Dagur - 02.07.1969, Síða 7

Dagur - 02.07.1969, Síða 7
7 - ÍBA OG VALUR GERÐU JAFNTEFLI (Framhald af blaðsíðu 2). ir föstu skoti á ÍBA-markið, og knötturinn smaug undir þver- slá og í markið. Þetta mark kom all flatt upp á flesta, því ÍBA-liðið hafði verið í látlausri sókn. Valur hélt þó ekki for- skotinu lengi, því strax á næstu mínútu jafnar ÍBA-liðið úr óbeinni aukaspyrnu, sem dæmd var inn í vítateig Vals vegna hrindingar á Steingrím. Skúli spyrnti til Sævars Jónatansson- ar, sem sendi knöttinn rakleitt í mark Vals, og réði Sigurður ekki við þetta skot. Það sem eftir var leiktímans skiptust lið in á upphlaupum, en fleiri urðu mörkin ekki, þó oft munaði litlu við bæði mörkin. Eins og áður segir var leikur þessi, að mínum dómi, hinn bezti á Akureyrarvelli í sumar. Það var barizt fast, án þess þó að um grófan leik væri að ræða, - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). ER RÉTT STEFNT? Hólnia einn í Eyjafjarðará er nú fyrirhugað að nota fyrir verkstæði o. fl. Ekki mælir blað ið gegn fyrirgreiðslum við menn, sem vilja koma sér upp starfsaðstöðu. En' er rétt stefnt með því að leggja hólma Eyja- fjarðar undir hina ýmsu starf- semi manna eða á að friða þá og vernda betur en gert er? Hólm- arnir og raklend engjalönd önn ur, eru sem kjörin fyrir runna- og trjágróður og geta orðið hin fegurstu. Spurningin um það, hvað gera eigi við hina fögru hólma og árbakka í landi bæjar ins, krefst svars á breiðum grundvelli, þar sem ekki yrði algerlega gengið fram hjá sjón- armiðum náttúruverndar. og bæði liðin sýndu góðan sam- leik og áttu mörg tækifæri. Þessi leikur var mjög skemmti- legur fyrir áhorfendur og von- andi eigum við eftir að sjá fleiri slíka í sumar. Steingrímur var beztur í fram línu ÍBA-liðsins, þá átti Magnús mjög góðan leik, vann vel allan leikinn, Jón Stefánsson átti góð an leik að vanda og Gunnar Austfjörð sinn bezta leik á sumrinu. Skúli var þungur og linur, en það stafar af meiðsl- um. Segja má að allir leikmenn ÍBA hafi skilað sínu, eins og við var að búast, og mér finnst að ekki sé hægt að krefjast meira af mönnum, en þeir sýni bar- áttuvilja allan leikinn og geri það sem þeir framast geta, hver svo sem úrslitin verða. — Kannski var ÍBA-liðið betra í þessum leik, en margir bjugg- ust við. Valslið hef ég ekki séð leika áður í sumar, en mér fannst það sýna góð tilþrif á köflum, með Hermann, Reynir og Ingvar, sem beztu menn, allir mjög sóknardjarfir og erfitt að gæta þeirra. Þá var Vals-vörnin traust að vanda. Ég get þó ekki neitað því, að ég bjóst við að Valsliðið væri betra en það er með sína landsliðsmenn. Dómari var Grétar Norðfjörð og dæmdi vel. Línuverðir voru og frá Reykjavík, og hlýtur að vakna sú spurning, hvort dóm- arar á Norðurlandi geti ekki tekið að sér línuvarðastörf í 1. deild. Það mundi spara talsvert fé, og ekki er of mikið af því hjá þátttakendum í 1. deild eða KSÍ. Sv. O. STAÐAN f 1. DEILD: 1. Akranes .... 4 leikir 7 stig 2. Keflavík .... 5 leikir 7 stig 3. Valur .........4 leikir 4 stig 4. ÍBV ...........3 leikir 3 stig 5. ÍBA ...........3 leikir 2 stig 6. KR ............3 leikir 2 stig 7. Fram ..........4 leikir 1 stig é . | Öllam vinum olikar, nœr og fjœr, sem heiðruðu * •t okkur með nærveru sinni, gjöfum og skeytum i X. sambandi við fimmtugs- og sextugsafmœli okkar, % færum við hinar beztu pakkir. , .J. Lifið öll lieil! @ V ÞORLÁKUR HJÁLMARSSON, Villingadal, f ÓLAFUR JÓNSSON, Hólum, | ANGANTÝR H. HJÁLMA RSSON, Sólgarði. § 1' G> I I 6> I X £ Innilcgar þakltir til samstarfsmanna minna við £ Gagnfræðaskólann d Akureyri, og til ættingja og j; |, vina, fyrir gjafir, blóm og skeyti d 70 dra afmæli t .t mínu 20. júni s.l. X f. * KRISTBJÖRG KRISTJÁNSDÓ TTIR. <■ « X Móðir mín og tengdamóðir, MALÍN ÞORSTEINSDÓTTIR frá Árskógsströnd, andaðist í Kristneshæli miðvikudaginn 25. júní. Jarðarförin ákveðin síðar. Þórunn Jóhannsdóttir, Baldvin Ásmundsson. Þakka lijartanlega alla þá samúð, sem mér og fjölskyldu minni hefir verið sýnd vegna andláts unnusta rníns PEER DRUBE. Einnig þakka ég minningargjafir um liann. Gígja Kjartansdóttir. HERBERGI til leigu. Sími 1-29-45. ÍBÚÐ óskast strax, 2 herbergi og lítið eldlnis eða þrjú herbergi og lítið eldlnis, fyrir einhleypan, reglu- saman mann. Hringið í síma 1-17-97, 1-26-55 eða 1-14-30. Eldri hjón \antar tveggja til þriggja her- bergja ÍBÚÐ seinna í sumar eða í haust. Uppl. í síma 1-29-63. HÚSNÆÐI óskast til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 1-22-51, eftir kl. 6 e .h. Magnús Pálmason, Háteigi. Fjögurra herbergja ÍBÚÐ á Eyrinni til sölu. Uppl. í síma 1-27-36. ÍBÚÐ óskast. Einhleyp, eldri kona óskar eftir bveggja her- bergja íbúð sem fyrst. Y> árs fyrirfram greiðsla, ef é>skað er. Uppl. í síma 2-15-19. Lítil ÍBÚÐ óslkast til leigu senr fyrst. Sími 1-26-64. HERBERGI sem næst M.A. óskast næsta vetur. Uppl. gefur Páll Ás- geirsson, síma 1-22-42. AKUREYRARKIRKJA er opin alla virka daga kl. 10—12 f. h. og 2—4 e. h. á sunnudögum. MESSAÐ í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 10.30 f. h. Sálmar: 577 — 367 — 111 — 136 — 582. — P. S. MESSAÐ í Lögmannshlíðar- kirkju 13. júlí (annan sunnu- dag). Predikun flytur Dr. Richard Beck fyrrv. prófessor frá Kanada. Bílferð úr Glerár hverfi kl. 1.30. — P. S. SUMARMÓT HVÍTASUNNU- MANNA verður haldið á Ak- ureyri dagana 1.—6. júlí 1969. Samkomur verða sex kvöld í röð í Akureyrarkirkju. Ræðu menn á samkomunum verða forstöðumenn og trúboðar hreyfingarinnar. Fjölbreyttur söngur: Kvartett, kórsöngur, tvísöngur, einsöngur. Allir eru hjartanlega velkomnir á þessar samkomur. — Einnig verða samkomur í trúboðs- húsinu Zion hvern dag móts- ins kl. 4 e. h. (Biblíulestrar). Þangað eru allir einnig boðn- ir velkomnir. — Hvítasunnu- menn. SUMARMÓT Æskulýðsfélags kirkjunnar í Hólastifti verður að Vestmannsvatni í Aðaldal helgina 12.—13. júlí. Gist verð ur í tjöldum við vatnið. Þar fara fram ýmis dagskrár- atriði eins og undanfarin ár. Eldri flokkur drengja fór í sumarbúðirnar í gærmorgun og verða þeir þátttakendur í mótinu. ORÐSENDING frá sóknarprest unum Akureyri. Séra Birgir Snæbjörnsson verður í fríi frá 1.—31. júlí og séra Pétur Sigurgeirsson frá 1.—31. ágúst. Sá prestur sem heima er annast þjónustu fyrir báða. — Sóknarprestar. LARA AGÚSTSDÓTTIR til- kynnir þeini, sem hafa að- göngumiða frá síðasta fundi hennar, að mæta að Bjargi föstudaginn 4. júlí kl. 8.30 e.h. BRÚÐKAUP. Þann 21. júní sl. voru gefin saman í Akur- eyrarkirkju brúðhjónin ung- frú Sigrún Guðríður Skarp- héðinsdóttir, Hafnarstræti 47 og Sigurður Gísli Ringsted nýstúdent, Helgamagrastræti 48, Akureyri. BRÚÐHJÓN. Hinn 28. júní sl. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Elísabet Anna Pálmadóttir og Pétur Pétursson iðnverka- maður. Heimili þeirra verður að Grenivöllum 28, Akureyri. SJÖTUG. Sólveig Rögnvalds- dóttir, Leifshúsum í Önguls- staðahreppi varð sjötug í gær, 1. júlí. Hún er að heiman. VISTHEIMILINU SÓLBORG hafa borizt eftirgreindar gjaf- ir: Frá Þ. Þ. kr. 1.000.00, frá sjö barna móður kr. 200.00, frá L. R. kr. 200.00, frá M. Þ. kr. 500.00 (áheit). — Kærar þakkir. — J. Ó. Sæm. KONUR í Kvenfélagi Akur- eyrarkirkju. Farið verður í ferðina laugardaginn 5. júlí n. k. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13.30 Þátttaka tilkynnist fyrir há- degi á föstudag. Patrica Jóns- son, sími 12406, Guðrún Krist jánsdóttir, sími 11750, Laufey Sigurðardóttir, sími 11581. I.O.G.T. st. Ísafold-Fjallkonan no. 1. Fundur fimmtudag 4. þ. m. kl. 8.30 e. h. í Æskulýðs- heimilinu Kaupvangsstræti 4. Fundarefni: Vígsla nýliða, kosið í Fulltrúaráð o. fl. —- Æ.t. FRÁ Ferðafélagi Akureyrar. —■ Vatnsdalur um helgina. Sum- arleyfisferð: Sprengisandur— Suðurland 15.—24. ágúst. Þátt taka tilkynnist fyrir 11. júlí. Veiðiferð að Veiðivötnum 26. —29. júlí. Þátttaka tilkynnist fyrir 18. júlí. Upplýsingar og farmiðapantanir daglega í Umferðarmiðstöðinni. NONNAHÚS er opið daglega kl. 2—4 e. h. Sími safnvarðar er 1-27-77. FRAMSÓKNARFÉLÖGIN DALVÍK, SVARFAÐARDAL og ÁRSKÓGS- STRÖND halda sameioinleoan fnnd í Samkomu- O O Iuisinu, Dalvík, þriðjudaginn 8. júlí kl. 9 e. h. Á fundinum mæta alþingismennirnir Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Jónas Jcmsson. Mætið vel og stundvíslega. STJÓRNIRNAR. N.L.F. — vörur • SOYJAMJÖL - FRUIT BRAN • GRÆNMJÖL - ÞARATÖFLUR • SÓLBLÓMAOLÍA - BANKABYGG • SKORNIR HAFRAR - KRÚSKA • HÖRFRÆ — og margt fleira. NÝLENDUVÖRUDEILD ííí nr? MATTHÍ AS ARHÚ S er opið daglega kl. 2—4 e. h. — Sími safnvarðar er 1-17-47. MINJASAFNIÐ á Akureyri er opið daglega kl. 1.30—4 e. h. Tekið á móti ferðafólki á öðr- um tímum eftir samkomulagi. Sími safnsins er 1-11-62 og safnvarðar 1-12-72. FRÁ vorhappdrætti Framsókn- arflokksins, Akureyri. Þeir sem fengið hafa heimsenda happdrættismiða, og ekki hafa gert skil, eru vinsamlega beðnir að gera það sem allra fyrst. Móttaka á flokksskrif- stofunni alla daga. Þá má og gera skil á afgreiðslu Dags. Dregið 10. þessa mánaðar. TÖSKUR úr skinni, skai og basti. MARKAÐURINN SÍMI 1-12-61 f ■ cr % f |

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.