Dagur - 10.04.1969, Blaðsíða 8

Dagur - 10.04.1969, Blaðsíða 8
8 SMÁTT & STÓRT því vel. Ritstjóri er Dagrún Kristjánsdóttir húsniæðrakenn- ari, sem kunn er af mörgum útvarpsþáttum um þessi efni. Ritið er hvorki stórt í sniðum eða mikið í það borið, en það flytur góðar greinar og með væntanlegu framhaldi, getur hér orðið um góða handbók hús mæðra að ræða. En efni fyrsta lieftis er: Til lesenda, Hvernig skiptast útgjöld heimilisins?, Hvemig eigum við að nota matarafganga?, Hvað eigum við að borða?, Er starf húsmóð- urinnar metið að verðleikum?, Meðferð á parketgólfum, Um þvott á ullarfatnaði og Vöru- merkingar. Mér sýnist rit þetta eiga fyllsta rétt á sér. BJÓRFRUMVARP ENN Enn er á Alþingi flutt frumvarp um að leyfa sölu á sterkum bjóí hér á landi og svo sem nærri má geta og sigurstranglegast er, flytja það þingmenn úr öllum flokkum. Það felur í sér þjóðar- atkvæðagreiðslu um málið. Margir eru þeirrar skoðunar, að betra sé að þamba bjór en sterk vín. Aðrir segja þá plágu nóga, sem sterk vín valda, þótt ekki sé bætt við annarri plágu þar sem bjórinn er. Nú þegar eru um 200 tegundir léttra og sterkra vína á boðstólum hér á Iandi, og er því úrvalið allgott. PÉTUR OG ANNAR PÉTUR í fyrrakvöld rökræddu þeir Pétur Sigurðsson alþingismaður og Pétur Sigurðsson ritstjóri og regluboði um bjórfrumvarpið og voru þær rökræður prúð- mannlegar en ekki að sama skapi fróðlegar um þann megin kjarna málsins, hverjar afleið- ingar verða þar sem bjór er skyndilega leyfður. Pétur rit- stjóri sagði, að áfengisvanda- málið væri annað eða þriðja mesta vandamál fjölda þjóða, er heilbrigðisyfirvöld hefðu við að stríða. Pétur alþingismaður lagði áherzlu á þá óskhyggju sína, að betra væri að menn drykkju bjór en sterk vín, sem þeir yrðu vitlausir af, og er það rétt, svo langt sem það nær. En þá væri verr af stað farið en licima setið, ef bjórdrykkjan kæmi ekki í stað neins, heldur væri viðbótardrykkja lslend- inga, sem þegar er næg. HUNGURVAKA Á þriðja hundrað manns, nær eingöngu skólafólk, fastaði á annan sólarhring að tilhlutan Æskulýðssambands Islands og var fólkið til húsa í Mennta- skóla Reykjavíkur. Allir fengu þó vatn að vild. Mun þetta í fyrsta sinn, að ungmenni hér á landi taki sig saman um að neyta ekki fæðu, en algengt í sumum öðrum löndum til að vekja athygli á sérstökum mál- efnum. Fólk það, er hér um ræð ir, var að vekja athygli á neyíl Biaframanna og er vel ef árang ur verður. En þ\d er ekki að leyna, að hungurvaka þessi hef ur ekki mætt þehn skilningi, sem til var ætlast í upphafi. Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins hefst í Reykjavík 11. apríl og mun hann standa í tvo daga. Þar munu að vanda stjórnmál og flokksmál rædd, gerðar um þau samþykktir og menn kosnir til trúnaðarstarfa. Formaður flokksins, Ólafur Jóhannesson prófessor, mun flytja yfirlitsræðu á aðalfund- inum, gjaldkeri, ritari og fram- kvæmdastjórn gera grein fyrir störfum sínum. Q Nemendur Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar á leikæfhigu. SAMTÍNINGUR Yfir 20 bílar sátu fastir í ófærð og illviðri á Oxnadalsheiði í dymbilvikunni. Akureyrskir skíðamenn virðast nú á uppleið í íþrótt sinni og voru sigursælir á landsmótinu á ísafirði. Menn undrast það, að ekki skuli í sjónvarpi sýndar skíðamyndir úr Hlíðarfjalli, en kannski stend ur það til bóta. Atvinnulaus Akureyringur hreppti tveggja millj. kr. virði í DAS á laugar- daginn. Sana er upprisin og nú! fer ölið að freyða á ný Ölfrum- varpið er enn afturgengið á Alþingi. I stærstu verstöðvum landsins er afli á þessari vertíð allt að þriðjungi meiri en í fyrra, þrátt fyrir verkfallið. Frægur bítill giftist nýlega og tilkynnti, að hann myndi ekki rísa úr rúmi sínu, né heldur Akureyringai* náðu mikluin ár- ansri á Skíðamóti ísl. SKÍÐAMÓT ÍSLANDS var haldið á ísafirði dagana 31. marz til 6. apríl, nánar tiltekið í Seljalandsdal, kunnum skíða- stað þeirra ísfirðinga. Fréttir hafa nú verið sagðar af lands- móti þessu og eru aðalúrslit birt á öðrum stað í blaðinu í dag. Dagur bað frú Karólínu Guð- mundsdóttur, hina landskunnu skíðakonu á Akureyri, að segja lesendum nokkru nánar frá skíðalandsmótinu og fer sú frá- sögn efnislega hér á eftir. Skíðamót íslands var sett að kveldi mánudagsins 31. marz undir berum himni á Silfur- torgi í ísafjarðarkaupstað. Það gerði Jóhann Einvarðsson bæj- arstjóri, sem var mótsstjóri og voru þá flestir keppendur komn ir til mótsins. Þaðan var gengið í kirkju og hlýtt á messu hjá séra Sigurði Kristjánssyni. Keppni átti að hefjast næsta dag með 15 km. göngu, sem var frestað vegna óveðurs. Stökkkeppni fór fram á mið- vikudaginn og var veður þá gott og skemmtilegt í Seljalands dal. Þar er skíðaskáli og skíða- lyfta og hið fegursta útsýni í björtu veðri. Áhorfendur voru ekki mjög margir því flestir lengra að, voru um borð í Gull- fossi, sem þá var ókominn en kom á skírdagsmorgun og flug- Ágæfur loðnu og þorskafli á ferðir féllu niður. Á fimmtudag fór stórsvigið fram og var þá hið versta veð- ur, grenjandi stórhríð. Og á (Framhald á blaðsíðu 2). með því mótmæla ofbeldi í heiminum. Hann segir vikuna erfiða. GRÓÐUR LANDSINS Ingvi Þorsteinsson magister segir nýlega í blaðagrein, að þrír fjórðu hlutar Islands séu gróðurlausir. En einn hundraðs hluti landsins eru ræktaðir eða 120 þús. ha. En þrátt fyrir þessa 120 þús. ha. ræktaðs lands tek- ur búpeningur landsmanna lang mestan hluta fóðursins á órækt uðu landi, bæði á hálendi og láglendi. En þetta leiðir til þess, segir gróðurfræðingurinn, að gróður óræktaðs Iands er víða nýttur um of. Gróðurfars- rannsóknir styðja þessa kenn- ingu, sem er hin ískyggilegasta. Ástæða er fyrir landsmenn, að kynna sér þessa grein. (Tíminn 3. apríl 1969) og halda vöku sinni. HÚSMÓÐIRIN Neskaupstað og Eskifjörð og Fáskrúðsfjörð og suður um. En á Seyðisfirði hefur staðið í stappi milli fjármálaráðuneytis- ins og heimamanna, sem höfðu hug á því að kaupa hraðfrysti- húsið, en samningar gengu seint og illa, eins og jafnan við ríkisvaldið, en loks tókust samn ingar, en þá á eftir að fram- kvæma ýmsar viðgerðir á hús- inu og dýrmætasti tíminn hefur þegar tapazt vegna þessa seina- gangs í samningum. Snjólaust er í byggð en hjarn til fjalla og heiða og jeppafært var þar til skamms tíma og greiðfærara á hjarninu en á veg um byggðanna. Nú er rigning og sunnanátt. Vegir eru enn greiðfærir um héraðið og hafa ekki vaðizt upp ennþá, hvað sem seinna verður. Fram að síð ustu dögum óku menn á harð- fenni á Fjarðarheiði en þar er töluvert mikill snjór. Vegurinn um Oddsskarð hefur verið vel fær undanfarið. V. S. Ausffjörðum Egilsstöðum 8. apríl. Ágætur loðnu- og golþorskafli hefur verið á Austfjörðum að undan- förnu. Mú þar sérstaklega nefna Frá Akureyri. Karólína Guðmundsdóttir. Húsmóðirin og heimilið nefnist nýtt rit, sem út á að koma hálfs mánaðarlega ef húsmæður taka Hans og Gréta í Úlðlslirði Ólafur Jóhannesson. LEIKFÉLAG Gagnfræðaskóla Olafsfjllrðar frumsýndi ævin- týraleikinn Hans og Grétu um fyrri helgi í Tjarnarborg við ágætar undirtektir. Leikstjóri er Kristinn Jóhannsson skóla- stjóri en Halldór Ó. Ólafsson þýddi leikinn. Höfundur er Willy Kruger. Ólafsfirðingar hafa undan- farin ár æft og sýnt marga sjón leiki. Líklegt er, að þegar börn og unglingar eru með í starfi, verði þau síðar hneigðari til leikstarfa í tómstundum en annars myndi verða. Leikendur í Hans og Grétu eru þrettán að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.