Dagur - 04.02.1970, Blaðsíða 4

Dagur - 04.02.1970, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Rækta úthafsf isk MÖNNUM er loks farið að skiljast, að útliöfin eru ekki ótæmandi auð- lindir, sem þau hafa oftazt verið tal- in. Fiskistofnamir em víða að ganga til þurrðar. Hvalir em víða aldauða en á öðrum stöðum hefur friðun haldið í þeim lífinu. Hið sama getur orðið bæði um bol- og flatfisk, svo ekki sé nú minnst á síldina. Hinar gengdarlausu fiskveiðar hafa víða orðið meiri en fiskstofnamir þola, og aflinn fer minnkandi ár frá ári. Þessu hefur verið mætt með meiri veiðitækni og fullkomnari veiðiskip- um. Brátt kemur að því, að hin aukna tækni vegur ekki upp á móti rýmun fiskstofnanna nema að litlu leyti og þá er illa komið. En ennþá er þróunin sú, að sífellt fleiri skip með stórbættan veiðibúnað, elta þverrandi fiskigöngur um höfin. Og menn velta því fyrir sér, livar þetta ógnar kapphlaup muni enda. í brezka tímaritinu Economist em þessi mál rædd nýlega og em þar settar fram hugmyndir um gjörbylt- ingu í þessum málum. Ritið segir frá aukinni fiskrækt í ám og vötn- um og þó fyrst og fremst í söltum sjó, í víkum og vogum og búmm. Kunnugt er hversu háttað er fisk- rækt í fersku vatni og hefur sú rækt- un lengi verið stunduð í öllum ná- lægum löndum en ekki hér svo orð sé á gerandi. Ræktun údiafsfiska hefur verið reynd á þann veg, að ala upp fiskana að nokkru og sleppa þeim síðan. Þetta hefur ekki borið eins góðan árangur og menn væntu. En nú eru hins vegar uppi miklar ráðagerðir um það, segir í tímarit- inu, að ala sjávarfiska á búgörðum þar til þeir hafa náð heppilegri markaðsstærð. Þykir sennilegt, að slík ræktun, þótt dýr sé, muni í fram- tíðinni geta keppt við útgerðina. Japanir rækta úthafsfisk á þennan hátt, m. a. á fiinm opinberum bú- görðum og framleiða þau, ásamt mörgum einstaklingum 500 þús. tonn af flatfiski og ostrum og er sá árangur mikill. Ýmsar tegundir kola og skelfiskur eru taldar auðræktaðar tegundir og kolinn vex mjög fljótt. Bretar gera tilraunir í fiskrækt við Hunderston- kjarnorkustöðina, er gefur mikið af heitu vatni, sem eykur vaxtarhraða fiskanna. Það væri vel hugsanlegt, segir Economist, að á þennan hátt megi rækta fjórðung fiskmagnsins á heimamarkaðinum, eða ræktun þess magns af fiski, sem 250 togarar veiða nú. Hvað sem byltingu í ræktun út- liafsfiska á svokölluðum búgörðum (Framhald á blaðsíðu 2) Ávarp i tilefni evrópska náffúruverndarársins 70 SÚ DEILD Evrópuráðsins, sem fjallar um auðlindir náttúrunn- ar og verndun þeirra, hefur sam þykkt að helga árið 1970 nátt- úruverndarmálum, og mælzt til þess að svo verði gert í öllum aðildarríkjum ráðsins. Af því tilefni senda Samtök um nátt- úruvernd á Norðurlandi út eftir farandi ávarp. l. 1. Náttúruvernd miðar fyrst og fremst að varðveizlu hinna lífrænu auðlinda náttúrunnar og skynsamlegri og 'hóflegri nytjun þeii-ra, svo að þær geti haldið áfram að vera arðgæfair um alla framtíð. 2. Náttúruvernd er mótfallin rányrkju, í hvaða mynd sem hún birtist, og vill leitast við að endurskapa þau verðmæti, sem farið hafa forgörðum vegna óhyggilegrar notkunar. 3. Tilvera lífsins á jörðinni er undir því komin að þetta heppn ist. Náttúruvemd er því allra hagur og allir ættu að geta sam einast um hana, hvar í flokki sem þeir standa. Náttúruvemd er framtíðarstefna, stefna lifsáns á jörðinni. II. 1. Fáir spilla náttúrunni af ásetningi, heldur er oftast skammsýni eða hugsunarleysi inn að kenna. Með upplýsingu og fræðslu má oft ná miklum árangri. 2. Stundur eru þó sterkir hags munir annars vegar. í slíkum til fellum þarf að leita aðstoðar lag anna. Góð náttúruvemdarlog eru því mikilvæg, en íslenzk lög um náttúruvemd eru ní ú end- urskoðun. 3. Með vísindalegri rannsókn má oftast sjá fyrir afleiðingar hvers konar ígripa í náttúruna. Hver sem fremur sMkt ígrip er því ábyrgur gerða sinna. m. 1. Náttúra er fólkið sambland af óteljandi þráðum og þáttum, einkum þó hinn lifandi hluti hennar. Á hverjum stað og tíma skapast jafnvægi milli þessai-a þátta. Þar sem maðurinn kemur við sögu bætist við nýr þáttur og ruglar jafnvægið. 2. Jafnvægi náttúrunnar verð ur ekki skihð til hlítar, nema með nákvæmri og ýtarlegri rannsókn. Rannsókn náttúmnn ar er því nauðsynlegm- undan- fari náttúruvemdar. IV. 1. Ymiss konar tilbúin eitur- efni og úrgangsefni frá hús- haldi og iðnaði, ógna nú öllu lífi á jörðunni. Þau berast með vindum og hafsti-aumum heims- homanna á milli og menga loft, vatn og sjó. Ekkert land sleppur við þessa ógnun. 2. Þessi hætta er nú orðin mörgum mönnum Ijós, og víða hafa verið gerðar ráðstafanir til að minnka hana. Þó er talið, að hún aukist stöðugt, og em marg ir uggandi run framtíð jarðlífs- ins af þeim sökum. Hér hafa náttúruvemdarmenn mikið verk að vinna. V. 1. Náttúruvemd viðurkennir rétt mannsins til að byggja land ið og hagnýta sér gæði þess, svo framarlega sem það leiðir ekki til varanlegra skemmda á landi eða lífi. 2. Þar sem menn hafa búið um aldaraðir og nytjað náttúm- gæðin hófsamlega, hefur fyrir löngu skapazt nýtt jafnvægi, sem maðurinn er sjálfur þáttur í. Jafnvel hús og önnur mann- virki heyra því til. Þetta jafn- vægi ber að varðveita, og stefna að því hvarvetna, þai’ sem land er byggt. 3. Hæfilega byggt land er oft fegurra en óbyggt, einkum ef landið er annars vel fallið til búsetu. En það er ekki sama hvemig landið er byggt. Hús, brýr og vegi þarf að gera svo úr garði, að ekki valdi stórum spjöllum á landslagi eða heildar mynd byggðarinnar. 4. Ymiss konar menningar- og atvinnusögulegar minjar eru víða orðnar óaðskiljanlegur hluti náttúrunnar. Stuðla ber að varðveizlu slikra minja og heim ildum, sem þeim eru tengdar. 5. Allir menn hafa einhverja þörf fyrir samvistir við óspillt náttúrufar og sumum er það hrein lífsnauðsyn. Náttúru- vemdin vill vinna að því að tryggja öllum þennan rétt, skipulega og án þess að leiði til örtraðar á því landi, sem þeirn var ætlað að njóta. VI. 1. Tæknin gerir nú mannin- tun kleyft að komast til hirma afskekktustu og fjarlægustu staða. Enginn blettur á jörðunni eða næstu jarðstjörnum er því óhultur fyrir honum og ígripum hans. Því ber brýna nauðsyn til að vemda viss óbyggð svæði með meina eða minna fullkom- inni friðlýsingu. 2. Slík friðlýsing gegnir því hlutverki, að varðveita sýnis- horn þeirrar náttúru, sem nú er til á jörðunni, til skoðunar og rannsókna, yndis og ánægju þeim sem síðar lifa á jörðunni. 3. í sama skyni ber að forðast að útrýmt sé tegundum dýra eða plantna, eða þeim sé fækk- að svo að hætta sé á útrýmingu. 4. Náttúrufyrirbæri, sem em sérstök eða einkennandi fyrir eitthvert land eða landshluta, ber að sjálfsögðu að varðveita, og sama er að segja um fyrir- bæri sem eru að flestra dómi óvenju fögur, eða hafa mikið vísindalegt gildi fyrir rannsókn landsins. 5. Allar skemmdir á náttúr- unni ber að forðast, hvar og hvenær, sem þær eru fram- kvæmdar. Beri brýna nauðsyn til að valda skemmdum á henni, þarf að athuga vandlega hvort meira vegi, skemmdimar og af- leiðingar þeh-ra, eða það hag- ræði sem menn telja sig ná. 6. í slíkum tilfellum verður að hafa í huga, að skemmdir á náttúrunni verða sjaldan bætt- ar svo að gagni komi Þær em því ævarandi skaði, en hagræð- ið oft stundarhagnaður. VII. 1. Samtök um náttúruvemd á Norðurlandi vora stofnuð til að vinna að framgangi náttúm- verndar í fjórðungnum, eftir þeim markmiðum, sem hér hafa verið tahn. Sa-mtökin eru óbund in og óháð öllum öðmm sjónar- miðum en þeim, sem á hvrejum tíma teljast aðalinntak náttúru- vemdar. 2. Samtökin em byggð upp af áhugafólki um allt Norðurland, og eru öllum opin, sem vilja vinna með þeim að náttúru- vemd í þeim anda er að ofan greinir. Félög og fyrirtæki geta gerzt styrktaraðilar samtak- anna. 3. Samkvæmt Iagauppkasti, sem laigt verður fyrir næsta aðal fund, kjósa félagar í hverfu hér aði, þijá menn úr sínum hópi í fulltrúaráð. Aðalfund skal halda árlega, til skiptis í héruðunum, og er öllum félögum heimilt að sækja hann með fullum réttind um. Aðalfundur kýs fimm manna stjórn, eftir tillögum full trúaráðs. Heimilt er að stofna deildir innan samtakanna. 4. Næsti aðalfundur og fram- haldsstofnfundur samtakanna verður haldinn á Akureyri næsta vor. Auk aðalfundar- starfa verður þar fjölbreytt kynningai'dagskrá, með erind- um, myndasýningum og skoð- unarferðum. 5. Náttúrugripasafnið á Akur eyri hefur látið gera veggmynda sýningu um náttúmvernd á Norðurlandi, og hefur hún þeg- ar verið sýnd á Akureyri við góða aðsókn. Næsta vor og sum ar verður hún væntanlega sett upp á ýmsum öðrum stöðum á Norðurlandi. VII. 1. Samtök náttúruvemdar- manna á Norðurlandi eru enn of fámenn og fátæk af fjárhlut. Styrkur þeirra er undir því kom inn, að sem allra flestir sem hlynntir eru þessum málum, Sameinist þeim og sem víðast í fjórðungnum. 2. Ekki verður til þess ætlast, að aHir félagsmenn hafi jafn mikinn áhuga á öUum þeim málaflokkum, sem náttúmvemd in hefur á stefnuskrá sinni. Minna má þar duga. Þrátt fyrir það ættu þeir að geta sameinast okkur og unnið þannig að fram gangi áhugamála sinna. 3. Náttúruvernd kostar einnig fé. Þrátt fyrir það, að aUir trún aðarmenn samtakanna vinna störf sín ólaunuð, er þó jafnan einhver kostnaður í sambandi við ferðir, fundi, samskipti við önnur félög, kynningu, eftirlit o. s. frv. 4. Þess er fastlega vænzt, að margir verði til að ganga í sam- tökin á þessu ári, og að ýmis félög, félagasambönd, fyrirtæki og stofnanir, telji sér málefni samtakanna svo skyld, að þau vilji gerast styrkjendur þeirra. 5. Heimilisfang samtakanna er fyrst um sinn Náttúrugripa- safnið á Akureyri, pósthólf 580, Akureyri. GleðHegt náttúmverndacár. Tjöm í Svarfaðardal, 7. jan. ’70. Hjörtur Eldjárn Þórarinsson, Tjörn. Helgi Hallgrímsson, Víkurbakka. Ami Sigurðsson, Blönduósi. Egill Bjarnason, Sauðárkróki. Jóhann Skaptason, Húsavik. Norrænir áhugamenn um leiklisf þinga í SÍÐUSTU viku komu hingað til landsins stjórnarmenn nor- rænna áhugamannaleikhúsráðs (Nordisk amatörteater rád) og héldu hér fund. En í marz í vetur miyn Bandalag ísl. leik- félaga gerast aðili að ráðinu. En sjö bandalög eru í því nú, frá hinum Norðurlöndunum. Tilgangurinn með þátttöku ís lendinga er sá, að vinna að nánara samstarfi, Ymis athyglisverð verkefni eru framundan á vegum ráðsins. í maí í vor verður þing áhuga- leikhúsfólks í Kungalv í Sví- þjóð. í sumar stendur ráðið að sumarbúðum unglinga í Dan- mörku, sem alþjóðasamtök áhugaleikhúsfólks, IATA, eiga einnig aðHd að. Þátttakendur munu starfa í tvær vikur að leiksýningum. Þá verður þingað um bamaleikrit í Ás í Finn- landi. Og á næsta ári verður efnt til norrænnar leikhúsviku áhugamanna í Gautaborg, þar sem leikflokkar aðHdarþjóða munu efna til sýninga. Þorraspjall um þjóðarmálin MÖRGUM varð bylt við þegar útvarpið hafði það eftir Hag- stofunni, að hin árlega fólfcs- fjölgun hér á landi hefði minnk að um þúsund manns á árinu sem leið, miðað við næsta ár á undan og væri hér um útflutn- ing að ræða. Þúsund manns hefði flutt búferlum frá íslandi til annarra landa á árinu 1969. Surnir kenna þetta stjómarfar- inu, aðrir vaxandi alþjóða- hyggju og minnkandi tengslum við land og þjóð. En hverjar sem ástæðurnar kunna að vera, er hér mikið áhyggjuefni á ferð. í þessum útflytjendahóp em Reykvíkingar áreiðanlega mjög fjölmennir, enda hefur höfuð- borgin áreiðanlega meira sam- band við umheiminn en aðrir landshlutar. Þegar blaðið fór í prentun var Alþingi í þann veginn að gera fjögurra vikna hlé. Til þess munu vera tvær ástæður. í fyrsta lagi á Norðurlandaráð að koma saman í Reykjavík um næstu helgi og mun það leggja undir sig bæði Alþingishúsið og Þjóðleikhúsið í vikutíma eða svo. Hingað kemur fjöldi fuH- trúa frá þjóðþingum Norður- landa, en auk þess starfsfólk, blaðamenn o. s. frv. og mun samkoman setja svip á Reykja- vík á meðan hún stendu.r, hver sem árangur hennar verður að öðru leyti. Hvorki mun íslenzka töluð á þessu þingi eða prentúð þótt haldin sé á íslandi. Önnur ástæða fyrir hinu langa þinghléi mun vera sú, að ríkisstjórnin telji sig þurfa að losna við þingið til að fá tíma til að semja ný stjórnarfmm- vörp. Ef svo er, gæti það stutt þá skoðun, að ráðherrar eigi ekki að sitja á Alþingi. Síðan Alþingi kom saman að nýju 12. janúar hefur það m. a. unnið að því að afgreiða nokkur fylgifrumvörp EFTA-málsins, sem ekki vannst ráðmm til fyr- ir jól. Fjármálaráðherrann vHdi að vísu afgreiða bæði tollski-á og söluskatt fyrir jól ,,í einum hvelli“, rétt fyrir þingfrestun, en þingmenn töldu þessi stór- mál þurfa nánari athugunar við og reyndist það rétt, því á toH- skránni er þingið nú búið að gera 170 breytingar eða vel það, með samþykki ráðherrans, en feHdar voru tHlögur Framsókn- armanna um niðurfeUingu toUa á ýmsum vélurn vegna atvinnu- vesganna. Talið er, að tekjuauki ríkis- sjóðs af 45% hækkun söluskatts ins, nemi 800—900 mH'ljónum króna á ári og muni um 25% samsvara lækfcun tolla af vör- um frá EFTA-löndum en um 20% vera bein skattahækkun. Mun söluskatturinn nú vera orðinn langliæsti tekjustofn rík issjóðs og leggst hann jafnt á allt, sem hann er lagður á, brýn ar nauðsynjar sem lúxusvömr. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið í stjórnarandstöðu, hefðu skattahækkanirnar, sem orðið hafa í ráðherratíð Magnúsar Jónssonar, verið kallaðar „dráps klyfjar“. í Reykjavík er þó meira rætt um kvennaSkólamálið þessa dag ana. Skiptist fólk í harðsnúnar fylkingar með og móti, hvort leyfa eigi Kvennaskólanum í Reyfcjavík að bæta við sig menntaskóla. Hér þarf raunar fleira til að koma en leyfið eitt. Menntaskóli kvenna þyrfti auð- vitað að fá húsnæði, sem ríkið yrði að 'koma upp og svo að greiða reksturskostnaðinn eins og við hliðstæða skóla. í Reykja vík virðist nú Kennaraskólinn búa við mest þrengsli, miðað við aðsókn og víðsvegar um lands- byggðina t. d. hér á Akureyri, bíða menn eftir ríkisframlagi tH bráðnauðsynlegra skólahúsa, með eftirvæntingu. □ JON H. ÞORBERGSSON: FURÐULEGAR RÁÐAGERÐIR SVO má telja fyrirætlanir þær, sem rafveitumar liugsa sér að framkvæma hér í Suður-Þing- eyjarsýslu. Með því að veita ám! úr sínum eðlilegu farvegum og setja 57 metra háa stíflu neðst í Laxárdal. Ef þessi óliæfa yrði framkvæmd, má búast við þessu: * 1. Laxveiði í Skjálfandafljóti myndi hverfa. 2. Ágæt silungsveiði í Svartár vatni í Bárðardal mundi hverfa. 3. Framengjar í Mývatnssveit, sem eru sama sem tún margra bænda, mundu stórskemmast eða eyðileggjast með öllu. 4. Vegna hækkunar á vatns- borði Mývatns og auknum sand burði í það, eru hlunnindi þess í hættu, svo og tún og graslendí með vatninu. 5. Með stíflunni neðst í Lax- árdal mundi ■ liann fyllast af vatni og þannig heil sveit fara í eyði og liin ágæta stangveiði þar ónýtast. 6. Laxveiði í Laxá í Aðaldal hlyti að spillast og áin þar um- turnast. En þar er hún jafnvel merkilegasta stangveiðiá í Evrópu. 7. Ilér á jarðskjálftasvæði, og jafnvel hvort sem er, gæti það komið fyrir, að hin 57 metra liáa stífla neðst í Laxárdal, bilaði og mundi þá vatnsflaumurinn drepa menn alla og skepnur i Noi-ræna áhugaleikhúsmanna ráðið stendur fyrir námskeiðum fyrir fomstumenn leikfélaga (áhugaleikflokka), lætur þýða og dreifir leikritum, og stuðlar að gagnkvæmum heimsóknum leikfélaga með sýningar til ann- arra félaga. í Bandalagi íslenzkra leik- - Meira en þúsund .. . (Framhald á blaðsíðu 8) þar um 163 á árinu. Næstfjöl- mennasta sýslan er Gullbringu- sýsla með 7.750 íbúa, en í GuU- bringu- og Kjósasýslu eru sam- tals 11.251 íbúi. öllum Aðaldal, fylla þar aDt með aur og leðju og eyðileggja öll mannvirki. 8. Það er talað inn, að með þessu fengist ódýrt rafmagn, en það gæti nú brugðist ef rafveit- an yrði að greiða þúsundir milljóna króna í skaðabætur fyrir spjöll á verðmætum hér- aðsins, í bráð og lengd. Við Suður-Þingeyingar eig- um vötn, Iönd og hlunnindi þau, sem rafveitan hyggst að taka til svo hrottalegrar meðferðar og niunum aldrei líða, að svo verði gert og neyta til þess aðstöðu í lögum og stjórnarskrá þjóðar- innar. Mega því upphafsmenn þess- ara ráðagerða strax fara að hugsa þessi mál á annan hátt en þennan. Eignarnám kemur hér-aldrei til greina. Það er víst, að þjóðin getur haft miklar tekjur af erlendu skenuntiferðafólki. Þar er Suð- ur-ÞingeyjarsýsIa betri höfuð- stóll, en flest önnur héruð lands ins, eins og hún er nú og eins ,fyrir innlent fólk og þá likal atvinnuvegur fyrir liéraðsbúa. Slíkt yrði meira og minna eýði- lagt ef framangreindar fjarstæð ur yrðu að verulcika. Slíkt má ahlrei ske. 25. janúar 1970 Jón H. Þorbergsson. Fjölgaði um 267 í Norðurl. eystra. í Reykjaneskjördæmi varð fjölgunin mest af kjördæmun- um, en þar fjölgaði um 679 (og er þá Reykjavík ekki undan- skilin) og eru þar nú 37.272 íbú- ar. f Vesturlandskjördæmi em nú 13.207 íbúar og fjölgaði um 69. í Vestfjarðarkjördæmi fækk aði um 112, og eru þar nú 10.133 ibúar. f Norðurlandskjördæmi vestra fjölgaði um 25 íbúa og eru þar nú 9.998 íbúar. í Norðulr landskjördæmi eystra fjölgaði íbúum um 267 og eru nú 22.078. í Mývatnssveit fjölgaði íbúum um 24. í Austurlandskjördæmi fjölgaði íbúum um 43 og em nú 11.279. í Suðurlandskjördæmi fjölgaði um 38 íbúa og eru íbú- ar þar nú 17.976. Fólkfæsti hreppurinn er Loð- mundarhreppur, sem fyrr, með 1 íbúa, en í Flateyjarhreppi á Skjálfanda em nú 5 íbúar en voru áðtrr 8. f Grímsey hafði fjölgað um 2 og eru þar nú 89 íbúar. □ - Húnavellir í A.-Hún. (Framhald af blaðsíðu 1). nemendur í heimavist en skóla- stofur eru fyrir 120 nemendur og er það sú tala er skólinn á að rúma er by.ggingutm, þeim er áður getur, er lokið. Má því segja að Austur-Húnvetningar hyggist að sjá vel fyrir mennt- un æskufólksins í héraðinu í næstu framtíð. Byggingakostnaður Húna- valla er nú um 33 miUj. króna. Skólinn er teiknaður af Birni Olafs arkitekt, Reykjavík, en verkfræðistörf hefir Verkfræði- stofan Hönnun og Rafteikn s.f. annazt. Aðalverktaki við byggingar- framkvæmdir hefir Fróði h.f. á Blönduósi verið en yfirsmiðu(r Einar Evensen byggingameist- ari, Blönduósi, sem einnig hefir haft aðalumsjón á hendi með öHum framkvæmdum. Aðrir verktafcar hafa verið: Bjarni Ó. Pálsson, pípulagningameistari, Reykjavík, annaðist pípulagnir, PáU Þorfinnsson, rafv.m., Höfða kaupstað, raflagnir, Haraldur Hróbjartsson og Ragnar Guð- mundsson, múrarameistarar úr Skagafirði, múrverk, og Guð- bjartur Þ. Oddsson, málara- meistari, Blönduósi, málningu. Bygginganefnd Húnavalla er skipuð oddvitum þeirra hreppa er að skólanum standa, en for- maður hennar hefir verið Grim ur Gíslason oddviti Áshrepps, en reikningshaldari Torfi Jóns- son oddviti Torfalækjarhrepps. Húnavellir standa í miðju héraði og ríkti alger eining um staðarvalið og byggingu skólans. Starfsemi HúnavaUa hefir líka farið vel af stað svo tUefni gefur tH bjartsýni um framtíð- ina. (Fréttatilkynning) félaga eru nú 45 félög, sem setja á svið um 40—50 leifcrit (af fullri lengd) á ári, og eru þær sóttar að jafnaði af um 30.000 áhorfendum. fslenzk áhugaleik- félög fá ym 1300.000 kr. í styrk frá ríkinu árlega, en bandalagið 250.000 ki'. Að sögn Sveinbjöms Jónssonar er skortur á íslenzk- um leikhúsvei'kum aðalvanda- mál leikfélaganna hér. 1 stjórn Norræna áhugaleik- húsmannaráðsins em: Lennart Engström fi'á Svíþjóð, Bjax-ne Lpnegren fi-á Finnlandi, Ai'ne Aabenhus frá Danmörku. Leiklistarráðunautur Banda- lags íslenzkra leikfélaga er Sveinbjöm Jónsson. Kom hann ásamt stjóminni hingað til Akureyrar fyrir helgina, sáu Gu(Una hhðið og sátu miðdegis- verðax'boð Leikfélags Akux-eyr- ar. □ Sitjandi: Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Samvinnutrygg- inga og Andvöku- og Ólafur Sverrisson, kaupfélagsstjóri í Borgar- nesi. Standandi: Björn Vilmundarson, deildarstjóri og Bjarni Þórðarson, tryggingafræðinguir. , Hóplíftryggingar njóla vaxandi vinsælda Kaupfélag Borgfirðinga tryggir starfsfólk sitt NÝLEGA var undirritaður samningur við Líftrygginga- félagið Andvöku um hóplíf- tryggingu á starfsfólki Kaup- félags Boi’gfirðinga. Felur hann í sér líftryggingu á hveijum starfsmanni að upphæð kr. 200.000.00. Mun kauþfélagið greiða helming iðgjaldsins og starfsfólkið sjálft hinn helming- inn. Hér er um meifcan áfanga að ræða, sem vert er að minnast á sérstaklega. Hvað eru hóptryggingar? Hóptx-yggingar em ætlaðar stai'fsfólfci fyrirtækja, félögum í félagssamtökum eða öðrum hópi manna, sem vilja skapa fjöl- skyldum sínum áðurnefnt ör- yggi. 20 menn eða fleiri geta tryggt sig sem hóp. Tryggingar- fjárhæðin verður einungis greidd við andlát manns í tryggðum hópi og þá til ek'kjui hins látna, barna hans eða lög- erfingja. Á þennan hátt fá við- komandi menn slíkt öryggi á stórum ódýrari hátt en hugsan- legt er með nokkru öðm móti. Við slíkar hóptryggingar er hægt að veita kjör, sem eru óhugsandi, ef hver tryggir fyrir sig, enda einstaklingstryggingar að ýmsu leyti annars eðlis. Hóptryggingar og fyrirtæki. Erlendis hafa hóptryggingar tíðkazt í 25—30 ár, og hafa gef- izt með ágætum. Er algengast að hópar starfsmanna hjá ein- stökum fyrh-tækjum taki slíkar tryggingar, og hafa fyrirtækin þá oft aðstoðað við trygginguna á ýmsan hátt. Oft hafa fyrir- tækin greitt einhvem hluta iðgialdsins, sem venjxtlega er óveruleg upphæð, en þó hefur slík umhyggja reynzt afar vin- sæl meðal starfsfólksins og oxð- ið til að auka samhug þess og velvild í garð atvinnui'ekand- ans. Auk þess er kostnaður við slíka þátttöku í tryggingum víð- ast frádráttarbær til skatts svo sem launagreiðslur. Hvað, ef þér fallið frá? Hver fjölskyldumaður með Fleslir vegir færir aS nýju í MIKLU noi'ðaustanveðri noi'ð aiHands um helgina urðu flestir vegir ófæi'ir og allir fjallvegir. í gæi-morgun var bílum hjálpað af Vegagerðinni yfir Oxnadals- heiði og gékk gi-eiðlega og Holta vörðuheiði var einnig opnuð þá. Dalvíkui'vegur varð ófær á Há- mundarstaðahálsi og var ekki í'uddur í gær, en á að gera það í dag. Verið var í gær að ryðja snjó af Svalbai-ðssti'andai'vegi og opna veginn til Húsavíkur. Vegir í næsta nági'enninu, svo sem í hreppunum framan Akrn' FRÁ SKÁKFÉLAGINU NÝLOKIÐ er haustmóti félags- ins. Úrslit urðu: Júlíus Bogason með 11 vinn. 2.—5. ui'ðu með 8 vinninga hver: Jóhann Snorra son, Jón Björgvinsson, Hjör- leifur Halldói'sson og Ævar Ragnarsson. Áformað er að hefja starfs- hópakeppni næstkomandi fimmtudagskvöld að Varðborg. Einnig er áformað að halda hér skákmót um næstu mánað- armót með sterkum aðkomu- skákmönnum. (Aðsent) eyrar, voru mjög þungfærir en unnið var að því að hi'einsa þá í gær. Munu því flestir vegir verða færir í dag, ef veður fyH- ir þá ekki á ný. Q ábyi'gðartilfinningu hlýtur að hafa velt þeirri spurningu fyrir sér og gert upp við sig, hvemig konan og bömin fæm að, ef hann féUi frá. Orlög sín fær eng inn umflúið og það er efcki vai'legt að treysta góðri heilsu og trúa því, að ekkert geti kom- ið fyrir. Öll þekkjum við dæmi um sorgleg örlög ekfcna og bama þeirra, er menn hafa fallið frá skyndilega. Hið opinbera hefur gert margt tH að létta slíkt hlut- skipti, en þó nægja þær að- gerðir engan veginn. Atvinnu- rekenduim og samstarfsmönnum ber engin lagaleg skylda til að hlaupa undir bagga, en finnst oftast siðferðileg skylda hvíla á sér. Þegjandi leggja menn eitt- hvað af mörkum — og döprum hug er það þegið. Hóptryggingar eru svar trygg- ingavísindanna við þessum vanda. Þær skapa hið nauðsyn- lega öryggi á sanngjaman, ódýr an og viðeigandi hátt. Hóptryggingar og aðrar 1 tryggingar. Hóptryggingar koma ekki í staðinn fyi'ir liftryggingar ein- staklinga. Upphæðir þeirra ei'U alltaf lágmarksti'ygging, sem hver einstaklingur ætti að hafa. Vitað er, að fleiri kaupfélög hafa nú ákveðið að tafca svipaða lífti-yggingu og Kf. Borgfix’ðinga og ýmsir starfs- og félagahópar hafa sýnt verulegan áhuga. 21. janúar 1970. Bernharð Paisson Fæddur 27. ágúst 1903. — Dáinn 29. desember 1969. KVEÐJA FRÁ ELFU Vaskur maðu-r veginn ekur verkin öll hann lofa skjótt þegar orkan þrjóta tekur þá er gott að sofna rótt. Fregn að mörgum hanni hleður höggvið er á lífsins streng1 þegar sveitin þögul kveður þekktan lial og góðan dreng. Vel þú heilum vagni ekur veginn inn á Ijóssins strönd víst er eitt að við þér tekur vinaliópur, móðurhönd. (A. Ó.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.