Dagur - 13.08.1969, Blaðsíða 8
>z Litla húsið neðst á myndinni er fyrsta útvarpshús á íslandi og á sér merka sögu. (Ljm.: E. D.) «
5$$SS$$$$$5$$S$$$$$$S$$$$S$$SSS$Í$ÍS$$$S$$S$Í$S$5$$$$$Í$$$$$$Í$$$$$S$ÍÍ:S«$$$$S$$ÍS$$$Í$$$$Í$$$$$$5$5$$S$$$1
Smáhýsi - gistihús i Egilssiöðum
SMATT & STORT
Egilsstöðum 11. ágúst. Jörð er
óvenju grasmikil í ár og víða
vel sprottin tún í sumar. Marg-
ir eru búnir með fyrri slátt, sem
snemma byrjuðu, en tíðar
skúraleiðingar hafa tafið og á
Austfjörðum hefur heyskapar-
tíð verið mjög erfið og stórrign-
ingar á syðri Austfjörðunum,
svo valdið hafa stórskemmd-
um á vegum. Þar er víða illa
sprottið.
Allmikill ferðamannastraum-
.
ur er hér eystra í sumar, sér-
staklega það sem af er ágúst-
mánuði. En fjölda margir ferða-
menn hafa tjöld og annan við-
legubúnað og „plokkarar" horfa
rauðeygðir á eftir þeim.
Sjónvarpsstöð á Gagnheiði er
fokheld orðin og minni stöðvar
verða byggðar í haust fyrir
Norðfjörð, Seyðisfjörð, Reyðar-
fjörð og Eskifjörð. Vera má, að
einhverjir horfi á jólaguðsþjón
ustuna í vetur.
Hér mun verða mikið berjaár
og eru berin að verða ágætlega
þroskuð.
Minkurinn útbreiðist mjög og
er mikið af honum við fjalla-
og heiðavötn, t. d. á Jökuldals-
heiðinni. Enda sést þar ekki
fugl lengur, nema svanur og
himbrimi og ekki mun silungur
aukast. Verður nú að grípa til
góðra ráða gegn minknum.
í haust verða felld 600 hrein-
dýr með auknu eftirliti hins
opinbera. Menn hér hafa fyllzt
viðbjóði yfir hreindýradrápinu
og sóðalegum aðförum veiði-
manna, sem sumir skutu, drápu
og særðu miklu fleiri dýr en
þeir gátu hirt, í fyrra.
Við erum búnir að kaupa hjá
Fosskraft 21 smáhýsi, norsk
einingahús, sem-hægt er að raða
saman á ýmsan hátt. Þessi hús
verða í haust sett upp hér í
Egilsstaðakauptúni og á að nota
þau sem gistihús næsta sumar.
Húsin rúrna 34 gesti. V. S.
VERKEFNI KVENNA
Þótt verð á íslenzkri ull sé svo
lágt, að bændum finnist það
naumast svara kostnaði að taka
hana af fénu, eru ýmsar ullar-
vörur í háu verði. Á síðustu ár-
um hafa erlendir ferðamenn
keppzt um að kaupa íslenzkar
peysur og fleiri ullarvörur, flest
um öðrum vörum fremur. Allir
þekkja ullarvörurnar frá Heklu
og Gefjun á Akureyri að mikl-
um ágætum, en handunnar vör
ur eru þó enn eftirsóttari munir
til minja. Það virðist sem kjörið
verkefni fyrir konur, að hefja
framleiðslu ullarvara á ný, en
nú með hjálp verksmiðjanna, á
þann veg að ullin sé „forunnin“
þar fyrir heimilisiðnaðinn.
Framleiðslan væri svo jöfnum
höndum seld innlendum og er-
lendum mönnum.
GAMALL IÐNAÐUR
ENDURVAKINN
Verksmiðjur tóku við ullariðnaði
heimilanna. Vera má, að nú sé
tími til þess kominn, að konur
hefji hinn forna heimilisiðnað á
ný með hjálp verksmiðjanna til
að mæta nýrri eftirspurn er-
lendra manna og kvenna, er
gista landið um stundarsakir og
kaupa flestir einhverja hluti til
minja um ferðina til íslands.
Prjónles var fyrrum mikilvæg
útflutningsvara og getur orðið
það á ný með listrænu hand-
bragði kvenna. fslenzka ullin á
ekki sinn líka í heiminum og
sérkenni hennar gefa ullarvör-
unum stóraukið gildi. Þótt marg
ar húsmæður liafi nóg á sinni
könnu og geti ekki bætt tíma-
frekum störfum við húsmóður-
störf sín, er fjöldi giftra kvenna
og ógiftra, sem myndu fagna
því, að fást við arðbær iðnaðar-
störf í heimahúsum. Hin vel
búnu heimili og „vélvæddu eld-
húsin“ létta nútímakonum mörg
störf og skapa miklar tóm-
stundir.
ULL OG GRJÓT
Hér voru aðeins nefndar peys-
ur, sem dæmi urn smærri heim-
ilisiðnað úr íslenzkri ull, en það
mætti alveg eins nefna grjót og
skartgripi, sem gerðir væru úr
íslenzkum bergtegundum.
f ferðamannabæ, og þar má
hafa Akureyri framtíðarinnar í
huga, ættu fleiri verzlanir að
geta selt innlenda iðn- og list-
muni og komið þannig á móts
við óskir kaupendanna og væru
þeir munir framleiddir í ferða-
mannabænum sjálfum.
Ull og grjót eru ólíkar vörur
og algerar andstæður, sem ís-
lenzku hugviti er treystandi til
að umskapa til hagsældar fyrir
marga og til þess að afla dýr-
mæts gjaldeyris.
STRÍÐ VIÐ KOFAEIGENDUR
Hinn 15. júlí í sumar var út-
runninn sá frestur, sem hest-
húskofaeigendur á Oddeyri og
víðar höfðu til „umþóftunar“,
þ. e. að flytja burtu þessa kofa
sína, samkvæmt samningi við
bæjarstjóm, er þeir sjálfir skrif
uðu imdir. En bæjaryfirvöld
hafa á mörgum undanförnum
árum reynt að láta fjarlægja
þessi ófullkomnu hús, en án
árangurs og er sú saga kannski
brosleg. Bæjarstjórn hefur gert
samþykkt á samþykkt ofan en
síðan ekki framfylgt samþykkt-
unum í þessu máji. Kofaeigend-
ur hafa aldrei fallizt á nauðsyn
samþykktanna en þumbast í
lengstu lög og treyst því, að
ekki yrði látið sverfa til stáls.
En hvernig er svo málum kom-
ið nú? Flestir kofanna standa
enn, þrátt fyrir undirskriftirnar
í fyrra.
EITTHVAÐ TIL AÐ SÝNA
Hér í blaðinu hafa þessi mál
nokkrum sinnurn verið til um-
Frystihús tók til sfarfa á Raufarh
Nýr heimavistarskóli og Ilúsmæðraskólinn á Hallormsstað taka á
móti gestum í sumar og þykir gott að gista þar í hinu óvenju fagra
umliverfi. Þetta er inynd af unglingaskólanum.
Raufarhöfn 12. ágúst. Frystihús
það, er reist var úr brunarúst-
um gamla frystihússins, tók til
starfa í síðustu viku júlímán-
Fengu eirinyud af Jónasi
Ófeigsstöðum 12. ágúst. Við
byrjuðum heyskap mjög seint
hér í sveit og biðum eftir betri
sprettu. Heyskapur er því
skammt á veg kominn, víða
LÖGREGLAN sagði blaðinu
eftirfarandi í gær:
í gær tóku menn eftir því, að
hurð á mannlausum sumarbú-
stað einum í Hrafnagilshreppi
stóð opin og var eiganda, manni
á Akureyri, gert aðvart.
1 dag fór lögreglan á staðinn
og gafst þar á að líta. Öllu laus-
legu hafði verið stolið og meðal
þess var útvarpstæki, 5 stólar,
borð, sólhlíf og svo stór olíuofn,
talinn vera úr Hrafnagilskirkju
og bæði stór og. þungur, enn-
fremur hafði skáphurðum verið
ekki hálfnaður, enda byrjuðu
margir ekki fyrr en upp úr 20.
júlí og stöku menn um síðustu
mánaðamót. Spretta var orðin
allgóð á heilbrigðri jörð, en því
stolið, hvað þá öðru, sem með-
færilegt var og unnt að losa.
Málið er nú í höndum lögregl-
unnar.
Talsvert er um framrúðubrot
á bifreiðum, en umferðin geng-
ur sæmilega og slysalítið og fáir
árekstrar orðið að undanförnu.
Fimm hafa verið teknir fastir
vegna meintrar ölvunar um
tvær síðustu helgar. Að saman-
lögðu er fremur rólegt og ölvun
sízt meiri en venja er á þessum
mikla feí-ðamannatíma. Q
miður var ekki nema helming-
ur af túnum óskemmdur á
mörgum bæjum.
Benedikt Baldvinsson fyrrum
bóndi í Garði var jarðsettur í
gær að viðstöddu fjölmenni frá
Nesi. Hann var vel kynntur bú-
höldur, hálfníræður að aldri.
Elín Ingjaldsdóttir frá Staðar
holti, ekkja Kára Arngríms
íþróttagarps, verður til moldar
borin á Ljósavatni í dag. Hún
var á áttræðisaldri.
Hinn 24. júlí komu hingað í
sveitina góðir gestir og gamlir
og nýir vinir, en það voru dæt-
ur Jónasar Jónssonar frá Hriflu,
Auður og Gerður, ásamt Eggei't
Steinþórssyni lækni, eigin-
manni Gerðar. Þau færðu fé-
lagsheimilinu, Ljósvetningabúð,
eirmynd af föður sínum, brjóst-
mynd í fullri stærð, að gjöf og
er myndin gerð af Ríkarði Jóns
syni. Jónas hafði, áður en hann
andaðist, ánafnað félagsheimil-
inu myndina og er hún okkur
mjög kærkomin. B. B.
Lausu og föstu stolið
Jafnvel húsgögnin fá ekki að vera í friði
aðar og hefur starfað óslitið síð
an. En gamla húsið brann 11.
júlí 1968. Hlutafélag stendur
fyrir framkvæmdum og er
hreppurinn stærsti hluthafinn.
Svo var Jörundur II keyptur
hingað, leggur hér upp og heit-
ir Jökull. Hann er á togveiðum.
Auk hans róa fjórir dekkbátar
og nokkrar trillur auk fimm eða
sex aðkomubáta. Aflað er í net
og nætur, á færi, línu og einn
er með snurvoð. Atvinnulífið
gjörbreyttist til mikilla bóta,
svo sem að líkum lætur, bæði
hjá köi'lum og konum.
Veðráttan síðustu vikur hefur
verið framúrskarandi góð. Á
Sléttu var seint byrjað að slá,
en heyskapartíð hefur verið
hin sæmilegasta.
Ormalónsá og Deildará hafa
verið mun gjöfulli á lax en und
anfarin ár. En minkur gerir nú
töluvert vart við sig. H. H.
ræðu áður og er litlu við að
(Framhald á blaðsíðu 7).
N
Valtýr Kristjánsson,
nýr kaupfélagsstjóri.
VALTÝR Kristjánsson bóndi
og oddviti í Nesi í Fnjóskadal
var ráðinn kaupfélagsstjoi'i hjá
Kaupfélagi Svalbarðseyrar frá
1. júní sl. eð telja. En hann var
áður endtinakoðandi þar, þaul-
kunnugur og fyrrum samvinnu
skólamaður. Skúli Jónasson,
sem verið hefur kaupfélags-
stjóri á Svalbarðseyri mörg und
anfarin ár, lét af því starfi
eigin ósk.
□ &