Dagur - 30.04.1969, Blaðsíða 2

Dagur - 30.04.1969, Blaðsíða 2
2 Agæf heimsókn handknaf ÍBA vann VÍKING en tapaði fyrir LUGI SL. FÖSTUDAG og laugardag fór fram í íþróttaskemmunni á Akureyri 4ra liða 'handknatt- leikskeppnj og mættu il leiks sænska liðið Lugi, íslenzka landsliðið og 1. deildarlið Vík- ings, og fjórða liðið vai' lið ÍBA. Á föstudag léku fyrst Lugi og ÍBA, og var sá leikur all skemmtilegur á köflum, en ÍBA liðið fékk á sig hvert markið á fætur öðru í byrjun leiks, en þá kom inn varamarkmaður lands liðsins, Birgir Finnbogason, og jafnaðist þá leikui'inn, og í leik hléi munaði 4 mörkum, 13:9 fyr ir Lugi. Akureyringar byrjuðu vel í síðari rálfleik og um miðj- an hálfleikinn var staðan 18:17 fyrir Lugi, en ÍBA-liðið átti færi á að jafna, en það mistókst. Eftir það sigldi Lugi framúr og sigraði með 26:20. Þá léku landsliðið og Víking- ur og sigraði landsliðið eftir slæma byrjun með 29:21. Mesta athygli vakti Geir Hallsteins- son, svo sem við var búist. Á laugardag léku fyrst ÍBA og Víkingur, og biðu margir spenntir eftir þeim leik, þar sem Víkingur sigraði með yfirburð- um í 2. deild í vetur og leikur því í 1. deild næsta vetur. Lið Víkinga tók forustu í upphafi og var staðan 4:0 eftir skamman tíma. Þá kom nýr markmaður í mark ÍBA-liðsins, Friðrik Guð jónsson, og sýndi hann góð til- þrif. Leikurinn jafnaðist nú, en varnir liðanna voru slakar, og var staðan í leikhléi 17:15 fyrir Víking, sem þykir sæmileg markatala í heilum leik. í síðari hálfleik sýndi ÍBA-liðið á köfl- um góðan leik, sérstaklega línu spil, og sigraði ÍBA með 30 mörkum gegn 28. Það kom greinilega fram í þessum leik, að Akureyringar eru ekki langt frá því að eiga boðlegt 1. deildar lið, og verður þess trúlega ekki langt að bíða, að Akureyringar eignist 1. deildarlið, ef rétt er á málum haldið. Þá léku Lugi og „landsliðið", án Geirs Hallsteinssonar, og var sá leikur þófkenndur og leiðin- legur og hafði Lugi frumkvæð- Akureyringur einn af þrem bezfu í NÓVEMBER sl. bárust barna skólum landsins bréf frá Félagi íslenzkra iðnrekenda og var þar boðað til samkeppni á barna- teikningum. Viðfangsefnið var „íslenzkur iðnaður“. Heimilt var að senda tvær beztu myndir úr hverri bekkjar deild og síðan gert ráð fyrir, að menn á vegum félagsins veldu úr myndir til sýningar. Einnig var ákveðið að dómnefndin veldi úr þrjár myndir, er hlytu verðlaun. Sýning á úrvali myndanna var haldin í sýningarsal Mennta skólans í Reykjavik í febrúar- mánuði sl. Á sýningunni kom fram 171 mynd, en af þeim voru Sá hlýtur viðskiptin, sem athygli vekur á þeim. AUGLÝSIÐ í DEGI 10 frá skólabörnum á Akureyri. Frá Oddeyrarskólanum voru 7 þessara mynda og hlaut ein þeirra verðlaun. Var það mynd in Sandblástur eftir Guðmund Jóhannsson, Eyrarvegi 37. Hin verðlaunin tvö fengu börn í Reykjavík. Eyþór Tómasson forstjóri af- henti verðlaunin, en þau voru vandaður svefnpoki. Fór sú at- höfn fram í sal skólans, laugar- daginn 19. apríl sl. Skólastjóri þakkaði þann áhuga, sem Félag íslenzkra iðn rekenda sýndi skólamálum, með því að stofna til þessarar keppni. Með þátttöku í henni fengju börnin betri skilning á atvinnulífinu, fjölbreytni þess og þróun. Þá flutti hann ungfrú Guðnýju Stefánsdóttur teikni- kennara beztu árnaðaróskir, því að þessi árangur væri fyrst og fremst góðri leiðsögn hennar að þakka. Myndin er af Guðmundi, ásamt verðlaunateikningu og verðlauna-svefnpoka. eiksmanna ið allan leikinn og sigraði með 18 mörkum gegn 16. Þá er lokið keppnistímabili handknattleiksmanna að þessu sinni, en vonandi mæta þeir til leiks næsta vetur og sýna betri handknattleik en áður hefur sézt hér nyrðra. Sv. O. Aðaldælir SPURNINGAKEPPNI sú í Suð ur-Þingeyjarsýslu, sem fyrr hef ur verið að vikið, þar sem full- trúar hinna einstöku hreppa leiða saman hesta sína við spurningaborðið, mörgum til hinnar mestu ánægju, er lokið. Aðaldælingar og Ljósvetning Þrír Laxdælingar (Framhald af blaðsíðu 5). daginn. Sorgar- og saknaðar- jarmur lambanna og mæðra þeiri'a, hefði hljómað í eyrum sér jafnan síðan. Göngurnar á haustin voru honurn hins vegæ' - Roberf Rief !ing (Framhald af blaðsíðu 5). og hlotið óskipt lof fyrir. Efnisskrá þessara tónleika Roberts Riefling á Akureyri hófst með Konsert í ítölskum stíl og Franskri svítu nr. 5 hvorttveggja eftir J. S. Bach. Þá kom sónata op. 110 í As-dúr eftir Beethoven og er sú næst- síðust í i'öðinni og ein beirra alh'a veigamestu og andríkustu. Eftir hlé kom svo röðin að norskum tónskáldum, með Ed- vard Gi'ieg í broddi fylkingar, þá Sparre Olsen (f. 1903) og Harald Sævei'ud (f. 1897). Tón- leikunum lauk með tveimur verkum eftir Chopin, Noctui'ne í F-dúr og Scherzo í b-moll. Ekki var listamanninum sleppt við svo búið, og lék hann sem aukalag „Aufschwung“- úr „Phantasiestúcke" eftii Schu- -mann. Þessi kvöldstund í Borgarbíói var á þann veg, að manni virð- ist sem fárra slíkra verði notið. Gagnvart svo yfii'gengilegri snilld, sem menn urðu þama áheyrsla, liggur við, að manni falli allur ketill í eld, ef maður fyndi ekki í hvei'jum tóni ná- lægð þeirrar fágætu listamanns skapgerðar, sem aldi-ei fer ex-inda sjálfrar sín. Þar stýrir ekki fordildin ferðum, heldur hollustan við form og anda vex-kanna. List Robei'ts Riefling ber allt svipmót fádæma sterkr ar persónugerðar og er boi'in uppi af heitu skapi og lotningu fyrir tónlistinni, sem hann þjón ar svo fagui-lega. Um slíkt verð ur naumast fjölyrt, og sannast þar enn, hve oi'ðin missa mátt sinn og mei'kingu andspænis tónlistinni. Einungis er ljúft og skylt að votta þakklátssemi sína fyrir að hafa mátt njóta stund- ar í tónleikasal í návist þessa snilldarmanns. Hafi hann heila þökk fyrir komuna. Þetta voi-u sem fyrr segir síð- ustu tónleikar Tónlistai'félags Akúreyrar á þessu stai'fsári. Hvað mun nú framundan? „Að vex'a eða vei’a ekki — það er spurningin.“ Væri nú ekki í-áð, að menn sneru við gömlu spak- mæli og segðu sem svo, að vit- urra manna ráð gefist því betur sem fleiri koma saman? Mætti ég því hér með gera það að til- lögu minni, að menn kæmu nú saman, bæði þeii', sem lagt hafa hönd á plóginn að starfsemi Tónlistarfélags Akureyrar og aðrii', sem áhuga kynnu að hafa á því að henni verði haldið áfi'am. Þar yi'ðu ræddar aðstæð ur allar og horfur. Það er að- kallandi, að menn hugleiði hvernig finna megi starfsemi þessari heppilegra og lífvæn- legi-a fyrirkomulag en það, sem nú hefur verið stuðzt við um árabil. S. G. sælustundir og Hraunsréttar- dagur mesti hátíðisdagur ársins. Þar dáðist hann að fénu, hitti vini og kunningja og x-æddi við þá, og hafði þá góðan dropa á vasafleygnum. Þess naut hann í hinzta sinn síðastliðið haust, og sá ég hann ekki oft glaðari á Hraunsrétt en þá. Snorri Torfason var ágæta vel greindur maður og skáld- mæltur, eins og margir frændur hans í móðurætt, en fór lágt með skáldskap sinn. Hann var vel kunnugur bókmenntum aldamótaskáldanna, einkum ljóðum og hafði mestar mætur á Stephani G. og gat hvenær sem var vitnað í mikinn fjölda kvæða hans, sem og annarra skálda. Af þingeyskum skáld- um dáði hann mest Þorgils gjall anda og Indriða á Fjalli. Eftir .Indriða kunni Snori'i fjölda vísna, og má vel vera að sumar þeirra hafi enginn annar kunn- að. Það voru einkum dýi'asögur Þorgilsai’, sem heilluðu hann. Snori-i Toi’fason var tilfinn- inganæmur og viðkvæmur í lund, hafði djúpa samúð með þeim, sem áttu bágt, og öllum .vildi hann gott gei'a. Hann var bóngóður og velviljaður og öll- um var hlýtt til hans, sem kynntust honum eitthvað að ráði. Snorri elskaði ef til vill • Ferðalögin (Framhald af blaðsíðu 8). farnir að rumska. Tugir þús- unda ei-lendra manna leggja ár- lega leið sína til íslands á síð- ustu tímum og slíkt gerist ekki án vitnisbui'ðai', enda handhæg ar skýrslur um það frá allra síðustu árum. Sjálfir þrá íslend ingar sól og sumar hlým landa og íslenzkar fei'ðaski'ifstofur vinna ötullega að auknum utan landsfei'ðum. En straumax'nir liggja ekki allir til einhvei'ra „suðrænna sólai'landa“. Noi’ðr- ið, með svala sínum, nekt sinni, tæru lofti, jöklum, hverum, hi-aunum, fossum og fei-skleika hins ósnoi’tna, getui' engu síður dregið til sín fei’ðamenn. íslendingar hafa margt að bjóða foi'vitnum augum, þótt mannaverkin séu fá og smá, miðað við aðrar þjóðir, og við fáum peninga fyrir að svala þeirri forvitni erlendra manna. Hve mörgum seljum við ekki árlega að sjá Geysi, Gullfoss og Þingvelli? Eða þá Mývatnssveit og Hljóðakletta? Hve mörgum getum við ekki leyft gegn gjaldi að koma á hestbak, veiða lax og silung, skjóta fugla, ef við á annað borð förum inn á þá braut, að telja ferðamenn verzl unarvöru og gera móttöku þeirra að atvinnu? Þá er land okkar talið betra til jarðfræði- rannsókna en flest önnur, og af því tilefni koma hingað árlega hópar fræðimanna og skóla- nema. En til þess að geta tekið á móti ferðamönnum þarf mikið gistirými, innlendar ferðamála- stofnanir og ötulan áróður og kynningarstarfsemi. Eins og nú er komið gistihúsmálum lands- unnu ar kepptu að síðustu til úrslita og fór sú keppni fram á Húsa- vík. Aðaldælingar báru sigur a£ hólmi og munaði þó litlu, en keppendur þeirra voru: Indriði Ketilsson, Fjalli, Dagur Jó- hannesson, Haga og Hjörtur (Framhald á blaðsíðu 7) ekki landið, en hann elskaði landareign Birningsstaða og Sögurnar af Stjörnu og Kolu held ég að hann hafi kunnað utanbókar. Laxá og hennar fjölbreyttu fegurð og hreimþýða streng. Að horfa yfir Flóann, „er sólarlags gullþiljum ládeyðan felst“, var honum helgiathöfn. Honum var það því lítt bær tilhugsun, ef mest allri þessari landareign yrði sökkt undir vatn. Hann var sæll, að þurfa ekki að horfa á þá eyðileggingu frá sjónarhóli þessa lífs. Við Snorri Torfason vorum nágrannar í 60 ár. Frá þeim ár- um á ég mikinn fjölda minninga um hann, hina fyrstu, er ég var á sjöunda ári og flutti heim hey í haustmyrkri og hann fylgdi mér, þar til ég kom á götuna og sá til húsa heima. Allar eru minningarnar ljúfar og dýrmæt eign til ófarinna ára. Ég' þakka honum hjartanlega allar sam- verustundirnar, hlýjuna og tryggðina. Þessir fjórir Laxdælingar, sem getið er hér að framan, lifðu og störfuðu í dalnum lengst ævi sinnar og unnu ða batnandi hag hans. Að leiðar- lokum kveður Laxárdalur þá með virðingu og þökk. Ég var öllu þessu fólki nákunnugur og þakka því kynnin og samveru- stundirnar á liðnum árum. Gunnlaugur Tr. Gunnarsson. ins, vantar sennilega tilfinnan- legast gistirými í Reykjavík, því þaðan liggja straumarnir út um landið. Talið er, að gistirými á land- inu sé nú fyrir 3000 manns og þar af eru innan við 1500 rúm, sem hagnýtt eru allt árið, þar af nær 6—700 rúm í Reykjavík allt árið. Ætla má, að yfir sum- artímann, júní—sept., séu 2300 rúm til notkunar á öllu landinu, sem að mestu má nota til mót- töku erlendra ferðamanna. íslenzku flugfélögin halda uppi stöðugum ferðum milli fs- lands, Bandaríkjanna, Færeyja, Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur, Skotlands, Englands og Luxem borgar og tvö skipafélög halda uppi reglulegum farþegaflutn- ingum á sjó. Árið 1950 komu 4383 útlendingar til íslands. Árið 1967 voru þeir 37728, þar af komu 3385 með skipum. Eyðsla erlendra ferðamanna, sem til landsins koma er jafnan töluverð. Á árinu 1967 reynd- ust gjaldeyriskaup af ei'lendum ferðamönnum í seðlum og ferða tékkum 97 millj. kr. og sala toll frjálsra vara í fríhöfninni í Keflavík 28 millj. kr. Tekjur af fei'ðamönnum það ár má því telja 125 millj. kr. Auk þess eru svo fargjöldin og ýmiskonar eyðsla. Samtals er þetta áætlað árið 1967, þ. e. öll eyðsla er- lendra ferðamanna í landinu nær 390 millj. króna og er þetta rúmlega 9% af verðmæti út- flutnigns það ár. Mikil og vaxandi ferðalög er- lendra manna hin síðari ár er staðreynd, sem ekki er unnt að líta framhjá. Hvernig skynsam- legast er að bregðast við hinum nýju viðhorfum er svo annað mál. En það er ekki lengur unnt að láta sem ekkert sé. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.