLÉTTBAKUR landaði 11. des. 75 tonnum, fór í slipp 12. des. og fer á veiðar á morgun. Héðan frá Blönduósi er búið að senda allar gærur út, nema gráar og einnig dilkakjöt, sem út átti að flytja héðan og einnig nokkuð frá Skagaströnd. Hingað eru nýkomin 460 tonn af fóðurbæti og aðra sendingu fáum við um áramótin. En við þurfum að eiga a. m. k. 1000 tonn þá, ef sigling teppist. Árið 1967 keyptu bændur rúmlega 1800 tonn og var félagssvæðið þó minna en nú. Búfróður mað- ur lét í té þær upplýsingar, að bændur græddu dag hvern 1.5 millj. kr. í góðu tíðinni vegna sparnaðar í kjarnfóðurkaupum! Á. J. ur eru góðar í lofti og á landi. Enn eru menn að fara til rjúpna en fá mjög lítið og verða ekki einu sinni þeirrar ánægju að- njótandi, að sjá fljúgandi diska. Vér íslands börn eftir Jón Helga son og Næturvaka eftir Hafstein Björnsson miðil. Af barnabók- um selst Leyniskjal Indriða Úlfs sonar bezt eins og er. Næst er hrings í Bókval og eru þessar upplýsingar gefnar þar: Bóksala er mun meiri en í fyrra. Af innlendum bókum er Ktistnihald undir Jökli eftir Laxness og Landið þitt eftir Steindór Steindórsson hæstar, þá ævisaga Júlíusar Júlíus- sonar eftir Ásgeir Jakobsson og Reynistaðabræður eftir Guðlaug Guðmundsson. í þessum flokki er einnig Ferðin frá Brekku eft- Hann landar væntanlega þriðja jóladag. Allir Akureyrartogararnir verða á veiðum er jólahátíðin gengur í garð, eftir því sem nú verður bezt séð. □ Hinn 4. desember niinntust kon ur í Zontaklúbbi Akureyrar 20 ára starfs. Þessar konur Iiafa komið upp minjasafni um Noitrsa í Nonnahúsi af þeirri prýði, að til fyrirmyndar er. Og þangað hafa 25 þúsundir gesta komið í heimsókn. En húsið var opnað á afmælisdegi hins kunna rithöfundar, Nonna eða séra Jóns Sveinssonar, 16. nóvr. 1957. Nú er verið að „gera húsið upp“ ÓDÝR FERÐALÖG? Á SEINNI ÁRUM hafa íslend- ingar kynnzt nokkuð fólki því, erlendu, sem ferðast á „þumal- fingrunum", þ. e. reynir að kom ast leiðar sinnar án þess að borga fargjöld. Erlendis hefur það oft komið í Ijós, að þar er misjafn sauður í mörgu fé og ekki allir meinlausir. En stund- um lendir þetta ferðafólk í óæskilegum ævintýrum. Frakki einn varð t. d. uppvís að því að hafa nauðgað þrettán stúlkum er ætluðu að ferðast ódýrt. □ ir Snorra Sigfússon, sem selst mikið síðan hún kom í búðina. Af barnabókum er Leyniskjal Indriða Úlfssonar langhæst í sölu. Bókabúðin Huld hefur þetta að segja: Það er óvenju mikil sala í ís- lenzkum, góðum og nokkuð dýr um bókum, svo sem Gróandi þjóðlíf, íslenzkir afreksmenn, Landið þitt, og svo eru auðvitað bækur Kiljans og Guðrúnar frá Lundi. Af barnabókum seljast seríubækurnar bezt. Svo eru það ástarsögumar, þýddu. Bókaverzlunin Edda: íslenzkar skáldsögur og ferða bækur seljast vel, einnig ævi- minningar. Einstakar bækur skera sig ekki úr í sölu ennþá, en aðal bókasalan er eftir og þá skýrast málin, því auðséð er, að mikið verður keypt af bókum, sem fyrr. Allar þessar bókaverzlanir segja, að þýddar sögur nokk- urra höfunda séu mest seldar allra bóka. □ þátt að og er e. t. v. eðlilegt, þar sem sami ráðherra hefur áður haft nokkur afskipti af fyrir- tækinu. En þau afskipti er þátt- ur útaf fyrir sig, sem þörf væri á að upplýsa. ÚTILEGUMENN 1968 Allfræg er orðin saga ungra manna í Reykjavík, sem játuðu á sig mörg innbrot, rán og þjófn aði og komust yfir mikla fjár- muni, áður ep lögreglunni tóks að upplýsa mál þeirra og setja þá bak við lás og slá. En þeir brutust úr langahúsinu, stálu bíl, óku í annað hérað og hugðu á útilegu að fornum sið. Sjón- varpið sýndi mennina fjóra, er þeir á ný voru fluttir, járnaðir, í hegningarhúsið. FLATEY Þjóðfélagið vantar margskonar heimili eða stofnanir fyrir fólk, sem þarf að hjálpa á einn eða annan hátt, t. d. vegna drykkju- skapar, eiturlyfjaneyzlu og ýmisl konar erfiðra hneigða, sem ekki samrýmast venjum þjóðfélags- ins. Nýlega var bent á það af dönskum lækni, að slík heimili væru heppileg á rólegum eyj- um, undir stjórn sérmenn.taðs fólks og við þá aðstöðu, er bezt lientaði til afturbata. Flatey á Skjálfanda er nú ekki lengur í byggð, en þar standa mörg góð hús mannlaus. Myndi sá staður henta á einhvem hátt? GÆFTIR GÓÐAR OG REITINGSAFLI Ólafsfirði 13. des. Hér hefur ver ið reitingsafli og ágætar gæftir. Er því unnið í báðum frystihús- unum, þótt vinna sé ekki nóg, er hún veruleg og veit ég ekki hvernig farið hefði, ef veðráttan hefði ekki leikið við okkur svo hægt er að stunda sjóinn nærri stöðugt. Eftirvinna er engin og stundum unnið hálfa daga. En þessi vinna við sjó og fisk- vinnslu er ákaflega þýðingar- mikil því nú endast peningar verr en nokkru sinni áður. B. S. Frystihúsið verður endurbyggt Allir Akureyrarfogarar verða á veiðum um jólin Laxness og Guðrún frá Lundi á foppinum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.