Dagur - 13.08.1969, Blaðsíða 4

Dagur - 13.08.1969, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar hi. FORSETINN FORSETI íslands, dr. Kristján Eld- járn og frú, eru þessa dagana í opin- berri heimsókn í Norðlendingafjórð ungi og koma til Akureyrar næsta mánudag, 18. ágúst. Eflaust verður þessum tignustu þegnum landsins vel fagnað nyrðra, ekki sízt á æsku- slóðum forsetans. En þessi heimsókn leiðir hugann að forsetaembættinu og forsetahjónunum jöfnum hönd- um. Forsetaembætti eru ýmist póli- tískar valdastöður, þar sem forsetar eru flokksleiðtogar, svo sem í Banda- ríkjunum og Frakklandi, eða emb- ætti óhlutdrægra þjóðhöfðingja, er stendur ofar flokkadráttum en er sameiningartákn á ýmsum sviðum þjóðlífsins, eins og hér á landi. Hér er forsetaembættið í eðli sínu ópóli- tískt og pólitískar ákvarðanir þess sjaldgæfar þótt forsetinn hafi tak- markað neitunarvald. Hins vegar kemur til hans kasta við stjómar- myndanir og bein og óbein áhrif for seta geta verið og hafa verið marg- vísleg á liðnum árum, bæði útávið og innávið, því allir forsetar lands- ins, Sveinn Bjömsson, Árgeir Ás- geirsson og nú dr. Kristján Eldjám, em tákn þess bezta og markverðasta í menningu þjóðarinnar. Um stöðu þjóðhöfðingja geta menn deilt, en við höfum valið einingar- og menn- ingartáknið en hafnað valdamiklum flokksforingja, og samkvæmt þessu vali höfum við kjörið okkur þrjá for seta, er áður vora nefndir. Núverandi forseti fslands, dr. Kristján Eldjám, er fjölmenntaður og kunnur vísindamaður, ættaður frá Tjörn í Svarfaðardal, en óþekkt- ur á vettvangi stjórnmála. Aldrei liefur sá er þetta ritar, orðið var slíks ahnenns fagnaðar fólks úr öllum stéttum og starfsgreinum út af fram- boðsfregn og þegar kunnugt varð, að dr. Kristján Eldjám yrði í framboði 1968. Því var líkast, að nafn þessa Svarfdælings væri lausnarorð í mikl- um vanda — að dr. Kristján væri maðurinn, sem beðið væri eftir. Og í samræmi við þetta urðu kosninga- úrslitin 30. júní. Þau voru enn merkilegri þegar haft er í huga, að mótframbjóðandi lians var í ýmsan hátt mjög vel til forseta fallinn. Menn hafa ýmsa dóma dregið af for- setakjörinu 1968,'einkum pólitíska. Hvað sem um þá er að segja, er hitt mikilvægt og öðru betra, að við eig- um nú einstakan mannkostamann á forsetastóli, er vð getum öll fagnað, er hann, ásamt eiginkonu sinni, kem ur í fyrstu opinberu heimsóknina til Norðurlands. □ Kvenlélag Rípurhrepps hundrað ára MHG — Frostastöðum, 11. júlí. Hinn 7. júlí sl. voru 100 ár liðin frá því að fyrsta kvenfélagið var stofnað í Skagafirði, Kven- félag Rípurhrepps. Ekki veit ég hvort starfandi eru hér á landi kvenfélög jafn gömul eða eldri en fá munu þau vera a. m. k. Og víst er um það, að ekki eiga aðrar almennar félagsmálahreyf ingar í Skagafirði jafn mörg ár áð baki og kvenfélagasamtökin. Upphaf þessa máls má telja, að 7. júlí, 1869 var boðað til „konufundar" að Ási í Hegra- nesi. Aðalhvatamaður að fund- inum mun hafa verið frú Sigur- laug Gunnarsdóttir í Ási, kona Ólafs umboðsmanns Sigurðsson ar, enda fundurinn haldinn á heimili hennar. Þar með hafði Kvenfélag Rípurhrepps hafið göngu sína. En fleira óx upp af þessu fundahaldi þeirra Hegra- nesskvenna því fyrir forgöngu félagsins og þá ekki hvað sízt frú Sigurlaugar var komið á fót fyrsta kvennaskóla í Skagafirði en hann tók til starfa í Ási haustið 1877. Hér var um stór- merkt brautryðjandastarf að ræða og skal þeim, sem nánar vilja fræðast um það, bent á ágæta grein um fyrsta kvenna- skólann í Skagafirði, eftir Krist mund Bjarnason í Skagfirðinga bók 1966. Mjög var það að vonum, að Samband skagfirzkra kvenfé- laga sæi ástæðu til að minnast þessa merkis afmælis og gerði það líka myndarlega með sam- komu í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki á hundraðasta afmælisdaginn. Þar var fjöl- menni samankomið og setti ís- lenzki kvenbúningurinn mjög svip sinn á samkvæmið, en hon um klæddist þorri þeirra kvenna, er hófið sátu. Frú Helga Kristjánsdóttir á Silfra- stöðum setti afmælishófið og stjórnaði því, bauð gesti vel- komna og þá einkum heiðurs- gestina: Halldóru Bjarnadóttur, frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur, frú Laufeyju Sigurðardóttur frá Akureyri og eýslumannshj ónin á Sauðárkróki. Meðan setið var að hinum rausnarlegustu veit- ingum skiptust á ræðuhöld og söngur. Aðalræðuna flutti frú Lilja Sigurðardóttir í Hróars- dal. Minntist hún einkum Sigur laugar í Ási, rakti æviferil henn ar í stórum dráttum, ræddi hið stórmerka og giftudrjúga braut ryðjandastarf hennar og lauk máli sínu með því, að fara með erfiljóð, sem sveitungi Sigur- laugar, og samtíðannaður, Jón- as Jónsson bóndi í Hróarsdal, orti og flutti yfir moldum henn- ar. Að lokinni ræðu frú Lilju söng frú Snæbjörg Snæbjarnar dóttir einsöng. Bar frú Snæ- björg við þetta tækifæri elzta íslenzka skautbúninginn, en hann var saumaður af frú Sigur laugu í Ási eftir teikningu venslamanns hennar, Sigurðar Guðmundssonar, málara. Frú Helga Kristjánsdóttir skýrði frá því, að Kvenfélaga- samband Skagafjarðar hefði myndað sjóð til minningar um Sigurlaugu í Ási og ber sjóður- inn nafn hennar. Hafa sam- bandsfélögin þegar lagt 90 þús. kr. í sjóðinn en ættingjar frú Sigurlaugar 10 þús. kr. Verður að sjálfsögðu haldið áfram að veita viðtöku gjöfum í sjóðinn en hlutverk hans er að styrkja Sjúkrahús Skagfirðinga til kaupa á lækningatækjum. Stjórn sjóðsins skipa: Ólafur Sveinsson, sjúkrahússlæknir, formaður og með honum þær Helga Kristjánsdóttir á Silfra- stöðum og Ólína Björnsdóttir á Sauðárkróki. Frú Pála Pálsdóttir í Hofsósi flutti kveðjur frá formanni Kvenfélagasambandi íslands, Helgu Magnúsdóttur á Blika- stöðum, og ræddi að öðru leyti um hlutverk kvenfélaganna og þýðingu þeirra fyrir þátttakend ur sjálfa og þjóðfélagið í heild. Frú Pála hefur gegnt formanns starfi í Sambandi skagfirzkra kvenfélaga slíðastliðin 10 ár og af því tilefni færði hún formönn um kvenfélaganna silfurskeiðar að gjöf. Eyþór Stefánsson, tónskáld á Sauðárkróki, las upp hið gull- fagra Ijóð sr. Tryggva heitins Kvarans á Mælifelli, Vor í Skagafirði. Hófust nú frjálsar umræður og stóðu fram eftir nóttu. Fyrst reið á vaðið hin aldna hetja Hall dóra Bjarnadóttir, með sín 96 ár að baki. Eggjaði hún kveti- félögin lögeggjan að duga vel og láta hvergi deigan síga því þótt mikið hefði áunnizt bærust þó jafnóðum að höndum ný og óleyst verkefni. Þá töluðu frú Dómhildur Jónsdóttir á Hösk- uldsstöðum á Skagaströnd, frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, Reykjavík, frú Laufey Sigurðar dóttir, Akureyri, sem flutti skag firzku kvenfélögunum frumort ljóð, Jóhann Salberg Guðmunds son, sýslumaður, sem einkum þakkaði gjöfina til Sjúkrahúss- ins, sr. Gunnar Gíslason í Glaumbæ, Guðmundur Gísla- son frá Ríp, nú búsettur í Kópa vogi, sem flutti þakkir fyrir hönd afkomenda Sigurlaugar í Ási, frú Jóhanna Jónsdóttir á Sauðárkróki, sem rifjaði upp gamlar minningar frá dvöl sinni í Ási, frú Ólína Björnsdóttir á Sauðárkróki og frú Jónína Sig- urðardóttir á Egg, núverandi formaður Kvenfélags Rípur- hrepps. Tekin hefur verið samna bók um starfsemi skagfirzkra kven- félaga frá öndverðu og var hverju kvenfélagi afhent að gjöf eintak af bókinni. í sambandi við afmælishátíð- ina var opnuð heimilisiðnaðar- sýning í Bifröst og sýndir þar ýmsir munir, unnir af skagfirzk um konum, sumir meira en aldargamlir. Mátti þar sjá margt fallegt handbragð. Var sýningin opin í tvo daga. Allur var undirbúningur og framkvæmd þessa hátíðahalds með miklum ágætum og skag- firzkum konum til verðugs sóma. Q Sfóra virkjunin fyrir ausfan RÆTT er um stórvirkjun á Austurlandi. Hún er hugsuð þannig, að upptök Jökulsár á Fjöllum, Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal verði sam- einuð í mikið vatnsfall með virkjunarstað ívesturhlíð Fljóts dals skammt frá Valþjófsstað. Þar væri unnt að gera fimm sinnum stærri virkjun en nú- verandi Búrfellsvirkjun eða 2% sinnum stærri virkjun en endan leg Búrfellsvirkjun. Fallhæð Búrfellsvirkjunar er 200 m. en fallhæð jökulsánna í Fljótsdal yrði 600 m. Þessa dagana munu sérfræð- ingar vera að athuga þessar hug myndir eystra, og munu þær athuganir á byrjunarstigi. En möguleikum af þessu tagi er auðvelt að velta fyrir sér næsta áratuginn, ef svo vill verkast. Raunhæfar rannsóknir taka ein hver ár en virkjunarfram- kvæmdir 6—9 ár, ef af þeim Aðaff. Æsku lýðssambandsins TfUNDI aðalfundur Æskulýðs- sambands kirkjunnar í Hóla- stifti verður dagana 13. og 14. september í sumarbúðum ÆSK við Vestmannsvatn í Aðaldal. Fundarefnið verður: Fermingin og undirbúningur hennar. Fulltrúar samtakanna eru sóknarprestar og æskufólk úr söfnuðum á sambandssvæðinu, sem er hið forna Hólastifti. Fundurinn hefst kl. 4 e. h. laug- ardaginn 13. sept. Þátttaka til- kynnist séra Sigurði Guðmunds syni prófasti á Grenjaðarstað fyrir 10. september n. k. Þar sem sumardvöl að Vest- mannsvatni fyrir aldraða átti vinsældum að fagna, er önnur vika ákveðin til þeirrar stárf- semi að loknum námskeiðum barnanna, — og verður dagana 27. ágúst til 3. september n. k. Prestar á Norðurlandi og for- stjórinn á elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund, Reykjavík, gefa allar upplýsingar varðandi þessa sumardvöl og taka á móti umsóknum. Dvalarkostnaður er kr. 2.000.00. I haust verður foringjanám- skeið að Vestmannsvatni fyrir það æskufólk, sem kosið verður í stjórn æskulýðsfélaganna fyr- ir næsta starfsár. (Fréttatilkynning frá ÆSK í Hólastifti). verður. En jafnframt slíkri fram kvæmd, sem Orkustofnunin áætlar að kosti 15—20 milljarða króna, þarf að finna raforkunni markað, auk þess litla hluta, sem til þess þarf að fullnægja Austurlandi nútímans að þessu leyti. Q - LÉLEG SPRETTA (Framhald af blaðsíðu 1). sprettur. Hér syðra sést nær aldrei til sólar í sumar. Þetta er veri*a óþurrkasumar en 1955 og er þá mikið sagt, og svo bætist hið einstæða sprettuleysi við. Þetta getur lagast eitthvað ef þið fáið ærlega norðanrigningu nyrðra, því þá þornar upp hér. Það verður vel þegið hér syðra um jólaleytið í vetur, að fá mjólk og rjóma að norðan, sagði dr. Halldór Pálsson að lokum. Á mið-Norðurlandi hefur hey skapur gengið allvel í sumar. Heyskapurinn byrjaði að vísu seint, ,en spretta varð allgóð og jafnvel ágæt. í hreppunum framan Akur- eyrar er fyrri slætti víða lokið og hirðingu einnig á mörgum baéjum. Á Svalbarðsströnd er hið sama að segja og í Fnjóska- dal er heyskapur langt kominn. Á Árskógsströnd er heyskapur í fullum gangi og þurrkar hag- stæðir. Svarfdælingum hefur gengið vel að heyja og eru flest ir bændur nú að ljúka við fyrri slátt. Á öllu þessu svæði var 'spretta góð, en vegna þess hve seint spratt verður síðari slátt- ur ekki mikill, enda háin notuð til beitar í vaxandi mæli. Hvar- vetna er meiri arfi í túnum en nokkru sinni áður. Eyfirzkir bændur munu geta selt hey í ár. □ 5 o ■>. ■ ■ Togarinn Hrímbakur, einn af togurum Ú. A. á Akureyri, slitnaði upp og rak á land við Glerár- ósa 1967 og hefur legið þar síðan í fjörusandinum. Á föstudaginn var Hrímbakur dreginn af strandstað og mun verða seldur sem brotajám. (Ljósm.: E. D.) Orðsending Irá Fræðsluráði um stofnun framhaldsdeilda við Gagnfræða- skólann á Akureyri FRÆÐSLURÁÐ AKUREYR- AR hefur ákveðið að láta kanna, hvort tök eru á að stofna til framhaldsdeilda(r) við Gagn fræðaskólann á Akureyri nú í haust í samræmi við bréf nánis- brautanefndar, dags. 16. júlí 1969 og bráðabirgðatillögur nefndarinnar um skipan náms- ins, dags. 14. júlí 1969. Hefur fræðsluráð falið þeim Sigurði Óla Brynjólfssyni, kennara, og Valgarði Haraldssyni, náms- stjóra, að annast könnunina í samráði við skólastjóra Gagn- fræðaskólans. Ein af meginforsendum þess, að framhaldsdeildirnar verði stofnsettar, er sú, áð nægilega margir nemendur hafi hug á að stunda námið. Því er nauðsyn- legt, að. þeir, sem rétt hafa til setu í deildunum, athugi sem allra fyrst, hvort þeir hafi tök á að sinna þessu námi, og láti skrá sig hjá skólastjóra Gagn- fræðaskólans (sími 1-23-98) dagana 18., 19. eða 20. ágúst kl. 4—7 síðdegis, ef þeir óska eftir setu í framhaldsdeild. Til skýringar og glöggvunar er nauðsynlegt að taka fram eft irfárandi: 1) Gert er ráð fyrir tveggja ára framhaldsnámi og skiptist efnið í „kjarna“ (námsgreinar, sem allir eru skyldir að nema) og kjörsviðsgreinar. 2) Kjörsviðin gætu orðið fjög ur fyrsta veturinn, uppeldis-, hjúkrunar-, tækni- og við- skiptakjörsvið. 3) Meginmarkmið námsina verði: a) Aúkin 1 kunnátta og hæfni til að stunda framhalds- nám og nám í sérskólum, b) undirbúningur undir ýmis stör-f í atvinnulífinu, c) almenn menntun. 4) Inntökuskilyrði: a) Gagn- fræðapróf með meðaleinkunn 6,0 eða hærri í samræmdum greinum (íslenzku, dönsku, ensku og stærðfræði), b) lands- próf miðskóla með meðaleink- unn 6 í kjörsviðsgreinum sér- staklega. 6) Réttindi: a) Nemendur, sem staðizt hafa 1. árspróf á tæknikjörsviði, verði undanþegnir fyrra árs- helmingi námsárs í undirbún- Akureyrar ingsdeild Tækniskóla íslands. Að öðru leyti veitir próf eftir 1. ár ekki sérstök réttindi, en góð vilyrði eru þó gefin um, að nemendur, sem staðizt hafa það próf, gangi fyrir landsprófs- og gagnfræðaprófsmönnum um aðgang að t. d. Hjúkrunarskóla og Fóstruskóla, sbr. reglugerðir þeirra skóla. b) Próf úr 2. ársdeild veiti eft- irtalin réttindi: Uppeldiskjör- svið veiti (fram til ársins 1976) réttindi til að hefja allt kenn- aranám utan núverandi starfs- sviðs Háskóla íslands þ. e. al- mennt barnakennaranám við breyttan Kennaraskóla íslands, handavinnukennaranám, teikni kennaranám tónlistarkennara- nám, húsmæðrakennaranám og íþróttakennaranám, samkvæmt nánari ákvæðum, er sett verði í reglugerðum hlutaðeigandi skóla. Prófið veiti auk þess for- gangsréttindi að Fóstruskóla Sumargjafar. Hjúkrunarkjör- svið veiti forgangsréttindi að Hjúkrunarskóla íslands, svo og réttindi til sjúkraþjálfara- og vinnuþjálfaranáms o. fl. Tækni- kjörsvið veiti réttindi að raun- greinadeild Tækniskóla íslands. Viðskiptakjörsvið veiti atvinnu- réttindi til skrifstofustarfa hjá opinberum stofnunum og for- gangsréttindi til vinnu við verzl unarstörf fram yfir umsækjend ur, sem hafa ekki Verzlunar- skólapróf eða Samvinnuskóla- próf, en jafnan rétt á við þá. 7) Hliðarbrautir: a) Nemendur, sem lokið hafa 1. árs prófi og staðizt, hafa rétt til að setjast í 2. bekk mennta- skóla. Menntaskólar hafi þó rétt til að tilskilja hærri meðaleink- unn en 6 til inngöngu, ef ástæða þykir til. Tilkynnt verði um slík viðbótarskilyiSði a. m. k. 6 mánuðum fyrh’ vorpróf. b) Nemendur, sem lokið hafa 2. árs prófi og staðizt, hafi rétt til að setjast í 3. bekk mennta- skóla, í þær deildir, sem kjör- svið nemandans er skyldast, hugsánlegum viðbótarskilyrð- um, sem sett verði í reglugerð fyrir menntaskóla. Framangreindar upplýsingar eru hér birtar samkvæmt bráða birgðatillögum námsbrauta- nefndar, dags, 14. júlí s.l. Hugs- azt getur, að einhverjar breyt- ingar verði gerðar á þessum ákvæðum, áður en skipan náms ins verður komin í endanlegt form og reglugerð um það verð- ur birt. Fræðsluráð Ak. Tíu félög heslamanna á Ijórðungsmóli DAGANA 18.—20. júlí fór fram Fjórðungsmót norðlenzkra hestamanna að Einarsstöðum í Reykjadal. í tilefni af því lögðum við nokkrar spurningar fyrir for- mann framkvæmdanefndar mótsins, Sigfús Jónsson, bónda, Einarsstöðum. Hve oft eru slík mót haldin og hvert er niótssvæðið? Mótin eru haldin reglulega til skiptis í fjórðungnum og svæði þessa móts er Norðlendinga- fjórðungur. Hvenær hófst undirbúningur að mótinu? Segja má, að undirbúningur hæfist seinnipartinn í vetur. Hestamannafélögin Þjálfi, Suð- ur-Þingeyjarsýslu og Grani, Húsavík, sáu aðallega um fram- kvæmdir, einnig lítillega Léttir á Akureyri. Að hve miklu leyti er undir- búningurinn unninn í sjálfboða vinnu og að hve miklu leyti með aðkeyptri vinnu? Á þessu stigi málsins er erfitt um það að segja, en ég tel senni legt, að undirbúningsvinna skiptist um það bil til helminga á sjálfboðavinnu og aðkeypta vinnu. Félagar í Þjálfa og Grana hafa lagt fram sjálfboða- vinnuna. Hve mörg hestamannafélög eru á mótssvæðinu? 10 félög úr Norðlendingafjórð ungi taka þátt í mótinu og þar af er eitt, Gnýfari, Ólafsfirði, sem er rétt nýgengið í Lands- samband hestamanna. Reyndar eru félögin á mótssvæðinu alls 11, en eitt þeirra, Þytur, Vest- ur-Húnavatnssýslu, hefur ekki sent þátttakendur. Hverjar eru lielztu fram- kvæmdir í samþandi við undir- búning mótsins? Lagfæring á skeiðvelli er mesta framkvæmdin. I hann var ekið á annað hundrað bil- hlössum af vikurmöl og er kostnaður við það á annað hundrað þúsund krónur. Á hann nú að vera orðinn fyrsta flokks kappreiðavöllur. Af öðrum framkvæmdum mætti helztar nefna innréttingu á stóð hestahúsi fyrir 30 hesta, veit- ingaaðstöðu var komið upp í hlöðu heima á Einarsstöðum og gerðar girðingar bæði vegna hagagöngu fyrir hestana á mót- inu og á mótssvæðinu sjálfu vegna mannaferða, bíla- og tjaldstæða. Norðurlandsmótið NORÐURLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu, 1. deild, hefst í kvöld, miðvikudagskvöld. Þá leika á Akureyrarvelli Þór og Ólafsfjörður, en á Húsavík KA og Völsungur. Báðir leikirnir hefjast kl. 8. Fór fram hér heima fyrir skipuleg þjálfun hesta vegna mótsins? Mótið vakti áhuga manna fyr ir aukinni þjáKun hestanna, en vegna þess tíma, sem fór í und- irbúning mótsins, var ekki hægt að sinna því verkefni skipulega. Er þátttaka hestamanna í mót inu meiri eða minni en áður og þá sér í lagi, liver er þátttaka hestamanna utan mótssvæðis- ins? Þátttaka er sennilega fullkom lega sambærileg við það, sem áður hefur verið. Utan móts- svæðisins er þátttaka sérstak- lega frá Austurlandi, en annars ekki nema örfáir menn úr Reykjavík og af Suðurlandi Bendir það til þess, að mönnum á þessum stöðum þyki of langt að sækja mót hingað norður í land. Þá ætti í sama mæli að vera of langt fyrir Norðlendinga að sækja Landsmót á Þingvöll- um, en hreyfing er fyrir því, að Landsmótin verði stöðugt hald- in þar. , Hefur mótið það sem af er sýnt að þínum dómi framför í hestamennsku á mótssvæðinu? Því miður of litla, sérstaklega hvað snertir stóðhestana. Ung- hryssur eru margar mjög góðar. Að endingu taldi Sigfús sig ekki hafa neinu sérstöku við þetta að bæta, og þökkum við honum fyrir spjallið. 20. júlí 1969. G. G. Tveir Kópavogslundir FYRIR rúmum 300 árum var nokkur hópur fyrirmanna, inn- lendra og erlendra, saman kom inn suður í Kópavogi. Tilgang- urinn með þessu gleðisnauða fundahaldi var sá, að neyða ís- lendinga til enn frekari undir- gefni en orðin var við danskan kóng út við Eyrarsund. Valda- mönnum hinnar dvergvöxnu, dönsku þjóðar fannst, að þeir ykju nokkru við orðstír sinn og veraldargengi með því að undir oka aðra þjóð, úr því að ein- hver fannst minni og umkomu- lausari en þeirra eigin. And- spænis dönskum byssukjöftum undirritaði Árni lögmaður Odds son hyllingareiðinn. Enn hafði verið hert að þeim fangahlekkj- um, sem íslendingum var þyngra að þola en hafís, eldgos og svartadauða. Rúmum þrjú hundruð árum síðar var annar fundur haldinn í Kópavogi, í öðrum tilgangi og með öðru yfirbragði en sá fyrri. Hér voru ungmennafélagar komnir til þings. Þeirra ræða laut ekki að því að drepa í dróma heldur að hinu, að leysa úr læðingi. Þeir ræddu um að- gerðir til þess að vemda og auka íslenzkt gróðurlendi og þann þátt, sem ungmennafélag- ar gætu átt í þeirri þýðingar- miklu landvarnarbaráttu. Það er verðugt verkefni þeirri æsku, sem skipar sér undir merki ung mennafélaganna og mætti e.t.v. sumsstaðar a.m.k. valda nokkr- um þáttaskilum í starfsemi þeirrar merku félagsmálahreyf- ingar. Ýmsir telja, að ungmenna- félögin séu ekki orðin nema svipur hjá sjón við það, sem áður var. Þar mun þó fulldjúpt tekið í árinni. Þó fer vart milli mála, að þeim hafi víða þorrið þróttur og hefur sú hnignun þá Leiðrétting í SÍÐASTA ERINDI minningarkvæðis um frú Helgu Jóns- dóttur í síðasta tölublaði Dags varð línubrengl og á erindið að hljóða svo: Þótt örlögin skilji okkur nú skal ekki syrgja né kvíða, til bjartari heima heldur þú, þar huggun og lækning bíða. Þeim gafst ætíð fögur fyrirheit, hvers ferill var dyggðaríkur. Svo hittumst við aftur, liress og teit, er hérvistardögum lýkur. L. & B. trúlega einkum orðið síðasta aldarfjórðunginn. Allt fram að stríðsárunum síðari störfuðu ungmennafélög af miklum eld- móði í hverju sveitarfélagi á fs- landi að kalla. Starf þeirra var fjölbreytt og tók bæði til and- legra þátta og efnislegra. Iðkað ar voru margháttaðar íþróttir, æfð ræðumennska á fundum og ritleikni í handskrifuðum félags blöðum, sýndir leikþættir, þar sem aðstaða öll var tíðast í öfugu hlutfalli við áhugann og ánægjuna, gengist fyrir bygg- ingu sundlauga og samkomu- húsa, lögð stund á skógrækt, farnar sameiginlegar skemmti- og kynnisferðir um heimahéruð og nágrannabyggðir og fer því þó fjarri, að allt sé það talið, sem þessi merkilegi félagsskap- ur ungs fólks á öllum aldri tók Sér fyrir hendur. Mun lengi og víða sjást til verka ungmenna- félaganna frá þessum blóma- árum þeirra. Mér sýnist, að stríðsárin síð- ari hafi, með ýmsum hætti, vald ið einskonar aldahvörfum á flestum sviðum íslenzks þjóð- lífs. Þau færðu okkur að hönd- um margvíslega verklega tækni og mikla efnislega velmegun. Tækniframfarirnar hafa síðan aukizt jafnt og þétt en velmeg- unin reynzt nokkuð breytileg og afslepp. Félagsmálastarfsemi öll beið meiri og minni hnekki og hefur ekki síðan hafizt til fulls úr þeim öldudal. Þjóðin varð skyndilega of önnum kaf- in við margvíslegt fjármuna- vafstur til þess að hún mætti vera að því, að sinna þessum meginþætti þroskavænlegs mannlífs. Ungmennafélögin urðu illa fyrir barðinu á þessari óheillaþróun. Sumsstaðar lögð- ust þau með öllu niður og hafa ekki náð sér á strik á ný. Ann- arsstaðar hafa þau að vísu rétt við en einskorða sig sum þá gjarnan við þrengra starfssvið en áður. Hjá sumum þeirra er starfsemin að mestu bundin við íþróttaiðkanir. Það er út af fyr- ir sig ekki að lasta því íþróttir hafa alla stund verið veigamikið stefnuskráratriði hjá félögun- um en það er þó of takmarkað svið fyrir jafn margþætta félags málahreyfingu og ungmenna- félögin voru. Því ber að fagna þeirri liðsemd, sem félögin vilja nú veita landgræðslumálunum. Þau fá þar fangs á nýju verk- efni, sem víkkar starfssvið þeirra og er jafnframt þýðingar mikið þjóðnytjamál. Sumir vilja vekja upp þegn- ' skylduhugmyndina á nýjan i leik. Formælendur hennar H benda m. a. á, að úr því að er- (Framhald á blaðsíðu 6). f*

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.