Dagur - 21.05.1969, Blaðsíða 8

Dagur - 21.05.1969, Blaðsíða 8
8 Drangey kemur hér með góðan afla. (Ljósm.: S. Pedersen) Mikið berst á land af fiski Sauðárkróki 19. maí. Drangey SK 1 hefur aflað á tæpum hálf- um mánuði 330 lestir. Mikill afli hefur borizt á land á Sauð- árkróki og er Fiskiðja Sauðár- króks búin að taka á móti svip- uðu magni af fiski nú, og hún gerði allt sl. ár. Á Sauðárkróki landa fjögur stór togskip: Drangey, Loftur Baldvinsson, Sigurður Bjarnason og Hannes Hafstein. Einnig stundar Týr SK togveiðar og aflar hann líka vel. Hann er 40 lesta bátur. Hér eru starfrækt tvö frysti- hús: Fiskiðja Sauðárkróks og Skjöldur. Mjög mikil atvinna hefur skapazt við vinnslu afl- ans og komið hefur fyrir, að landað hefur verið á fimmta hundrað tonn á viku. Af því má sjá, að aðstaða í landi til vinnslu er hér góð. S. G. MESTI ÞJOFURINN Einn er sá þjófur, sem er öllum þjófum meiri. Það er verðbólg- an og hana hefur núverandi rik isstjóm magnað á fólkið á und- angengnum ámm, þóít hún þættist ætla að kveða hana nið- ur. Verðbólgan stelur úr vösum Verðbólgan stelur úr vösum fólks og af hvers manns diski. Hún er kjördóttir Bjama Ben. og Gylfa. Þeir liafa gengist við henni í verki, eins og væri hún þeirra skilgetið afkvæmi. FJÁRBRUÐL Stórfellt fjárbruðl hjá húsa- meistara ríkisins, hefur komizt upp. Almenning grunar, að svo muni víðar vera og krefst þess, að hreinsað verði duglega til. Ennfremur hefur orðið uppvíst, að ýmsir sýslumenn landsins halda fjármunum, er þeir hafa innheimt hjá almenningi fyrir hið opinbera, mánuðum og jafn vel misserum saman í sinni vörslu og gera ekki grein fyrir. Fjármálaráðherra lofar bót og betrun en hann virðist ekki hafa bein í nefi, þótt hann hafi eflaust góðan vilja á því að lag- færa óreiðuna og sukkið. STJÓRNARHERRAR Stjómarherrar stríða við það vikum og mánuðum saman að liafa fé af láglaunafólki með því að svíkja samninga og neita að greiða þær vísitölubætur, sem síðast var samið um. Það er eins og þessir menn telji það allra meina bót að lækka laun, sem þó eru ekki nema svo sem þriðj ungur af því kaupi, sem greitt er í nágrannalöndunum fyrir samskonar vinnu. Allar kaup- deilur í vetur, eru af því sprottn ar, að ríkisstjórnin vildi Iækka kaupmátt launa enn meira en orðið var. Öfugþróun Ef borin er saman þróun ná- grannalandanna í atvinnu- og kaupgjaldsmálum, við þróunina hér á landi, kemur í ljós, að í nágrannalöndunum hafa lífs- kjör farið verulega batnandi. (Framhald á blaðsíðu 2) í Lystigarðinum á Akureyri SMÁTT & STÓRT Geysir söng í Kinn Ófeigsstöðum 19. maí. Mikill kuldi undanfarið. Sumarið vildi ekki koma til okkar. En það kom samt í gærkveldi og það er hlýtt í dag og það verður hlýtt næstu daga. En þess vegna kom sumarið í gærkveldi, að okkur heimsótti glæsilegur söngflokkur frá Akureyri, Geys ir að nafni. Dagurinn í gær, eins og í dag, heitir á bændamáli að vera á miðjum sauðburði, eða sem Landburður af fiski Ólafsfirði 20. maí. Afli togbát- anna hefur verið meiri síðan um miðjan marz en nokkru sinni áður. Vinna hefur því ver ið mikil og jafnvel vantað menn. Voru þá menn teknir til starfa við fiskinn, sem ekki hafa sézt vinna þau störf áður. Sæ- þór kom í fyrradag með 95 tonn eftir skamma útivist. Hér voru bátar við bryggju einn daginn með 300 tonn af fiski. En um- búðir eru búnar að heita má. Hér var 17 stiga hiti í gær. Kannski er afli ekki alveg eins mikill síðustu dagana, en góður þó, en landburður þegar mest var. B. S. næst því. Þá mega bændur ekki vera að hlusta á söng og varla að lesa blöðin. í mesta lagi biðja þeir fyrir ríkisstjórninni er þeir leggjast til svefns. En við mættum samt til að hlusta á sönginn, ekki nógu margir, en margir, í félagsheim- ili 'Kinnunga. Það er einn mesti heiður, síðan það var byggt, að fá slíka heimsókn. Geysir söng alveg guðdómlega. Nú er ég ekki fræðimaður á sviði söngs eða tónlistar, en læt hjai'tað og tilfinninguna dæma. Fólkið lauk upp einum munni um það, að jafn ágæta frammistöðu hefði það ekki heyrt hjá söng- kór hér norður um sveitir. Ég flyt Geysi þakkir, og þótt það kostaði mig nokkur lambalíf, og án þess að ég hafi af ríkidæmi að státa, þá teldi ég stundina borga sig vel. Þar sem sönglist dvín er dauðans ríki, stendur þar. Margir einsöngvarar komu fram og taldi fólkið það með fádæmum að einn söngflokkur hefði svo mörgum og góðum ein söngvurum á að skipa. Ég þakka Geysi enn komuna. Geys ir ber höfuð og herðar yfir þá kóra, sem ég hefi heyrt til í mörg ár. B. B. Kristján og Jón (t. h.) Rögnvaldssynir í Lystigarðinum. Vel merkt- ar tegundir jurta eru að vakna til lífsins. (Ljósm.: E. D.) Á FIMMTUDAGINN, 15. maí, var þriggja stiga hiti í forsælu og andaði kalt af norðri. En á sama tíma lá allmargt af fólki í sólbaði í Lystigarði Akureyr- ar, í góðu skjóli og sterkri sól. Getur þetta verið allgott dæmi um þýðingu trjáræktar og skóga, til að gefa skjól. Og þann dag kallaði Jón Rögnvaldsson, er annazt hefur Lystigarð Akureyrar frá 1954, fréttamenn á sinn fund. Búið er að hreinsa garðinn allan ,en hann er 3 ha. að stærð, og fyrstu laukblómin eru sprungin út. En tré standa enn nakin og jörð er grá vegna frosta á hverri nóttu undanfarið. En allt er þarna þrifalegt og í sumar mun fólk njóta þar margra ánægjustunda, ef að vanda lætur. Lystigarðurinn er stofnaður af konum 1912 og sé þeim bæði þökk og heiður. Þá var fyrstu trjánum plantað í garðinn. 1967 var grasagarði bætt við með 600 tegundum, er systkin- in frá Fífilgerði höfðu safnað, en voru flutt í Lystigarðinn, en Fegrunarfélag Akureyrar gekkst fyrir þessu og lagði fram það fé, er til þurfti. Nú eru 2400 tegundir í grasadeild Lystigarðs ins en í Lystigarðinum öllum yfir 4 þús. tegundir. Grasagarð- ur er sá nyx-sti í álfunni og fyrir (Framliald á blaðsíðu 4) Iðnaðarmálaráðstefna á Akureyri Fi'amsóknarfélag Reykjavíkur og Framsóknarfélag Akui-eyr- ar efria til iðnaðarmálaráð- stefnu á Akureyri dagana 6. til 8. júní n. k. Farið verður frá Reykjavík föstudaginn 6. júní kl. 8.30. Föstudagurinn vei’ður m. a. notaður til þess að skoða verksmiðjuiðnaðinn á Akureyri. Fyrir hádegi verð ur Slippstöðin, Linda, Sana og Valbjörk skoðaðar. Um hádeg ið verður snæddur hádegis- Sigurðsson, í'áðstefnuna. Síðan verður að Hótel KEA og þá ávai-par Ólafur Jóhannesson setur formaður Framsóknar- formaður Framsóknarflokks- félags Akureyrar, Ilaraldur M. (Framhald á blaðsíðu 2) Haraldur. Ólafur. Arnþór. Jakob. Bjarni. Harry. Jónas. Helgi. Knútur. Kristinn. fS5S5S55555SS5SSS55S5SSSS555555«5$SSSSSSSSSS5S55S55555SSS5SSS5SS5555S5555SS5SSSS555S5SÍÍS55SSS5SSS5$SS55S5SSSS54S5SSS$5455S5SSSSS5545SS5454$5SSS5Í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.