Dagur - 21.05.1969, Blaðsíða 4

Dagur - 21.05.1969, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. MIKIL UMSKIPTI ÞEIR menn munu orðnir fáir í þessu landi, sem treysta sér til þess að loka augunum svo gjörsamlega, að þeir sjái ekki hin herfilegu mis- tök í stjóm landsins á tíu ára ferli núverandi ríkisstjómar. Aflaleysi og verðhmn er ekki um að kenna hvemig nú er komið, því afli var t. d. nær þriðjungi meiri 1964—1968, í stjómartíð B. Ben., en hann var á stjómarámm Ól. Thors eða 1959— 1963 og verðlag einnig hagstæðara erlendis. Eysteinn Jónsson gerði nokkum samanburð á ástandinu fyrr og nú í útvarpsumræðu og sagði: „Fyrir 10 árum var atvinnuleysi ekki vandamál á íslandi og vinnuafl vantaði og var sótt í önnur lönd á vertíðum. Skólafólk átti sumai-vinnu vísa og þar með námsbrautir opnar öllum dugandi unglingum. Nú varð stórfellt atvinnuleysi á miðri topj> vertíð og geigvænlegt ástand blasir við í næstu framtíð, enda hefur ríkis- stjórnin haft uppi hreina vafninga og kák eitt í stað þess að hefja harða sókn gegn atvinnuleysinu. Skóla- nemendur horfa í stórhópum fram á atvinnuleysi, en stjórnin hefur ekk- ert gert til þess að ráða fram úr þeim málum, og sýnir það nýja viðhorf að menn bollaleggja um vinnuútvegun erlendis fyrir íslenzkt námsfólk og stjómin er að gera ráðstafanir til þess að skólanemendur geti fengið atvinnuleysisstyrk yfir hásumarið." Ennfremur sagði Eysteinn: „Fyrir 10 ámm var kaupmáttur algengustu launa meiri en hann er í dag og hefur hann því farið lækk- andi. Þetta er árangur af 10 ára kaup lækkunarstyrjöld núverandi ríkis- stjómar, sem háð hefur verið á mörg um vígstöðvum, sem liður í úreltri efnahagsmálastefnu, og heitir sá þátt ur, að minnka kaupgetuna. Sumpart hafa verið háðar kjaraorustur beint og sumpart sú aðferð notuð að moka álögum á algengustu neyzluvömr, jafnvel innlendar vörur, eins og fisk og kjöt í fyrsta skipti í sögu landsins, og sumar brýnustu nauðsynjar heim- ilanna hafa hækkað um 600—800%. Ein orustan í þessu stríði hefur stað- ið í allan vetur, fyrst við sjómenn, síðan við landverkafólk, og grefur undan framleiðslunni og afkomu þjóðarinnar, en tilgangurinn er að lækka launin enn meir en áður var búið. Fyrir þessu stendur ríkisstjóm- in og engin nema hún, því að hún steig á háls atvinnurekendum í vet- ur og bannaði þeim að greiða vísi- töluuppbót jafnvel á lægstu laun og kallaði skemmdarstarf, ef út af væri (Framhald á blaðsíðu 7) USA: Varför tiger man om alkoholdöden? Hin fegurstu laukblóm spretta, þrátt fyrir kulda. (Ljósm.: E. D.) -í LYSTIGARÐINUM Á AKUREYRI ÞESSI er fyrirsögnin á mjög markverðri grein í sænska blað inu Accent, 14. júní 1968. Á ís- lenzku er fyrirsögnin: Hvers vegna er þagað um dauðsföllin af völdum áfengisneyzlunnar? Læknafélag Bandaríkjanna ( American Medical Assosiation) birti í aprílskýrslu sinni nokkr- ar staðreyndir um ofdrykkjuna og tjónið af völdum hennar í Bandaríkjunum. Anders E. Nybacka (sænskur) námsstjóri, hefur þýtt ýmislegt úr skýrsl- unni og fer það hér á eftir: Stærsta augljósa orsökin í hinum örtvaxandi afbrotum æskumanna er áfengisneyzlan, bæði foreldra og bama þeirra. Fimmti hver sálsjúklingur er haldinn áfengissýki. Vandinn er líkamlegs eðlis, áhrif áfengisins taka á taugakerfið, sem venst þeim og verða með vanadrykkj- unni sljóvgandi. Ábyrgðarleys- ið fær lauaan tauminn (Edgar J. Hover). (Nafn þetta á senni- lega að vera John Edgar Hoover, forstjóri rannsóknar- deildar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. — Þýðandi). Áfengissýkin í USA hefur grandað 225 sinnum fleiri mönn um en lömunarveikin, og árlega fimmtíu sinnum fleh-i en krabbameinið og tíu sinnum fleiri en berklar. Þörfin á bólu- setningarlyfi gegn áfengissýk- inni er geysileg. Dr. W. W. Bauer segir ennfremur: Bágborið ástand. Rannsóknir í Califomíu hafa Ijóslega sýnt, að drykkjuskap- urinn og afleiðingar hans kost- ar ríkið tólf sinnum nieira en það, sem það fær í sköttum af áfengissölunni. Dr. William Terhune: Tíundi hluti þjóðfélagsins er háður áfengisneyzlunni. Hún hefur aukizt um 43 af himdraði síðast liðin tíu ár, en fólksfjölgunin aðeins um átján af hundraði. Rétt mynd af ástandinu. Talið er, segir dr. William Holmes, að í Bandaríkjunum séu um 50.000 eiturefnaneytend ur (narkomaner), en áfengis- sjúklingarnir eru þar fimm milljónir. Fyrir þá sjálfa, fjöl- skyldu þeirra og vini, er ástand þeirra réttnefnt helvíti á jörðu, og það sem ég hér segi, er rétt mynd af ástandinu: Afbrotum fjölgar, slysin aukast, sálsjúk- dómar ágerast, og það kostar allt of mikið af hreinsa til eftir siðleysisspýj ur áf engisdrykkj - unnar. Upplýsingar slysavamafélags þjóðarinnar er á þessa leið: 50 milljónir manna slasast eða far ast ár hvert í Bandaríkjunum. Þetta kostar 20 milljarða doll- ara og 250.000 eyðilagða vinnu- daga. Slysadauðsföllin voru 113.000 árið 1966, 5% hækkun frá fyrra ári. Til viðbótar urðu 10.800.000 öryrkjar. Ölvun við akstur átti sinn drjúga þátt í 53.000 af dauðsföllunum. Öll þessi slys eru nú stærsta dánar orsökin á aldrinum 1 til 37 ára. Hvers vegna er þagað yfir þessu? Árið 1966 misstu Bandaríkin 8.155 menn í Víetnamstríðinu. Á sama ári átti ölvun við akstur þátt í 53.000 dauðaslysum í Bandaríkjunum. Hvers vegna minnast fréttablöðin ekki neitt á þetta? Eiga ekki að vera til neinar dánarskýrslur um þetta fólk? Skal það vera löglegt, að reiða megi þetta banvæna vopn að hjarta samfélagsins? Veitið athygli, hve lítið er skrifað um öll þessi dauðsföll, en mikið um þá, sem falla í Víetnam. Kennum hinum ungu. Hví ekki kenna ungu kyn- slóðinni, hve skemmtilegt og hrífandi það er að keppa að verðugu marki á ævigöngunni. Að standa á tveimur styrkum fótum er betra en heimsins beztu hækjur. í einni af bókum sínum skrif ar Upton Sinclair, að þegar um áfengi sé að ræða, geti hann bent á val æskumanns, sem góða fyrirmynd ungum mönn- um: „Nei mér geðjast ekki bragð- ið! — Nei, faðir minn dó sem áfengissjúklingur! — Nei, ég vil ekki þola hund í húsi mínu, hversu vænt sem mér þykir um hann, þótt hann bíti aðeins fimmta hvern gesta minna. Áfengi vil ég ekki þola heldur, þótt það skaði aðeins einn af hverjum fimm“. Hanly ríkisstjóri segir: Ekk- ert á jörðu hefur úthellt meira blóði en áfengið, valdið meiri sorg, eyðilegt fleiri heimili, að engu gert fagrar vonir, þjáð og beitt ofbeldi fleiri mæður og börn, þjakað fleiri heimilum, kramið fleiri hjörtu og niður- lægt frekar allan manndóm en áfengið". Hér endar þessi markverða grein sænska blðasins, sem greinir frá óhrekjandi stað- reyndum, samkvæmt beztu fáanlegum heimildum. Tvívegis er spurt: Hvers vegna er þag- að? Eigum við, hér á landi, að ganga framhjá særða mannin- um við veginn? Eigum við að vera samsek í „þögn yfir þjóð- FORMAÐUR Landssambands stangveiðimanna, G. J. Krist- jánsson, sem ætlaði að mæta á fundi á Akureyri 15. þ. m. og ræða áhugamál stangveiði- manna og félaga, gat því miður ekki mætt en í hans stað kom Jakob Hafstein og flutti erindi um frumvarp hinna nýju lax- og silungsveiðilaga, er komin eru fram á Alþingi, um friðun laxastofnsins í úthöfum, hvern- ig unnt er að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma í laxi og um Laxaeldisstöð ríkisins í Kollafirði. En formaðurinn, Guðm. J. Kristjánsson, sendi Degi með- fylgjandi ávarp til allra þeirra, er stangveiðar stunda: „Lax- og silungsveiði mun nú víðast hvar vera hafin í landinu. Þykir mér rétt að senda kolleg- um mínum í sportveiðinni kær- ar kveðjur með ósk um ánægju legar stundir í dvöl sinni við veiðivötnin í faðmi íslenzkra fjalla og fallvatna, um leið og ég læt hér með nokkrar hug- leiðingar til sportveiðimann- anna, hvað ber að hafa í huga við vatnafiskaveiðarnar. 1. Sportveiði iðka menn sér tU ánægju og afþreyingar. Sann ur sportveiðimaður hefir áhuga á fiskistofninum og viðhaldi hans. 2. Sportveiði er iðkuð með kastHnu af stöng. Þannig teljast neta-, nóta-, ádráttur- eða línu veiði ekki til sportveiði. 3. Um leið og tekið er tillit til öryggis og styrks veiðitækjanna skal vali þeirra stjómað af sport sjónarmiðum. Vatnafiska skal sem mest veiða á flugu, þar senj kringumstæður leyfa. — Vertu búinn að ganga úr skugga um að færi, gimi og agn sé í lagi áður en veiði hefst. 4. Veiddu aðeins þar sem þú hefur leyfi til. Aflaðu þér vitn- arvömm,“ þótt unga kynslóðin gangi fyrir björg af völdum seiðskrattans versta? Hugleið- um orð skáldsins: Um samsekt í þögn yfir þjóðar- vömm var þungur lestur hans reiði. Hvar frekja sig rændi og raup- aði af skömm, þar reiddi hann öx að meiði. Hver illgresi banvænu biður hlíf, hann bælir og traðkar í eyði. Sé drepinu hlúð, visnar heil- brigt líf, og hefndin grær á þess leiði. (Einar Ben.) Mér undirrituðum þótti sum- ar tölurnar í þessari grein svo ótrúlega háar, t. d. að 50 millj- ónir manna slasizt eða farizt í Bandaríkjunum árlega, að ég skrifaði sænska blaðinu fyrir- spurn um þessar tölur. Ég fékk bréf frá tveimur aðilum, sem staðfestu að tölurnar myndu vera réttar. Þá skrifaði ég til slysavamafélags Bandaríkjanna og fékk enn það svar, að tölum ar væru réttar, en þess bæri að •gæta, að þegar um slysin væri að ræða, væri allt talið, þótt ekki væri meira en það, að mað ur missti hluta af fingri sínum. Niðurstaðan verður þá þessi, að þótt frádrátturinn sé mikill í þessum þætti skýrslunnar, þá eru eftir ófarirnar af völdum áfengisneyzlunnar mjög geig- vænlegar. eskju um veiðistaðina. Veiddu aðeins á löglegum tíma. Kynntu þér sjálfur hverjar reglur gilda um friðun á hverjum stað. 5. Taktu nákvæmlega tillit til fyrirmælanna um lágmarks- stærð. Sértu í vafa, slepptu veið inni. Fiskurinn er þá varlega Guðmundur J. Kristjánsson. losaður með rakri hendi og sleppt varlega, helzt alveg niður við vatnsyfirborð. Dreptu ann- an veiddan fisk þegar í stað. 6. Sportveiðimanninum ber alltaf að starfa að vemdun fiski stofnsins og haga veiði sinni eftir því. Þar sem hann hefur einkarétt til veiða, ber honum að hafa veiði sinni þannig, að ekki gangi á stofninn, heldur vinni að aukningu hans. Þar sem fleiri hafa veiðiréttindi ber þehn í sameiningu að gæta þess. — Láttu fiskinn í friði uni hrygningartímann. 7. Sportveiðimaðurinn lætur enga veiði fara í súginn, hann stundar ekki veiði sína í fjár- gróðaskyni. 8. Láttu báta og veiðitæki annarra afskiptalaust. VEIDDU EÐA VADDU EKKI ÞAR, SEM AÐRIR ERU AÐ VEIÐ- (Framhald af blaðsíðu 8). margra hluta sakir hinn merki- legasti. Þar eru til dæmis nær allar íslenzkar tegundir jurta og þar er líka Grænlands-deild. Allar tegundir vel merktar. Þar ætti unga fólkið að læra sína grasafræði. í litlu gróðurhúsi Lystigarðs- ins standa sumarblómaplönturn ar, tilbúnar til útplöntunar, og þar er fjöldi plantna að gægjast upp úr moldinni, sprottnar af fræjum fjarlægra landa. Verið getur, að þar felist nytjaplönt- ur, er eigi eftir að auðga Flóru Islands. Lystigarður Akureyrar hefur um áratugi verið bænum til UM. GERÐU EKKI EINN TIL- KALL TIL BEZTU FISKI- STAÐANNA. 9. Sýndu öðrum sportveiði- mönnum tillitssemi. TAKTU FULLT TILLIT TIL ÍBÚ- ANNA Á VEIÐISVÆÐUNUM. — Sannur sportveiðimaður tem ur sér þá framkomu sem verður sportveiðinni til hróss og aflar henni vinsælda. 10. Leggðu þinn skerf til starfs veiðifélaganna fyrir fiski vemd. 11. Sportveiðimaðurinn geng- (Framhald á blaðsíðu 2) SAMVINNUSKÓLANUM að Bifröst var sagt upp sunnudag- inn 4. maí. 37 nemendur útskrif uðust að þessu sinni, en alls voru 75 nemendur í skólanum í vetur. Skólaslitaathöfnin hófst kl. 1.30 að viðstöddum nemendum, foreldrum þeirra og gestum. Skólastjórinn, Guðmundur Sveinsson, rakti skólastarfið sl. vetur, las upp einkunnir og af- henti prófskírteini. 37 nemendur útskrifuðust að þessu sinni. Efstur á burtfarar- prófi var Rúnar B. Jóhannsson, Akranesi, sem fékk 9.19. Önnur var Þuríður Ragnarsdóttir, Vopnafirði með 9.00. Er skólastjóri hafði afhent prófskírteini, fluttu fulltrúar 25 éra nemenda og 10 ára nem- enda ræður, og eins formaður Nemendasambands Samvinnu- skólans, Sævar Sigurjónsson. Afhenti hann sem gjöf frá Sam- bandinu, Félagsstyttuna, sem á að afhenda í lok skólaárs þeim nemanda, sem mest hefur skar- að fram úr í félagsmálum. sórna og allri ræktun lyftistöng. Hann er ein af menningarstofn- unum staðarins, og undir stjórn Jóns og Kristjáns aðstoðar- manns hans, Rögnvaldssona, til hinnar mestu fyrirmyndar. □ KVEÐJA Hvar er leiðin, hvert skal lialda, hví er allt svo undurhljótt, seiðir liafsins ógnaralda emn á ferð um dimma nótt? r!i ■ r ri fi Þú hafðir unnið myrkra í milli mjög, svo nú var hvíldar þörf, samstarfsmanna hlaustu hylli hóps, við mörg og erfið störf. Vinnugleði vandann leysti verðskuldaðar þakkir fékkst, meðan leyfði heilsa og hreysti liugrakkur að starfi gekkst. Sumir lengi sárin dylja sjá ei margra kosta völ, lamar þrekið, veikir vilja vonleysi og hugarkvöl. Hinna hrjáðu vinur varstu veginn ef þið fylgdust að, duldan harm í brjósti barstu bjartan þráðir samastað. Snorri Þorsteinsson yfirkenn ari, flutti ræðu fyrir hönd kenn ara skólans, en í lokin flutti Guðmundur Sveinsson, skóla- stjóri, ávart til nemenda. Ymis verðlaun og viðurkenn- ingar voru veittar við skóla- slitin. Rúnar B. Jóhannsson hlaut Samvinnustyttuna fyrir beztan námsárangur og sömu- leiðis bókargjöf frá skólanum, ritsafn Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Hrafnkell Björnsson hlaut bókfærslubikarinn fyrir beztan árangur í bókfærslu. Atli Freyr Guðmundsson, for maður skólafélagsins, hlaut Fé- lagsstyttuna. Margrét Jónsdóttir hlaut verð laun er VR veitir fyrir beztan árangur í vélritun. Þá voru veitt þrenn bókar- verðlaun fyrir beztan árangur í þýzku, en það er þýzka sendi- ráðið sem veitir þau verðlaun, og hlutu þau að þessu sinni Þuríður Ragnarsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Margrét Kristjánsdóttir. □ Minningargjðfir UM sl. páska voru Hálskirkju i Fnjóskadal færðir að gjöf tveir fjórarma silfurkertastjakar, ásamt kertum og tveim útskorn um súlum með áfestum og áletr uðum skjöldum úr Vaglaskógar birki. Súlumar hefir gert Kristján Vigfússon, Litla-Ár- skógi. Gjöfin er gefin til minn- ingar um bræðurna Kristján og Stefán Kristjánssyni, fyrrum skógarverði á Vöglum, og kon- ur þeirra, Þórunni Jóhannes- dóttur og Kristensu Stefáns- dóttur. Á þriðjudag næstan eft- ir páskana, hinn 8. apríl, voru 100 ár liðin frá fæðingu Krist- jáns Kristjánssonar. Gefendur eru börn hans sjö: Sigríður, Kristín, Kristbjörg, Helga, Þóra, Guðrún og Ólafur, flest búsett á Akureyri og þar í grennd. Við guðþjónustu í Hálskirkju á páskadag gerði sóknarprestur grein fyrir gjöfinni og bar fram þakkir sínar og safnaðarins. Jafnframt minntist hann áður auðsýndrar ræktarsemi þessara systkina við sóknarkirkju feðra sinna og ættmenna. Útsaumað- Hljótt er nú í heimaranni hinzta dagsins komin nótt, gott er þreyttum mæðumanni að mega sofa vært og rótt. Ljómar fegurst Ijósið skæra landsins er þú gistir nú, samvistum við soninn kæra sæll um eilífð dvelur þú. Vinur. - SAMNINGARNIR (Framhald af blaðsíðu 1) rennur úr gildi 15. maí næsta ár. Eftirvinnuálag skal vera a. m. k. 40% og nætur- og helgidaga- vinnuálag a. m. k. 80%. Stofnaður skulu lífeyrissjóðir á félagsgrundvelli með skyldu- aðild í áföngum. Fyrsti áfangi er 1. janúar 1970, en 1. janúar 1973 skulu loks greidd full ið- gjöld, 10% — þar af greiða at- vinnurekendur 6% en launþeg- ar 4%. Sjóðsstjómir skulu skipa tveir menn frá hvorum aðila. Sérstakur sjóður er settur á fót fyrir þá launþega verkalýðs félaganna, sem nú semja um líf eyrissjóð, sem orðnir eru sjö- tugir um næstu áramót og hættu störfum í árslok 1967 eða síðar. Fá þessir menn sömu rétt indi og 15 ára starfsfélagar og fá þannig 20% af meðalkaupi sínu siðustu 5 árin. Ríkisstjóm- in lét fylgja samningunum yfir- lýsingu, þar sem hún lofar að útvega fjármagn til þessa, aðal- lega úr atvinnuleysistrygginga- sjóði en eins úr ríkissjóði. Sér- stök sjóðsstjóm verður, skipuð 1 manni frá launþegum, 1 frá vinnuveitendum og 1 frá ríkis- stjórn. Skiptir þessi upphæð tug um milljóna, að mati trygginga- fræðinga. Pétur Sigurðsson. Hugleiðing til sportveiðimanna Þrjátíu og sjö luku prófi Ragnar Guðmundsscn fil Hálskirkju an dúk, er nú prýðir altarið í Hálskirkju, gáfu dætur Krist- ján's árið 1952 til minningar um móður sína, Þórunni Jóhannes- dóttur. (Bii't að ósk sóknarnefndar Hálskirkju). - GÓÐUR AFIi (Framhald af blaðsíðu 1) Með því að sum frystihúsin hafa nú þegar stöðvazt og önnur stöðvast hvert af öðru á næstu dögum, og fiskiskipaflotinn jafn framt, ef yfirstandandi verkfall leysist ekki án verulegrar tafar, voru fundarmenn sammála um, að gera opinberlega grein fyrir því, hve mikið hér er í húfi. Ekki er þó allur vandi leyst- ur með lausn verkfallsins, þar sem frystigeymslur allra frysti- húsanna, að einu undanskildu, eru fullar og því knýjandi nauð syn, að útflutningur fáist strax á verulegu fiskmagni. Er því beint til útflutningssamtakanna og skipafélaga, að láta einskis ófreistað til þess að greiða úr þessum mikla vanda, strax og ástæður leyfa. Hamli hafís skipaferðum enn um sinn verður ekki hjá því komizt að hefja stórfellda freð- fiskflutninga á landi til geymslu á þeim stöðum sem kunna að hafa frystigeymslur aflögu, og beinir fundurinn því sérstak- lega til Hafísnefndar að greiða fyrh' slíkum flutningum. (F r éttatilkynning) Islandsmótið í knatlspyrnu hetst 26. maí fæti og hefur ekki æft að undan förnu, og er alveg óvíst að hann leiki með liði ÍBA í sumar. Kári mun þó ekki segja skilið við knattspyrnuna, því ákveðið er að hann verður starfsmaður hjá Knattspyrnufélagi Akureyrar í sumar og mun m. a. þjálfa yngstu flokka félagsins, enda nauðsynlegt fyrir íþróttafélögin að búa sem bezt að yngstu með- limum sínum. Mikið er nú fram undan hjá yngri knattspyrnu- mönnum á Akureyri í sumar, þar sem ákveðið er að fram fari hér nyrðra svokallað Svæðamót í knattspymu, og sigurvegarar í því móti leika til úrslita í ís- landsmóti, og er því mikið að keppa að fyrir strálcana, og ekki er að efa að þeir leggjá sig alla fram við æfingarnar. Rætist spá „Tímans“? Alf, sem ritar í „Tímann“ um íþróttir hefur spáð því, að Reykjavíkurfélögin muni raða sér í efstu sætin í íslandsmót- inu í sumar. — Vonandi tekst ÍBA-liðinu að hnekkja þessum spádómum Alf, og knattspyrnu unnendur vænta þess, að þeir eigi eftir að njóta margra ánægjustunda hér á íþrótta- vellinum í sumar, sjá góða knattspyrnu, betri en nokkru sinni áður, enda hefur verið til lítils barizt í vetur ef svo verð- ur ekki. — Að lokum fylgja knattspyrnumönnum beztu ósk ir um velgengni í sumar. Ein- hvern tíma hlýtur að koma að því, að íslandsbikarinn í knatt- spyrnu lendir norðan fjalla, hvort það verður í sumar veit enginn, enda byggist spennán í sambandi við íþróttakeppni á því, að enginn veit fyrirfram hver leikslok verða. En við vreðum að muna það, að hver leikur er í raun og veru úrslita- leikur. Sv. O. I MÁNUDAGINN 26. maí, 2. í hvítasunnu, hefst íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild. Akureyr- ingar hefja keppnina að vanda og mæta ÍBV í Vestmannaeyj- um. ÍBA-liðið hefur æft vel að undanförnu, og leikið 2 æfinga- leikj við Húsvíkinga. Fyrri leik urinn fór fram á Akureyri og sigraði ÍBA-liðið 4:1. Síðari leikurinn fór fram á Húsavík, og var markaregn í þeim leik, en honum lyktaði með sigri IBA 6:4. Næstu leikir. 1. júní á ÍBA-liðið að mæta Fram í Reykjavík, en 8. júní á að fara fram fyrsti leikurinn á Akureyrarvelli, og eiga Akur- nesingar að mæta liði ÍBA. 7 lið eru nú í 1. deild, en ráðgert er að fjölga þeim í 8 á næsta ári. Landsliðið leikur við ÍBA. Þá er ákveðið að íslenzka landsliðið leiki á Akureyri í byrjun júní, en leikdagur ekki ákveðinn, þó hafa verið nefndir 5. eða 10. júní. Minningaleikur um Jakob Jakobsson. Þá er ákveðinn hinn árlegi minningaleikur um Jakob heit- inn Jakobsson, og fer hann fram 14. júní og leika Framarar við ÍBA að þessu sinni. B-Iið ÍBA tekur þátt í Bikarkeppni KSÍ. Þá mun ákveðið, að B-lið ÍBA tekur þátt í Bikarkeppni KSÍ, en ekki er vitað hvaða liði það mætir í fyrstu umferð. Kári ekki með í sumar? Eins og flestum mun kunnugt er Kári Árnason meiddur á Gunnar Bjarnason skólastjóri Vélskólans kom nýlega fær- andi hendi til Akureyrar. Hann hafði meðferðis fjarstýri- kennslutæki og kenndi nemendum Vélskólans hér á Akur- eyri meðferð þess, og er hann hér á myndinni við kennslu. KVEÐJA Jón Guðjónsson, bakari Fæddur 18. marz 1903. - Dáinn 9. maí 1969. Oft var þér örðug hin þunga þraut að þú mundir hverfa skjótt á braut við vissum, vonuðum þó. . Með sönnum kjarki þú sjúkdóminn barst því sýndist þú hressari en þú varst og hreysti í huganum bjó. Við kynntumst fyrst um koldimma nótt eitt kvæði þú söngst svo ljúft og rótt að hlýnaði hverri sál. Á fundi þeim var það aðeins þú einn sem orðin lífgvaðir bjartur og hreinn og gafst þeim guðdómsins mál. Oft hlýddum við sæl á sönginn þinn ég sakna þess ætíð vinur minn að heyra ei þinn hlýja róm. Nú spyr ég fávís, hvað fer í hönd hittumst við aftur á ljóssins strönd þó ei ég efa þann dóm. Aðalsteinn Olafsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.