Dagur - 30.04.1969, Blaðsíða 5

Dagur - 30.04.1969, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.t KOSNINGAR FLESTUM landsmönnum kemur saman um það, að þörf sé nýrrar stjómarstefnu. Til þess að knýja hana fram, þarf kosningar, nýja for- ystu og nýja menn. Nokkur efnisleg atriði stjómmála ályktunar miðstjómar-aðalfundar Framsóknarflokksins fara hér á eftir, þeim til glöggvunar, er vilja kynna sér þær tillögur, sem aðaístjómar- andstæðingurinn hefur m. a. fram að færa: Atvinnuvegunum verði tryggður rekstrargrundvöllur með gjör- breyttri stefnu á sviði fjármála. Erlendar lántökur þjóðarinnar verði takmarkaðar við arðvænlegar framkvæmdir. Beinir skattar verði látnir koma réttlátar niður og óbeinir skattar lagðir meir á óþarfa eyðslu en nú er. Óþörf fjárfesting og gjaldeyris- eyðsla verði stöðvuð og fjármagninu beint í þjóðhagslega mikilvægar framkvæmdir. Vísitöluhækkun verði greidd á laun og vandi atvinnulífsins leystur með öðru en kauplækkun. Ekki kemur til greina að tengjast EFTA meðan ástand er ekki betra í efnahagsmálum en nú er, Gera verður ráðstafanir til að efla atvinnuvegi þjóðarinnar og auka fjölbreyttni þeirra m. a. með nýjum iðngreinum. í samstarfi við erlenda aðila sé þess gætt að erlent fjármagn fái ekki aðstöðu, sem raskað geti stöðu inn- lendra atvinnugreina eða stefnt efna hagslegu sjálfstæði í tvísýnu. Til þess má ekki koma að erlendir aðilar nái fótfestu í verzlun hér á landi og verður því að búa þannig að innlendri verzlun að hún geti gegnt hlutverki sínu. Meiriháttar framkvæmdum verði skipað eftir fyrirframgerðum áætl- unum. Samstarf samvinnuhreyfingar og verkalýðshreyfingar verði aukið. ísland verði áfram í NATO, en varnarmálin verði endurskoðuð. Ríkisstjórnin segi af sér og efnt verði til nýrra kosninga. □ 10.000 dráttarvélar - rækfun - heyverkun og búvélasýning Á ÁRUNUM 1942 til 1968 að báðum árum meðtöldum voru fluttar til landsins 9902 hjóla- dráttarvélar. Þessi innflutning- ur skiptist þannig á tegundir: Ferguson 4439 eða 45.0% International Harvester 2581 — 26.0% Deutz 1025 — 10.0% Fordson og Ford 696 — 7.0% David Brown 232 — 2.0% Hanomag 149 — 1.5% Zetor 123 — 1.2% John Deere Lanz 40 — 0.4% Rússneskar vélar 40 — 0.4% Nuffield 1 — 0.0% Ýmsar tegundir 576 — 6.0% Þegar á það er litið, að drátt- arvélaframleiðendur í heimin- um skipta tugum, ef ekki hundr uðum, þá sést greinilega, að ís- lenzkir bændur hafa séð sér hag í því, að sem fæstar gerðir dráttarvéla væru í notkun. Meira en 70% allra vélanna skiptast á milli aðeins tveggja tegunda, Ferguson (Dráttar- vélar h.f.) og Intemational Hai-vester (Véladeild SÍS). Við gengisfellinguna í nóvem ber sl. hækkuðu flestar búvélar um ca. 50%, en á móti hækkun- unum kemur þó að ýmsir fram- leiðendur selja vörur sínar á lægra verði til íslands, en ann- arra landa, vegna efnahags- örðugleikanna hér. Telja má að hugur bænda varðandi bútækni standi helzt til þriggja megin verkefna þ. e.: 1. Endurræktun túna, sérstak lgea vegna kalskemmda. 2. Aukinnar nýtingar á bú- fjáráburðinum, vegna alhliða áburðargildis hans og til jarð- vegsbóta (auk spamaðar á áburðarkaupum ). 3. Möguleikum á tryggingu fyrir úrvalsverkum á heima- aflaða fóðrinu — heyinu. Endurræktun túnanna. Bændur hafa á sl. ári farið töluvert inn á þá braut að út- vega sér heppilega plóga, gjarn an tví- eða fleirskera sem henta vel við heimilisdráttarvélamar, en með þeim er bæði ódýrt og fljótlegt að bylta landinu og koma húsdýraáburði í flögin. Síðan er herfað yfir með t. d. léttu fjaðraherfi, sáð og valtað. Með þessari aðferð geta bænd- ur nýtt eigin vinnu og vélarafl. Veita norsku Kyllingstad plóg- og herfaframleiðendurnir „frændum sínum“ íslendingum sérstaka verðlækkun nú og er þess vegna ekki dýrt að eignast nauðsynleg verkfæri. Einnig fást aðgengilegar leiðbeiningar um meðferð plóga, en eins og menn vita er meðferð plóga og vinna með þeim talin ein sú merkasta af starfsíþróttunum. Jafnvel þótt land sé dauð- kalið eða í slæmri rækt, er eng- inn vandi að fá fulla uppskeru af því á fyrsta sumri — hvar sem er á landinu með því að sá „grænfóður“-höfrum með gras- fræinu. Þetta þurfa bændur að notfæra sér í auknum mæli. Auk þessa kemur til greina að rífa yfirborð gróins lands með hnífaherfum sem skilja eftir sig holur í túnið, sem hægt er að sá í og mun þessi aðferð töluvert hafa verið notuð í Bret landi. Slík hnífaherfi kosta nú um kr. 26.000.00. Aukin nýting á búfjár- áburðinum. Bændur munu nú almennt viðurkenna að það borgi sig að nota búfjáráburðinn. Hins veg- ar er jafnvíst að mikið tapast af næringarefnum þeim sem nýti- leg eru í honum, vegna þess að algengt er að bera hann á freðna jörð, sem svo og svo mik ið á eftir að skolast burt af, áður en grös fara að vaxa. Við nýræktun mun búfjár- áburðurinn þó nýtast vel, þar sem hann er borinn í flögin. Spurningin er þó, hvort búfjár- áburðurinn mundi ekki nýtast bezt með því að aðgengilegt væri fyrir bændur að fíndreifa honum (svo engrar ávinnslu væri þörf) í byrjun gróanda og jafnvel milli slátta. Hægt er að búa dráttarvélina og dreifarann þannig að auðvelt sé að fara um túnin — þótt þýtt sé og blautt. Virðist þetta geta haft mikla þýðingu. Haugsuga er tæki nefnt, sem kemur til greina við þetta. Betra fóður úr heyinu — vélræn vinnubrögð. Á síðustu árum hafa rutt sér til rúms ýmsar aðferðir til þess fyrir bændur á landssvæðum þar sem úrkoma er mikil að tryggja úrvalsverkun á heyjun- um. Bændur í fjallahéruðum Mið- Evrópu og í nágrannalandi okk ar Danmörku eru komnir fram með mjög athyglisverðar að- ferðir til þessa. (Mið-Evrópu/ heyturnar og Danmörk/gras- kögglaverksmiðja). \ Véladeild SÍS kynnti hey- turnana sérstaklega á landbún- aðarsýningunni 1968 og hefur nú tvær gerðir af þeim á boð- stólum. Ódýrari heyturninn sem tekur um 1000 hesta mundi kosta ef hann væri tollaður sem búvél um 600 þúsund — upp- kominn og frágenginn með byggingarkostnaði, heyblásara, súgþurrkunarblásara m/heitu lofti og sjálftæmibúnaði. Tilraunir í Bretlandi sýna að með slíkum tumi er auðvelt að halda eftir í heyinu 85% af nær ingu þeirri sem er í grasinu, þegar slegið er. Graskögglaverksmiðja TAARUP. Um nokkurra ára skeið hafa Taarup verksmiðjurnar í Dan- mörku gert tilraunir með fær- anlega graskögglaverksmiðju. Samstæða þessi vegur um 6 tonn, er um 10 m. að lengd, breidd er 2.88 m. og hæð 3.35 m. Vélin er dieselvél, 45 hestöfl. Afköstin eru um 700 kg. af full- þurru grasi á klukkustund eða ca. 500 fóðureiningar, lætur þá nærri að hún vreki vetrarfóður einnar mjólkurkýr á 3 tímum. Grasið er slegið með sláttu- tætara sem skilar því í vagn, sem ekið er síðan að samstæð- unni og tæmir hann sig í hana, færiband skilar svo kögglunum á vagn, sem notaður er til að flytja kögglana í geymslu, þver mál kögglana er um 6 cm. gróf- saxaðir. Með þessari verkunaraðferð verður nær ekkert tap í fóður- gildi grassins, fóðrið verður jafnt að gæðum. Kögglarnir eru þægilegir í meðferð og taka lít- ið geymslupláss miðað við fóð- urgildi. Heilbrigði búfjárins verður mikið betra og því minni kostnaður við sjúkrameðferð. Búvéladeild SÍS mun á næstu mánuðum kynna sér þessa nýju verkunaraðferð ítarlega og verð ur spennandi að fylgjast með hyaða erindi þetta hefur til ís- lenzkra bænda. Búvélasýning. Allan marzmánuð stendur yfir í sýningarsal Véladeildar- innar að Ármúla 3, sýning á helztu búvélum o. fl. Gefst mönnum kostur á að kynnast af eigin raun McCórmick traktor og heybindivél, sláttuþyrlu, hey þyrlu, New Idea áburðardreif- ara, pípumjaltakerfi, kælitank og bifreiðum, auk þess sem veittar eru upplýsingar um ofan greind viðfangsefni. Fullkomnir mjmdalistar og upplýsingar um bútækni eru veittar á sýning- unni og fræðslu- og kynningar- kvikmyndir eru sýndar daglega kl. 3 og eftir óskum einstaklinga — eða hópa. Sýningin er opin alla virka daga vikunnar frá 9—18 og laugardaga 9—12. Bændur leggið leið ykkar í Ármúla 3 og kynnið ykkur leið- ir til framfara í búskapnum. □ - HAFÍSINN LOKAR (Framhald af blaðsíðu 8). 1—5/10 að þéttleika, að landi. Tíu sjómílur norður af Rauða- núp er ís 1—3/10 og 20 sjómílur norður er ísinn 4—6/10. f 15 mílna fjarlægð norðan við Langanes er dreifður ís og í 30 mílu fjarlægð er ísinn 7— 9/10. Siglingaleið fyrir Langa- nes er greiðfær og aðeins dreifð ir jakar. □ - Skógarreitir (Framhald af blaðsíðu 8). um 450 ha. að stærð. Þá færði formaður þakkir til bæjarstjórn ar Akureyrar, sýslunefndar Eyj afj arðarsýslu, Landgræðslu- sjóðs og annarra aðila er styrkt hafa starfsemi félagsins. Ingvi Þorsteinsson land- græðslufulltrúi flutti erindi um gróðureyðingu, landgræðslu og beitarþol afrétta. Um skógrækt arfélögin sagði Ingvi að hlut- verk þeirra ætti að vera að varð veita og fegra skógreiti gamla og nýja og nú síðar að rækta nytjaskóga. Starf skógræktar- manna væri mikilvægt fyrir land og lýð. Taldi hann ósæmi- lega þá skoðun að skógrækt og landgræðsla ættu ekki samleið, því markmiðið væri hið sama hver sem ræktunin væri. Sam- staða yrði að vera um verndun og aukningu gróðurs og verk- efni væru óendanleg fyrir alla ræktun í landinu. Sigurður Blöndal skógarvörð ur ræddi um innflutning trjá- plantna og hvað núverandi gróð urríki landsins ekki mæli- kvarða á vaxtarskilyrði hér. Með innflutningi framandi gróð urs réttum við náttúrunni hjálp arhönd, en skilyrði væri að plöntur séu sóttar til staða með svipaða lengd vaxtartíma og hér á landi. Hákon Bjarnason skógræktar stjóri talaði um skóggræðslu Eyfirðinga og kvað næsta verk- efni þeirra vera að verða sér úti um land fyrir sýsluskóg og tryggja öruggan rekstrargrund- völl fyrir starfsemi félagsins. Snorri Sigurðsson erindreki taldi fjárskort hamla aðgerðum. Hann kvað girðingar víða gaml ar og úr sér gengnar og þyrfti að bæta þar um áður en nýjar yrðu reistar. Fundurinn samþykkti nokkr- ar tillögur og m. a. um að félag- ið beiti sér fyrir því að réttir aðilar sjái um að 'hin gamla gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands verði endurbætt þannig, að hún verði verðugur minnisvarði yfir störfin sem þar voru unnin. Stjórn félagsins skipa: Guð- mundur Karl Pétursson for- maður, Björn Þórðarson, Ár- mann Dalmannsson, Haraldur Þórarinsson, Sigurður O. Björns son, Steindór Steindórsson og Þorsteinn Davíðsson. □ 5 - Skóverksmiðja ISunnar Þrír Laxdælingar kvaddir (Framhald af blaðsíðu 1). Hve gömul er skógerð sú á Akureyri, sem nefna má verk- smiðjuframleiðslu? Skóverksmiðjan var upphaf- lega deild í Skinnaverksmiðj - unni Iðunn, sem Þorsteinn Davíðsson stofnsetti, samkvæmt samþykkt á fundi SÍS 1936. Hann hófst handa á byggingu og útvegun véla á því sama ári og fyrstu skórnir voru fram- leiddir í verksmiðjunni fyrir næstu áramót. Vélar verksmiðj unnar voru keyptar frá Svíþjóð, nýjar og notaðar, útvegaðar af sænska samvinnusambandinu og sérfræðiaðstoð var einnig fengin frá Svíþjóð. Sérfræðing- ur í skóiðnaði, Nyberg að nafni, setti niður vélarnar og vann hér svo næstu misseri. Hann stund- ar enn skóframleiðslu í Svíþjóð. En danskur maður, Cristian Lhin, kom í staðinn og starfaði sem verkstjóri og framkvæmda stjóri um 15 ára skeið. Hvenær tókstu við fram- kvænidastjórastörfum verk- smiðjunnar? Þegar Lhin flutti héðan 1954. Við vorum með verksmiðjuna tvískipta og höfðum húsnæði að hálfu leyti lijá Gefjunni og að hálfu hjá Sútunarverksmiðj- unni og þannig stóðu málin þeg ar brann eftir síðustu áramót og við misstum allt okkar í sauma- og sníðadeild, en skemmdir urðu í vélasal. Og þá var ákveðið að byggja upp að nýju? Ákveðið var að byggja sér- staka verksmiðjuhæð, þar sem áður var efri hæð Sútunarverk smiðjunnar. Þar fáum við 1200 fermetra gólfflöt og sú bygging verður komin undir þak áður en langt líður og væntanlega verður hægt að hefja fram- leiðslu í nýju verksmiðjunni fljótt úr næstu áramótum. Hæð in er byggð úr strengjasteypu. Og er við flytjum allt okkar þangað, verður verksmiðjan endurskipulögð og verður það þægilegt í nýju húsnæði. Það húsrými gefur möguleika til framleiðslu á eitt þúsund pör- um af skóm á dag. En á meðan þetta húsnæði er í smíðum, rekum við sauma- og sníða- deildina í því húsnæði, sem áð- ur var Saumastofa Gefjunar, við Ráðhústorg, og framleiðslan er hafin á ný, eftir fjögurra mánaða hlé . Sex eða sjö skóverksmiðjur voru starfræktar hér milli 1950 —1960? Já, það er rett, en þær hafa týnt tölunni eða starfsemi þeirra legið niðri. Verksmiðja okkar og aðrar verksmiðjur hafa lent í miklum erfiðleikum vegna samkeppni við innflutt- an skóvarning, sem misjafnlega hefur verið til stofnað. Þar var t. d. um að ræða niðurgreidda vöru austan frá Rúmeníu og fl. af svipuðu tagi, sem var inn- lendri skógerð mjög óhagstæð. Þetta gekk svo langt, að það var ekki unnt að fá hingað hráefni í skó við sama verði og inn- fluttu skórnir kostuðu. En svo breyttist þetta mjög í eðlilegra horf. Svo þú álítur að innlend skó- gerð eigi fullan rétt á sér? Já, alveg tvímælalaust. f fyrsta lagi höfum við verulegan hluta hráefnis til skógerðar hér innanlands og svo allt vinnu- aflið. Það sýnir sig meðal ann- arra þjóða, að bezt vegnar þeim, sem mest búa að sínu. Gildir það auðvitað einnig hér, að hag kvæmast er að vinna til fulls vörur úr innlendu hráefni, þeg- ar það er hægt. Hér á Akureyri er þegar orðið vel þjálfað iðn- aðarfólk í þessari grein, eins og ýmsum öðrum greinum iðnaðar ins. Á hvað leggið þið mesta áherzlu í framleiðslunni? Framlelðsla okkar hefur mjög beinzt að standard-gerðum af margskonar karlmannaskóm, unglingaskóm og allskonar sport-skófatnaði, auk kven- skónna. Ég tel, að hér á landi eigi að framleiða allt að helm- ingi af því skótaui, sem við þurf um að nota, og framleiða það sem mest úr innlendu efni. Þá spörum við verulegan gjaldeyri og sköpum kærkomna vinnu. Hvað framleiðið þið mikið á NORSKI píanósnillingurinn Ro bert Riefling lék í Borgarbiói á vegum Tónlistarfélags Akureyr ar sl. mánudagskvöld, og voru það fjórðu og síðustu tónleikar þessa starfsárs. Robert Riefling er í allra fremstu röð píanóleikara og hef ur ásamt hljómleikahaldi aust- an hafs og vestan innt af hendi kennslustörf í verulegum mæli. Hann er búsettur í Osló, en gegnir einnig starfi sem pró- fessor við konunglega tónlistar- Mest höfum við framleitt um 90 þús. pör af skóm, en nú um 60 þús. pör. Við framleiðum sennilega 12% af þeim leður- skófatnaði, sem þjóðin notar. Það eru því mikil verkefni í þessari grein og full þörf á mjög aukinni skógerð. Eða hví skild- um við heldur greiða einhverj- um erlendum aðilum vinnulaun in, í stað þess að láta innlendar hendur njóta þeirra? Hvemig er eftirspumin nú? Skór frá okkur eru seldir ná- lega í hverri skóverzlun á land inu og í haust var óvenjulega mikið pantað hjá okkur, já sennilega þriðjungi meiri en nokkru sinni áður. Við brun- ann skapaðist nýtt viðhorf, vegna framleiðslutafanna svo við getum ekki annað eftir- spurn nú. Fjöldi starfsfólks? Ef verkföll tefja okkur ekki að ráði, getur full framleiðsla hafizt næstu daga, með sama starfsliði og áður eða 80 manns. En eftir að við höfum flutt í það húsnæði, sem nú er verið að byggja, getum við væntanlega bætt við okkur nokkrum tug- um fólks, jafnframt því að auka framleiðsluna verulega. En við höfum verið með helming starfs liðsins í vinnu að undanförnu, við uppbygginguna. Við höfum fengið nokkuð af nýjum vélum og nú verðum við að vinna úr erlendu hráefni, þar til Sútunar verksmiðjan getur farið að framleiða fyrir okkur á ný. Dagur þakkar svör verk- smiðjustjórans. Skóverksmiðja Iðunnar fram leiddi fyrir 23 millj. kr. á síð- asta ári. Ákvörðun forráða- manna SÍS, um endurbyggingu, duglegur framkvæmdastjóri og vel æft starfsfólk ætti að gera verksmiðjunni mögulegt að skUa verulegri framleiðsluaukn ingu á næstu árum. □ háskólann í Kaupmannahöfn. Þá hefur hann leikið inn á fjöl- margar hljómplötur. Svo nokk- uð sé nefnt hefur Robert Rief- ling leikið inn á plötur allt „Wohltemperiertes Klavier" eft ir J. S. Bach, fjörutíu og átta prelúdíur og fúgur, og um þess ar mundir er unnið að upptöku á flutningi hans á öllum sónöt- um Beethovens, þrjátíu og tveimur talsms. Robert Riefling hefur hlotið margskonar viðurkenningu á GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR, Auðnuni í Laxárdal. Guðný Jónsdóttir á Auðnum andaðist á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri, 14. ágúst sl., eftir þunga legu. Hafði hún ver ið heilsuveil síðustu árin. Hún var jarðsungin 21. ágúst í heima grafreit að Auðnum. Guðný Jónsdóttir fæddist að Auðnum 24. janúar 1894. For- eldrar hennar voru Hildur Benediktsdóttir, Jónssonar á Auðnum og Jón Pétursson, Péturssonar, fyrrum bónda í Mjóadal og víðar. Jón og Hild- ur bjuggu á Auðnum. Guðný var elzt af níu systkinum, og svo sem oft vill verða undir þeim kringumstæðum, kom mikil vinna á hennar herðar þegar í æsku. Gætti hún syst- kina sinna og hjálpaði móður sinni við heimilisstörf. Hún var bæði vinnufús og verkhög. Snemma fór hún að vinna utan heimilis, einkum þar sem hjálp- ar var þörf vegna veikinda, eða annara erfiðleika. Er að því kom, að systkini hennar stofn- uðu sín eigin heimili var hún þeim til hjálpar, ekki sízt þegar systkinabörn hennar fæddust. Þannig vann Guðný um tugi ára, hið mesta fórnar- og mann kærleikastarf, og á fjölda heim- ila henni ómetanlegar þakkir að gjlada. Öll störf sín vann Guð- ný þannig, að hún ávann sér vináttu og virðingu allra, sem þar áttu hlut að máli. Þegar kraftar móður hennar tóku að þverra, settist Guðný að heima á Auðnum og hjúkraði henni og vann heimilinu allt hvað er hún mátti, þar til á síðastliðnu vori, að heilsa hennar var á þrotum. Guðný Jónsdóttir unni af hjarta öllu því, sem fagurt var. Hún var ágætlega greind og hafði ánægju af skáldskap, einkum var hún ljóðelsk. Hún hafði mikla gleði af blómum og annaðist þau af móðui’legri hlýju. Sunnan við bæinn á Auðnum er fagur og vel hirtur garður, með runnum og blóm- um og öllu fyrir komið af smekkvísi. Það var heillandi sjón, að horfa á Guðnýju vinna í þessum garði. Fór hún hönd- \um um gróðurinn líkast því sem börn væru. Guðný var verkhög, að hverju sem hún gekk, stillt og prúð í framgöngu, hógvær, vin- sæl og virt af öllum, sem hana þekktu. HILDUR BENEDIKTSDÓTTIR húsfreyja á Auðnum. Hildur Benediktsdóttir fædd- ist að Auðnum í Laxárdal, 1. september 1875. Foreldrar henn ar voru Benedikt Jónsson, sem jafnan var við þann bæ kennd- ur, bóndi þar og hreppstjóri um árabil, en síðan skrifstofumaður og bókavörður á Húsavík, og kona hans, Guðný Halldórsdótt ir bónda í Geitafelli, Jónssonar prests á Grenjaðarstað. Meðal Akureyri alþjóðavettvangi fyrr og síðar. Er það mál þeirra, sem gerst mega um það dæma, að þar fari sá listamaður, er valdið hafi til þess að túlka meistarann J. S. Bach og risann Beethoven í fullri stærð. Það liggur nærri að álykta sem svo, að einkum þar muni vera hið músíkalska heimkynni listamannsins, alla- vega sé það innan „hringsins“. Einnig hefur hann unnið mikið að kynningu á norskri tónlist (Framhald á blaðsíðu 2). systkina Halldórs voru Magnús prestur og læknir á Grenjaðar- stað og skáldkonan ástsæla, Guðný í Klömbrum, og bar Guðný Halldórsdóttir nafn hennar. Hildur Benediktsdóttir ólst upp á Auðnum, elzt þeirra systra, er ólust upp heima. Hún vandist snemma allri algengri vinnu úti og inni, sat ær á sumr in og vann að heyskap og tó- vinnu. Hún var létt og kvik í hreyfingum og hélt þeim ein- kennum til hárrar elli og kapp- söm til allra verka, hvort sem var úti eða inni. Auðnasystur nutu ekki ann- arrar menntunar en þeirrar, er þær hlutu heima á Auðnum. Allar voru þær ágætlega gefn- ar, og á uppvaxtarárum þeirra var Auðnaheimilið menntasetur — eitt af mörgum heimilum hér í sýslu — og þar var félagsmála skóli Þingeyinga, og skólastjór- inn var Benedikt Jónsson. Syst ur Hildar, Aðalbjörg og Unnur — Hulda skáldkona — hafa báð ar minnzt æskuheimilis sins með sérstakri ástúð og hlýju, og enginn staður var þeim svo ástfólginn sem Auðnir og um- hverfi þeirra. Hildur unni æsku heimili sínu ekki síður en þær systur hennar og undi þar glöð sína löngu ævi, svo til alla. Hildur Benediktsdóttir giftist 1894 Jóni Péturssyni, Péturs- sonar, bónda í Mjóadal og Stóru laugum, Jónssonar, bónda á Hólmavaði, Magnússonar, sem mikill ættbogi er frá kominn. Þau Hildur og Jón bjuggu á Auðnum allan sinn búskap, að tveimur árum undanskildum. Jón Pétursson andaðist 9. janú- ar 1953 og hafði þá nokkrum árum áður látið jörð og bú í hendur Benedikts sonar síns, sem þar býr enn. Hildur veitti þó heimilinu forstöðu lengi eftir það. Hildur og Jón eignuðust 9 börn, sem öll eru á lífi nema Guðný, sem getið er hér að framan. Öll eru börn þeirra ágætt fólk. Þau eru starfhæf í bezta lagi, vinsæl og vel virt. Það er því mikill arfur, sem þau Auðnahjón skiluðu þjóðfélag- inu. En erfiðislaust var það ekki, og oft hefur svefntími hlot ið að vera stuttur og þreytu kennt að morgni, þegar hefja þurfti dagsverkið. Auðnir eru lítil jörð og búskapur þeirra Hildar og Jóns og barna þeirra, var aldrei stór í sniðum, en áfallalaus og farsæll. Jón var ágætur búfjárhirðir, heyin jafn an góð, þótt oft væru þau lítil, og komst hann af með minna fóður en margur annar, en bú- stofn hans skilaði alltaf góðum afurðum. Jón gerði ekki lítið úr þætti konu sinnar við hirðingu búfjárins. Þau hjón voru bæði dýravinir, og enga konu hefi ég þekkt, sem hafði eins mikið yndi af sauðfé og Hildi. Áhugi hennar á þeim efnum vaknaði snemma og entist til hinzta dags. Þáttur slíkrar konu er ekki lítill við fjárbú heimilisins. Auðnabærinn var ekki stór eða háreistur, en hann var hreinn, umgengni öll hin þrifa- legasta, reglusemi og smekk- vísi, hvert sem litið var. Mér fannst Auðnabaðstofan falleg, og húsið þeirra Jóns og Hildar er einhver vinalegasta íbúð, sem ég hefi komið inn í. Hildur Benediktsdóttir and- aðist þrotin að kröftum 93 ára, hinn 5. september sl. Hún var jarðsungin 11. sama mánaðar við hlið manns síns í heimagraf reitnum á Auðnum. Sú jörð, sem fóstraði hana unga, og þar sem hún lifði sínar sælustu stundir, tók hana nú í faðm sinn. Börn þeirra Hildar Benedikts dóttur og Jóns Péturssonar eru: Guðný, sem minnst er hér á undan. Benedikt, bóndi á Auðn um, kvæntur Sigríði Torfadótt- ur á Birningsstöðum, Halla, hús freyja á Þverá, gift Jónasi Snorrasyni hreppstjóra. Pétur, bóndi í Árhvammi, kvæntur Regínu Frímannsdóttur. Sigríð- ur, húsfreyja á Ökrum, var gift Ásvaldi Þorbergssyni, sem lát- inn er fyrir mörgum árum. Þor- gils, bóndi á Daðastöðum, kvæntur Sigríði Hallgrímsdótt- ur. Þórólfur, húsasmíðameistari í Kópavegi, kvæntur Maríu Sveinsdóttur. Heiðrún, hús- freyja að Hamarsstíg 32, Akur- eyri, gift Pétri Gunnlaugssyni múrarameistara. Sigurbjörg, sem nú veitir heimilinu á Auðn um forstöðu. SNORRI TORFASON, "I- Birningsstöðum. Snorri Torfason andaðist að kveldi Þorláksdags sl. á Sjúkra húsinu á Húsavík, en þar hafði hann dvalið sem sjúklingur um tveggja mánaða skeið. Hann var jarðsunginn að Þverá í Laxár- dal hinn 5. janúar. Snorri Torfason fæddist að Geitafelli í Reykjahverfi, 24. okt. 1890. Foreldrar hans voru Guðrún Snorradóttir, Oddsson- ar, bónda þar og maður hennar Torfi Sæmundsson frá Narfa- staðaseli í Reykjadal. Meðal bræðra Torfa voru Jóhannes í Krossdal og Friðrik á Efri- Hólum. Árið 1898 fluttu foreldr ar Snorra að Birningsstöðum í Laxárdal og bjuggu þar upp frá því, unz börn þeirra tóku við jörðinni. Á Birningsstöðum átti Snorri því heima í full 70 ár. Guðrún og Torfi á Birnings- stöðum voru efnalítil og jörðin engin kostajörð við þáverandi búskaparhætti. Lífsbaráttan var því hörð, þar sem annars staðar, og kom það niður á börnunum. Snorri Torfason var elztur átta systkina, og kom því fljótt í hans hlut að vinna, svo sem þrek framast leyfði, og vitan- lega oft miklu meira. Var það að vísu ekki sjaldgæft á þeim árum. Snorri yfirgaf síðan aldrei foreldra sína, en vann þeim á meðan þau þurftu á að halda, en síðan systkinum sín- um. Hann vann af framúrskar- andi dyggð og trúmennsku. Þannig mundi hann hafa unnið hvaða húsbændum, sem var. Slík var skapgerð hans. Þau voru orðin mörg handtökin og sporin, sem hann hafði helgað fjölskyldu sinni. Á unglingsaldri tók Snorri að mestu við fjárhirðingu á búi föður síns, og rækti það starf af hinni mestu samvizkusemi og alúð. Hann var dýravinur, hest- ar voru honum mjög kærir, en mesta ást lagði hann við sauð- féð. Hefi ég engan mann þekkt, sem eins og hann, lagði á sig takmarkalaust erfiði og fyrir- höfn, svo að hverri kind mætti líða sem bezt. Oft naut hann líka sælla stunda með fénu, eft- ir vel heppnað erfiði. Hann var virkilega góður fjárhirðir, sem ekki hikaði við að leggja lífið að veði fyrir hjörð sína. Vel mundi hann hafa kunnað því, að fylgja hjörð sinni allt árið og hvílast um nætur í nálægð hennar. Hann var í eðli sínu hjarðmaður. Engan mann hefi ég séð fyllast svo réttlátri reiði sem Snorra, ef hann sá illa far- ið með skepnur, eða þehn mis- þyrmt. Aldrei sagðist hann hafa tekið annað eins út og fráfærna , (Framhald á blaðsíðu 2) ári? Píanótónleikar Roberts Riefling á

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.