Dagur - 13.08.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 13.08.1969, Blaðsíða 1
LII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 13. ágúst 1969 — 32. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarslræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Opinber heimsókn forseta íslands fil Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu $S$$$$$$$$$55$$$55555S$$$$$$$$$$$$$S5$SSe$$$S$$$S$$$5S$$$$$$$5S$$$S5$5$5$$$$$$$S$$$5$$$SS$$$$5$5$S$$$5$S$Sfl FORSETI fslands, lierra Krist- ján Eldjárn, og forsetafrú, Ilall dóra Ingólfsdóttir, koma í opin- bera heimsókn til Eyjafjarðar- sýslu og Akureyrar mánudag- inn 18. ágúst n. k. Yfirvöld sýslu og bæjar munu fara til móts við forsetann og fylgdarlið hans að sýslumörkum Eyja- fjarðar- og Skagafjarðarsýslu, við Grjótá á Öxnadalsheiði kl. 10.30. Þaðan verður ekið til Akureyrar. Að hádegisverði loknum munu forseti og frú lians skoða Akureyri og heim- sækja m. a. Elliheimili Akur- eyrar, Amtsbókasafnið og Fjórð ungssjúkrahúsið. Opinber mót- tökuathöfn fer fram í Lystigarð inum á Akureyri kl. 17.30 af hálfu yfirvalda Eyjafjarðar- sýslu og Akureyrarbæjar. Lúðrasveit Akureyrar mun (Framliald á blaðsíðu 7) Japanskur sölumaður á ferðinni Yoshiro Matsumoto, sölumaður. barðarnir eru seldir í 80 lönd- um og þykja mjúkir og ending- argóðir. □ um sumartímann BANDARfKJAMAÐUR einn, fjármálamaður og viðriðinn ferðamál vetra, hefur athugað ýmiskonar aðstöðu á Akureyri til sumarskíðaiðkana. En í vor HINGAÐ til Akureyrar kom fyrir helgina japanskur sölu- maður, Yoshiro Matsumoto að nafni, og starfar á vegum Yoko hama-verksmiðjanna. Með hon um á ferð voru tveir starfsmenn SÍS, þeir Gunnsteinn Karlsson og Björn B. Björnsson. SÍS hóf sölu Yokohama-hjólbarðanna fyrir fjórum árum og er salan mjög vaxandi um allt land hjá samvinnufélögunum. Hér um slóðir munu Yokohama hjól- FYRSTA PLASTSUNDLAUGIN Á BLÖNDUÓSI var nýlega vígð og tekin í notkun ný sund- laug úr trefjaplasti, sú fyrsta af þessari gerð hér á landi. Hún er 12.5x7.5 m. að flatarmáli og rúmlega meters djúp og verður kennslulaug. Hlutar laugarinnar voru fengnir erlendis en aðrir fram- leiddir á Blönduósi. Laugin er talin kosta 11—12 hundruð þús. kr. með katli, hreinsi- og klór- tækjum og einföldu þaki. Laug þessi er við barna- og unglingaskóla staðarins. Verður nú væntanlega fylgzt vel með, hversu hún dugar til notkunar í íslenzkri veðráttu. □ Hreindýraslofninn lelur nú 3273 dýr NÝLEGA fór fram árleg taln- ing hreindýra á íslandi á veg- um menntamálaráðuneytisins og að venju var flugvél notuð við talninguna. Reyndust hrein dýrin alls 3273, þar af 2508 full- orðin. Hafði dýrunum fjölgað nokkuð frá því í fyrra. í haust verður leyft að skjóta 600 fullorðin hreindýr og hefj- ast þær veiðar 20. september. Hreindýraeftirlitsmaður er Egill Gunnarsson, Egilsstöðum, Fljóts dal. ar. Nokkrir bændur hafa nú þegar auglýst algert bann við hreindýradrápi á jörðum sínum. Þótt hreindýr séu stygg, eru þau mun gæfari nú hin síðari ár, enda vanist manninum meira og dvalið í byggðum mán uðum saman á vetrum. Þykir mörgum því réttara að tala um hreindýraslátrun en veiðar. Enginn íslenzkur bóiídi. á enn þá hjörð hreindýra og hrein- dýrum hefur enn ekki verið beitt fyrir sleða á íslandi, og þrátt fyrir þennan þrjú þúsUnd dýra stofn á Norðausturlandi, er hreindýrarækt engin til og virðist ekki meðal áhugamála landsmanna. Margt bendir þó til, að hreindýr gætu gefið eig- endum sínum góðar tekjur hér, ekkert síður en á ýmsum öðrum norðlægum slóðum, þar sem hreindýrarækt er búgrein. □ Ævinlýri á næsla leiti? Yindheimajökull mjög girnilegur skíðastaður barðar vera 7—8 af hverjum 10. Hinn japanski sölumaður sagði, að í Yokohama-verk- smiðjunum væru starfsmenn um 7 þús. og framleiðslan 60 þús. hjólbarðar, margra teg- unda, dag hvern og er fyrir- tækið 53 ára. Yokohama-hjól- komu hingað bandarískir ferða- skrifstofumenn í boði flugfélag- ana og leizt vel á staðinn, sem var kynntur í blaðaheiminum og vakti áhuga margra. í skíðalandinu Sviss og víðar í Evrópu þarf hátt til fjalla á sumrin til að komast á snjó og hefur þunna loftið vissa erfið- leika í för með sér. Vestur í Bandaríkjunum er víðast of heitt á jöklum uppi mikinn hluta dagsins. En á Vindheima- jökli er hitinn talinn hinn æski legasti á sumrin og tiltölulega auðvelt að komast þangað með skíðalyftu. Segja má, að mál þetta sé í senn ævintýralegt ennþá og þó vert fullrar lathugunar vegna sérstöðu staðarins. □ Dr. Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri. firði og í Kjósasýslu. Mjög eru bændur ólíkt á vegi staddir með heyskapinn. En sýnilegt er, að heyfengur verður lítill. Á norð- anverðum Vestfjörðum gengur betur. Á Fljótsdalshéraði geng- ur heyskapur vel. Ný köl eru í túnum sunnanlands í vor og arfinn er það eina, sem vel (Framhald á blaðsíðu 5) Ker það á Þórshöfn, er sökk í sæ á skökkum stað á dögunum og frá var sagt í blaðinu. (Ljós- myndina tók E. D.) Léleg spretta og óþurrkar syðra DR. HALLDÓR PÁLSSON bún aðarmálastjóri sagði blaðinu á mánudaginn, að þetta sumar væri sunnlenzkum bændum eitt hið erfiðasta í langan tíma. Hann sagði: Óþurrkasvæðið nær yfir alla Austfirði vestur um Suðurland, norður um Vest urland og austur í A.-Húna- vatnssýslu. Á mið-Suðurlandi er ástandið þó nokkru betra, en þar náðust mikil hey fyrir rúmri viku. Margir bændur á þessu stóra óþurrkasvæði hafa enn ekki fengið þurrt strá í hlöður, en margir hirt nokkuð í votheysgeymslur. Sprettan er víðast hin ömurlegasta á nefndu svæði. Klaki var óvenjumikill í jörð í vor og þá rigndi mjög og jörðin var köld og vatnssósa. Fyrir stuttu var jarðklaki um eitt fet.á þykkt í skurðruðning- um í Borgarfirði. Feikimikil hey eru nú úti t. d. í Borgar- Ágæfis filboð frá Suðurbyggð Fundir Framsóknarmanna í Norð- ur-Þingeyjarsýslu 14. og 15. ág. Meðal bænda eystra er mjög vaxandi óánægj'a yfir því hvern ig hreindýraveiðar fara fram, enda hafa þeir séð mörg lemstr- uð hreindýr eftir skot veiði- manna og ganga raunar mjög ljótar sögur af hreindýraskytt- um, sannar eða ósannar. Ef sannar eru, hefur framferði sumra veiðimanna verið ósæmi legt. Fréttir herma, að eftirlit verði nú aukið og muni lögreglumenn verða eftirlitsmanni til aðstoð- FRAMSÓKNARFÉLÖGIN í Norður-Þingeyjarsýslu efna til funda fimmtudaginn 14. ágúst á Þórshöfn, fundurinn hefst kl. 20.30, og föstudaginn 15. ágúst á Kópaskeri kl. 20.30, þar sem meðal anuars verða rædd stjórn mál almennt og héraðsmálin einnig . Á fundu-m þessum mæta al- þingismenn flokksins í kjör- dæminu, þeir Gísli Guðmunds- son, Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Jónas Jónsson. fBÚAR við Suðurbyggð á Akur eyri sendu í sumar erindi til bæjarráðs þess efnis, að þeir, 23 að tölu, buðust til að leggja fram 15 þús. kr. hver, óaftur- kræft framlag til að malbika götuna Suðurbyggð nú í sumar. En þessi upphæð, 345 þús. kr. samtals, eru þrír áttundu hlutar kostnaðar við malbikunina eða rúmlega það. Þetta tilboð áhugasamra borg ara er bæði skemmtilegt og örvandi, því það sýnir áhuga fólks á meiri og örari varan- legri gatnagerð. Og í því felst mikil fjárhagsleg aðstoð við bæjarsjóð. Bæjarráð sá sér þó ekki fært að taka þessu tilboði í ár, en mun að sjálfsögðu halda slíkum leiðum opnum við gerð næstu fjárhagsáætlunar bæjar- sjóðs. Ættu þá fleiri, er kynnu að hafa samskonar tilboð í huga, að koma þeim á framfæri, áður en sú áætlun og áætlun um gatnagerðarframkvæmdir fyrir næsta ár, eru samþykktar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.