Dagur - 30.04.1969, Blaðsíða 7

Dagur - 30.04.1969, Blaðsíða 7
7 SMATT & STORT (Framhald af blaðsíðu 8). eftir að draga að sér erlenda ferðamenn í tugþúsundatali og þeir eyða fé sínu á meðan þeir dvelja. Með dæminu um veiði- árnar og náttúruundur lands- ins, er þó ekki sagt, að allt eigi að vera falt þar sem fjármunir eru í hoði. En þau benda til þess, að hið frumstæða og tölu- lega mat lilutanna er víða að ganga sér til húðar. SAMTÍNINGUR Jafnframt því, að Kamal Yousuf boðar kenningar Mú- hameðs á íslandi, þýfi var graf- ið upp úr kirkjugarði í Reykja- vík, 80 þús. kr. í peningum, 80 smiðir fara til Svíþjóðar og leiðtogi Frakklands hefur sagt af sér, er maríuerlan komin og æðarkóngur með klumbu á nefi og fjaðrabrúska á baki, spókar sig konulaus meðal venjulegra æðarfugla á Akureyrarpolli. Vísir birtir myndir af fáklædd- um konum, sem enn fáklæddari verða metnar til verðlauna í fegurðarsamkeppni. Sex nætur klúbbaeigendur í Reykjavík gistu í „Steininum“, samtímis. Lengdur var þá afgreiðslutími veitingahúsa, til að kom,a til móts við „þarfir“ þeirra, sem komu að lokuðum næturklúbb- um. Einvígið, sem reykvískur læknir bauð til og frægt er, vekur kátínu yfir kaffibolla, en fræðimenn rifja upp slíka at- burði úr fornum sögum og eru ekki á eitt sáttir hvert einvígi var síðast. Þetta er óþarfa fyrir höfn. Til einvígis og stundum margra er nær daglega stofnað á flestum dansstöðum á íslandi og þykir lítt til frásagnar vegna þess hve algengt það er og „góð skenuntun“. Verkföll bætast nú við atvinnuleysi hér á landi, af því svikist er um að greiða þær vísitölubætur á laun, sem um var samið í fyrra. SVÖRIN Undanfarnar vikur, þegar at- vinnuleysið hefur þjakað ein- staklinga og iðnfyrirtæki hafa beðið eftir nauðsynlegri fyrir- greiðslu, flenna stjórnarblöðin yfir þverar síður fyrirsagnir um stórvirkjun og stóriðju á Norð- urlandi. Það eru svörin, sem gefin eru, þegar ræddur er vandi atvinnumála og fyrir- tækja. Það eru svörin við því, hvar þær séu 300 milljónirnar, sem lofað var í vetur til skjótra úrbóta í mesta atvinnuleysinu — og gleymdist að efna. SNUÐ Að sjálfsögðu ber að hyggja til framtíðar og kanna alla mögu- leika til stórvirkjunar og stór- iðju, svo sem til byggingar nýrr ar álbræðslu á Norðurlandi. Al- þingi samþykkti á sínum tíma að rannsakaðir yrðu virkjunar- möguleikar Jökulsár á Fjöllum. Efndir hafa engar orðið. En nú er stóriðju á Norðurlandi hainp að í staðinn og með því er verið að stinga snuði upp í þá, sem kynnu að láta sér það lynda í stað þess að leysa vanda at- vinnurekstursins. Iborgarbí ó| [ SÍMI 1-15-00. ! ! Mynd vikunnar: í Mjög spennandi og I áhrifarík ný, amerísk \ stóimynd í litum. í ROD TAYLOR j 1 CATHERINA SPAAK | [ KARL MALDEN f - Vatnsból (Framhald af blaðsíðu 1). verður notuð, að mannvirkja- gerð, m. a. vatnshreinsistöð, verði nálægt Selgili í Glerárdal, eða a. m. k. stífla gerð þar. Sá staður er nokkru framan við vatnsgeymana í Glerárdal. Auð velt er, vegna hagstæðs halla, að leiða það vatn til bæjarins, væntanlega án dælu. Og vatns- þurrð verður ekki í Glerá, en hreinsa þarf það vatn. Meðalvatnsnotkun á Akur- eyri er nú um 86 sek.l. en fer oft hærra. Hámarks notkun er sennilega um 120 lítrar á sek. Þessari vatnsþörf er mætt með hjálparstöðvum eða vatnsmiðl- un. En fljótlega kemur að því, að þetta nægi ekki og er því þörf á, að vera undir slíkt bú- inn. Fimmtíu lítrar á sek. til við- bótar ætti að nægja fyrst um sinn og verður eflaust við það miðað, að næsti áfangi verði ekki minni,-og að möguleikar til aukningar séu fyrir hendi þegar þörfin kallar á ný. Nú- verandi lindir bæjarins yrðu notaðar að fullu eftir sem áður. Vatnsveita frá Glerá er tal- in kosta 28 millj. kr. móti 33 millj. kr. frá Krossastöðum. Nú verða þessi mál eflaust bráðlega til umræðu í bæjar- ráði og bæjarstjórn og væri æskilegt, að almennar umræð- ur geti farið fram um málið, áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar, svo þær skoðanir, er fram kynnu að koma, gætu komið til athugunar við endan- lega afgreiðslu. □ □ RÚN 59694307 — Atkv. Lokaf AKUREYRARKIRKJA. Mess- að n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar nr. 17 — 406 — 147 — 354 — 509. — B. S. MÖÐRU V ALL AKL AU STURS - PRESTAKALL. Guðsþjón- usta að Möðruvöllum n. k. sunnudag 4. maí kl. 2 e. h. Barnakór úr Barnaskóla Ak- ureyrar syngur undir stjórn Birgis Helgasonar. — Sóknar prestur. MESSAÐ í skólahúsinu i Gler- árhverfi kl. 2 e. h. á sunnu- daginn. Aðalsafnaðarfundur að lokinni messu. Kosningar. Rætt um kirkjubyggingu í Glerárhverfi. — Sóknarprest- ar. LAUGALANDSPRESTAKALL Messað í Saurbæ sunnudag- inn 4. maí kl. 14. — Sóknar- prestur. BARNAKÓRINN og æskulýðs- félagar flytja í sameiningu guðsþjónustu í sjúkrahúsinu kl. 5 fimmtudaginn 1. maí. — Sóknarprestar. HJÁLPRÆÐISHER- INN. — Æskulýðssam- koma verður 1. maí kl. 8 e. h. Kapt. Krokedal talar. Munið samkomuna hvert sunnudagskvöld kl. 8.30 KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Samkoma sunnudaginn 4. maí kl. 830 e. h. Ræðumaður séra Þórhallur Höskuldsson. Allir velkomnir. BAZAR og kaffisölu hefur Kristniboðsfélag kvenna í Zion fimmtudaginn 1. maí kl. 3 e. h. Komið og styðjið kristniboðið og drekkið kaffið í Zion. Allur ágóði rennur til kristniboðsins í Konsó. I.O.G.T. stúkan Brynja nr. 99. Fundur fimmtudaginn 1. maí kl. 21 í Kaupvangsstræti 4. Fundarefni: Vígxla nýliða, fréttir ag þingstúkunni, rætt um ferðalag, önnur mál. Eftir fund: Kaffi, ? Athugið breytt an fundarstað. — Æ.t. MINJASAFNIÐ er opið á sunnudögum kl. 2 til 4 e. h. Tekið á móti skólafólki og ferðafólki á öðrum tímum ef óskað er. Sími safnsins er 1-11-62 og safnvarðar 1-12-72 - AÐALDÆLIR UNNU (Framhald af blaðsíðu 2). Arnórsson, Árbót. AUir eru menn þessir ungir og ákvæntir og hinir álitlegustu menn. Þeir fá að launum far til Grænlands og nokkurra daga dvöl á kostn- að HSÞ, sem að keppninni stóð í héraði. Kaupfélagsfundur hófst á Húsavík í gær, þriðjudag, og mun ljúka í kvöld. Þykja aðal- fundir K. Þ. oft hinir ágætustu. Áhugi á félagsmálum, ekki sízt samvinnumálum, er mikill aust ur þar og gamanmál um hönd höfð í fundarhléum. Þorsk- og grásleppuafli er fremur tregur um þessar mundir. Sjónleikurinn Púntila og Matti hefur oft verið sýndur og aðsókn verið með ágætum (7. sýning á mánudag) að því er fréttaritari blaðsins, Þormóður Jónsson, hefur tjáð blaðinu. □ BRÚÐHJÓN. Hinn 24. apríl voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju, ungfrú Ásthildur Eydís Eiríksdóttir og Hólmgeir Hólmgeirsson verkamaður. Heimili þeirra verður að Brekkugötu 7, Ak. SLYSAVARNAKONUR, Akur eyri. Fundur verður í Alþýðu húsinu föstudaginn 9. maí kl. 8.30 e. h. Mætið allar og takið með kaffi. — Stjórnin. VINNINGAR. Dregið var í inn anfélagshappdrætti Kvenfé- lagsins Hlífar, Akureyri, á sumardaginn fyrsta. Eftirtalin vinningsnúmer komu upp: 1. nr. 493 gólflampi; 2. nr. 634 svefnherbergiskollur; 3. nr. 701 værðarvoð; 4. nr. 808 dralon-dúkur með serviett- um; 5. nr. 1464 Helku-peysa (eftir vali); 6. nr. 463 Heklu- peysa (eftir vali); 7. nr. 921 skál úr íslenzkum leir; 8. nr. 611 værðarvoð; 9. nr. 898 pen ingar kr. 500.00; 10. nr. 26 púðaborð. — Góðfúslega vitj- ið vinninga hjá Huldu Jó- hannsdóttur, Skarðshlíð 9, milli kl. 6 og 8 e. h. daglega. LEIÐRÉTTING. í grein, sem ég skrifaði um gullbrúðhjónin Indíönu og Finn í Ártuni og var birt í Degi 26. apríl sl., var sagt að gullbrúðkaups- dagui'inn hefði verið 18. marz 1968, en á að vera 1969. Bið ég hjónin afsökunnar á þess- um leiðu mistökum. — Jón Hjálmarsson. SUMARGJAFIR til Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri: Á sumardaginn fyrsta færði Ak ureyrardeild Hjúkrunarfé- lags íslands sjúkrahúsinu að gjöf kennarastól í kennslu- stofu. Þeirri gjöf fylgdu þakk ir til lækna fyrir fyrirlestra- flutning í vetur. — Þá gaf þakklátur sjúklingur sjúkra- húsinu 2 þús. kr., og N. N. 9.500 kr. — Með þökkum mót tekið. — Ingibjörg R. Magnús dóttir. I.O.G.T. stúkan Akurliljan nr. 275. Fundur n. k. fimmtudag kl. 21.00 í Ráðhúsinu. Félagar fjölmennið. — Æ.t. L AUF ÁSPREST AK ALL. Ferm ingarguðsþjónusta í Laufási n. k. sunnudag, 4. maí kl. 2 e. h. Fermingarbörn: Frey- garður Jóhannsson, Áshóli, Sigurbjörg Snæbjörnsdóttir, Nolli. — Sóknai-prestur. STARFSMANNAMÓT Skíða- ráðs Akureyrar 1969 hefst 1. maí kl. 3 e. h. í Hlíðarfjalli. Nafnakall kl. 2 e. h. við Stromp. Þátttöku ber að til- kynna í síma 2-10-86 og 1-23-55 fyrir kl. 10 á miðviku dagskvöld 30. apríl. — Allir starfsmenn SRA hafa rétt til þátttöku. — Keppendur SRA. AÐALFUNDUR Barnaverndar félags Akureyrar verður hald inn í leikskólanum „Iðavöll- um“ sunnudaginn 4. maí kl. 4 síðdegis. Venjuleg aðal- fundarstörf. Rætt um leik- skólann. — Stjórnin. TAPAÐ LYKLAKIPPU saknað isíðan á laugar- dag 26. apríl. Óskast skil að á Skrifstofu Dags, gegn fundarlaunum. TIL SÖLU: íbúð í Aðalstræti 13, 1. hæð að norðan er til sölu. 3 herbergi og eldhús, sér inngangur, geymsla og þvottahús í kjallara. Upplýsingar veittar hjá Akureyiarbæ, síma 2-10-00. — Tilboð óskast send bæjarstjóra fyrir 10. maí n.k. ? 'í'-v.c '''‘"v'f -4- Ö 'í'rí -ý-'Sí ''Sf ■ý'í? “fSfc -4* t . . ? ? Innilegt þrtkklœli lil allra er mnndu mig á sjötiu ^ ár.a afmceli minu 16. apríl siðastliðinn. I f j. dKnrusunv jci , simucyi i. SIGURBJÖRN BENIDIKTSSON, Skarðshlið 21, Akureyri. GUÐBJÖRG SUMARLIÐADÓTTIR, Munkaþverárstræti 25, Akureyri, andaðist 27. apríl. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju laugar- daginn 3. maí kl. 13.30. Guðrún Aðalsteinsdóttir. Guðmundur Guðlaugsson. Faðir okkar, tengdafaðir og afi JÓN BALDVINSSON, Hjarðarholti, Glerárhverfi, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 27. apríl s.l. Jarðarförin fer lram frá Akureyrarkiilkju mánu- daginn 5. ntaí n.k. kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, María Jónsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.