Dagur - 05.08.1970, Side 2

Dagur - 05.08.1970, Side 2
2 Þingeyskir bændur mólmæla (Framhald af blaðsíðu 1). aðarverði rafmagns fyrirhugaðr ar Laxárvirkjunar í stað órök- studdra staðhæfinga Laxárvirkj unarstjórnar og áróðursmanna hennar um ímyndað kostnaðar- verð Laxárrafmagns. Af sömu ástæðum krefjumst vér þess, að gerð verði nákvæm kostnaðaráætlun á 65 MW vii'kj un við íshól í Bárðardal og gufu virkjun í Námaskarði, verðtil- boða leitað á rafmagni frá Landsvirkjun, komnu til Norð- urlands, sem gerð yrði heyrum kunn. VIL RAÐA MANN til heyvinnustarfa í um 2—3 vikur. Rafn Helgason, Stokkaihlöðum. Því gerum vér kröfu um að hætt verði tafarlaust hinum laga lausu og dýru framkvæmdum við Lpxá þar til rannsóknar- niðurstöður og samanburðar- kostnaður á rafmagnsverði liggja fýrir og samningar hafa tekizt við hlutaðeigandi bændur um tilhögun framkvæmda eftir réttum og löglegum leiðum. En þar "sem Laxárvirkjunar- stjórn virðist hafa frá upphafi stefnt öllum.vit'kjunarmálum út á einstigi og sjálfheldu með ein- hliða, samningslausum aðgerð- um, sem virðast byggðar á því, a ðhinn sterki geti tekið það, sem hapn telur sig þarfnast, hljótum vér að bera fram þá kröfu til bæjarstjórnar Akur- eyrar, að hún skipi nú þegar menn í Laxárvirkjunarstjórn, sem hafi til að bera sanngirni og samningsvilja, svo framar- leg^ að bæjarstjórn óski þess að mál þessi komist í friðsæla höfn og verði ekki bæjarfélag- inu til frekari vanvirðu en orðið LtS ■ F ulltrúaráðsf rnidur verður í fulltrúaráði Framsóknarmanna í Eyja- f jarðars}rshi föstudaginn 7. ágúst kl. 21 í félags- heimilinu Hafnarstræti 90. Þess er vænzt, að fulltrúar mæti vel og stundvíslega. Fuiidir í Norður- eystra Vér viljum benda á, að verði haldið áfram að ögra Þingeying um, mun skapast hættuástand í ■héraði, sem leitt getur til óhappa, sem vér getum ekki ‘borið ábyrgð á. Væntum vér þess að bæjar- stjórn Akureyrar endurskoði afstöðu sína til þessa máls og firri með því fyrirsjáanlegum vandræðum. Til frekari áréttingar bendum vér á að náttúruverndarsjónar- mið og sterkur þjóðarvilji stend ur að baki Þingeyingum til varð veizlu Laxár og Mývatns í sinni upprunalegu mynd. Baráttunni fyrir því ófrávíkj- anlega takmarki munum vér halda og aldrei gefast upp, fyrr en settu mraki ei' náð. 13. júlí 1970. Stjórn Landeigendafélags Laxár og Mývatns. Á spjöldunum, sem fest voru á bílana í lestinni, mátti lesa eftirfarandi áletranir: Mývatn og Laxá verða varin. Ný úrræði í virkjunarmálum. Næg orka fáanleg án náttúru- spjalla. Virkjum jökulvötnin, vemdum lindárnar. Náttúru- vernd í stað landeyðingar. Verndum lífið í vötnunum. Lax árrafmagn verður of dýrt. Neyt endur, hugsið um yðar hag. Ný skipan Laxárvirkjunarstjórnar. Stöðvið Gljúfurversvirkjun, forðizt óhöpp. Engar virkjunar- framkvæmdir án samninga. Gæt um framtíðarverðmæta. Eflum fiskirækt, forðumst eyðingu. Almenningsálitið er á móti Lax árvirkjun. Friðun fugla, gætum gróðurs. Þetta er þjóðarmál. Lifi landið okkar. Engin stífla í Laxá. Laxárdal verður ekki sökkt. □ LAUGARDAGINN 18. júlí ,sl. fóru hér um tveir menn með 14 hesta. Það voru þeir Gunn- laugur Sigurbjörnsson á Egils- stöðum og Gunnar Ragnarsson á Fossvöl'lum. Það eru fyrstu mennirnir, sem blaðið hefur frétt um, að farið hafi raunveru lega hringferð á hestum. Raun- ar er það þó Gunnlaugur einn, sem fer ríðandi alla þessa leið. En hann og Pétur Jónsson á Egilsstöðum fóru saman til Þing valla, á landsmót hestamanna, og voru með 18 til reiðar, lögðu af stað 23. júní og komu til Þing valla 8. júlí. Þaðan var haldið 13. júlí og í stað Péturs kom Gunnar Ragnarsson og höfðu þeir 14 hesta norður. En Gunn- ar hafði farið á bíl með hesta til Þingvalla, fyrir landsmótið, m. a. með hest sinn Mána, sem hlaut 2. verðlaun á 800 metra sprettinum og brokkar svo alla leið heim á eftir. Þeir félagar voru á Króks- stöðum fram eftir degi laugar- daginn 18. júlí, járnuðu, hvíldu hrossin, sjálfa sig og nutu gest- risni. í þessum 14 hrossa hópi var fjögurra vetra foli ungstur en rauður hestur og brún hryssa 17 vetra og elzt. Hrossin voru kviðlétt og grönn, rákust ágæt- lega, sárnuðu sum í fótum fyrstu daga ferðar en jöfnuðu sig. P«' 0* ~' Héðan eru fjórar dag" iðir austur á Hérað, sögðu þeir Gunnlaugur og Gunnar. Margir vildu verzla við þá, selja þeim hross og hafa hestakaup, m. a. Skagfirðingar en þeir höfnuðu öllum slíkum viðskiptum. Þokka leg reiðhross fást nú naumast fyrir minna verð en 25—30 þús. krónur. Ferðin er dásamleg, sögðu þeir, en lakast ao koma í Skógar hóla með þreytta og svanga ferðahesta, þar var ekki aðstaða til slíks. Nú munu tvímenningarnir löngu heim komnir og vonandi heilir og reiðskjótar þeirra einnig. Hinn 3. ágúst komu hingað til Akureyrar ihjónin Árni Jón Pálmason kennari frá Reykja- vík og kona hans Eva Júlíus- dóttir með sex til reiðar. Þau fóru 9. júlí að heiman, voru á landsmótinu á Þingvöllum, fóru síðan austur til Hornafjarðar, norður til Héraðs og þaðan sem leið liggur til Akureyrar. Héðan fara hjónin til Skagafjarðar a. m. k. Hestarnir litu mjög vel út og létu hjónin hið bezta af förinni. Myndin er af Gunnaif á Mána sínum til vinstri og Gunnlaugi á 6 vetra blesóttum, góðum hesti. (Ljósm.: E. D.) Langanesi 4. ágúst. Júlímánuð- ur var hér í kaldara lagi. Þriðja' hvern dag í þeim mánuði fór hitinn ekki yfir 4—6 stig um hádaginn. Þrátt fyrir örfáa hlýja daga var léleg sprettutíð. Á einum bæ á Langanesi, Syðralóni, 'hófst sláttur 3. júlí, Formaður Framsóknarflokksins, Ólafur Jóhannesson, mætir á þremur fundum í Norðurlandskjördæmi eystra. Fundir Framsóknarflokksins verða sem hér segir: Mánudaginn 10. ágúst að Hútel KEA, Akureyri Þriðjud. 11. ágúst, Félagsheimilinu Húsavík Miðvikud. 12. ágúst, Félagsheimilinu Þórshöfn Fundir þessir hefjast allir klukkan 21 og eru öllum opnir. 11 alda byggðar minnzt í S-Þing. ■ wm mm SUÐUR-ÞINGEYINGAR minn ast í sumar 11 alda byggðar í héraðinu. í tilefni af því verða 'hátíðalhöld á fleiri stöðum, svo sem á Húsavík dagana 21.—23. ágúst og stendur Húsavíkur- kaupstaður fyrir þeirri minn- ingarhátíð, sem nú er í undir- búningi. En afmælisins er þó einnig minnzt á annan veg og má þar nefna, að öll ungmenna- félög innan Héraðssambands Þingeyinga taka í sumar ákveð- in svæði, hvert um $ig, örfoka land og græða það upp. Er það til mikillar fyrirmyndar. Samhliða þessu er einskonar „fegrunarheiferð" gerð, svo sem í því, að auka hýbýlapi'ýði, einkum utanhúss og setja upp nafnskilti við sveitabæi. Fyrir þessu beita ungmennafélögin sér, hvert á sínu félagssvæði. Frá þessu gefst eflaust tækifæri til frekari frásagnar síðai'. □ en yfirleitt hófst sláttur ekki fyrr en seint í mánuðinum og jafnvel ekki fyrr en um mánaða mót. Hér á Langanesi er ekki mikið um nýtt kal, en i Þistil- firði hafa tún aldrei verið gras- lausari, m. a. af kali. Talsverður afli kom á land í Þórshöfn í mánuðinum. Nýr 30 rúmlesta bátur er væntanlegur hingað í september smíðaður í Stykkishólmi en betur má ef duga skal. Ker var steypt í Þórshöfn í sumai' og var það flutt til Bakka fjarðar til hafnarbóta þar. Unn- ið er að því, að setj.a upp girð- ingu fyrir utan Heiðarfjall, milli Hrafnabjarga og Selvíkur. í vor voru unnin fjögur greni ihér í sveit og voru í einu þeirra bitdýr. Tófum mun hafa fækkað í seinni tíð en minkur orðinn landlægur og veldur tilfinnan- legu tjóni á fuglalífi. G.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.