Dagur - 13.08.1969, Blaðsíða 2

Dagur - 13.08.1969, Blaðsíða 2
2 Akureyrarmót í knattspyrnu: Lokið er 3 leikjum, og hefur KA sigrað í öllum AKUREYRARMÓT í knatt- spyrnu stendur nú yfir og er lokið leikjum í þrem aldurs- flokkum, og hafa úrslit orðið þau, að KA hefur sigrað í öllum leikjunum. í 6. fl. sigraði KA með 1:0. f 5. fl. urðu úrslit 2:0 fyrir KA og í 3. fl. sigraði KA Svæðamótið í knattspyrnu liefst um helgina einnig með 4:3. Keppni í 4. fl. fer fram í kvöld, miðvikudag. Keppt er um verðlaunagripi, sem gefnir eru af Knattspyrnu- ráði Akureyrar, og verða grip- irnir væntanlega afhentir að loknu móti. Þá er eftir að leika í 2. og mfl. karla, og fara þeir leikir trúlega fram innan skamms. Sv. O. Oft var sótt fast að marki sunnanmanna þótt árangur væri vonum minni. (Ljósm.: E. D.) EITT JAFNTEFLIÐ ENN SL. SUNNUÐAG, kl. 5, hófst keppni í 1. deild í knattspyrnu á ný, eftir nokkurt hlé, og mætti Ffam til leiks á Akur- eyrarvelli. Leikurinn var mjög tvísýnn og spennandi allt til leiksloka, en leiknum lauk svo, að jafntefli varð, 1 mark gegn 1, og voru bæði mörkin skoruð í fyrri hálfleik. Framarar áttu meira í fyrri hálfleik framan af, en Akureyringar sóttu mjög undir lok hálfleiksins, en tókst ekki að skora nema einu sinni. Þung sókn var á Fram-markið •alian síðari hálfleik, en allt kom fyrir ekki, Akureyringum tókst ekki að skora, og höfðu þó all- flestir leikmenn liðsins reynt markskot. í síðari hálfleik átti Fram nokkur snögg upphlaup og skapaðist hætta við mark ÍBA í nokkur skipti. LEIKURINN. Fram byrjaði vel og sóttu Framarar fast fyrstu mínúturn- ar, og á 6. mín. lá knötturinn í netinu á marki ÍBA-liðsins, eftir laglega fyrirgjöf og vel heppnað skot. Eftir .markið virt ust Akureyringar átta sig á hlut unum og ógnuðu marki Fram, en allt bjargaðist þar til á 26. mín., að Þormóði tókst að skora fallegt mark, eftir fyrirgjöf. Liðin áttu bæði góð tækifæri í þessum hálfleik, en tókst ekki að skora. Nokkurrar hörku tók að gæta undir lok hálfleiksins, og áttu Fi'amarar upptökin, en mikil harka færðist í leikinn í síðari hálfleik, og sáust jafnvel hnefar á lofti, og fannst mér dómarinn, Óli Ólsen, ekki hafa nógu góð tök á leiknum er líða fór að leikslokum og sleppti mörgum ljótum brotum hjá báð um liðum, þó sérstaklega Fram- liðinu. Mikil spenna var í þessum leik og bæði liðin virtust ákveð- in í að sigra, en allt kom fyrir ekki, hvorugu liðinu tókst að skora, þrátt fyrir góð tækifæri. ÍBA-liðið sótti ákaft í síðari hálfleik, og var þung pressa á Fram-markið, og skot á markið óvenjumörg, en þótt ótrúlegt sé lenti knötturinn aldrei í mark- inu heldur ýmist ofan við þver- slá eða rétt utan við stengur, eða markvörður Fram bjargaði. Það fór því svo að þessum leik lauk með jafntefli, og er þetta fjórða jafntefli ÍBA-liðsins í sumar. Þessi leikur er glöggt dæmi um íslenzka knattspyrnu, liðin leika þokkalega úti á vell- inum og skapa sér góð tæki- færi, en það vantar endahnút- inn, það vantar menn, sem geta skorað mörk. — Akureyringar léku nú án Steingríms Björns- sonar og Jóns Stefánssonar. Sv. O. ÁKVEÐIÐ er nú, að Svæðamót í knattspyrnu í yngri flokkum hefjist um helgina og fara flest- ir leikirnir fram á Akureyri, en 2 á Húsavík og 1 í Ólafsfirði. Niðurröðun leikjanna verður þessi: 16. ágúst (Húsavíkurvöllur): Þór — Völsungur 4. fl. 16. ágúst (Akureyrarvöllur): KA — Völsungur 5. fl. kl. 15. Þór — Dalvík 5. fl. kl. 16. 17. ágúst (Húsavíkurvöllur): KA — Völsungur 4. fl. 17. ágúst (Akureyrarvöllur): KA — Dalvík 5. fl. kl. 14. Þór — Völsungur 5. fl. kl. 15. 21. ágúst (Akureyrarvöllur): Ólafsfjörður — Völsungur 5. fl. kl 17.30. 22. ágúst (Akureyrarvöllur): KA — Þór 5. fl. kl. 18. 23. ágúst (Akureyrarvöllur): Þór — Ólafsf. 5. fl. kl. 10 f. h. Völsungur — Dalvík 5. fl. kl. 11 f. h. Þór — Ólafsf. 3. fl. kl. 13.30. KA — Völsungur 3. fl. kl. 15. 24. ágúst (Akureyrarvöllur): KA — Ólafsfjörður 5. fl. kl. 10.30 f. h. Völsungur — Ólafsfjörður 3. fl. kl. 14. Þór — KA 3. fl. kl. 15. 28. ágúst (Ólafsfjarðarvöllur): Dalvík — Ólafsfjörður 5. fl. 30. ágúst (Akureyrarvöllur): KA — Ólafsf. 3. fl. kl. 14. Völsungur — Þór 3. fl. kl. 15.30. Þetta er í fyrsta sinn, sem slíkt mót fer fram hér á Norður landi, og gefur vonandi góða raun. á Einarsstöðum Þessi unga stúlka, Ingunn E. Einarsdóttir, Akureyri, er einhver efnilegasta íþróttakona landsins um þessar mundir, og sigraði í tveimur greinum, 100 in. grindahlaupi og langstökki, á íslandsniót- inu í frjálsíþróttum, sem fram fór á Laugarvatni í júlí. — Myndina tók II. T. á Akureyrarvelli. Laugum 20. júlí. Eins og fram kom hér á undan, stendur nú yfir Fjórðungsmót norðlenzkra hestamanna á Einarsstöðum. Hefur þess að sjálfsögðu gætt hér í nágrenninu í ferðum hesta, manna og bíla. Stór tjald borg á Einarsstaðatúni blasir við héðan frá Laugum og tjöld eru á víð og dreif við veginn á milli. Veður var hagstætt á föstu- dag og í gær — laugardag — en í dag er norðaustanátt, kalsa- veður og veruleg rigning. Aðstaða til að halda slík mót er ágæt á Einarsstöðum. Áhorf- endasvæðið við skeiðvöllinn er brekka móti suðri, landrými gott og gistiaðstaða í næsta ná- grenni á Laugum. Aðstæður leyfa 800 m. sprettfæri á beinni braut og á skeiðvelli hlaupa hestar á afmörkuðum brautum, svo sem venja hefur verið hér í Þingeyjarsýslu um árabil, þótt lítt eða ekki hafi verið tiðkað annarsstaðar. Talið er, að 6— 700 hestar hafi komið á mótið og fjöldi manna báða mótsdaga. Hér fara svo á eftir úrslit í góðhestakeppni og kappreiðum á mótinu. Afkvæniasýndir stóðhestar: 1. Glæsir nr. 656. Eigandi Jón Baldursson, Dæli, Skagafirði. 2. Fjölnir nr. 595. Eigandi Hrossa- ræktarsamband Norðurlands. 3. Blesi nr. 664. Eigandi Sigríður Skarphéðinsdóttir, Kimbastöð- um, Skagafirði. Stórliestar 6 vetra og eldri: 1. Dreyri nr. 621. Eigandi Kyn bótabúið á Hólum í Hjaltadal. Einkunn 8.14. 2. Hrollur nr. 689. Eigandi Bjarni Frímannsson, Efri-Mýrum. Einkunn 808. 3. Blakkur nr. 614. Eigandi Sveinn Jóhannsson, Varmalæk, Skaga- firði. Einkunn 8.02. Stóðhestar 4—5 vetra: 1. Sörli nr. 653. Eigandi Sveinn Guðmundsson, Sauðár- króki. Einkunn 8.24. 2. Eyfirð- ingur nr. 654. Eigandi Hrossa- ræktarsamband Norðurlands. Einkunn 8.05. 3. Blakkur nr. 685. Eigandi Halldór Antonsson, Tumakoti, Óslandshlíð. Einkunn 7.96. Afkvæmasýndar hryssur: 1. Drottning nr. 3474. Eigaiidi Ingibjörg Jósefsdóttir, Enni, Refasveit. (Onnur verðlaun fyr ir afkvæmi). 2. Iða nr. 2839. Eig andi Einar Höskuldsson, Mos- felli, Svínadal. (Önnur verðlaun fyrir afkvæmi). Hryssur, 6 vetra og eldri (einstaklingar ): 1. Elding nr. 3246. Eigandi Guðmuhdur Sigfússon, Eiríks- stöðum. Einkunn 8.55. 2. Hrafn- tinna nr. 3250. Eigandi Þor- steinn Jónsson, Ósi, Akureyri. Einkunn 8.36. 3. Perla nr. 3251. Eigandi Haraldur Tryggvason, Svertingsstöðum, Einkunn 8.23. Eyjafirði. Hryssur, 4—5 vetra (einstaklingar): 1. Kolbrún nr. 3440. Eigandi Kynbótabúið á Hólum í Hjalta- dal. Einkunn 8.35. 2. Muska nr. 3464. Eigandi Kynbótabúið Hól- um. Einkunn 7.98. 3. Iða nr. 3467. Eigandi Sigurður Stefáns- son, Sauðárkróki. Einkunn 7.94. Alhliða gæðingar: 1. Léttir Guttorms Óskarsson ar, Sauðárkróki, 10 vetra. Eink- unn 8.09. 2. Sindri Jóns Guðna- sonar, Eiríksstöðum, Svartár- dal, 16 vetra. Einkunn 8.06. 3. Smyrill Helgu Ólafsdóttur, Höllustöðum, 7 vetra. Einkunn 7.93. Klárhestar með tölti: 1. Blossi, 9 vetra. Eigandi Jón as Egilsson, Akureyri. Einkunn 7.68. 2. Skjóni, 9 vetra. Eigandi Sfeingrímur fótbrofnaði OKKAR kunni knattspyrnu- maður, Steingrímur Björnsson, fótbrotnaði í æfingaleik við KR fyrir skömmu, og má með sanni segja, að Steingrímur sé okkar óheppnasti íþróttamaður. Stein grímur verður frá vinnu í nokkrar vikur, og hefur fé ver- ið safnað í bænum til styrktar fjölskyldu hans, og er það vel, því allir gera sér í hugarlund hvaða áfall það er fyrir fjöl- skyldu, ef fjölskyldufaðirinn er frá vinnu vikum saman vegna meiðsla. En vegna þessa slys, vaknar sú spurning. Hvernig er hagað tryggingum fyrir okkar íþrótta- menn? Verða þeir sjálfir að taka á sig áhættuna af slysum, sem þeir verða fyrir? Hvað fær t. d. íþróttamaður á Akureyri í dagpeninga, sem verður fyrir óhappi á borð við Steingrím? Nauðsynlegt er að fá svar við þessum spurningum, og ef svo reynist að íþróttamenn, sem alltaf eiga á hættu að slasast, pins og knattspyrnumenn, fá kannski 100—200 krónur í dag- peninga, ef þeir slasast, þá verð ur að taka þau mál til ræki- legrar endurskoðunar, og það fyrr en seinna, því nóg finnst manni að fjölskyldumenn fórni flestum frístundum sínum í æfingar og keppni, þótt þeir eigi ekki á hættu að geta ekki séð fyrir fjölskyldum sínum ef óhapp kemur fyrir. - - Sv.O.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.