Dagur - 21.05.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 21.05.1969, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Útigöngufé í Egilsdal Frostastöðum 11. maí. Fleiri heimta útigengið fé nú til dags en Lárus í Grímstungu. Fyrir skömmu kom Gunnar bóndi í Flatatungu á Kjálka auga á kindur frammi á Egilsdal, sem er óralangur dalur, sem skerst inn í hálendið milli Norðurár- dals og Kjálka. Gunnari þótti trúlegt, að þessar kindur hefðu haft vetursetu þarna á dalnum og gerði tilraun til að ná þeim til byggða. Tókst honum að ná þremur en tvær urðu eftir. En kindurnar þrjár reyndust, þegar nær var komið, fimm, tveir gemlingar, annar frá Frostastöðum en hinn ómark- aður og ær frá Tyrfingsstöðum, fyrir stuttu borin tveimur lömb um. Voru lömbin hin hressustu, sem og gemlingarnir en ærin fremur rýr orðin. Allar voru kindurnar óheimtar. Þótt varla þurfi að gera ráð fyrir að vorveðráttan verði að fjörtjóni þeim tveimur kindum, sem eftir eru úr því að veturinn vann ekki á þeim, verður að sjálfsögðu undinn bugur að því að nálgast þær. nihg — Fundu brugg a víðavangi FREGNIR hafa borizt af því, að nokkur börn hafi fundið heima- bruggað áfengi í tveimur all- stórum ílátum á víðavangi, þar sem þau voru að leik milli bæja í sveit einni við Eyjafjörð. Urðu þau forvitin og neyttu af því er þau fundu og komust þó til bæjar, þó ekki heim til sín og báru því glöggt vitni, að þau höfðu drukkið áfengi. Brugg þetta mun hafa verið sæmilega til búið þar sem börn- in veiktust ekki meira en raun varð á, en hins vegar vitnar þetta ótvírætt um það, sem hér hefur oftar en einu sinni verið vikið að, að allvíða mun nú far- ið að brugga og væri yfirvöld- um holt að fylgjast betur en þau gera með hinum aftur- gengna og hættulega ósið. Mál þetta mun nú í athugun hjá yfirvöldunum. □ Sauðburður stendur yfir og gengur vel. Margir vetrarklippa fé sitt. !S4444554555455555544455555554445544545545555555555555554«55555555544«i555555S4554445S5554554«544455S555$5« NYIR SAMNINGAR UM KJARAMÁL Géður afli við Norðurland FÖRSTÖÐUMENN 11 hrað- frystihúsa á Norðurlandi, frá Skagaströnd til Húsavíkur, komu saman til fundar að Hótel KEA, Ak., hinn 17. maí 1969. Fundarefni var fyrst og fremst að ræða sameiginleg hagsmunamál fiskiðnaðarins á Norðurlandi og sérstaklega þau miklu vandamál, sem skapazt hafa vegna hafíss og verkfalla, sem eins og kunnugt er hafa valdið stöðvun á afgreiðslu fisk umbúða svo og stöðvun á út- flutningi framleiðsluvaranna. Vegna verkfalls á bátaflotan- um var ekki unnt að hefja rekst ur flestra fiskvinnslustöðvanna fyrr en í febrúarlok og þrátt fyrir tilveru Ilafísnefndar er svo komið um miðjan maí, að olíubirgðir eru að ganga til þurrðar. Leiðir það óhjákvæmi- lega til stöðvunar fiskiskipa og f iskmj ölsverksmið j a. Þær upplýsingar komu fram á fundinum, að enda þótt vertíð hæfist svo seint á svæðinu, er innlagður vinnslufiskur til 15. maí orðinn um það bil 18.500 smálestir. Áætlað útflutnings- verðmæti þess fisks er um 300 ALÞINGI SLITIÐ ÞINGLAUSNIR fóru fram sl. laugardag og hafði það staðið frá 10. okt. að jólaleyfi undan- skildu eða 173 daga. Fyrir þingið voru lögð 75 stjórnarfrumvörp og 159 þing- mannafrumvörp. En samtals voru 253 mál tekin til meðferð- ár og prentuð þingskjöl voru 815. Ekki eru þau mál nefnd tölu- lega í fréttum, sem „svæfð“ voru í nefndum og aldrei af- greidd á þessu þingi, sum þeirra snemma fram komin. Q milljónir króna og lætur nærri að það nemi 3 milljónum króna á hvern vinnsludag, ef stöðvarn ar eru allar í gangi. Að fram- leiðslunni hafa að staðaldri unn ið um 800 manns í landi og um 500 manns á sjó, og sýnir það, að framleiðsluverðmæti á hvern mann, sem að framleiðslunni vinnur, nemur um 230 þúsund krónum á fyrrgreindum tíma. (Framhald á blaðsíðu 5) SÍÐDEGIS á mánudaginn undir rituðu fulltrúar ASI og fulltrú- ar atvinnurekenda samkomulag í kjaradeilunni, eftir nær þriggja mánaða samningaþóf. Og í fyrrakvöld höfðu atvinnu- rekendur og fjölmennustu verkalýðsfélögin samþykkt sam komulagið, sem gildir til eins árs. Helztu atriði samningana eru þessi: Engar verðlagsuppbætur skulu greiddar frani til 1. sept- ember. Áætlað hefur verið að samkvæmt marzsamkomulag- inu ættu þær að vera 14.8%. Þess í stað kemur kauphækk un, sem þó kemur fyrst til fram kvæmda 15. maí sl. — þ. e. marz, apríl og hálfur maí falla alveg niður. Þessi kauphækkun er 1200 krónur á mánaðarkaup sem er frá 8.800 upp í 18.000. Samsvarandi greiðist á viku- kaup og tímakaup. Miðað er við grunnkaup. Sú hækkun sem leiðir ai( kaupkækkuninni, skal ekki ganga inn í vísitöluna. Taka launþegar þar á sig 3% skerð- ingu kaups. Vísitalan skal sett 100 1. ágúst næstkemandi, og verðlagsupp- bætur greiðast fyrst 1. septem- ber í samræmi við hækkanir vísitölunnar í ágúst. Við þaðl bætist hækkun verðlags, ef hún verður meiri á tímabilinu fram til 1. ágúst, en áætlað hefur ver ið. Skal vísitalan 1. september virka til greiðslu- verðlagsupp- bóta samkvræmt hinu skerta kerfi frá marz í fyrra, og svo ganga þar til samningurinn (Framhald á blaðsíðu 5) Enn er dorgað í Mývatni ; Reynihlíð 20. maí. Sauðburður er í fullum gangi. Ærnar eru tvílembdar og þrílembdar. Geld fé hefur verið flutt austur á fjöll þar sem melurinn grær fyrr en annar gróður. Dágóður dorgafli hefur verið að undanförnu. En veiði á dorg er bönnuð sunnudaga og mánu daga og veiðileyfi aðra daga seld. Þessi nýbreytni er til bóta. Fáir sinna dorgarveiði. Mikill ís er enn á Mývatni. Hér var ferðamálaráðstefna fyrir helgina. Sænskur maður fór þá á dorg og aflaði vel. Slík- um veiðum er hann vanur. En í stað þess að nota maðk fiski- flugunnar í beitu, eins og hér er gert, er hann því vanastur úr heimalandi sínu að leita maðks innan við börk sumra trjáteg- unda. Geysir söng hér um helgina. Of fáir höfðu tíma til að hlusta. P. J. Sungið og leikið í S. Þing, Miss Ann Griffiths hörpuleikari frá Bretlandi leikur í Akureyrar- kirkju á annan í hvítasunnu kl. 4 síðdegis. — Sjá götuauglýsingar. Fylgist ennfremur með umsögnum í hljóðvarpi og sjónvarpi. Húsavík 19. maí. Bridgemót Norðurlands var háð hér á Húsavík dagana 15., 16 og 17. maí. Sex sveitir tóku þátt í keppninni, tvær frá Húsavík, tvær fró Siglufirði og tvær frá Akureyri. Bridgemeistari Norðurlands varð sveit Harðar Amþórsson- ar, Siglufirði með 65 stigum, önnur varð sveit Guðjóns Jóns- sonar, Húsavík með 62 stig og þriðja varð sveit Mikaels Jóns- sonar, Akureyri með 56 stig. Leikfélag Akureyrar sýndi tvisvar í gær hér á Húsavik, Poppsöngvarann. Það er gaman leikur, sem segir á skemmtileg- an hátt frá fáránlegu fyrirbæri nútíma mannlífs meðal svo- nefndra menningarþjóða. Leik- urinn hefði átt skilið að fá fleiri áheyrendur, en þeir voru því miður alltof fáir, en þeir fáu skemmtu sér með afbrigðum vel. Karlakórinn Geysir frá Akur eyri hélt í gær söngskemmtun í Skjólbrekku við Mývatn og félagsheimili í Ljósavatns- hreppi. Þ. J. Nemendatónleikar Tónlistarskólans á Ak. AÐRIR tónleikar Tónlistarskól ans verða í Lóni laugardaginn 24. maí kl. 3 e. h. Koma þar fram yngri nem- endur skólans og leika á píanó, fiðlu og lúðra. Fólk er hvatt til að sækja tón leikana og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.