Dagur - 30.04.1969, Blaðsíða 8

Dagur - 30.04.1969, Blaðsíða 8
8 SMÁTT & STÓRT Þingeyjarsýslur eru auðugastar af norðlenzkum náttúruundrum. FerSelögin eru orðin verzlunarvara MENN velta því stöðugt fyrir sér hvort æskilegt sé að ísland verði verulegt ferðamannaland í framtíðinni og flestir slá því föstu, að við eigum að taka þátt í kapphlaupinu um ferðamenn- Hreppakeppni UMSE ÚRSLIT í hreppakeppni Ung- mennasambands Eyjafjarðar fai’a fram í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri fimmtudaginn 8. maí n. k. kl. 9 e. h. Þar keppa Hrafnagilshreppur, Öngulsstaða hreppur og Dalvíkurhreppur um sigur í þessari keppni. □ ina. í útreikningum þeirra, sem um ferðamál fjalla er hver út- lendur ferðamaður metinn til verðs, svo sem bóndi metur einstaklinga hjarðar sinnar og komist að þeirri niðurstöðu, að móttaka ferðamannanna sé gjaldeyrisskapandi og arðvæn- leg atvinnugrein og verður því naumast mótmælt. Skipulögð og stórfelld ferða- lög landa og heimshorna á milli, sem er ávöxtur eða afsprengi tækniframfara í samgöngumál- um á okkar öld er áður voru ekki til, er nú staðreynd, sem við blasir og mjög vaxandi þátt ur viðskipta. Ferðalög eru orð- in þýðingarmikil verzlunarvara, móttaka ferðamanna aðalat- vinnugrein á ýmsum stöðum, veigamikil gjaldeyrisöflun heilla þjóða o. s. frv. Og straumur ferðamanna vex árlega, einkum í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem fólk hefur mestar tekjur til ráðstöf- unar og eyðir vissum hluta teknanna til ferðalaga. Það eru íslenzku flugfélögin, sem hafa unnið að auknum fjölda ferðamanna til íslands á undanförnum árum og nú er svo komið, að flestir eru orðnir vakandi fyrir þessu máli og eru (Framhald á blaðsíðu 2). HELLA NIÐUR MJOLK? Ekki standa bændur í verkföll- um en verða að sætta sig við að koma ekki mjólk á markað þessa daga, frá því á sunnudag til fimmtudags. Þetta skapar ýmsa fyrirhöfn hjá þeim og hætt er við, að allmiklu af mjólk hafi orðið eða verði að hella niður vegna geymslu- vandræða. Bændur eiga yfir- leitt mjólkurbrúsa undir tveggja sólarhringa framleiðslu en það hrekkur skammt nú. En lokun Mjólkursamlags KEA er einn liður þeirrar kjarabaráttu, sem nú stendur yfir. NEYTENDUR HEPPPNIR Neytendur mjólkur hér um slóð ir eru heppnari en á höfuðborg arsvæðinu og leit ekki út fyrir það í gær, að mjólkurskortur yrði í búðum og geta þeir vel við unað eftir atvikum vegna þess hve dreifingarkerfið er gott og mikil mjólk, miðað við markað og því af miklu að taka, er þessa daga kemur að góðum notum. Mjólkurmagn það, sem að undanförnu hefur daglega borizt samlaginu er um 42—44 þús. lítrar og er það um 5 þús. lítrum minna en í fyrra á sama tíma. Af þessu mjólkurmagni fer aðeins um fimmti hluti til neyzlu sem nýmjólk. TVÆR LEIÐIR Þar sem lax gengur í ár, getur unglingur með lítilli aðstoð hirt þá veiði í kistur eða net, er úr sjó kemur upp í árnar. Þar get- ur eftirtekjan orðið góð fyrir hverja vinnustund. En það er líka hægt að leigja sömu ár til veiða með stöng og oftast fyrir margfalt verð, miðað við verð- mæti aflans. Og þá er farið að selja ámiðinn, fuglasöngmn og landslagið, ásamt voninni í fiski. En þetta er það, sem nú er farið að gera í ríkum mæli, bæði hér á landi og um allan heim. Og æ fleiri komast á þá skoðun að kaupandinn geri góð kaup, hvað sem veiðinni líður. ANNAÐ DÆMI Hið eina og sanna aflamat í töl- um er ekki lengur hægt að leggja á hlutina, eins og dæmið að framan sýnir, fremur en t. d. að meta Gullfoss eða Geysi í krónum. En hve oft eru náttúru undur landsins ekki seld fyrir peninga, þ. e. að horfa á þau og njóta þeirra, og aðeins þau tvö, er hér voru nefnd, eiga eflaust (Framhald á blaðsíðu 7) Fjórar höfuðkröfur Á HÁTÍÐIS- og baráttudegi skipulagningu og alhliða upp- verkalýðsfélaganna hér, er lögð byggingu atvinnulífsins. □ höfuðáherzla á þessi atriði: 1. Tafarlausir samningar um óskert launakjör. OSKAR JONSSON Skógarrestir í Eyjafirði 450 2. Útrýming þráð og lengd. __ atvinnuleysis í LATINN AÐALFUNDUR Skógræktar- félags Eyfirðinga var haldinn á Hótel Varðborg á Akureyri laugardaginn 26. apríl sl. Guðmundur Karl Pétursson formaður félagsins bauð full- trúa og gesti velkomna, en meðal þeirra voru Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, Ingvi Þorsteinsson landgræðslu fulltrúi, Snorri Sigurðsson erindreki, Sigurður Blöndal skógarvörður, ísleifur Sumar- liðason skógarvörður, Oddur Andrésson bóndi á Neðra-Hálsi í Kjós og skógarvörðurinn Gunnar Finnbogason á Akur- eyri. Formaður skýrði frá störfum félagsins á liðnu ári, en að venju voru þau tvíþætt, þ. e. rekstur gróðrarstöðva og skóg- græðsla. Gróðursetning var með minna móti á árinu sakir skorts á plöntum og því mest áherzla lögð á plöntuuppeldi og umhirðu skógreita félagsins, en félagið hefir afskipti af um 60 reitum í héraðinu sem alls eru (Framhald á blaðsíðu 4) 3. Sérstakar ráðstafanir af hálfu hins opinbera til að tryggja ungmennum skólanna hæfilega sumaratvinnu. 4. Horfið verði að fullkominni ÓSKAR JÓNSSON fuUtrúi á Selfossi, Óskar frá Vík, eins og hann var oft nefndur, lézt á laugardaginn, tæplega sjötugur að aldri. Hann var minnzt á Al- þingi á mánudaginn. □ Kynningarráðsfelna BSR Hafísinn veldur siglingaföfum SAMKVÆMT umsögn Veður- stofunnar í gær var siglingaleið frá Horni að Skaga erfið og í stuttu máli voru ísfregnir á þessa leið og m. a. byggðar á ískönnunarflugi á mánudags- kvöld en að öðru leyti frá veð- urathugunarstöðum í gær: BJARGAÐI ÞYZKUM TOGARA TOGARINN Víkingur frá Akra nesi bjargaði þýzkum togara úr ís við Austur-Grænland og hafði hann fengið vörpuna í skrúfuna og var því bjargar- laus, 100 metra inn í ísnum og bað um hjálp. Víkingur var nærri, náði togaranum og dró hann til Reykjavíkur. Þýzki togarinn heitir Husum og er frá Kiel. Eigendur Víkings krefjast 18 millj. kr. tryggingar vegna björgunarinnar. Q ísmagn hefur aukizt á Skaga fii'ði, á Siglunesi hefur ísinn færzt nær landi, við Grímsey er minni ís til suðurs að sjá. Á sigl ingaleið suðvestan við Straum- nes voru dreifðir jakar en 4— 6/10 ís er á siglingaleið frá Straumnesi að Horni. Sama ís- magn 8 km. frá Kögri og 2 sjó- mílur undan Horni. Frá Horni yfir Húnaflóa að Skaga er ís 4—6/10 og 7—9/10 að þéttleika, en vegna þoku var ekki unnt að kanna siglinga- leiðina sem skildi. Siglingaleið frá Straumnesi að Skaga verð- ur að telja varhugaverða nema sterkustu skipum. Frá Skaga að Eyjafirði eru dreifðir jakar, einnig á Grímseyjarsundi og norðan við Grímsey 1—3/10 er þéttist er norðar dregur og er 4—6/10 5 sjómílur norður af eyjunni. Á skipaleið frá Eyjafirði að Hraunhafnartanga eru aðeins jakar á stangli, en þar liggur ís, (Framhald á blaðsíðu 4) Á SUNNUDAGINN hélt BSRB kynningarráðstefnu á Hótel KEA á Akureyri, er var vel sótt og þótti takast vel. Ráðstefnunni stjórnaði Karl Guðjónsson alþingismaður. Ein ar Ólafsson flutti ræðu Krist- jáns Thoi'Iasiusar, form. banda- lagsins, sem gat ekki mætt sök- um veikinda, og fjallaði hún um sögu samtakanna, skipulag og verksvið. Guðjón Baldvinsson flutti erindi um rétt og skyldur embættismanna og Haraldur Steinþórsson ræddi um kjara- málin nú og fyrr. Bandalagið bauð viðstöddum til kaffidrykkju að frumræðum loknum, en að henni lokinni hóf ust umræður. Var mörgum fyr- irspurnum beint til ræðumanna, sem gáfu greið svör. Mun al- menn ánægja hafa ríkt yfir kynningarráðstefnu þessari, enda er kynning og fræðsla þörf i þessum félagsskap, sem öðrum — m. a. til þess að geta haldið uppi eðlilegu félagslífi. Frá kynningarfundi BSRB á Hótel KEA. (Ljósm.: G. P. K.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.