Dagur - 30.04.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 30.04.1969, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Slmi 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÓSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Hátíðisdagur verkalfðslns VERKALYÐSFÉLOGIN á Ak- ureyri minnast 1. maí, hátíðis- og baráttudags verkalýðsins, að vanda með samkomuhaldi, ræð um og skemmtiatriðum. Aðalsamkoma dagsins hefst kl. 2 e. h. í Nýja-bíói, en áður leikur Lúðrasveit Akureyrar í liálftíma á Ráðhústorgi. í Nýja-bíói hefst samkoman með ávarpi Jóns Helgasonar, formanns Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna. Þá syngja 24 MA-félagar undir stjórn Sigurð ar Demetz Franzsonar. Önnur • skemintiatriði verða upplestur Þráins Karlssonar og frumsam- inn skemmtiþáttur, sem Jó- hanna Tryggvadóttir hefur tek- ið saman og flytur. En ræðu- FÓTBROTNAÐIÁ LEIKVELLI Á SUNNUDAGINN fótbrotnaði 12 ára drengur á leikvelli í Lækjargili og var hann þegar fluttur í sjúkrahús. Tveir bif- reiðaárekstrar urðu þann dag í bænum og aðrir tveir á mánu- daginn. Bíll valt út af vegi í Ongulsstaðahreppi á laugardag- inn. Enginn meiddist og bíllinn skemmdist lítið. □ menn verða Bjöm Jónsson, for maður Verkalýðsfélagsins Ein- ingar, og Sigurjón Jóhannsson, ritstjóri. Kl. 2 hefst einnig samkoma fyrir börn, og verður hún í Sjálfstæðishúsinu. Þar verður fyrst sýnd ltvikmynd, en því næst sýnir fimleikaflokkur drengja u-ndir stjórn Kára Árna sonar kennara og Alli Bergs flytur gamanþátt. Að lokum verður dansað við undirleik Hljómsveitar Ingimars Eydal. Að kvöldi 30. apríl verður dansleikur fyrir unglinga í Al- þýðuhúsinu frá kl. 8—11.300, en fyrir fullorðna verður dansleik- ur í Sjálfstæðishúsinu að kvöldi 1 maí og liefst kl. 9. Á dans- leiknum í Sjálfstæðishúsinu munu 24 MA-félagar einnig skemmta með söng. Aðgöngumiðar að dansleikj- unum verða seldir við inngang- inn í danshúsin, en að samkom- unni í Nýja-bíói verður aðgang ur ekki seldur sérstaklega, held ur gilda merki dagsins sem að- göngumiðar, en þau verða seld á götum bæjarins allt frá morgni. Væntanlgeur ágóði af sam- komum dagsins rennur í hús- byggingarsjóð verkalýðsfélag- anna. □ Frá vinstri: Richarð Þórólfsson, Jakob Frímannsson og Ilarry Frederiksen. (Ljósm.: E. D.) Skóverksmiðja Iðunnar fekin til starfa íslirafl við Grímsey Grímsey 28. apríl. Mikið af fugli Var 'komið í björgin en hefur svifað frá nú vegna íssins. ís- hrafl er allt í kring um eyna og bíðum við nú sunnanáttar- innar. Grásleppuveiði var mikil síð- ustu daga en þegar ísinn varð nærgöngull, var ekki um annað að gera en að taka netin upp. Þorskafli var líka ágætur síð- ustu daga vetrarins þar til norð anáttin kom með hafísinn. Einn maður hefur búið svo um, að hann getur úr landi dregið net sín og gerði hann það í dag og aflaði allvel. Sjómenn fá 5 þús. kr. fyrir tunnuna af söltuðum grásleppuhrognum og er því nokkurs um vert hvernig til tekist með veiðarnar á þessu vori. S. S. ÞAÐ sannaðist glöggt um ára- mótin í vetur, þegar bruninn mikli varð í verksmiðjum Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga á Akureyri, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Og þá tóku samvinnumenn strax þá myndarlegu ákvörðun, að byggja að nýju og stærra en fyrr. Mæltist það vel fyrir hjá almenningi og einnig hjá ráða- mönnum í ríkisstjórn og pen- ingastofnunum. Síðan héfur ver ið unnið látlaust að undirbún- ingi og uppbyggingu. En sem kunnugt er, voru það Skóverk- smiðja Iðunnar og Sútunarverk smiðjan Iðunn, sem skemmdust í eldinum, en Fataverksmiðjan Hekla og Gefjun skemmdust ekki og hélt þeirra starfsemi áfram af fullum krafti. Á laugardaginn kallaði fram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar SÍS, Harry Frederiksen, frétta- menn á Akureyri á sinn fund til að segja þau gleðitíðindi, að Skóverksmiðjan væri nú að hefja framleiðslustörf á ný. Hvar verður næsta vafnsbó! Akureyringa? AKUREYRINGAR horfast nú í augu við þann vanda, að þurfa að afla sér meira neyzluvatns. En neyzluvatn er grundvöllur búsetu hér, sem annarsstaðar og svo er fyrir að þakka, að hér á landi er nægilegt magn lítt mengaðs og ómengaðs vatns og verður það eflaust svo um langa framtíð, þótt ýmsar þjóðir sjái fram á þurrð vatns og undirbúi neyzluvatnsframleiðslu úr sjó. í þessu efni liggur vandi Alc- ureyringa í því að velja og hafna. Lækur eða lind þurfti að vera við hvert byggt ból á fs- landi og var það, og vatn er forsenda búsetu eins og þá, en sá er munurinn, að unnt er nú að hreinsa vatn og ennfremur að flytja það langar leiðir. Bæjarlækur okkar Akureyr- inga er Glerá, sem fellur um bæinn og þótti áður gott, að lækur félli milli bæjarhúsa. En vatn Glerár er ekki notað held- ur góðar lindir í Hlíðarfjalli og Glerárdal og þykir gott vatn en Úfigengið fé á Grimstunguheiði Ási í Vatnsdal. Nýfundnar eru tvær ær frá Grímstungu, frammi á Grímstunguheiði, um tveggja stunda gang frá bvggð. Var önnur ærin hvít kollótt og með báða dilka sína frá í haust, hrút og gimbur. Gimbrin var nýborin. Hin ærin var mókoll- ótt og grá dilkgimbur með henni og báðar komnar að burði. Allt var fé þetta vel á sig komið, nema helzt hrúturinn, sem var fremur magur. Það var beitarhúsamaðurinn í Grímstungu, er féð fann. Talið er, að það hafi ekki gengið á þeim slóðum í vetur, er það nú var á. Slíkar heimtur eru sjald- gæfar hér og skemmtileg til- viljun, að gimbrarlambið hefur líklega fæðzt á heiðinni á sumar daginn fyrsta og það var hið sprækasta þótt frost væri og hríðarfjúk. G. J. Stjórnarformaður Sambands- ins, Jakob Frímannsson, bauð fréttamenn velkomna til þessa Richarð Þórólfsson. fundar, en framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar rakti síðan í stór um dráttum undirbúning þess, að framleiðsla gæti hafist á ný í bráðabirgðahúsnæði, en verið væri að byggja Skóverksmiðj- unni nýtt verksmiðjuhús og væri það allvel á vegi. En fram- leiðsla Skóverksmiðjunnar væri nú að hefjast á ný, eftir fjög- urra mánaða hlé. Viðstaddir voru, auk fréttamanna og ann- arra þeirra er að framan getur, verksmiðjustjórar Gefjunar, Heklu og Sútunarverksmiðj- unnar. í tilefni af því, að Skóverk- smiðja Iðunnar er að hefja störf á ný, snéri blaðið sér sérstak- lega til Richarðs Þórólfssonar, verksmiðjustjóra, sem hefur borið hita og þunga af endur- byggingarstarfinu, og lagði fyr- ir hann nokkrar spurningar, sem hann svaraði góðfúslega. (Framhald á blaðsíðu 5) nægir nú ekki miklu lengur og vatnsaukning á lindasvæði bæj arins á fyrrnefndum stöðum talin ólíkleg með borun og verð ur því að leita annarra ráða. Vatnsleit hefur verið gerð undanfarin ár, einkum frammi í Eyjafirði, með aðstoð jarðfræð inga og tæknimanna, m. a. bor- að eftir vatni á Þveráreyrum. Verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsen vinnur að saman- burðar- og framkvæmdaáætl- unum fyrir aukningu Vatns- veitu Akureyrar og Sigurður Svanbergsson vatnsveitustjóri hefur kannað þessi mál að sín- um hluta og Jón Jónsson jarð- fræðingur. Nú virðist það liggja fyrir að velja um þá tvo kosti, að taka vatn í Glerá og hreinsa það, eða bora til vatns í landi Krossa staða á Þelamörk og leiða það til Akureyrar. Frá Hörgá hjá Krossastöðum eru um 14 km. til bæjarins. Þar er talið, að fá megi gott vatn en flutningur vatnsins er dýr. Hagkvæmt er talið, ef Glerá (Framhald á blaðsíðu 7) Söngfélagið GÍGJAN syngur 4. og 5. maí SÖNGFÉLAGIÐ GÍGJAN á Akureyri syngur undir stjórn Jakobs Tryggvasonar í Sam- komuhúsinu 4. og 5. maí n. k. Á sunnudaginn, 4. maí hefst söngurinn kl. 5 en síðari daginn kl. 8.30. Undirleikari er Þor- gerður Eiríksdóttir, einsöngvari Björg Baldvinsdóttir. Rabbþjálf ari er Sigurður D. Franzson. Fjórtán lög eru á söngskránni, eftir innlenda og erlenda höf- unda. í kórnum eru 40 konur og var fyrsti samsöngur þeirra í apríl í fyrra. Sagt er, að kórinn sé vel æfður og ráðgerð er söng- för í vor eða sumar. Stjórnina skipa: Björg Bald- vinsdóttir, Hrönn Björnsdóttir og Guðlaug Hermannsdóttir. □ CHARLES de GAULLE segsr aí sér ÞAU tíðindi urðu í Frakklandi á sunnudaginn að tillögur de Gaulle forseta Frakklands um breytta skipan sveitastjórnar- mála voru felldar í þjóðar- atkvæðagreiðslu með 53% at- kvæða. Hann sagði þegar í stað af sér, svo sem hann áður hafði ákveðið, ef breytingarnar yrðu felldar. Þe«si aldni og mikilhæfi þjóð arleiðtogi Frakklands hefur ver ið talinn bjargvættur lands síns í mestu hörmungum þess, djarf ur, vitur og stór í sniðum. Hann er enn við beztu heilsu. Síðasta tilkynning hans var þessi: „Ég hef hætt störfum sem for seti lýðveldisins. Þessi ákvörð- un gengur í gildi á hádegi í dag“, og var hún út gefin á mánudagsmorgunin. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.