Dagur - 08.04.1970, Blaðsíða 4

Dagur - 08.04.1970, Blaðsíða 4
4 Skriístofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðamiaður: ERLINGUR DAVÍBSSON Auglýsingar og afgreíðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. UM TOGARA í YFIRLITSRÆÐU Ólaís Jóhannes sonar fonnanns Framsóknarflokks- ins á nýloknum miðstjómarfundi mælti hann m. a. svo urn togara- málin: „Það fer auðvitað eftir aðstæðum á hverjum stað hvaða skip henta þai bezt. Það þarf því bæði að afla stæni og smærri skipa. En endurnýjun og uppbygging fiskiskipastólsins hefur verið sorglega vanrækt. Það á alveg sérstaklega við um togaraflotann. Togararnir eru langsamlega afkasta- mestu tækin til hráefnisöflunar. En togurum hefur fækkað um meira en helming á valdatíma núverandi ríkis stjórnar. Við vorum áður í farar- broddi í togaraútgerð en erum nú komnir á meðal þeirra, sem reka lest ina. Endumýjun og aukning togara- flotans er aðkallandi nauðsyn. Þar má ekki lengur láta reka á reiðan- irnt svo sem gert hefur verið. Tóm- læti stjórnvalda í þeirn efnum er óskiljanlegt. Þar hefur um langt skeið starfað nefnd, sem virðist hala talið það sitt helzta lilutverk að liggja á málinu og draga úr öllurn aðgerðum. Er engu líkara en hún hafi rekið hreina skemmdarstarfsemi gagnvart sjávanitvegsráðheira, sem ætla verður að hafi haft áhuga á þessu máli. En hami hefur engu komið fram. Við Framsóknarmenn mörkuðum stefnu okkar í þessu efni með flutn- ingi frumvarps á þessu þingi um togaraútgerð ríkisins og stuðning við útgerð sveitarfélaga. Við Framsókn- armenn erum að vísu ekki almennt talsmenn ríkisreksturs, en þegar ein- staklinga eða félagssamtök brestur bolmagn til þess að eignast og starf- rækja nauðsynleg framleiðslutæki, er óhjákvæmilegt að þjóðfélagið komi til sögunnar og leysi vandann a. m. k. í bráðina. En núverandi tog- araeigendum virðist vera um megn að endurnýja togaraflotann, og það jafnvel þó að ríkið bjóði fram nokk- urn styrk til kaupanna. Það skal fram tekið, að við gerum ráð fyrir að togaramir verði seldir fiskvinnslu stöðvunum jafnskjótt og þær telja sig hafa bolmagn til að kaupa þá, j)ó svo að ríkið geri jafnan út a. m. k. fjóra togara til atvinnujöfnunar. Sérstök athygli skal vakin á þeim stuðningi, sem veita skal útgerðar- félögum, sem sveitarfélögin eiga aðild að, til að eignast skip. En áhugi á skipakaupum er víða fyrir hendi í sjávarþorpum, en bolmagn skortir til að ráða við útborgun. Eitt er víst, að við megum alls ekki við því að togaraútgerð leggist nið- ur. Við þurfum að hagnýta hin fjar- lægari fiskimið sem önnur skip geta ekki stundað. □ Fljótlega vantar margt fólk til slarla SEGÍR SIGURÐUR JÓHANNESSON, ER SVARAR SPURNINGUM BLAÐSÍNS AÐ ÞESSU sinni ræðir Dagur við Sigurð Jóhannesson fram- kvæmdastjóra Þórshamars h.f., en hann skipar fjórða sæti á lista Frameóknarmanna hér á Akureyri til b æj arstj órna rkosn inga þeirra, er fram fara síðar í vor. Hann er tæplega fertug- ur, var leng'i fulltrúi innkaupa- stjóra KEA, hefur unnið að mál um Félags verzlunar- og skrif- stofufólks, verið formaður beggja Framsóknarfélaganna á Akureyri, sat um tíma á Al- þingi vorið 1965, er annar vara- maður Framsóknar í bæjar- stjórn, á sæti í sjúkrahússtjórn, stjórn elliheimilanna og toll- vörugeymslunnar. Höfum svo ekki þennan formála lengri en leggjum spurningar fyrir hann. Þau niunu mörg málin, sem bæjarstjóm Akureyrar þarf að leysa á næstunni? Ég tel eitt aðal verkefni næstu bæjarstjómar að auka möguleika til örari vaxtar Akur eyrarkaupstaðar og fjölgunar bæjarbúa. En bænum er það mikil nauðsyn að íbúum hans fjölgi um nokkur þúsund. Tekju stofnar bæjarins myndu þá auk ast verulega og ýmsar stofnanir nýtast betur, án þess að þurfa að auka kostnað sinn í sama hlutfalli og fólksfjölgunin. Af höfuðstað Norðurlands er eðlilegt að krefjast margskonar þjónustu, sem ekki þarf að vera fyrir hendi í minni bæjum. Þessi þjónusta verður hér að vera, hvort sem bærinn stækk- ar ört eða stendur í stað. En sú þjónusta verður ódýrari á hvem íbúa, eftir því sem þeim fjölgar. Hvað vUtu láta gera til að örva þessa stækkun? A síðasta ári varð hlutfallsleg fjölgun hér á Akureyri meiii en á höfu&borgaravæðinu og sézt á því, að unnið hefur verið að örari. stækkun bæjarins á síð asta kjörtímabih, og að þessu þai-f að stefna áfram. Veiga- mikió atriði er að fjölga hraðar atvinnutækifærum í bænum, þannig að fólki sé auðveldað að sækja hingað í atvinnuleit. Annai's lítur vel út með at- vinnumöguleika á næstunni og að fljótlega muni vanta menn til starfa hér í bænum, sérstak- lega iðnverkafólk og iðnaðar- menn og eru jafnvel nú þegar vandræði vegna vöntunár á iðn aðarmönnum í sumum grein- um. En aukið aðstreymi til bæj arins kallar um leið á aukið íbúðarhúsnæði. Byggingarfélög og einstaklingar hafa undan- farin ár unnið að því af dugn- aði og hagsýni, að byggja íbúð- arhúsnæði til sölu og er það að mínum dómi heppileg þróum. En ef það nægir ekki, kemur fýllilega til greina að þærinn láti byggja fbúðablokkir til sölu eða leigu til að fullnægja þörf- inni. Hvað nra framtiðarhlu tverk Akureyrar, se*w höfuðstaðnr Norðurlands? Akureyri verður, enn frekar en nú er, *ð vera þjónustubær á Norður- og Norðausturlandi og e. t. v. fyrir hluta Austfjarða. Og er eðlilegt að ætlast til þess, að hér é Akureyri verði til lang frama staðsettar ýmsar af þeim ríkisstofnunum, sem einkum vinna fyrir þennan landshluta. Á þetta ekki sízt við hvað snert ir verzlun og samgöngur, t. d. með staðsetningu strandferða- skips hér. Verzlunar- og iðn- fyrirtækjum þarf að gera eins auðvelt og mögulegt er, að sinna og auka viðskipti sín við þessi svæði. Við getum tekið fyi'irtaski eins og tolívöru- geymsluna nýju, sem einstakl- ingar og félög hafa komið hér upp af mikilli framsýni, er þarf að geta og getur þjónað stærra svæði en Akureyri og næsta nágrenni. En sá möguleiki grundvallast einnig mjög á bætt um samgöngum. Annað atriði Sigurður Jóhannesson. vil ég nefna þegar rætt er um Akureyri, eem höfuðstað Norð- urlands og Akureyri sem þjón- ustuibæ, en það er Fjórðungs- sjúkrahúsið og sú stækkun, sem þai- er á döfinni. Ef Akureyxi á að geta gegnt forystuhlut- verki sínu, sem höfulðstaður og þjónustubær, er alger nauðsyn að' leysa mál sjúkrahússins á myndarlegan hátt. En það er hvílíkt Gi'ettistak, að eðlilegt ei' að þar komi mörg sjónaimið fram og ekki verði allir sam- mála um hvemig að skuli unn- íð. Hveraig er starfsaðstaðan? Fyrir 10—12 ái'um síðan töld um við okkur elga eitt af beztu ajúkrahúsum landsins. En þró- unin í þessum málum hefur verið mjög ör annarsstaðar og okkar ajúkrahús ekki tekið neinum stökkbreytingum á þessu tímabili og hefur ekki húsrými til neinr.a slíkra breyt inga, þótt ný tæki hafi verið fengin. En við fáum ekki þá sérfræðinga til starfa sem nauð syn er, ef við ætlum að hafa sambærilegt sjúkrahús Borgai'- sjúlírahúsinu í Reykjavík, nema gjörbi’eyting verði á starfsað- stöðu læknanna. Um leið og þessi aðstaða er fyrir hendi, er forysta Akurejrrar ti'yggð, sem önnur aðal miðstöð heilbrigðis- þjónustunnar í landinu og að því verður að stefna. Þetta vil ég telja eitt aðal atriðið. í um- ræðum um þetta mál má ekki líta allt of mikið á þann kostn- að, sem af stækkuninni leiðir. Fjórðungssjúkrahúsið er í dag með stærri atvinnuveitendum í bænirm og launagreiðslur stai'fs fólks þess voru 30 millj. ki'. á sl. ái-i. Og þessir peningar velta að mjög miklu leyti hér innan- bæjar, og því er það út af fyrir aig enn frekari rök til aukn- ingar á starfsemi sjúki'ahússins en hið gagnstæða. Hver er skoðun þín á tali Sjálfstæðismanna um „ábyrgan meirihluta“? Au'ðvitað þarf hverju sinni meirihluti að vera fyrir hendi til afgreiðslu máLa innan bæjar stjórnar. Ef ekki næst samstaða um veigamestu bæjarmálin á eins breiðum gi'undvelli og á yfirstandandi kjörtímabili, þá mun sá meirihluti sem með þarf, myndaður af einhverjum flokkanna innan bæjarstjórnar. En að tala um „ábyrgan meiri- hluta,“ fremur en venjulegan meirihluta, sem einhverja pat- entlausn á öllum okkar málum, get ég ekki skilið. Samkvæmt rökum talsmanna „ábyrgs meiri hluta,“ má ætla, að það hafi verið óábyrgir aðilar, sem studdu eða myndað hafa meiri- hluta innan bæjarstjórnar und- anfarin kjörtímabil. Ég býst við því að mörgum góðum bæjar- starfsmönnum, sem eru á fram boðslista talsmanna „meirihlut- ans“ þyki hálf kaldranalegt að fá svona yfirlýsingu um, að þeir séu raunar komnir í störf sín hjá Akureyrarbæ fyrir atbeina einhverra óábyrgra aðila. Hvað viltu að lokum segja uml kosningahorfurnar? Ég tel að við Framsóknar- menn getum gengið bjartsýnir til þessara kosninga. Störf bæjarfulltrúa okkar á þessu kjörtímabili hafa verið jákvæð, og þeir hafa haft forgöngu um framkvæmdir á þessu kjörtíma bili, þó þeir hafi ekki verið þar einir að verki. Samstarf flokik- anna innan bæjarstjói'narinnar hefur verið gott og heilshugar var unnið að því að fleyta bæn- um yfir erfiðleika á fyrrihluta þessa kjörtímabils. Þau árin töluðu fulltrúar hinna flokk- anna mjög um Framsóknar- flokkinn sem forystúflokk bæj- arstjórnarinnar. En þegar líða tók nær kosningum og séð varð, hve vel þessi forysta hafði tek- izt, hljóðnuðu þessar raddir. Við göngum til kosninga með það í huga að vinna bæjarfélag- inu og íbúum þess eins vel og mögulegt er, og stuðla að sem hagstæðastri þróun Mfskjara bæjarbúa. Trúir þessum hug- sjónum þurfum við ekki að kvíða úrslitum kosninganna, eegir Sigurður Jóhannesson að lokum og þakkar blaðið svör hans. E. D. m ~ SIGURÐUR ÓLJ BRYNJÓLFSSON: Skíðafólkið. (Ljósm.: Eðvarð Sigurgeirsson) mgum SL. FIMMTUDAG bauð fþrótta ráð Akureyrar skíðafólki SRA og forráðamönnum bæjarins til kaffidrykkju í Sjálfstæðisbús- inu til að fagna sigrum skíða- manna á Skíðamóti fslands er fór fram á Siglufirði og Ungl- ingameistaramóti fslands á skíð um er fram fór á Seyðisfirði um sl. páska. Við þetta tækifæri afhenti forseti bæjarstjórnar, Stefán Reykjalín, Skiðafáði Akureyi'- ai' kr. 40.000.00 sem viðurkenn- ingar- og þakklætisvott bæjar- ins fyrir ágæt afrek skíðafólks og mikið st,arf sem SRA hefir unnið að skíða- og æskulýðs- málum í bænum. t> Myndin er af keppendum og fararstjórum Akureyringa er sóttu þessi mót. Q LtÐRASVEITIN SVANUR LUÐRASVEITIN SVANUR frá Reykjavík var á ferð hér nyrðra um síðustu helgi og hélt tónleika í Sjálfstæðishúsinu á sunnudaginn var kl. 14. Því miður var þessari prýðis heimsókn heldur fálega teki'ð af hálfu heimamanna, og er skemmst frá að segja, að að- sókn vax nánast í lágmarki. Lúðrasveitin Svanur var stofnuð ái’ið 1930 og mun á þessu ári halda 40 ára afmæli sitt hátíðlegt. Fyrsti stjórnandi hennar var Hallgrímui' Þorsteinsson og hef ur margt góðra tónlistarmanna komið þar við sögu. Sá, eem lengst hefur veri'ð í fararbroddi er Karl O. Runólfs- - RÁÐSTEFNA UM SJÁVARÚTVEG (Framhald af blaðsíðu 8). Jónsson fiskifræðingur, Lárus Jónsson framkvæmdastjóri sam bandsins og Hörðm- Frímanns- son verkfi'æðingur. Síðar, í um aeðuhópum, lýsti Vilhelm Þor- steinsson skipum þeim, sem Akureyringar, Sauðái’króksbú- ar og útgerðarmenn í Neskaup- stað hafa hug á að kaupa og em 500 tonna skip. Már Elísson var fremur svart sýnn á framtíð útgerðar og fisk veiða, taldi íslendinga vari fylgjast með tímanum í útvegs- málum og þekkingarskortui'inn allt of mikill og ffíeðsla um út- vegsmál af mjög skornum skammti. Hann sagði þar um, sem dæmi, að þegar frá væru taldir stýrimannaskóli og vél- skóli, væri litla menntun að fá í öðrum greinum, en á sarna tíma væri ajólfvirkni og hvers- konar tækni í hröðum vexti. Stai-fandi menn á fiskiskipaflot anum þurfa meiri þjáKun, og fiskiðnaðurinn er í ólestri, sagöi ræðumaður. Lárus Jónsson minnti í sinni ræðu á hlut útvegsins í atvinnu lífinu á Norðurlandi og taldi sjávarútveg og landbúnað und- ii'stöðugréinarnar í atvinnu og framleiðslu, en vaxtarmöguleik arnii' væru meiri í útveginum. En hann taldi ýmislegt hoi'fa betur nú en áður, benti á báta- feaupin, vaxandi afla og milda afkastagetu hraðfrystihúsanna. Meiri nýtingu fisktegunda taldi hann nauðsynlega og skammt á veg komna, svo sem rækju, grálúðu og skelfisks. Auka þyrfti hverskonar rannsóknii' í sjávarútvegi. Jón Jónsson sagði, að kröfur til fiskifræðinga væru miklar og rannsóknarstörfin væru enn ekki svo mikil, að svör gætu legið fyiTr í öllum þáttum fiski- rannsókna. Síðan sýndi hann myndir af göngum þorsksins hér við land og skýrði þær. Sagði hann m. a., að dánartala þorsksins væri 70%, þar af fjói' ir af hverjum fimm af völdum Veiðanna. Ásókn væri því í há- mai'ki og þorskuxinn fengi ekki frið til að hrygna nema 1.2 sinn um í atað 2.5 sinnum áður. Jón Jónsson sagði, að enn liti út fyrh' góðan þorskafla 2—3 ár og byggðist sú spá á mjög kröftug- um etofni frá 1964. Hér er nú ekki í'úm til að rekja ræður og umræður. En öllum fróðleik, eem saman var safnað á þessuin fundi, vei’ður tlil haga haldið og búin til skýrsla um hann, sem eíðan verður send meðal áliuga- roanna. Á vegum Stjórnunarfélagsins var á sunnudaginn fjallað um inm'i mál frystihúsanna og þar fluttu erindi Jónas Blöndal og Benedikt Gunnarsson og aftur fóru fram umræður í hópum. son tónskáld, en hann var stjórnandi sveitarinnar um tutt ugu og eins árs skeið. Lúðrasveitin Svanur setti oft Iega svip á bæjarlifið í Reykja- vík, þegar eitthvað stóð til á hátíðis- og tyllidögum ogmætti nú Reykvíkingur bera fram þakkir og heillaóskir. Sveitin er nú skipuð 35 hljóð færaleikurum og núverandi stjórnandi henna,r er Jón Sig- urðsson trompetleikai'i. t Hann kom hingað norður, er Lúðrasveit Akureyrar hélt há- tíðatónleika í tilefni af tuttugu og fimm áxa afmæli sínu, og lék þá einleik með sveitinni. Er áreiðanlega mörgum í -fersku minni skemmtilegur og éheyri- legur leikur hans þá. Sem stjórnandi er hann eirrn- ig sérlega viðfelldinn ...og öll framganga hans einstaklega þjál og mjúklát. Þar ræður ferð um öruggur smekkur, sem birt- ist í Iátlausum og áferðaffalleg- um leik sveitarinnar. Lúðrasveitin Svanur hefði átt skilið að fa fleiri áheyrendur en xaun varð á í þetta sinn. Er von andi, að þeir láti sarnt ekki af komum hingað, en geri aðra atrennu áður en alltof langt ifm líður. Þeir gera sér væntanlega Ijóst, að Akureyringar eru dálítið mishittir. Ég flyt þeim enn og aftur beztu árnaðaróskir og þakka komuna. S. G. - GLJÚFURVER (Framhald af blaðsíðu 1) ar marki tímamót í þróunar- sögu Akm-eyrar og landsins alls, verður það áreiðanlega ekki sagt usm téða grein (hans) og væri bezt að hún gleymdist. Þótt grein Verkamannsins eða Lngólfs sé í sjálfn sér ekki svara verð, varð ekki hjá því komist að leiðrétta hana, eða finnst þeim ekki nógu margir á móti Glj úfurvers virk j un ? S. Ó. B. (Framhald af blaðsíðu 8) aðrii' leikendur. — Væntanlega verður nánar sagt frá leiknum síðar. Mikil aðsókn að Dimmalimm. Barnaleikritið Dimmalimm hefur nú verið sýnt 8 sinnum Setið fyrir S.VÖRUM við mjög góða aðsókn. Vegna þrengsla í leikhúsinu verður leikurinn framvegis einungis sýndur um helgar. Verða næstu sýningar því laugardag og sunnudag kl. 3, en forsala að- göngumiða verður á föstudag og laugai'dag kl. 3—5. □ Á æimgu. (Ljósinynuasu>la Páls) SAMKVÆMT því, sem frá var sagt í síðasta blaði, hafa bæjar- fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn tekið að sér að sitja fyrh' svörum hér í blaðinu og svara fyrirspurnum bæjarbúa um bæjarmálin. Þegar hafa ýmsar fyrirspurnir borizt. — Sigurður Óli Brynjólfsson svar ar hér fyrstu spurningunum: Er stjórn Laxárvirkjunar og Rafveitu Akureyrar sama stjómin, hver ákveður raforku- verðið og hvers vcgr»,i þurftl það að hækka um síðustu ára- mót? Rafveita Akureyrar og Laxái' virkjun eru tvær stofnanir, sem stai'fræktar eru í mismunandi tilgangi, þótt skyldleiki sé á milli. Rafveita Akureyrar er fyrirtæki algerlega á vegum Ak ureyrarkaupstaðar og sér um kaup á raforku til bæjarins og síðan dreyfingu til neytenda. Hún er því einskonar smásali. Laxárvirkjun er eign Akureyr- arkaupstaðar og ríkisins og ann ast raforkuframleiðslu (við Laxá og með dieselvélum og jarðgufu). Hún selur orkuna síðan til dreyfiveitna og er því heildsali. Langstærsti kaupand- inn er Rafveita Akureyrar (RVA) og svo Rafmagnsveitur ríkisins. Laxárvirkjunarstjórn ákveð- ur heilsöluverðið en rafveitu- stjórn gerir síðan tillögur til bæjarstjórnar um smásöluverð- ið. Þar sem bæði Laxárvirkjun og RVA eru opinber fyrirtæki eru sjónarmiðin sem ráða verð- lagningu raforku þau, að veita þjónustu á sem sanngjörnustu verði, þó þannig að eðlileg upp- bygging geti átt sér stað. Ástæð umar fyi'ir hækkun raforku- verðsins eru margþættar. í fyrsta lagi hefir skattheimta á raforku hér farið stöðugt vax- andi og svo verðbólga sem gerir dreyfinguna og viðhald allt dýrara. Sem dæmi um skatt- heimtuna má geta þess að Lax- árvirkjun verðua' að skila vei-ð- jöfnunargjaldi, sem má ætla að sé um 6 millj. kr. á raforkuna sem fer til Akui'eyrar á þessu ári og söluskatturinn, sem Ak- ureyringar borga á ra’forkuna er áætlaður yfir 6.5 millj. kr. Verðjöfnunargjaldið rennur að mestu til Rafmagnsveitna ríkis- ins, en rekstur þeirra hefir geng ið erfiðlega. Þegar Laxárvirkj- unarstjórn ákvað heildsöluverð ið síðast hækkaði það um ca. 21—22%, mest ve'gna hækkaðs verðj öf nunarg j alds, en einnig vegna þess að þess hefir verið krafizt að hún legði fram eitt- hvað eigið fé í næstu viðbótar- virkjun. Rafveitustjórn Akur- eyrar vai'ð því að mæta þessari hækkun og hækkun á söluskatti úi- 7.5% í 11% með hækkun á útsöluverði 'hér, ef fjárhag RVA átti ekki að verða stefnt í voða. Ég held aft rafveitustjórn öll og síðar bæjai'stjórnarfulltrúar flestir hafi gert sér þetta ljóst, og einnig það að meðan fólk býr við rýrnandi kaupmátt launa, er hart aðgöngu að láta þessar álögur koma út í verð- lagið. Niðurataðan vaið sú að allir skyldu bera eitthvað en mis- mikið. Daghitunartaxti var þvi hælékaður um 5.6%, næturhit- un um 8.6%, almenn heimilis- notkun um 15%, þegar allir aðr ir taxtar hækkuðu um 20%. Það að komizt var hjá meiri hækkun stafaði m. a. af því að viðhald og uppbygging dreyfi- kerfisins hefir verið sæmileg undanfarin ár og reynt er að komia við sparnaði. Liður í þeim sparnaði er m. a. að áætla raf- magnsnotkun í annað hvort skipti í stað álestui's og breytt innheimtuaðferð. Þessi sparn- aðarviðleitni hefir að vísu vissa ókosti í för með sér og nokkuð - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). MIKIL ÓSANNINDI Verkamaðui'inn birtir mikla ósannindagrein 3. apríl, á fyrstu síðu óg ber hún yfirskriftina: Framsókn gegn Gljúfurvers- virkjun. Blekkingum og beinum ósannindum, varðandi afstöðu bæjarfnlltrúa Framsóknar í bæjarstjórn, svarar Sigurður Óli Brynjólfsson á öðrum stað og þarf ekki um að' bæta. En í sömu grein segir, að Dagur hafi stungið • samþykktum, sem ganga Gljúfurversvirkjun í vil undir stól. Þetta eru ósannindi, eða hrein lýgi, ef Verkamaður- inn skilur það betur. Það sem Verkamaðurinn segir svo um þingmennina og afstöðu þeirra til Gljúfurversvirkjunar, er um órökstuddar og því marklausar getgátur að ræða því það mál hefur ekki komið til umræðu á Alþingi. KVOLDSALAN heldur áfram ölí kvöld til sunnudagskvölds 12. apríl. Fornbókaverzlunin FAGRAHLÍÐ, Glerárhverfi. hefir borið á mistökum vid áætlun raforkueyðslunnar en vonandi fækkar þeim mistökun'. með aukinni reynslu. Rétt er acj taka fram að röng áætlun á aö leiðréttast við næsta álestur. Söluskattur var 7.5% fyrstu mánuðina og síðan 11%. í hag'- kvæmnisskyni var fundið jafn • aðarverð fyrir allt árið og auð- vitað greiðir RVA aðeins til- skilinn söluskatt, þ. e. ca. 7% a£ verði til neytenda fyrstu mán- uðina og um 10% það sem eftin er ársins. Þetta kemur þannig út að afkoma RVA er aðeinó betri fyrst, en þá aftur lakaii síðar. Fyrir neytendur á þetta að koma í sama stað niður, mid að við allt árið. Laxárvirkjun skipa þessir menn: Arnþór Þorsteinsson for maður, Björn Jónsson og Jói* G. Sólnes tilnefndir af bæjai • stjórn Akureyrar, en Gísli Jónrj son og Steindór SteindórssO' , tilnefndir af ráðherra. Fram ■ kvæmdastjóri er Knútur Otter- stedt. í stjórn Rafveitu Akureyi'&.i eru: Sigurður Óli Brynjólfssor Magnús Kristinsson, Ingólfu Árnason, Sigursveinn Jóhanne j son og Sigtryggur Þorbjörns son. Framkvæmdastjóri e' Knútur Ottei'stedt.! Q Gengur heldur vel á sjénum Ilrísey 7. apríl. Snæfell landacl hér 44 tonnum fyrir tveim dög- um og netabátarnir Auðunn, E;; rún og Sævaldur frá Hauganes;. lönduðu sæmilegum afl-a í gær, Ekki er róið með línu en hand- færabátar hafa fengið góðaiT. afla. Einn maður á trillu sinnr; fékk í gær t. d. nær 1200 punc, og fleiri daga góðan af!a. Þai” gengur heldm- vel á sjónum núna. Grásleppuveiði er íremur góo og lítur þetta því allt saman ver, út hjá okkur og menn eru von- góðir um framhaldið. ís Iiefu .> ekki komið hér, nema fáir jaka” 'hafa sézt á firðinum. Snjór er enn svo mikill acj naumast sér á dökkan díl. S. F„ AUGLYSING UM ENDURSKOÐUN BRÁÐABIRGÐA- LEYFA OG ÓLEYFISHÚS í LANDI BÆJARINS: Með skírskotun til fundarsamþykktar bæjar- stjórnar Akureyrar hinn 10. marz s.l. er eigendum. allra óleyfishúsa í landi Akureyrarbæjar liér með gert skylt að fjarlægja hús sín þegar eftir birtingu þessarar auglýsingar. Verður lögð áherzla á, að þessu verði framfylgt jafnóðum og uppvíst verð- ur um eigendur húsanna. Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að endurskoðuð yrðu 511 bráðabirgðaleyfi fyrir byggingum og lóð- um, og er handhöfum bráðabirgðaleyfa, sem út- runnin eru eða ekki eru bundin við ákveðinn tíma, hér með gefinn kostur á að sækja um endur- nýjun á bráðabirgðaleyfum þessum, enda lítur bæjarstjórn svo á, að slíkar lóðir séu fallnar aftur til bæjarins og byggingar með bráðabirgðaleyf- um, sem útrunnin eru skuli fjarlægðar. Akureyri, 6. apríl 1970. Bæjarsstjórinn á Akureyri, BJARNI EINARSSON.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.