Dagur - 27.01.1971, Blaðsíða 1

Dagur - 27.01.1971, Blaðsíða 1
Dagub LIV. árg. — Akureyri, miðvikudagiun 27. janúar 1971 — 4. tölubl. LÁGFREYÐANDI FILMU HÚSIÐ Hafnarslræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SERVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Auðbjargarsfaðabrekka teppisf Kópaskeri 25. jan. Vegir eru sæmilegir eins og er, enda mjög snjólítið. í síðustu viku var þó vegurinn til Húsavíkur tepptur af snjó. Við erum læknislausir hér, flugferðir F. í. eru löngu niður lagðar, og við illa innilokaðir ef sjúkdóma eða slys bera að höndum. Hér um slóðir hefur það verið látið nægja, að opna vegi einu sinni í mánuði og sjá allir hve lítil þjónusta það er og ófull- nægjandi, þótt ekki hafi komið að sök, vegna þess hve snjólétt hefur verið í vetur. Það er Auðbjargarstaðabrekkan, sem fyrst verður jafnan ófær á leið- inni til Húsavíkur. Þyrfti þar að vera lítil jarðýta tiltæk, eða í nágrenni, til að halda þeim stað færum þegar þörf gerist. Við erum óánægðir yfir því, að flugferðir skulu hér hafa fallið niður, en ein áætlunarferð í viku væri mikil bót. Undanfarin vor hefur hrogn- kelsaveiði verið búbót margra hér um slóðir, og nálæg mið verið mikið sótt af öðrum einn- ig. Ottast nú margir um ofveiði. Sambandið mun sennilega koma upp aðstöðu hér til hrognamóttöku. K. Á. Þingmaðurinn mæfti á 2 fundum FÖSTUDAGINN 22. janúar hélt Framsóknarfélag Ólafs- fjarðar almennan stjórnmála- fund í félagsheimilinu. Formað- ur félagsins, Björn Stefánsson, stjórnaði fundi en alþingismað- urinn Stefán Valgeirsson flutti yfirlitsræðu um stjórnmálavið- horfið og héraðsmál. GEYSIR FER UTAN KARLAKÓRNUM GEYSI hefur verið boðið til Eng- lands í söngför í vor. Hefur kórnum verið boðið að syngja á listahátíð í borginni Stok-on-Trent, en þar verð- ur haldin listahátíð. Það er í fjórða sinn að slík hátíð er haldin þar í borg. Er þarna um að ræða fjölbreytta hátíð s. s. leiklist, söng- og mynd- list. Æfingar eru nú tvisvar til þrisvar í viku og vel sóttar af kórfélögum en þeir eru nær 50. Söngstjóri kórsins nú í vetur er Pliilip Jenkins píanóleikari. Listaliátíð þessi fer fram f maí og er ákveðið að Geysir syngi 11. maí auk þess sem fyrirhugað er að syngja tvisvar sinnum í Stok að auki. Á söngskrá verða svo til eingöngu lög eftir íslenzka höfunda, t. d. Björgvin Guð- nnindsson, Jón Leifs, Jón Þórarinsson o. fl. Auk söngs kórsins mun söngstjórinn Philip Jenkins leika á píanó verk eftir ís- lenzka höfunda. □ Að ræðu þingmannsins lok- inni hófust umræður, er stóðu fram yfir miðnætti. Fundarsókn var allgóð. Á laugardaginn 23. janúar mætti Stefán Valgeirsson á aðal fundi Framsóknarmanna í Svarfaðardal, sem haldinn var á Grund. Fóru fyrst fram hin almennu aðalfundai-störf en að þeim loknum flutti þingmaður- inn erindi. Að því loknu hófust almennar umræður og fyrir- spurnir, sem beint var til þing- mannsins. Tóku sjö fundar- menn til máls og var fundurinn tahnn hinn fróðlegasti. Fundarstjóri var Hjörtur E. Þórarinsson, formaður Fram- sóknarfélags Svarfdæla. □ Verksmiðjur Sambands íslenzkra samvinnufélaga á Akureyri. (Ljósm.: E. D.) arvörur fyrir 117,2 milljónir króna IÐN AÐ ARDEILD Sambands- ins gaf í fyrradag út svohljóð- andi fi-éttatilkynningu á fundi með blaðamönnum höfuðborg- arinnar, efnislega: Hinn 29. október 1970 voru undirrifcaðir í Moskvu samning- ar við fyrirtæki þar um kaup á íslenzkum ullarvörum til af- greiðslu á árinu 1971, að verð- mæti 72.4 millj. kr. Það er lægi'i upphæð en hliðstæður samningur, er gerður var árið áður við sömu aðila. Jafnframt Fjölmenni á fyrsfa bændaklúbbsfundinum a»;rtis Gunnar Guðbjartsson flutti þar fróðlegt erindi BÆNDAKLUBBURINN hafði fyrsta fund sinn á þessu ári að Hótel KEA sl. mánudagskvöld. 165 manns mættu á fundin- um, sem stóð yfir fram undir kl. 2 um nóttina. Gunnar Guðbjartsson formað ur Stéttarsambands bænda flutti mjög ítarlegt erindi á fundinum um verðlagsmál land búnaðarvara og um lífeyrissjóð bænda. Gerði hann glögga grein fyrir hvorutveggja og því, sem áunnizt hefði í kjaramálum bænda á undanförnum árum. Sagði hann, að síðan hann fór að fjalla um þessi mál í 6 manna nefndinni, hefðu verðlagsákvæð in aldrei tekið gildi á réttum tíma fyrr en sl. ár. Þá hefði Um 600 búsund gærur súfaðar Á ÁRI hverju eru framleiddar hér á landi 7—-800 þús. gærur, og hafa þær löngum verið flutt- ar út a:ð mestum hluta, saltaðar. Nú er gert ráð fyrir, að af síð- ustu ársfi'amleiðslu verði unnið úr 600 þús. gænim. Hins vegar eru allar gráar gærur fluttar út til Svíþjóðai-, óunnar. En sá markaður hefur verið sæmi- legur undanfarin ár. í landinu eru nú fjórar skinna verksmiðjur, og er Iðunn á Ak- ureyri þeirra stærst, að mestu ný verksmiðja. Þar vinna nú 140 manns og áætlað er, að verk smiðjan vinni úr 350 þús. gær- um af framleiðslu síðasta árs. Hinar veiksmiðjurnar eru hjá Sláturfélagi Suðurlands, á Sauð árkróki og í Borgarnesi, og vinna í þeim samtals 55 manns. Mest af gærunum tvöfaldast í verði eða vel það í sútunar- verksmiðjunum, en svo á ver-ðið aftur að tvöfaldast í pelsaverk- smiðju, þegar þar að kemur, og er að þeii-ri fullvinnslu stefnt á Akureyri. □ mun betur sl. ár en nokkur síð- ustu ár áður og myndi það hafa verið vegna verðhækkunar og betri flokkunar. Um þróun verðlags síðustu 10 ár, sagði Gunnar, að samanburð ur sýndi næstum sömu hækkun á verði mjólkur og launum (Framhald á blaðsíðu 7) var gefið til kynna, að vænta mætti viðbótarsamnings í árs- byrjun 1971. Þessi viðbótarsamningur er imdirritaður í dag (25. janúar) við viðskiptadeild sendiráðs Sovétríkjanna í Reykjavík. Samningsupphæðin er 44.8 millj. kr. Verðið á ullarvörun- um í ár er óbreytt frá því semi það var á árinu 1970. Heildarsamningurinn við Sovétríkin til afgreiðsllu á þessu ári, 1971, er þá yfir 66.800 ullarteppi og 162.500 prjóna- peysur, að verðmæti 117.2 millj. króna. Þetta er 20.1% aukning frá fyrra ári og stærsti ullar- vörusamningur, sem gerður hef ur verið fram til þessa, af ís- lenzkum aðilum. □ Lína langsokkur frumsýnd Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttarsambandsins. gengið greiðar en áðui' að vinna að samkomulagi og fengist nokkur leiðrétting á verðlags- grundvellinum, þar sem við bættust rafmagnskostnaður, flutningskostnaðui' og fleiri hð- ir. Gi’undvallaiverð til framleið enda var þá ákveðið: Á mjólk kr. 15.18 og á kinda- kjöti kr. 103.25. Um ullina sagði Gunnar, að hún hefði reynzt LEIKFÉLAG AKUREYRAR frumsýnir n. k. sunnudag kl. 15.00 barnaleikritið Línu lang- sokk eftir Astrid Lindgren, en þýðinguna gerði Gunnvör Braga Sigurðardóttir. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Sænsku skáldkonuna Astrid Lindgren er óþarfi að kynna. Sögur hennar eru vinsælar víða um lönd og þá ekki sízt frá- sagnir hennar af Línu langsokk, sem hafa einnig verið kvik- myndaðar auk þess sem sænska sjónvarpið hefur gert framhalds myndaflokk um hana. Línu langsokk leikur Berg- þóra Gústavsdóttir, en pabba hennar, Eirík langsokk skip- stjóra og kóng meðal negra, leik ur Jón Ingimarsson. Onnu og Tomma leika þau Sigríður Sig- tryggsdóttir og Hermann Ara- son, en aðrir leikendua' eru Hjör dis Daníeájadótór, Guðlaug Ókuiu dóttir, Gestur Einar Jónasson, Viðar Eggertsson, Svanhildur Jóhannesdóttir, Þuríður Jó- hannsdóttii', Gísli Rúnar Jóns- son, Eggert Þorleifsson, Ása Karen Otterstedt, Guðrún Sig- ríður Marinósdóttir, Harpa Brynjarsdóttir, Helgi Rúnar Jónsson, Hei-mann Brynjarsson, Hiknar Malmquist, María Björk Ingvadóttir, Stefán Amaldsson og Guðrún Helga Amarsdóttir. Ljósameistari er Árni Valur Viggósson. Leikstjóri er sem fyrr segir Þórhildur Þorleifsdóttir, en hún stjórnaði einnig Dimmalimm, barnaleikriti félagsins sl. ár. Þórhildur hefur jafnframt sam- ið dansana. Jón Hlöðver Áskelsson hefur æft söngva, Arnar Jónsson gerði leikmynd og Freygerður Magnúsdóttir búninga. ( FréttatilkynnÍBg )

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.