Dagur - 10.04.1969, Blaðsíða 6

Dagur - 10.04.1969, Blaðsíða 6
KONUNGSGROFIN1KÁLFSK HRÆREKUR og Hringur Dags synir voru konungar í Upplönd um í Noregi og þótti Hrærekur vitrastur smákonunga á þeim slóðum, samanber ráðstefnu þeirra fimm konunga á Hrings- akri er frá segir í Heimskringlu Snorra. En þeir ræddu um konungdóm Ólafs Haraldssonar á ráðstefnu þessari. í ræðu, er Hrærekur flutti þá, sagði hann m. a.: Þótt hann (Olafur kon- ungur) hafi þrjú hundruð manna eða fjögur, þá er oss það ekki ofurefli líðs, ef vér verðum á einu ráði allir. En oftast sigr- ast þeim verr, ef fleiri eru jafn ríkir, heldui' en hinum, er einn er oddviti fyrir liðinu, og er það mitt ráð heldur að hætta eigi til þess að etja hamingju við Olaf Haraldsson. En sitt sýndist hverjum og vildu fleiri færast undan þræl- dómi konungs, sem kynni að veiía þeim, ef þeir gengju hon- um á hönd. Hrærekur mælti þá: Svo lízt mér ráðagerð þessi, sem við þurfum að gera hana rammlega, svo engum skjöplist í einurðinni. En svo fór, að Ólafi barst vitneskja um ætlan smákonunganna og náði hann þeim á vald sitt. Hrærekur var maður forvitri og harðráður. Þótti Olafi konungi hann ótrú- legur þótt hann gerði nokkra sætt við hann. Lét hann blinda Hrærek á báðum augum og hafði hann með sér, skera tungu úr Guðröði Dalakonungi, en Hring og aðra tvo konunga lét hann sverja sér trúnaðar- eiða og rak þá úr landi. Hrærekur gréri sára sinna og var í haldi hjá Ólafi, sem lét menn sína gæta hans, lét hann sitja í hásæti hjá sér og hélt hann vel í drykk og klæðum. Hrærekur var fámálugur og svaraði stirt og stutt, þá er menn ortu orða á hann. Það var siðvenja hans, að láta skósvein sinn leiða sig úti um daga og frá öðrum mönnum, en þá barði hann skósveininn, er sagði Ólafi konungi. Lét konungur þá aðra fylgja honum og fór allt sem áður og enginn hélzt við eða vildi með honum vera. Loks lét konungur Svein frænda sinn fylgja honum og var Hrærekur þá hinn kátasti er þeir voru tveir einir og minntist þá margra hluta, er fyrr höfðu ver ið og með hverjum atvikum hann væri nú ölmusumaður. Hitt þykir mér þó allra þyngst, sagði hann, að þú og aðiir frændur mínir, þeir er mann- vænlegir eru, skuli nú vera svo miklir ættlerar, að engrar sví- virðingar skulu hefna. Slíkar harmatölur hafði hann oft uppi. Eitt sinn sagði hann við Svein: Til hvers skulum vér lengi lifa við skömm og meiðsli, nema svo beri til, að ég mætti blindur sigrast á þeim, er mig hafa sigr- að sofandi. Lagði hann svo á ráðin að ryðja konungi úr vegi, en Sveinn játaði að fylgja ráði hans og átti Sveinn að vega að konunginum er hann gengi til aftansöngs. Þetta mistókst og lét konungur færa Hrærek á annan stað og gæta hans betur. Hrærekur gerði ýmist, að hann þagði marga daga í röð, svo að enginn maður fékk orð af hon- um, eða var svo kátur og glað- ur, að þeim þótti að hverju orði gaman, er hann sagði. Oftast drakk hann lítt en stundum drakk hann marga undir borð. Ólafur konungur fékk honum vel skotsilfur. Á uppstigningardag gekk kon ungur í kirkju. Þar var og Hrærekur í næsta sæti og hafði yfirhöfnina fyrir andliti sér, lagði hann höndina á öxl kon- ungi og segir: Pelsklæði hefur þú nú frændi. Er messu var lok ið stóð Ólfaur konungur upp og hélt upp höndunum og laut til altaris. Hrærekur spratt þá á fætur og lagði til hans saxknífi. Lagið kom í yfirhöfnina og skár ust mjög klæðin en konungur varð ekki sár og hljóp hann fram gólfið. Þá mælti Hrærek- ur: Flýr þú nú Ólafur digri, fyrir mér blindum? Konungur bað menn sína taka hann og var það gjört. Margir eggjuðu Ólaf konung að láta drepa Hrærek, en hann vildi það ekki. Þórarinn Nefjólfsson, íslenzkur maður og mikill farmaður, svo illa limaður að frægt er í sög- um, tók að sér að flytja Hrærek til Grænlands, en þar átti Leif- ur Eiríksson að taka á móti honum. Ef förin yrði ekki nema til íslands, bað konungur að af- henda Hrærek Guðmundi Eyj- ólfssyni, Skafta lögsögumanni eða einhverjum höfðingja, er við honum vildi taka. En ef þig ber að öðrum löndum, sagði konungur við Þórarinn, þeim er hér eru nærr þá haga þú svo til, að þú vitir víst, að Hrærek- ur komi aldrei síðan lífs til Noregs. Þórarinn kom í Breiðafjörð eftir mikið volk. Þorgils Arason tók við Hræreki konungi, en hann undi þar skamma hríð og lét Þorgils þá flytja hann til Guðmundar á Möðruvöllum í Eyjafirði og tók hann vel hin- um blinda konungi frá Noregi og hafði hann sjá sér hinn næsta vetur. En ekki undi Hrærekur þar til lengdar. Þá fékk Guðmundur honum vist á litlum bæ á Árskógsströnd, er heitir á Kálfskinni og var þar fátt hjóna. Þar var Hrærekur hinn þriðja vetur og sagði hann svo, að þar hefði honum þótt bezt að vera, síðan hann lét af konungdómi, því hann var þar að öllu mest metinn. Sumarið eftir tók Hrærekur sótt þá er leiddi hann til bana. Svo er sagt, að sá einn konungur hvílir á íslandi. Þaðr sem aldrei má gleymast GÍSLI GUÐMUNDSSON al- þingismaður sagði á kjördæmis þingi Framsóknarmanna haust- ið 1967: „Þó að spenna dægurmálanna og kappið í hinni pólitísku við- ureign dragi oft að sér mesta athygli, þá verðum við umfram allt að minnast þess, að fólkið í þessum landshluta hefur skil- yrði til að ¦ hafa og verður að hafa forystu um það á þjóð- málasviðinu, að - stuðla að því, að byggð blómgist hér og ann- arsstaðar, þar sem landsbyggð á í vök að verjast en lífvænlegt má toljast. Ég minni á það, að hofuðstaður Norðurlands er nú ekki lengur næst fjölmennasta SKAGFIRÖINGAR RÆÐA FISKIRÆKTARMAL Frostastöðum, 3. apríl. Við Skag firðingar getum ekki stært okk ur af því að vera miklir fiski- ræktarmenn, 'þótt ekki eigi þar allir óskilið mál. Nokkur ár eru liðin síðan stofnuð vom veiði- félög um Sæmundará og Svartá og svo mun því varið með fleiri ár. Stangveiðifélag er starfandi á Sauðárkróki og hefur það rek iS klakstöð um nokkurt skeið, með góðum árangri. En eigend- ur veiðiréttar í Héraðsvötnum hafa látið sér hægt í þessum sökum og stundað sína veiði í gömlum stíl, (fyrirdráttur). Eftirtekjan hefur þó stöðugt farið þverrandi og að því kom, að sýslunefnd taldi að við svo búið mætti ekki lengur standa og kaus því á sínum tíma nefnd til þess að undirbúa stofnun veiðifélags um vatnasvæði Héraðsvatna. Nefndin lagði mál ið fyrir viðkomandi hreppa- búnaðarfélög og mun afstaða þeirra yfirleitt hafa verið já- kvæð. í gærdag, 2. apríl, var svo haldinn fundur í félagsheimil- inu Miðgraði þar sem gengið skyldi frá stofnun veiðifélags- ins, ef nægilegt fylgi fengizt við þá hugmynd. Mætti þar sem gestur Þór Guðjónsson, veiði- málastjóri. Fundurinn reyndist þó ekki lögmætur því að til- skilin lágmarkstala veiðiréttar- eigenda mætti ekki, en þeir munu alls vera á þriðja hundr- að. Undiibúningsnefndinni var því falið að starfa áfram og sam þykkt með þorra atkvæða að boða síðar til annars fundar en hann er lögmætur án tillits til tölu fundarmanna. Er þess að vænta, að Skag- firðingar uni því nú ekki öllu lengur að vera eftirbátar ná- granna sinna um að gefa gaum því hagsmuna- og menningar- máli, sem fiskiræktin er. irihg — bæjarfélag landsins. Eitt af sveitarfélögum Stór-Reykjavík ur, sem fyrir 30 árum var ekki til sem slíkt, hefur á árinu sem leið skákað Akureyri niður í þriðja sæti, að því er fjölmenni varðar. Ekki svo að skilja, að mannfjölgun á Akureyri hafi orðið minni á því ári en oft áður. En þetta dæmi er tákn- rænt og því nefni ég það hér. Rómverskur stjórnmálamað- ur sagði í hverri ræðu, sem hann flutti í öldungaráðinu: „Auk þess legg ég til, að Carthagoborg verði lögð í eyði" — og það varð. Við viljum ekki láta leggja neina borg í eyði. Við viljum byggja upp. En okkur ber, ekki síður en þessum fornaldargarpi, að beita mætti endurtekningar- innar í okkar mikla máli. Á hverju þingi, á hverjum fundi og á hverjum útkomudegi blaðs ins okkar, eigum við að minna á það, sem ekki má gleymast: Að íslendingar mega ekki hopa á hæl í landi sínu. Að land ið þarf að vera byggt til að halda sjálfstæði sínu. Að það þarf að vera jafnvægi milli landshlutanna. Það er hvorki nauðsynlegt eða æskilegt að segja þetta alltaf með sömu orð unum, eða allt í senn. En segja það alltaf á einhvern hátt — og helzt þannig, að sem bezt verði eftir því tekið og á þann hátt, að það skiljist, að hugur fylgi máli." Q Sá hlýtur viðskiptin, sem athygli vekur Hrærekshóll heitir hóll við landamerki Kálfskinns og Stærra-Árskógs á Árskógs- strönd, í landi hins fyrrneínda. Þar er sagt að bein hins norska konungs hvíli. Hóllinn er frið- lýstur sem hin eina konungs- gröf á íslandi, og hefur ekki verið um hana skeytt að öðru leyti fram á þennan dag. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi kom oft að konungsgröfinni í Kálf- skinni, stundum í samfylgd norskra manna. Allir þekkja að nokkru söguna um Hrærek af hinu kunna kvæði þjóSskálds- ins um hann. SkáldiS taldi Hrærekshól mjög merkan staS. Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, fyrrum þjóSminjavörS ur, telur vel viS eigandi, aS staSurinn verSi vel merktur og vegvísir settur upp hiS næsta. Nokkrjr þjóSkunnir menn hafa ýmist talaS viS mig eða sent mér línu síðan ég fyrir nokkru stakk upp á því hér í blaðinu, að konungsgröfinni í Kálfskinni væri meiri sómi sýndur. Blaðinu hafa jafnvel borizt tillöguuppdrættir að minnis- merki á gröf Hræreks konungs. En hvað vilja íbúar Árskógs- hrepps sjálfir gera í þessu máli? Nokkrir þeirra a. m. k. hafa velt svipuðum hugmyndum fyr ir sér en látið að öðru leyti kyrrt liggja. Ég held að þeim væri að því hinn mesti sómi, að leggja málinu lið og vinna að 'því að girSa Hrærekshól, setja þar látlaust en traust minnis- merki meS nafni hans og e. t. v. hendingum úr hinu ágæta kvæði skáldsins frá Fagraskógi, gera ak- eSa gönguveg aS gröf- inni og setja skilti viS þjóðveg- inn, fyrir þá vegfarendur, sem vildu koma á þennan merka staS. Illa unnið hrafl úr sögu Hræreks konungs úr Konunga- sögum Heimskringlu er hér birt til upprifjunar, og meðal þeirra þau ummæli konungs, að meðal hjónafárra búenda á Kálfskinni þótti honum bezt að vera síðan hann lét af konung- dómi. Sýna þau ummæli að þeir bændur hafi betur en aðrir skil ið útlagann og metið hann þótt blindur væri, valdalaus og fátækur orðinn. En hvort vilja menn sýna honum nokkra ræktarsemi nú? E. D. K.A. félagar K.A. Aðalfundur Knatt- spyrnu f élags Akureyrar verður haldinn fimmtu- daginn 17. apríl n. k. kl. 8.30 e. h. í Sjálfstæðis- húsinu (Litla-sal, uppi). Venjuleg aðalfundar- störf. — Kosinn verður íþróttamaður ársins 1968. - Skorað er á fé- lagsmenn að mæta vel og stundvíslega. Stjórn K.A. á þeim. a Vönduð MYNDAVÉL, Minolta SRT 101, til sölu. Flash getur fylgt. Hagstætt verð. Til sýnis hjá Jóni Bjarnasyni úr- smið, Hafnarstræti 94, Akureyri. BÁTUR til sölu. 2 tonn. Diezelivél. Uppl. í síma 2-15-72. !!«áí^í^?riWaSi Þrettán ára STULKA óskar eftir vinnu í sum- ar. Uppl. í síma 1-24-06. Fjórtán ára STÚLKA vön sveitastörfum óskar eftir vinnu í sveit. Uppl. í síma 1-17-68. Wi^mím^m Nýleg 4 herb. ÍBÚÐ til sölu. Góð lán geta fylgt. Uppl. gefur Emil Guðmundsson, sími 1-15-40. Tveggja til þriggja her-; bergja ÍBÚD ÓSKAST. Uppl. gefur Valdimar Baldvinsson, sími 2-13-30 og 1-16-08. Þriggja herbergja ÍBÚÐ til sölu í Hafnar- stræti 84. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Uppl. í síma 1-18-45, eftir kl. 6 e. h. 2-3 herbergja IBUÐ óskast frá og með 1. íúní. Uppl. í síma 1-15-52 eftir kl. 18.00. Fjöihícfur hreingerningalögur Innihelilur ammoníak FÆST f NÆSTU BÚB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.