Dagur - 04.02.1970, Blaðsíða 1

Dagur - 04.02.1970, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Simi 12771 • P.O. Box 397 SéP.VERZLUN: LJÓSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Tvö bifreiðaslys í Fnjóskadal TVÖ bílslys hala enn orðið í Fnjóskadal. Hið fyrra varð sL miðvikudag, skammt frá Böðv- arsnesi. Þar mættust tveir Akur eyrarbílar og skemmdust mikið, en ökumenn sluppu með skrám ur. Þá bar það til á sunnudags- morguninn, að fólksbíll frá Ak- ureyri, á austu,rleið, fór út af veginum vestan Fnjóskárbrúar í Dalsmynni og fór niður snar- POSTHOLFIN PÓSTÞJÓNAR á Akureyri hafa sannreynt, að Dagur sagði ekki of mikið, er hann í síðasta tbl. sagði frá ótryggum pósthólfum, og að einn og sami pósthólft- lykill gengi að fleiri en einu hólfi. Nógu lengi hefur þetta, verið svo og er mál að linni. Hefur blaðið heyrt, að nýir lás- ar verði nú settir á öll leigð pósthólf og er það vel. Q brattan árbakkann, um 12 metra og skemmdist mjög. Ökumaður skarst mikið á handlegg og var sár hans saumað saman í sjúkra húsi á Akureyri. Þar liggur og annar farþeginn, en hinn er 'kominn heim til sín, minna meiddur. Á mánudaginn var færi vont í bænum og ökutæki uppfennt. Frá klukkan 12 á hádegi til kl. rúmlega þrjú lentu 11 bílar í árekstrum og 2 síðar þann dag. Á miðvikudaginn héldu 200— 300 menntaskólanemendur úti- fund, fyrst við Heimivist M. A., til að mótmæla kvenaskólafrum varpinu, en urðu þar fyrir ónæði því á þá var skvett vatni. Fóru þeir síðan fylktu liði um bæinn og báru kröfuspjöld. And stæðingar þessa hóps, einnig úr M. A., trufluðu gönguna og urðu einhverjar ryskingar. Tók lög- reglan þrjú ungmenni í sína vörzlu af þessum sökum. (Samkv. uppl. lögreglunnar) \ lli Snjókötturinn. (Ljósm.: E. D.) Snjókötturinn kominn til Akureyrar BALDUR Sigurðsson hefur keypt snjóbíl þann úr Mývatns. sveit, sem nefndur hefur verið Húnavellir í Austur-Húnavalnssýslu nýr heimavistarbarnaskóli hefir tekið til starfa ÞANN 28. okt. sl. var hafin kennsla í hinum nýja heima- vistarbarnaskóla að Reykjum í Austur-Húnavatnssýslu, en að honum standa 6 af 8 sveita- Formaður skólanefndar er Torfi Jónsson oddviti á Torfa- læk. Byijað var á byggingu Húna- valla að áliðnu sumri 1965, en stjóra og öðru fyrir heimavist unglinga. Þá er og eftir að byggja sundlaug. Mötuneyti og íbúðir starfsstúlkna eru nú í húsnæði er ætlað er til annarra nota í framtíðinni. Ákveðið var að halda vígslu- hátíð Húnavalla þ. 15. nóv. sL, en vegna slæmra samgangna og tíðarfars var henni frestað þar til síðar í vetur. Húnavellir rúma nú þegar 80 (Framhald á blaðsíðu 5) Snjókötturinn. Þraulreyndir voru slíkir snjóbílar á Suður- skautinu á sinni tíð. Hefu,r þetta farartæki nú ver- ið gert upp og er í góðu lagi. Bíll þessi er á 4 gaddabeltum, tekur 14 farþega eða 4 sjúkra- körfur og 4 farþega, getur farið með allt að 50 km. hraða á klukkustund og dregið tvöfalda þyngd sina eða 6 tonn á sleða í snjó og þungu færi. Snjókötturinn mun öflugasta farartæki hér um slóðir eða á landinu öllu til ferðalaga í versta færi og miklum bratta, dýr í rekstri en veitir öryggi ef mikils þarf með. Bíll þessi er svo „brattgengur“ að furðu sætir. Q1 Vetraríþróttahátíðin á Akureyri helst 28. febrúar VETRARÍÞRÓTTAHÁTÍÐ ÍSÍ hefst á Akureyri laugardaginn 28. febrúar og fer setningin um Nýi heimavistarbarnaskólinn, Ilúnavellir. hreppum sýslunnar, þ. e. Ás- hreppur, Sveinsstaðahreppur, Torfalaðkjarhreppur, Svína- vatnshreppur, Bólstaðarhlíðar- hreppur og Engihlíðarhreppur. Alls stunda 94 nemendur nám við skólann í vetur, en bömum á barnafræðslustigi, þ. e. á aldr- inum 9—12 ára, er skipt í tvo hópa þannig að samtímis dvelja i skólanum um 60 nemendur. Skipt er um þessa nemendur vikulega en nemendur 1. og 2. bekkjar unglingastigs stunda nám allan veturinn. Allir nem- endur fara þó til heimila sinna um helgar, og mun það nýmæli. Skólastjóri Húnavalla, en það nafn hefir skólinn hlotið, er Sturla Kristjánsson, en aðrir kennarai- eru Hautkur Magnús- son, Hafþór Sigurðsson og Vil- borg Pétursdóttir. Ráðskona mötuneytis er frk. Björk Kristófersdóttir, en auk ’hennar vinna 3 stúlkur við mötuneytið og að hailda skól- anum hreinum. þótt stai-fræksla skólans sé haf- in er enn eftir að byggja eina af þrem höfuðálmum hans ásamt sérstöku húsi fyrir skóla- ÞAÐ er sannarlega vert að veita reglugerð fjármálaráðu- neytisins um notkun ríkis- bifreiða eftirtekt. Hin nýja reglugerð tekur til allra ríkis- stofnana og samkvæmt henni á að merkja allar þær bifreiðar, sem í eigu ríkisins eða rí'kis- stofnana eru og er búist við að þær verði um 450 talsins, þegar búið er að selja 60—70, sem taldar eru óþarfar í hinum mikla bifreiðaflota ríkisins. Einkanotkun ríkisbifreiða á eftirleiðis að vera algerlega óheimil, eins og í öðrum nálæg- Félsgsmálaskóli Framsóknarfl FYRIRHUGAÐ er að halda námskeið á vegum Félagsmála- skóla Framsóknarflokksins, á Akureyri. Mun námskeiðið hefj ast um miðjan marzmánuð og standa yfir í um það bil viku. Námskeið þetta mun fyrst og f remst miðast við þjálfun á sviði félagsstaifa, svo sem kennslu í fundarsköpum, æfingu í ræðu- mennsku og framkomu á fund- um. Tekin vexða til meðferðar málefni er varða þjóðfélagið og samtíðina og eru ofarlega á 'baugi. Mun þátttakendum gef- ast kostur á að ræða þau á fund um námskaiðsins. Stjórnandi þessa námskeiðs verður Atli Freyr Guðmunde- son, erindreki Sambands ungra Framsóknarmanna, og ennfrem ur munu fleiri aðilar koma þar fram sem leiðbeinendur eða frummælendur. Námskeið þetta stendur öll- um opið, án tillits hvort þeir eru félagar í Framsóknarfélögum og eigi er það skorðað við neina takmörkun á aldri. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa Framisóknarflokksáns, Hafnai-stræti 90, Akureyri, sími 2-11-80, og eru menn eindregið ’hvattir til að hafa samlband við skrifstöfuna, sem einnig tekur við tilkynningum um þátttöku. Námskeið þetta verður nánar auglýst síðar. (Fréttatilkynning) uim löndum. En það er til marks um hið brezka sjónarmið um notkun bifreiða hins opinbera, að það sannaðist eitt sinn, að ráSherra'bíll (eign ríkisins) var notaður í innkaupaferð af konu ráðherrans og kostaði það ráð- herrann stöðuna. Hér á landi h’afa ríkisbílar verið herfilega misnotaðir og hverskonar bíla- styrkir í vaxandi mæli verið veittir mað lítilli gát. Forstjórum og öðrum, sem nú hafa ríkisbifreiðar til afnota og taldar eru óþarfar, verður gef- inn kostur á að kaupa þær á matsverði. Ríkisbifreiðar skuílu, að loknum starfsdegi, skildar efth' í vörzlu stofnunar. Hin nýja reglugerð mun sprottin af harði'i gagni'ýni. ann ars vegar og hins vegar af milc- illi og auðsæi'ri nauðsvn á því að koma þessu máli í viðunandi og mannsæmandi horf. Ber að fagna reglugerðinni, í von um, að undanþágur frá henni verði ekki allt of mai'gar. Q ALÞINGI FRESTAÐ 1 GÆR var Alþingi frestað til 1. mai'z. Rétt áður var kvenna- skólafi-umvarpið samþykkt í neðri deild með 29:11 atkvæð- um, fer það fyrir efri deild síðar og er tahð óvíst um úi-slitin. — Þingfrestunin er m. a. vegna fundahalda Norðurlandaráðs fram á íþróttavellinum klukkan 5 síðdegis að lokinni ski-úðgöngu þangað. í skrúðgöngunni verða keppenduirnir í sínum héraðs- eða keppnisbúningum, mikið á annað hundrað talsins, svo og starfismenn þeirra og forystu- menn íþi'óttanna. Meðal kepp- enda verða 5 frá hinum Norður löndunum. Vetrai'íþróttahátíðin er helg- uð þeim, fyx-st og fremst, sem á skíðum og skautum kunna og verða hinar mörgu gi-einar skíðaíþróttarinnar yfii-gnæfandi að þessu sinni. Á meðan íþrótta- hátíðin stendur, en henni lýkur 8. marz, verður sambandsráðs- fundur ÍSÍ haldinn, en þann fund sækja 25 fullti'úar. Mynda- og sögusýning vetran íþróttanna verður sett upp fyrir 'hátíðina og er það sú fyi-sta sinn ar tegundar, a. m. k. hér um slóðir. Hátíðin vei’ður kvik- myndulð. Dagblað með fréttum, viðtölum og gi-einum verður gefið út. Frí verður gefið í tvo daga í barna- og gagnfi-æða- skól.a. Flugfélag íslands veitir afslátt á fai-miðum á íþrótta- hátíðina. Búist er við fjölda gesta, en Akui-eyi-ingai- þurfa lfka að fjöl menna og hjálpa til að þessi fyrsta veti-arhátið ÍSÍ á Akiu’- eyri takist og verði bæ og hér- aði til sórha. í því sambandi má minna ó, að sumir hafa hugsað sér að taka „sumarfrí" sitt nú til þess að geta tekið sem mest- an þátt í því sem firam fer og rxotið þess að vera á skautitm. og skíðum. Foimaður undirbúningsnefnd ar hér á Akureyri er Jens Sumarliðaspn. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.