Dagur - 10.04.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 10.04.1969, Blaðsíða 1
LII. árg. — Akureyri, firamtudaginn 10. apríl 1969 — 15. tölublað FILMU húsið Hafnarslræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SERVERZLUN: ljosmyndavörur FRAMKÓLLUN - KOPIERING Verkíöll á fimmfudag og föstudag YFIR þrjátíu verkalýðsfélög, og þar með öll stærstu verkalýðs- félög landsins, hafa boðað verk- fall í dag, fimmtudag, og á föstudaginn einnig, ef samning- ar samninganefnda ASÍ og at- vinnurekenda hafa ekki tekizt. Ottast er, að allsherjarverk- flal verði frá 17. apríl, en ákvörðun mun verða tekin um það í dag. Líklegt er talið, að „sáttatillaga“ sé í undirbún- ingi frá sáttasemjara, hvernig sem framhaldið verður. En víst er, að nú dregur til tíðinda og er mál til komið, að niðurstaða fáist, og flestir vona að hún náist án verkfalla. □ Afvinnuleysinu lokiÖ í ÓlafsfirÖi FYRIR páskana öfluðu togbát- ar í Ólafsfirði ágætlega og var unnið í báðum hraðfrystihúsum staðarins alla daga nema föstu- VALT NIÐUR f FIÖRU AÐFARARNÓTT sl. þriðjudags valt fólksbíll út af veginum framan við Samkomuhúsið á Akureyri og hafnaði í fjörunni. Ökumaðurinn hvarf fljótt af staðnum, en var handtekinn litlu síðar, grunaður um ölvun. Hann var einn í bílnum og slapp ómeiddur en bíllinn skemmdist mikið. Yfir hátíðina urðu nokkrir árekstrar í umferð. Ölvun var tiltölulega lítil. Nokkur innbrot voru frarnin á Oddeyri, litlu sem engu stolið en skemmdar hurðir og glugg- ar. Brotist var inn í Sundlaug- ina og einhverju af peningum stolið. □ daginn langa og páskadag og venjulega er unnið til kl. 7 á kvöldin. Virðist atvinnuleysið nú úr sögunni, ef svo heldur sem horfir. Hefur mikið af ágæt um fiski borizt á land af sex togbátum. Þeir eru þesir: Stíg- andi, Þorleifur, Ólafur Bekkur, Sæþór, Guðbjörg og Sigurbjörg. Síðustu daga hefur tíð verið óhagstæð. Bátarnir fóru út á páskadag og Stígandi kom í gær með 50 tonn. Einn bátur rær með línu og aflar lítið, nokkrir bátar eru með net og fá enn minna. Grá- sleppan er aðeins farin að láta sjá sig. Nemendatónleikar Tónskól- ans voru haldnir í Ólafsfirði á páskadag og voru þeir ágætlega sóttir. Skólastjóri er Magnús Magnússon. í gær var Múlavegur lag- færður og þar nú ágætt færi öllum bifreiðum. □ Frú Guðmunda Péiursdóttir umboðsmaður DAS-happdrættis og maður hennar, Finnur Daníelsson, en á milli þeirra er hinn nýríki Víglundur Guðmundsson og lætur sér hvergi bregða. (Ljósm.: E. D.) Akureyringur vann 2 milljónir hjá DÁS Á LAUGARDAGINN var dreg ið í 13. flokki DAS-happdrætt- isins og varð þá einn Akureyr- ingur tveim milljón króna rik- ari. Er vinningur þessi hæstur að krónutölu, er hingað hefur komið og fengu raunar margir aðrir smá-glaðningu, 5—25 þús. króna vinninga, sem ekki verð- ur fjölyrt um hér að þessu sinni. Umboðsmaður DAS á Akur- Ylir 20 bílar laslir á Öxnadalsheii SÍÐASTA miðvikudag var um- ferð mikil á vegum, því fram- undan var langt frí, er margir notuðu til ferðalaga um landið þvert og endilangt. Vegir voru greiðfærir um mestan hluta landsins en veður óvenju óstillt. Vegagerðin varaði ferðafólk við að leggja á Öxnadalsheiði þennan dag, en þar var veður mjög versnandi og skafrenning- ur. En fjöldi bíla var á leið að sunnan. Um eða yfir 20 bílar og margir farþegar áttu nótt á Öxnadalsheiði er í hönd fór. hönd fór. Blaðið hitti að máli Pétur Kristjónsson ökumann Norður- leiða, er var meðal ökumanna norður þennan dag og sagðist honum frá á þessa leið, efnis- lega: Það var leiðindaveður alla leið fi’á Reykjavík þennan dag, sunnan-suðaustanátt syðra og rigning og tafði það ofurlítið fyrir, sunnan heiða. Færð var ágæt á Holtavörðuheiði, Vatns- skarði og allt norður í Skaga- fjörð, enda má heita mjög snjó- létt á þessari leið núna, miðað við árstíma og eiginlega snjó- laust að kalla nema á Holta- vörðuheiði og Öxnadalsheiði og vegir eru enn sæmilegir, lítið grafnir ennþá. Um klukkan 7 síðdegis var haldið úr hlaði í Varmahlíð í Skagafirði og gekk ferðin bæði fljótt og vel norður á heiði. Ég vissi um sjö eða átta vörubíla á eftir mér, og voru þeir bæði frá KEA og Stefni, ásamt tölu- verðum hóp af smábílum af Félagsmálanámsk. KEA og UMSE UNGMENNASAMBAND Eyja fjarðar og Kaupfélag Eyfirðinga hafa ákveðið að hafa samvinnu um að efna til félagsmálanám- skeiða, sem einkum eru ætluð ungu fólki. Á þessum námskeið um verður kennd fundarstjórn og fundarreglur, ræðuflutning- ur og framkoma á fundum, auk þess sem ýmsir málaflokkar verða ræddir sérstaklega. Námskeið þessi verða haldin á fjórum stöðum: Melum ; Hörg árdal, hefst 15. apríl, Skáta- heimilinu á Dalvík, hefst 16. apríl, Freyvangi, hefst 17. apríl og Laugaborg, hefst 18. apríl. Allt eru þetta kvöldnámskeið, sem hefjast kl. 9 e. h. Ráðgert er, að námskeiðin standi 5—6 kvöld á hverjum stað. Stjórnandi námskeiðanna og leiðbeinandi verður Baldur Óskkrsson, starfsmalður Fræðslu deildar SÍS, sem ráðinn hefur verið um nokkurra vikna skeið til að annast margháttað félags- og fræðslustarf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum námskeið- um eru vinsamlega beðnir að snúa sér til formanna ung- mennafélaganna eða Kaup- félags Eyfirðinga, sem fyrst, þar sem þátttaka er takmörkuð. mörgum stærðum og gerðum. Þar voru jeppar, fjögurra manna fólksbílar og allavega aðrir bílar. Hann fór að hvessa fljótlega eftir að ég kom fram í Norðurár dalinn og þegar komið var í heiðarsporðinn var veður orðið töluvert hvasst og farið að snjóa. Átt var suðlæg. Blindað varð enda skafrenningur. Fljót- lega ók ég fram úr nokkrum mmni bílum, enda rúmt á vegi, dálitlar driftir á Klifinu. í Höll- unum vestan Grjótár áttu minni bílarnir í erfiðleikum en ég ók norður fyrir Sesseljubúð og átti ekki eftir nema lítinn spöl norður af heiðinni, þegar ég kom að sjö bílum, er þar sátu fastir. Veðrið var orðið mjög vont og kóf í byljunum, með lítils- háttar upprofi á milli. Þetta veður helzt til klukkan fjögur um morguninn. Nóttinni eyddi fólkið í bílum sínum, sem hægt var að hita upp. Margir komu í (Framhald á blaðsáðu 2) eyri, frú Guðmunda Péturs- dóttir, hringdi til blaðsins, er kunnugt var um þennan stóra vinning og ákveðið var, í fram- haldi af því, að heimsækja hinn nýríka mann, þar sem honum yrði tilkynnt vinningsupphæð- in, en áður hafði umboðið hringt til hans og tjáð honum, að hann hefði vinning hlotið, án frekari upplýsinga. Héldum við nú sem leið ligg- ur inn í Fjöru, elzta bæjarhluta Akureyrar og að húsinu Aðal- stræti 76, sem er gamalt hús, asbest-klætt, tvær íbúðir. Á efri hæðinni búa feðgarnir, Guðmundur Guðmundsson, fyrr um lengi bóndi á Naustum við Akureyri, áttræður að aldri og Víglundur sonur hans, 37 ára og búa þar sjálfir hjá sér því Guð- mundur er ekkjumaður og son- urinn ókvæntur. Það var drepið á dyr og Víglundi tilkynnt, að vinningur hans væri tvær milljónir króna. Víglundur Guðmundsson hef ur verið atvinnulaus síðan um áramót, en hefur undanfarin ár unnið ýmis verkamannastörf hjá bænum. Happamiðann átti systir Víglundar, en er hún and aðist fyrir tveim árum, fékk Víglundur og er hann nr. 21421. Grunaði þig, að þú myndir vinna í happdrættinu að þessu sinni? Já, en mig grunaði ekki, að vinningurinn yrði svona stór, svaraði hann. (Framhald á blaðsíðu 5). Erétfatiíkynning frá Laxárvirkjun VEGNA missagna í fréttum sumra dagblaða frá hinni nýju jarðgufustöð Laxárvirkjunar við Mývatn, vill Laxárvirkjun taka þetta fram: Dagana 23. og 24. marz var stöðin tengd við kerfið og ýmis tæki vélarinnar reynd. Þriðjudaginn 25. marz var vélin prófuð og keyrð samfellt í 11 klst. með mismunandi álagi, mest um 2400 kw. Lengst af var álagið á bilinu 1800—2100 kw. Þar sem Kísiliðjan starfaði með fullum afköstum þennan dag, þá reyndist ekki unnt að fá meira afl úr vélinni, en búast má við að vélin muni geta fram leitt allt að 3000 kw. þegar næg gufa er fyrir hendi. Unnið er að lokafrágangi stöðvarinnar og mun starf- ræksla stöðvarinnar hefjast fljótlega eftir páska. Nánar mun verða skýrt frá stöðmni síðar. Q >ii Poppsöngvarinn LEIKFÉLAG AKUREYRAR hefur síðustu þrjár vikur æft af miklu kappi þriðja og síðasta sjónleik sinn á þessum vetri og hyggst sýna hann í næstu viku. Leikur þessi, sem er brezkur, eftir Vernon Sylvaine, hefur í þýðingu Ragnars Jóhannesson- ar hlotið nafnið Poppsöngvar- inn og er gamanleikur. Leikstjóri er Bjarni Stein- grímsson frá Reykjavík. Leik- endur eru þessir: Helga Tor- berg, Kristjana Jónsdóttir, Þór- ey Aðalsteinsdóttir, Guðlaug Hermannsdóttir, Sigurveig Jóns dóttir, Jón Kristinsson, Olafur Axelsson, Marinó Þorsteinsson, Sæmundur Guðvmsson og Árni Valur Viggósson. □ Kynning á „ÞRIF hreingemingalegi NÚ FER vorið í hönd, og ef að vanda lætur, munu húsmæður fara að taka til við hreingern- ingar, sem að jafnaði fylgja þess um árstíma. Það er því vel, að Efnaverksmiðjan SJÖFN efnir um þessar mundir til kynningar viku á „ÞRIF“, sem er nýr hreingernmgarlögur. Vei’ksmiðjan lét á sínum tíma þetta efni á prufu-markað hjá nokkrum opmberum stofn- unum hér í bænum með þeim árangri, að þeir sem reynt hafa ljúka miklu lofsorði á þessa vöru og telja hana standast all- an samanburð við erlend merki, auk þess sem verðið er að mun lægra. Sjá nánar í verzlunum. (Fréttatilky nning )

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.