Dagur - 20.06.1969, Side 7

Dagur - 20.06.1969, Side 7
7 - Við erum sælir úti við ísinn (Framhald af blaSsíðu 5). jafn léttum tökum, en ef nánar er að gætt liggur þó ljóst fyrir að við eigum þar ef til vill sjálf- ir ekki minnsta sök. I síðari grein Páls Magnús- sonar tekur hann sérstaklega til meðferðar lögin frá 1962 um al- mannavarnir og bendir á, að framkvæmd þeirra laga hafi verið stórlega vanrækt, en sam- kvæmt 5. grein herstöðvarsamn ingsins fi-á 1951, beri NATO- þjóðunum að kosta allar öryggis framkvæmdir, svo sem vega- lagnir og annað. Mun ekki hafa staðið á Bandaríkjamönnum í þessum efnum. Sannleikurinn er sá, að varn- armál landsins hafa í áratugi verið eins konar feimnismál ís- lenzkra stjórnmálaflokka, ann- arra en kommúnista. Þei síðast- töldu hafa jafnan notað þetta örlagaríka málefni sér til áróð- ursþarfa. Annars vegar standa borgaraflokkarnir þrír, fylgjend ur Atlantshafsbandalagsins og varna landsins meira og minna, en kveinka sér undan skefja- lausri og grófyrtri andstöðu kommúnista, sem standa hins vegar og eru harðir og ósveigj- anlegir fylgjendur höfuð stefnu mála hernaðarbandalags Var- sjárríkjanna og þeirra utanríkis stefnu, sem þar ríkir á hverjum (Framhald af blaðsíðu 8). lendinga stefnu Norðurlanda- þjóðanna og annarra þjóða, sem taldar eru hafa meira vit á utan ríkismálum en fslendingar! EINFALT MAL Um þetta atriði sagði Bjarni Einarsson einnig, að þetta mál væri einfalt. Milljónir manna berðust fyrir sjálfsákvörðunar- rétti. Þeir vilja vera sjálfstæöir eins og við. í fyrsta skipti í sög- unni hefðu íslendingar getað tekið forystuna og e. t. v. ráðið útslitum í þessu frelsismáli. En brast kjarkinn? Biaframaðurinn sagði í sjónvarpi, að hendur ís- lendinga væru bundnar! Hvað- an koma þau bönd? spurði bæj- arstjóri. Og hann sagði: fslenzk ir ráðherrar. Nú viljum við sjá, að við séum sjálfstæð þjóð. Er ekki hægt að viðurkenna stjórn Biafra? íslenzka þjóðin vill það. INN A VÖLLINN Margir hafa kvartað undan því, að búið er að breyta aðgangi að íþróttasvæðinu og loka girðing- unni að vestan. Veldur þetta óhagræði þeim, sem að vestan tíma. Mitt á milli þessara aðila er svo lítill hópur tilfinninga- ríkra en óraunsærra manna sem sjá oft atvikin í draumheimi ósk hyggjunnar og marka skoðanir sínar út frá því. Þessi litli og þýðingarlausi hópur sveigist oft eftir áróðri kommúnista og þvælist því stundum fyrir, þótt þeir séu vel meinandi í sjálfu sér. Hinir eiginlegu kommúnistar vita hins vegar vel hvað þeir eru að gera. Málgögn þeirra vinna með sömu aðferðum hvar í heimi sem er. Þessar aðferðir eru skipulagðar af slyngum sál- fræðingum og lærisveinar þeirra skólaðir og æfðir í sér- stökum stofnunum austan við járntjald, og síðan sendir hver til síns heimalands. Það eru engin viðvanings- brögð á vinnuháttum þessara manna. Þeir vita vel hvað þeir eiga að gera. Eitt höfuðverkefn- ið er að níða Bandaríkjamenn, þá þjóð er mestur hefur verið þröskuldur á hernaðar og valda leiðum risaþjóðanna tveggja í Austurvegi. NATO er annar helzti ásteitingarsteinninn. Kommúnistar stunda allra manna mest óþrifalegt og öfga- fullt orðbragð. Hótanir og ill- yrði eru samkvæmt sálfræðileg um niðurstöðum þeirra áhrifa- koma. Hins vegar er aðgangur seldur inn á völlinn að norðan og sunnan. Lokunin að vestan er gerð í sparnaðarskyni, að því er blaðinu hefur verið tjáð. Og við skulum virða sparnaðar- viðleitnina. - Iðnaðarmenn erl. (Framhald af blaðsíðu 8). Kockum er að byggja. Til að byrja með munu járnsmiðirnir fara á tveggja vikna námskeið í þessari málmsuðu og taldi Guð jón það mikinn kost fyrir þá að fá tækifæri til að kynnast sér- staklega slíkri suðu þar sem slíkt hefði ekki verið hægt hér heima. Járniðnaðarmennirnir eru ráðnir í 12—14 vikur. Kaup iðnaðarmannanna er hátt eða rúmar 250 íslenzkar kr. á tímann . □ - Flugmenn veikir (Framhald af blaðsíðu 1) Allt flug íslenzku flugfélag- anna lá því niðri í gær og 150 útlendir ferðamenn bíða fars úr landi. Sennilegt er talið, að þótt flugmenn taki upp vinnu á ný, niuni þeir beita einskonar skæruhernaði með verktöfum. ríkur áróður. Það byggist á því, að steigurlæti magni þann, sem beitir þeim, geri hann stærri og ófrýnilegri í augum andstæð- ingsins. Kommúnistar velja Bandaríkjamönnum jafnan öll verstu orð tunguonar og beita þeim vitandi vits með sjúkleg- um skapofsa. Norður-Atlants- hafsbandalagið fær þar einnig sinn skammt. Þjóðviljinn hérna valdi því glæsiheitið „hryðju- verkabandalagið" fyrir nokkr- um dögum og margt var þar fleira mælt af oi'ðgnótt og hug- aræsingi. Jafnan eru ritverk af þessu tagi borin fram í einskon- ar þjóðernislegri uppljóman. Höfundar þeirra fara þá ekki dult með að þeir séu þeir einu og sönnu íslendingar og þjóð- hetjur, en andstæðingar land- sölumenn og þjóðníðingar. Borgaraflokkarnir, sem lítt kunna til slíkra vinnubragða, eiga þennan áróður jafnan yfir höfði sér, ef þeim verður það á að nefna varnir landsins. Þeir hafa því stundum kosið að haf- ast lítt að upp á von og óvon og þegja sér til friðar. Með því er marki andstæðinga þeirra náð. Kommúnistar vilja um- fram allt hafa hér opið og varn- arlaust land. Kommúnistum á íslandi er nákvæmlega jafn illa við vestrænar varnir á íslandi og Varsjárbandalaginu sjálfu. Þeir eru þrátt fyrir þjóðernið ekki annað en kvistur af þeim stofni og sanna það með eigin áróðri. Það er kominn tími til að við viðurkennum þessar staðreynd- ir, svo augljósar sem þær eru. Það hefur skapazt hættulegt ástand í öryggis- og varnarmál- um þjóðarinnar og hik okkar og feimnisaðstaða á þar mikinn hlut að máli, sem og hið venju- lega raunalega samstökuleysi borgaraflokkanna, sem allir vilja þó vel. Bandaríkjamenn virðast hins vegar taka tillit til allra okkar óska og vangavelta og það jafnvel að algjöru hættu marki. Svo virðist að mörg okk ar skilji það ekki, að á bak við okkur stendur ein sterkasta og auðugasta þjóð veraldarinnar og af henni höfum við þá reynslu, að jafnan hefur hún verið boðin og búin að hjálpa okkur og styrkja ef til hennar hefur verið leitað. Á tímum friðar eða bundins ófriðar eins og nú, myndum við sennilega ekki sætta okkur við herdvöl neinnar annarrar þjóðar í land- inu. Það er kominn tími til að við segjum þetta í heyranda hljóði. Við getum sagt það með full- komnu stolti og án alls undir- lægjuháttar, því að við vitum að í viðskiptum við þessa þjóð getum við ætíð samið sem jafn- ingjar, þótt við séum þúsundfalt færri. Þessi viðskipti ná miklu lengra en til varnarmálanna einna og þau mætti efla á marg víslegan hátt. Hvers vegna skyldum við ekki t. d. geta sam ið við Bndaríkjamenn um sér- stöðu i markaðs og tollamálum á hagfelldan og varanlegan hátt ekki síður en við hin sundur- leitu og ósamþykku Evrópuríki, sem landfræðilega og siðfræði- lega eru okkur að engu leyti tengdari en Vesturheimur. Hví skyldum við ekki gera alvarleg ar tilraunir í þá átt jafnframt samningaumleitunum okkar í Evrópu? Svo alvarlega sem nú horfir í heiminum eru það þó öryggis- og varnarmál landsins sem mestu máli skipta í dag og þau þurfa að komast í það horf sem allur meginþorri þjóðarinnar óskar. □ Systir mín TORFHILDUR JAKOBSDÓTTIR, sem andaðist 15. júní, verður jarðsungin frá Ak- ureyrarkirkju laugardaginn 21. júní kl. 13.30. Fyrir hönd systkina, Indriði Jakobsson. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna and- láts móður minnar og tengdamóður SÓLVEIGAR SIGRÍÐAR SIGJÓNSDÓTTUR. Ásrún Þórhallsdóttir, Eggert Davíðsson. SMÁTT & STÓRT RÚN □ 59696247 — I H & V Rós. MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 10.30 f. h. Sálmar: 531 — 67 — 287 — 60 — 18. — B. S. AHEIT á Strandarkirkju kr. 600 frá þrem systrum. — Beztu þakkir. — B. S. GJAFIR og AHEIT. Til Strand- arkirkju kr. 600 frá þrem systrum. í styttu Guðmundar biskups góða kr. 1000 frá G. J. Til Akureyrarkirkju kr. 200 frá G. J. Til Hallgrímskirkju kr. 500 frá N. N. — Beztu þakkir. — B. S. SÆMUNDUR G. JÓHANNES- SON verður fjarverandi til 3. júlí. MINJASAFNIÐ á Akureyri er opið daglega kl. 1.30—4 e. h. Tekið á móti ferðafólki á öðr- um tímum eftir samkomulagi. Sími safnsins er 1-11-62 og safnvarðar 1-12-72. I.O.G.T. stúkan Akurliljan nr. 275. Fundur n. k. fimmtudag kl. 21.00 í Ráðhúsinu. Félagar fjölmennið. — Æ.t. SUMARBÚÐIRNAR að Vest- mannsvatni hófu starfsemi sína á þessu sumri í gær, 19. júní, með námskeiði fyrir yngri drengi. Fullskipað er í yngri flokkana, en hægt að koma nokkrum börnum í 2 eldri flokkana. Sumarbúða- stjóri er Gunnar Rafn Jóns- son læknanemi. - STÓRÞJÓFNAÐUR (Framhald af blaðsíðu 8). stöðvar verða settai' upp fyrir einstaka firði. Mikil útgerð hefur verið á ýmsum Austfjörðum í vetur, mest á Eskifirði og Seyðisfirði, og á Eskifirði hefur jafnvel vantað fólk til að vinna. Sumir bátar eru farnir eða að fara á síld. Seley var fyrst á miðin. Allir ætla að salta um borð að þessu sinni. Nú er 14% feit síld gjaldgeng til söltunar í stað 18—20% áður, og ef eitt- hvað veiðist, er þetta mikið hag ræði. Menningarsamtökin stóðu fyr ir hátíðarhöldum í Egilsstaða- skógi í gær. Aðalræðu flutti Þor kell St. Ellertsson skólastjóri en séra Bjarni Guðjónsson á Val- þjófsstað predikaði. Þá sungu kórar, íþróttir fóru fram og síð- ast var mjög fjölmennur dans- leikur í Valaskjálf. V. S. - Tækniskóli íslands (Framhald af blaðsíðu 8). ur Helgason, Ingólfur Ingólfs- son, Jörundur Traustason, Ósk- ar Árnason og Sigurður Her- mannsson. Tæknideildin hefur frá byrj- un verið til húsa í Geislagötu 5, en mun í haust flytjast í nýju iðnskólabygginguna við Þór- unnarstræti. Nokkrai' umsóknir hafa þeg- ar borizt fyrir næsta skólaár. Rétt til skólasetu hafa haft nem endur með eftirfarandi mennt- un: a) Sveinspróf. b) Gagnfræðapróf og 12 mán aða starfsreynslu. c) Aðra menntun, sem skóla- stjóri metur að minnsta kosti jafngilda a), b) eða c). (Fréttatilkynning) BRÚÐKAUP. 14. júní voru gefin saman í hjónaband ung frú Anna Gunnarsdóttir Thar arensen bankaritari og Bjarni Sigbjörnsson stud. phil. — Heimili þeirra er að Glað- heimum 14, Reykjavík. 14. júní voru gefin saman í hjónaband brúðhjónin ungfrú Gerður Jónína Pálsdóttir kennari og Þorvaldur Einar Ragnarsson tannlæknanemi. Heimili þeirra er að Máva- hlíð 10, Reykjavík. 15. júní voru gefin saman brúðhjónin ungfrú Sæbjörg Jónsdóttir nýstúdent, Fjólu- götu 14, Ak. og Jón Hlöðver Áskelsson tónlistarkennari, Þingvallastræti 34, Akureyri. 15. júní voru gefin saman í hjónaband brúðhjónin ungfrú Ásta Baldvinsdóttir og Jón- björn Pálsson nýstúdent frá Djúpuvík. Heimili þeirra er að Eiðsvallagötu 11, Akureyri BRÚÐHJÓN. Hinn 17. júní voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Ára Bryndís Garðarsdóttir nýstúdent og Árni Ingi Garð- arsson húsgagnasmíðanemi. Heimili þeirra verður að Engi mýri 2, Akureyri. FRÁ Ferðafélagi Akureyrar. — Föstudagskvöld kl. 8, fjöru- ferð á Árskógsströnd. Laugar dagur kl. 1.30 e. h. Herðu- breið. Skrifstofa félagsins, Skipagötu 12, sími 1-27-20, opin fimmtudags- og föstu- dagskvöld kl. 8—9. Einnig tekið á móti pöntunum í Um- ferðarmiðstöðinni, Skipagötu 13, alla daga. FRÁ Orlofsnefnd Akureyrar. — Ákveðið hefur verið, að orlof húsmæðra í sumar verði að Illugastöðum í Fnjóskadal frá tímabilinu 21. júní til 5. júlí. Þær konur sem ætla að sækja um orlofsdvöl, geri það sem allra fyrst til Þórdísar Jakobs dóttur, Spítalavegi 9, sími 1-18-72, er veitir allar nánari upplýsingar. — Orlofsnefnd. MATTHÍASARHÚS er opið kl. 2 til 4 e. h. Sýni safnv. NONNAHÚS er opið daglega kl. 2—4 e. h. Sími safnvarðar er 1-27-77. Happdrætti Háskóla fslands Skrá um vinninga í 6. fl. 1969. Umboðið Akureyri. 500.000.00 kr. á miða nr. 14389. 10.000.00 kr. á nr. 12096, 31131. Aukavinningar: 10.000.00 kr. á nr. 14388, 14390. 5.000.00 kr. á nr. 3367, 17926, 23246, 33921. 2.000.00 kr. á nr. 202, 208, 213, 218, 3159, 3583, 6009, 6010, 6876, 7010, 7049, 8041, 8288, 11211, 11215, 12573, 12684, 13382, 13630, 14045, 14258, 14260, 14392, 14787, 14882, 15008, 16089, 16579, 16597, 16915, 17938, 17940, 18451, 18471, 20509, 20702, 20713, 21678, 21774, 22250, 22414, 23022, 24005, 25590, 25936, 26320, 29022, 29040, 29311, 31117, 31124, 31558, 33173, 33193, 36483, 41172, 41776, 42617, 42801, 44619, 44735, 44835, 44839, 46473, 48290, 49258, 49270, 49272, 49280, 51722, 52133, 52145, 53824, 53904, 55788, 57894, 59575,. 59752. (Birt án ábyrgðar)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.