Dagur - 27.01.1971, Blaðsíða 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Síniar 1-11-66 og 1-11-67
Bitstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
KJARNAFRÆÐI
Á ÆSKULÝÐSSÍÐU Morgunblaðs-
ins 21. janúar sl. birtust myndir af
ýmsum framlierjum Sjálfstæðis-
flokksins á kosningavorinu 1971.
Eitt af þessum andlitum kom sveit-
arstjórnarmönnum hér nyrðra,
kunnuglega fyrir sjónir. Þania var
sem sé mynd af Lárusi Jónssyni fram
kvæmdastjóra Fjórðungssambands-
ins hér, ásamt borgarstjóranum í
Reykjavík og þrem Heimdellingum.
Á sömu síðu er svo grein eftir Lárus,
sem ber yfirskriftina: Hvað er
byggðastefna? Sumt er vel sagt í
þeirri grein, annað orkar tvímælis.
Spuming Lárusar vekur aðra
spurningu: Er byggðastefna ekki
það sama og landsbyggðarstefna? Á
hún ekki að fela í sér jafnvægi milli
landshluta? Kemur manni þá ekki í
hug orðatiltækið, „jafnvægi í byggð
landsins,“ sem Sigurður Bjamason
núverandi sendiherra mun hafa bú-
ið til fyrir 15—20 árum, um það leyti
sem tveir hreppar í hinu gamla kjör-
dæmi hans fóm í eyði? ,
Allir skilja hvað átt er við með
landsbyggð og landsbyggðarstefnu,
það er, að byggð sé þar sem kalla má
um land allt, hið byggilega land.
Jafnvægi milli landshluta er líka
auðskilið. En hitt orðið, „byggða-
stefna“ sem mun vera upprunnið í
Seðlabankanum eða Efnahagsstofn-
uninni, felur trúlega í sér meiri hag-
ræðingarmöguleika, sem hefur sína
kosti og ekki er ástæða til að amast
við. En kannski þarf hún ekki að
vera alveg það sama og landsbyggð-
arstefnan. í för með henni em svo-
nefndar kjarnakenningar. Kaupstað-
irnir okkar og fjölmennustu þorpin,
þar sem enginn kaupstaður er, skulu
heita kjainar eða byggðakjarnar. Ef
ekki þykir einsýnt um kjarnann, er
búinn til „hliðarkjami.“ Akureyri,
sem við létum okkur nægja að kalla
höfuðstað Norðurlands, er nú „meg-
inkjarni“ eða „aðalkjarni.“ Þessi
kjarnafræði er með vísindablæ og
mætti kannski gera úr henni „náms-
braut.“
Kannski minnir þetta kjarnatal á
hismið, sem er utan um kjamann í
sáðkominu? Á f jórðungsþingi í fyrra
neituðu Siglfirðingar því harðlega
að heita „hliðarkjami,“ eins og til
stóð og höfðu sitt fram. En Ólafs-
fjörður heitir hvorki kjami eða
„hliðarkjami“ síðan Lárus hvarf inn
fyrir Múlann og býr þar þó kjama-
fólk, sem kunnugt er.
Það er ekki laust við, að Akureyri
sé án verðskuldunar litin homauga
af giimlum vinum sínuin, síðan hún
var með nokkmm fyrirgangi gerð að
miðdepli hinnar norðlenzku kjama-
fræði. □
JÓNAS JÓNSSON ráðunautur:
LANDIÐ OG
FÓLKIÐ
TVENNT er íslenzkri þjóð nú
nauðsynlegast, ef litið er aðeins
lengra en til þess að hafa til1
næsta máls: Það er að varðveita
land sitt, eins og það verður
börnum okkar og eftirkomend-
um til metrar farsældar og
gleði. Og að tryggj a okkur, og
afkomendum okkar fullan og
óskoraðan rétt yfir hafinu í
kringum landið, og hafsbotnin-
um út frá því svo vítt, sem fram
ast er fært eða eins og þær þjóð
ir sem mesta landhelgi hafa og
víðtækasta lögsögu út frá
ströndum landa sinna.
Ég fer hér á eftir nokki-um
orðum um fyrra atriðið, um ráð
stöfun landsins, og nauðsyn
þess að taka upp skipulega nýt-
ingu þess.
Við höfum lengi lifað í þeirri
barnalegu trú, að við ættum svo
mikið landrými, að þess þyifti
ekki að gæta. Landið væri svo
stórt, en fólkið svo fátt, að hér
gæti hver hagað sér að vild, hér
væri pláss til allra hluta. Þess-
ari villu hefur fylgt hættulegt
virðingarleysi, fyrir verðmæti
landsins. Einstaklingar, og for-
ráðamenn hvers kyns fram-
kvæmda á almannavegum, vega
gerðar, línulagna, bygginga og
virkjana, hafa hagað sér, sem
land væri einskisvirði og litt
gætt þess að því væri ekki spillt
meira en minnst mátti verða.
Um þetta mætti nefna fjölmörg
dæmi úr flestum héruðum.
Virðingarleysi þetta birtist einn
ig í því að hér á land mjög
lágt metið til bóta ef því er
spillt, og þar er m. a. að finna
orsakir þessa. Sama er um það
þegar land gengur kaupum og
sölum.
Á tímum stöðugrar og óðrar
verðbólgu, ruglast allt mat á
verðgildi. Ekkert samræmi er á
milli verðgildismats peninga-
manna í þéttbýlinu, þar sem
velta þeirra er örust, og fólks-
ins sem lifir með landinu. Því
geta skyndigróðamennlmir eða
hraðveltumennirnir, ekið út um
sveitirnar með gilda bagga verð
litilla seðla og keypt upp jarðir
og sveitarhluta fyrir raunveru-
legt gjafverð. Krónutalan kann
að vera há í augum bóndans,
sem selur en hann reynh- fljót-
lega að verðgildið er lítið þegar
hann kemur með peningana á
mölina, og víst er að það verður
enn minna á morgun. En landið,
sem hann seldi er það eina sem
blífur, allt hitt er forgengilegt.
Enda er reynslan sú að undan-
farin ár og áratugi hefur mai-gt
höfuðbólið og mörg hlunninda-
jörðin farið fyrir kjallaraholur
í Reykjavik.
íslenzkir bændur eiga þó enn
langflestir jarðir sinar, og hlut-
fallslega fleh-i en stéttarbræður
þeirra i öðrum löndum, það sam
svarar líka eðli íslenzks þjóð-
félags. Þeir nytja einnig hálend-
ið nær allt, það gefur þeir rétt
til forræðis yfir því öllu þó um
beina eign þeirra sé ekki að
ræða nema á vissum hlutum
þess. Bændur eru því eigendirr
eða umráðendur nær alls lands-
ins. Það eru mikil réttindi, en
því fylgja einnig miklar skyld-
ur. Þeim lýðst ekki að fara með
landið hvernig sem þeim sýnist,
að eigin geðþótta, hvorki laga-
lega eða siðferðilega séð.
Lögin setja þeim margskonar
skorður og þyrftu þó jafnvel að
vera fleiri og betur framfylgt.
Þær er m. a. að finna í: áburð-
arlögum, gróðurverndarlögum,
jarðræktarlögum, veiðilögum
og náttúruverndarlögum, og
sjálfsagt víðar. Nokkuð hefur
því verið gert af löggjafans
hálfu til vemdar landinu þó að
bteur megi ef duga skal.
Siðferðilega séð ber bændum
að líta svo á að landið hafi þeir
fengið til varðveizlu, frá fyrri
kynslóðum, og að þeim beri að
skila því ekki aðeins jafngóðu
og við var tekið, heldur betra
og fegurra til kynslóðanna sem
taka við.. Þeim mun betra, sem
möguleikai' þeirra eru meiri en
feðranna til að bæta það, þannig
líta líka flestir bændur á hlut-
verk sitt.
Jónas Jónsson.
Nauðsynlegt er að landið
verði áfram í eigu bændanna og
fólksins, sem býr í sveitunum.
Það er lifsnauðsyn fyrir varð-
veizlu byggðanna. Á sama hátt
er nauðsynlegt að öll gæði jarð
anna fylgi þeim og ekkert sé frá
þeim tekið. Ef hlunnindi eru
tekin frá jörðum með kaupum
eða leigubraski eða góðjarðh'
keyptar til annars en búskapar,
holgrafast sveitirnar, smám
saman og verða óbyggilegar
eftir. Svo illa eru sumar sveitir
farnar nú þegar, að helzt má
líkja því við það, að allar auð-
lindir þeh-ra væru skornar sam
an í einn læk og honum veitt
beint til Reykjavíkur. Þeirri
framræslu fylgir svo sannarlega
uppblásturshætta. Þeir eru líka
margir straumar fjánnagnsins
sem liggja frá landinu og sjón-
um til viðskiptahallanna í
Reykjavík, inn í hringiðu pen-
inga lífsins þar.
Það er því lífsnauðsyn fyrir
byggðirnar að hvenær sem ein-
stakir bændur verða að hverfa
frá jörðum sínum og þær ekki
hyggjast jafnóðum, verði sveit-
arfélögunum tryggt eignarhald
á jörðunum, hvað sem þær
kosta. Það verður að gera þeim
þetta kleift með einhvei-ju móti.
Nú eru þessar línur ekki skrif
aðar af illvilja til kaupstaðar-
búa, þó einhverjum kynni að
detta það í hug, þvert á móti,
miklu fremur af umhyggju fyr-
ir þeim, og því að þeir geti, sem
allra flestir notið þess, sem
sveitir landsins og náttúra þess
hefur upp á að bjóða. Það er
kaupstaðafólkinu til margvís-
legrar ánægju, og þó umfram
allt til aúkins hags, að sveitim-
ar séu byggðar og landið sem
bezt nytjað. Það er almenningi
í bæjunum heldur enginn
ánægjuauki, að jarðir með sér-
staka náttúrufegurð eða hlunn-
indi lendi í höndum fárra fé-
sterkra aðila, sem „girða lönd-
in fyrir sig.“ Þess eru engin
dæmi, að við hlið, vegi eða girð-
ingu bænda geti að lita áletr-
anir, svo sem: „Einkavegur“
„Óviðkomandi bannaður að-
gangur,“ eða annað í þeim dúr,
sem ekki er fátítt þar sem land
ér sundur girt í sumarbústaða-
löndum einstaklinga. Slikt á
ekki við í íslenzkri náttúru.
Sumarbústaðahverfi á að skipu
leggja á ákveðnum svæðum,
þau svæði þarf að friða í heild,
en ekki spila í sundur innbyrð-
is. Á slíkum svæðum á að leigja
löndin vægri leigu, eða jafnvel
að bændur eða sveitarfélög
byggi þai' bústaði til leigu. En
sumarbústaðir og sumardvalir
eiga allavega ekki að vera for-
réttindi fárra, heldur þarf að
gera þjóðfélagslegt átak til þess
að, sem flestum verði kleift að
njóta slíks.
Þrátt fyrir þessa sérstöku og
sjálfsögðu forsjá bændanna, er
landið vissulega sameign allrar
þjóðarinnar, og hún hefur því
í heild skyldum við það að
gegna. Þannig eiga allir fslend-
ingar tilkall til landsins, skyld-
urnar gefa þeim réttindi. Það
liggur í frumeðli mannsins, að
vilja halda tengslum við náttúr-
una, og mjög margir vilja eiga
eða geta eignað sér land, en að
annast leiguland til lengri tíma
er þessum mönnum jafn dýr-
mætt fái þeir að rækta það og
hlynna að því. Við verðum að
viðurkenna og virða þörf þétt-
býlismannsins á því að eiga sér
griðland þar sem hann getur
verið einn og fundið sjálfan sig.
Velferðarþjóðfélög hljóta að
virða þessar þarfir bæjarfólks-
ins, fyrir afdrep, og fyrir tengsl
við hið „einfalda líf“ með náttúr
unni, alveg eins og hverjar aðr-
ar þarfh', andlegar sem líkam-
legar.
Samfélagið byggir dýr sjúkra
hús, með sér deildum fyrir mis-
munandi sjúkdóma, og reynt er
að gera þar ekki upp á milli,
það er mannúðaratriði. En er
það ekki lögmál að þörfin fyrir
streitu og taugasjúkdómadeildir
vaxi í beinu hlutfalli við svo-
kallaða „aukna velmegun“? Get
ur ekki „einfalt lífemi“ í snert-
ingu við náttúruna komið í
veg fyrir mikið af þessum sjúk-
dómum og dregið úr þörfinni
fyrh' slíkt sjúkrarými? Og er þá
ekki komið að því að það sé hag
kvæm fjárfesting að stuðla að
því að fólkið haldi sambandinu
við landið?
Fólkinu fjölgar og þéttbýlið
eykst enn örar, stærð þess verð
ur meiri og fleiri og fleiri þreyt
ast á hi-ingiðu þess.
Eftirsókn landsmanna eftir
landi eykst því hi'öðum skref-
um, en ennþá örar eykst samt
eftirspurn útlendinga eftir
landi, hennar er þegar farið að
gæta hér, og ekki mun standa
á leppum fyrir þá erlendu háka
sem hér kynnu að vilja festa fé
í landi. Þessa gætir verulega í
Noregi að þýzkir peningamenn
sölsi undir sig land. Þarna verð
ur að vera vel á verði, við meg-
um aldrei gleyma því að landið
verður því dýrmætara sem
lengra líður og því vandasam-
ara verður að gæta þess.
Mjög brýn þörf er á því að
nú á næstunni verði það tryggt
bæði með skynsamlegri löggjöf,
svo langt sem hún gteur náð, en
einnig og ekki síður með rétt-
um tíðai-anda, að samskipti
manna við landið verði sem
menningarlegust. Setja þarf,
sem skýrust ákvæði um gagn-
kvæm réttindi og skyldur land-
eigenda og þeirra, sem njóta
viljá landsins við útilíf ogí
náttúruskoðun.
í náttúruverndarfrumvai’p-
inu, sem lagt var fyrir þingið í
fyrra en fékk ekki að sjá dags-
ins Ijós fyrir þinghlé um jólin,
eru mörg góð ákvæði, sem að
þessu stefna. En heyrzt hefur að
sumum ráðandi öflum líki þar
ekki við öll ákvæði svo sem um
fjáröflun til náttúruverndar-
mála. Það er þó borin von að
nokkuð gerist að marki í þess-
um málum nema að til þeirra
sé tryggt verulegt fjánnagn.
Bændum og sveitafólki á að
vera ávinningur að því, að fei'ð-
ir og dvalir bæjarbúa í sveitum
verði sem tíðastur og mestai'.
En allt verður að vera eftir ein
hverju skipulagi. Skipuleggja
þarf sumarbústaðalönd þannig,
að þar fari vel saman byggðin,
varðveizla náttúrunnar og það
sem sumarbústaðafólkið sækist
eftir að njóta. Allt þetta spill-
ist, ef hömlulaus og skipulags-
laus sala eða úthlutun sumar-
bústaðalanda er leyfð. Löndin
eru venjulega sundurgirt og
hvað rekur sig á annars horn.
Þeh bændur, sem selja stærri
eða minni spildur úr jörðum
sínum, gæta þess oft ekki hve
þeir rýra þær, og að raunveru-
lega eru þeir með því að éta
upp arfinn, sem á að ganga til
eftirkomendanna. Þeir sem
selja jarðir sínar til annars en
búskapar eða a. m. k. til fastrar
búsetu á jörðunum eru að éta
upp innviði sveitarfélaganna,
þau geta þá fyrr eða síðar fallið
saman af þeim sökum.
Ég endurtek það, að ekki á
að vinna gegn sumarbústaða-
byggingum, heldur að hvetja til
þeirra. Til þess eru einmitt sum
arbústaðabyggingar í leigulönd
um vel fallnar, vægt leigugjald
er hægara að greiða en kaup-
verð og það kemur byggðinni
einnig að betri notum. Eftir-
sóttar jarðh eiga sveitarfélögin
að kaupa, ef þær seljast ekki til
búreksturs, má segja, hvað sem
þær kosta. Þetta verður að gera
þeim þetta kleift, og er það
verðugt verkefni fyrir jarða-
kaupasjóð ríkisins. Hann þarf
að efla og leyfa honum að
kaupa jarðir hæi-ra en á fast-
eignamatsverði. Það er augljóst,
lýðræðislégt atriði, að allir þegn
ar þjóðfélagsins hafi sem jafn-
asta aðstöðu til þess að njóta
landsins og þó ekki væri nema
þess vegna, verður að stemma
stigu við því, að fjársterkir
aðilar sölsi undir sig lönd.
Fegurstu sveitir, lönd og land
ræmur með vötnum og ám verð
ur alveg að friða fyrir sumar-
bústaðabyggingum og hafa þau
frjáls fyrir alla, sem fara með
friði. Skipuleggja þarf að opin-
beru frumkvæði næg sumarbú-
staðalönd þannig, að þau verði
fyrh sem flesta, til sem mestrar
ánægju, en spilli sem minnstu.
Við ræktun og aðhlynningu
vatna til sportveiða getur sveita
fólk og bæjarbúar hæglega tek-
ið höndum saman. Stofna þarf
öflugan fiskræktarsjóð, í hann
ættu að renna gjöld af seldum
veiðileyfum og ákveðinn hundr-
aðshluti af allri orkusölu í land-
inu. Sjóðurinn ætti að styrkja
hvers konar fiskrækt í fersku
vatni og sjó, þar sem mögu-
leikar eru fyi-ir hendi. Jafn-
framt ætti að kosta af almanna-
fé íiskrækt í stórum „almenn-
ingsvötnum" eða ám, sem til
þess yrðu keypt eða leigð t. d.
eins og í Þingvallavatni. Veiði
í slíkujn. vöfnum yrði leigð á
viðráðanlegu' verði fyi-ir almenn
ing, ekki: hvað sízt fyrh börn
og unglingá:''
Það eru ptal mörg atriði önn-
ur, sem benda mætti á að bæta
þarf í umgengni okkar við og
rheðferð á landinu. Vonandi
fara aú-gú-ekkár smám saman
að opnast fyrh þeim.
Þjóðin ætti að gefa sjálfri sér
þá afmælisgjöf í minningu 11.
alda byggðar, að hafa fyrir
þann tíma gert verulegt átak,
til skipulegra landsnota, raun-
hæfrar landvemdar, Iand-
græðslu og alhliða náttúru-
verndar, þannig að á því af-
mælisári höfum við örugglega
snúið vörn í sókn á öllum þess-
um sviðum og í báðum þeim
málum sem ég nefndi hér í upp-
hafi. □
Vöruflutningar eyþj óðarinnar
MARGIR hafa veitt athygli til-
lögu til þingsályktunar, sem 9
Framsóknarmenn fluttu á Al-
þingi því er nú situr, um kosn-
ingu 5 manna milliþinganefnd-
ar til þess að athuga vöruflutn-
inga landsmanna á landi og sjó
og í lofti. í tillögunni segir, að
nefndin skuli stefna að því með
tillögugerð sinni, að flutninga-
kerfi landsmanna verði sem
hraðvirkast og hagkvæmast, án
óhæfilegs tilkostnaðar, og að
leita skuli leiða til jöfnunar á
flutningskostnaði svo að allir
landsmenn sitji við sama borð
í þeim efnum, efth því, sem við
verði komið. Hér er um stór-
mál að ræða, sem ekki er auð-
leyst og nokkurn tíma mun
þurfa til að koma í höfn á við-
unandi hátt.
Lengj hefur verið litið svo á,
að fyrir eyþjóð, þar sem hafnir
eru víða, hljóti að vera hag-
kvæmt að flytja vörur sjóleiðis
með ströndum fram, og nú
stendur yfir endurnýjun strand
ferðaskipanna. Er gert ráð fyi'-
ir, að hin nýju strandferðaskip
Nýtt endurtryggingafélag
Á FUNDI stjórnar Samvinnu-
trygginga og Líftryggirigafélags
ins Andvöku var 28. désember
sl. stofnað Endurtryggmgafélag
Samvinnutrygginga h.f. Hlutafé
félagsins er kr. 20.000.000.00, og
er aðal tilgangur þess að faka
að sér endurtryggingar innan-
lands og utan.
Á undanförnum árum hefur
það allmikið tíðkazt og færzt í
vöxt, að íslenzk vétrygginga-
félög tækju að sér endurtrygg-
ingar, bæði inrilendar og erlend
ar, og hefur þessi háttur í starf-
semi Sarrivinriutrygginga aukizt
verulega, sérstaklega síðustu
ári'ri. Hefúr það verið skoðun
forráðamanna félagsins, að eðli-
legt sé áð halda viðskiptum
þessum aðskildum frá öðrum
tryggingagreinum félagsins á
sama hátt og líftryggingar hafa
verið eini vettvangur Andvöku.
Stjórn Endurtryggingafélags
Samvinnutrygginga h.f. skipa:
Erlendur Einarsson, formaður,
Jakob Frímannsson, Karvel Og-
mundsson, Ragnar Guðleifsson
og Ingólfur Ólafsson.
Framkvæmdastjóri félagsins
er Ásgeir Magnússon, lögfræð-
ingur.
Með tilkomu hins nýja endur
tryggingafélags eru Samvinnu-
tryggingafélögin á íslandi orðin
þrjú, en þann 1. september n. k.
verða 25 ár liðin frá því að Sam
vinnutryggingar tóku til starfa.
Fullvíst má telja, að iðgjalda-
tekjui’ þessara þriggja félaga
fari á þessu ári verulega fram
úr 500 milljónum króna.
(Fr éttatilky nning )
RAFVÆÐING A NORÐURLANDI
(Framhald af blaðsíðu 8).
fyrir Hitaveitu Húsavíkur að
hverrnum Strúti.
Norður-Þingeyjarsýsla.
. Lögð var lína um 17 km. löng
í Kelduhverfi .og 10 býli tengd
ásamt sjónvarpsstöð á Auð-
bj argarstaðarbrekku.
í Axarfirðinum var um 7 km.
löng lína lögð og 5 býli tengd.
ÁR BARNSINS”
EINS og mörgum er kunnugt
nú þegar, hefir Hjálpræðisher-
inn þegar hafið sókn þá er ber
nafnið: „Ár barnsins 1971.“
Alþjóða aðalstöðvar Hjálp-
ræðishersins hafa ákveðið að
sóknin fari fram á þennan hátt:
í fyrsta lagi: Að Hjálpræðis-
hermenn og foringjar, gjöri sér
betur grein fyrir þýðingu barna
starfs okkar en áður.
I öðru lagi: Að kanna barna-
starf okkar og leggja áætlanir
um starfið á næsta áratug.
í þriðja lagi: Að varðveita
áhuga barnanna og hrifningu.
í fjórða lagi: Að ná tangar-
haldi á nýjum börnum.
í fimmta lagi: Að beina áhuga
barnanna að störfum fyrir Krist
og kappkosta að þau varðveiti
þann áhuga.
Skipting ársins er á þessa
leið:
1. ái'sfjórðungur: Stefnumið
og sókn sunnudagaskóla okkar.
2. ársfjórðungur: Að styrkja
einstakar deildir innan sunnu-
dagaskólanna og mynda nýjar
deUdii',
.3, ársfjórðunguriÆumarstarf-
semi.
4. 'ársfjórðurigun "Heimsóknir
a heimili sunnúdagaskólabarna.
: Sóknarherferð sunnudaga-
skóla okkar er hafin nú þegar,
og oll börn eru velkomin í
sunftudagaskóla Hjálpræðishers
ins,. á hvérjúm ’sunnudegi kl.
14.00.
Við sk-ulum bíðja þess og trúa
'þvi, 'að okkur heppnist að leiða
fleiri börn til.Krists en nokkru
sinni fyrr, á „Ári barnsins.“ □
Stærsta verkið.
Ótalið er þá stærsta verkið,
það er bygging 33 kw. línu frá
Laxárvirkjun til Kópaskers,
sem þar tengist við línu til
Raufarhafnar.
Þegar sú lína verður tengd
fær orkuveitusvæði Rafmagns-
veitnanna í Norður-Þingeyjar-
sýslu vestan Axarfjarðar orku
frá Laxárvirkjun, sem fékkst
áður frá dísilstöð á Raufarhöfn.
Fyrirhugað er síðar að leggja
ínu frá Kópaskeri til Þórshafn-
ar og leysa þar með dísilstöðina
þar af hólmi, en hvenær það
verður er ekki enn ákveðið.
Þau verk sem hér hafa verið
talin ha£a verið unnin af vinnu-
flokki Rafmagnsveitna rikisins
á Akureyri, að undantekinni
línunni Laxá—Kópasker, sem
boðin var út og verktakafyrir-
tækið Framtak h.f. annast.
f ársbyrjun voru háspennu-
línur á veitusvæðinu 943 km. og
þegar aukning ársins er lögð
við er lengd háspennulína í eign
Rafmagnsveitna ríkisins á Norð
urlandi eystra um 1075 km.
í kauptúnum á svæðinu voru
mestar framkvæmdir á Dalvík,
þar voru um 15 nýjar húsveitur
tengdar.
íbúatala orkuveitusvæðisins
er um 9000 manns, og skiptist á
milli sveita og þéttbýlis þannig,
að í sveitum búa 4800 en í þétt-
býli um 4200 manns. □
verði ódýrari í rekstri og veiti
betri og ódýrari þjónustu, t. d.
að því er varðar meðferð vam-
ings og uppskipun en eldri gátu
gert. En því aðeins getur rekst-
ur strandferðaskipa orðið hag-
kvæmur, að skipin hafj næg
verkefni, að vörur séu fluttar
með þeim eftir því sem unnt er.
Þurfa þá strandferðirnar að
vera skipulagðar á hagkvæman
hátt fyrir þá, sem þeirra eiga
að njóta.
Ýmsir hafa í seinni tíð tahð
það orka tvímælis, að öll út-
gerð strandferðaskipa sé í
Reykjavík, og höfuðborgin
þannig eins og sjálfsagður mið-
punktur allra vöruflutninga
með ströndum fram. í því sam-
bandi hefur komið til orða að
sérstakt strandferðaskip yrði
gert út frá Akureyi'í og voru
viðkomustaðir þess á Austfjörð
um og Vestfjörðum, en þangað
kæmu skip að sunnan.
Staðreynd í þessu máli og
óþægileg frá sjónarmiði strand-
ferðanna, er sú, að langleiða
vöruflutningar með bílum eru
orðnir mjög miklir, t. d. frá
Reykjavík norður um land til
Austfjarða, og þannig flutt mik-
ið af vörum, sem ella yrðu flutt-
ar með skipum, en akvegir víða
veikbyggðir og torfærir og eiga
langferðabílstjórar oft ekki sjö
dagana sæla. En viðhaldskostn-
aður vega og farartækja gífur-
legur, skattgjöld af slíkum bif-
reiðum mjög hækkandi. Loft-
flutningar vara innanlands eru
líka talsverðir. Athuga þarf án
fordóma, hvað hagkvæmast er
í vöruflutningamálinu og hvern
ig verkaskipting sé eðlilegust
milli flutninga á sjó og landi og
í lofti.
Nátengd vöruflutningum er
sú staðreynd, að í því efni sitja
ekki allir landsmenn við sama
borð, að því er viðskiptakjör
varðar. Nokkrar algengar vörur
eru þó á sama verði um land
allt, af því hið opinbera hefur
hlutazt til um, að svo skuli
vera. Þetta á við um olíu og
benzín, einkasöluvörur ríkisins,
tilbúinn áburð og landbúnaðar-
afurðir. En um flestar aðrar vör
ur er allt aðra sögu að segja.
Mikið af þessum vörum hefur
verið flutt frá útlöndum til
Reykjavíkur eða framleitt þar,
og á öðrum verzlunarstöðum á
landinu hafa menn svo orðið að
borg3 flutningskostnaðinn frá
Fyrr á tímum var það
algengt, að skip, sem fluttu vör-
ur frá útlöndum, kæmu víða
við, eða útgerð millilandaskipa
greiddi sjálf framhaldsflutning
með sti-andferðaskipum. En nú
er þessi tillitssemi við lands-
byggðina úr sögunni að miklu
leyti. Ekki stefnir það að jafn-
vægi milli landshlutanna. Auð-
sætt er að atvinnufyrirtæki,
sem þurfa á framleiðsluvörum
að halda, eða þurfa að koma frá
sér vörum, eru að þessu leyti
verr sett utan Reykjavíkur en
samskonar fyrirtæki í Reykja-
vík eða nágrenni hennar.
Nú er með lögum búið að
banna tollafgreiðslu á mörgum
smærri höfnum, nema til komi'
stjórnarleyfi hverju sinni. Sum-
ir segja, að ef sú skylda væri
lögð á innflytjendur og fram-
leiðslufyrirtæki, að selja verzl-
unum og atvinnufyrirtækjum
vörur á sama verði á hvaða
verzlunarstað sem væri, þangað
komnar, myndi það út af fyrir
sig breyta flutningum og stað-
setningu framleiðslunnar á hag
kvæman hátt fyrir landsbyggð-
ina. □
Sigurður 0. Björnsson
sjötugur
SIGURÐUR O. BJÖRNSSON
er sjötugru' í dag, 27. janúar, og
dvelst erlendis. Hann er kunn-
ur prentsmiðjustjóri og bóka-
útgefandi á Akureyri um 40 árr,
skeið. Og í aldarfjórðung hefur
hann stundað skógrækt á Sel-
landi i Fnjóskadal. Sigurður e:.’
óvenju vinsæll maður og ve.
gerður.
Dagur sendir honum árnaðar ■
óskir í tilefni afmælisins. □
„Lengi er von á einuní
t/
Grýtubakka 21. jan. Það bar til
í síðustu viku, að tólf lömb bónd
ans í Kolgerði komu ekki heim
eitt kvöldið með ánum, sem þau
voru með úti. Að sjálfsögðu hóf
eigandinn leit ásamt hjálpar-
mönnum, árangurslaust til að
byrja með. Á laugardaginn 16.
eða þriðja dag leitarinnar fékk
hann með sér m’anri á vélsleða,
og skyldi leitað lengrá, eða allt
norður á Leirdal, en ekki fund-
ust lömbin, en aftur á móti
fundu þeir á og lambgimbur
Framsóknarvist á
HótelKEA
Á LAUGARDAGINN efndu
ungir Framsóknarmenn á Akur
eyri til Framsóknarvistar og
dans á Hótel KEA. Spilað var
á 27 borðum.
Vistinni stjórnaði Sigurður
Jóhannesson bæjarfullti'úi, en
áður flutti Ingvar Gíslason al-
þingismaður stutt ávarp, en að
síðustu var dansað af miklu
fjöri. □
SMÁTT & STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 1)
gæta hagsmuna gamla fólksins!
Þessi öfugþróun er hörmuleg
og fyrirfram vonlaus fjöður í
kosningahatt núverandi stjórn-
arflokka.
I
„GLÆPAMENN“
í ritstjórnargrein Alþýðublaðs-
ins fyrir helgina segir: „Þeir,
sem reyna að gera landhelgis-
málið að pólitísku deilumáli og
skapa um það sundrung, eni
glæpamenn gegn hagsmunum
íslenzku þjóðarinnar. Alþýðu-
blaðið krefst þess, að þeir Iáti
heill föðurlandsins ganga fyrir
eigin hagsmunum. Alþýðublað-
ið krefst þjóðareiningar í land-
helgismálinu.“ Þetta er vel og
fallega mælt og vonandi að eftir
fari, því að einingin er fyrir,
öllu, eins og við vitum. En holt
væri Alþýðublaðinu að minnast
þess, að sama blað taldi ekki
þjóðarnauðsyn á samstöðu, er
núverandi stjómarflokkar
gerðu nauðungarsamninginn
við Breta fyrir nálega áratug.
Þá greiddu 28 þingmenn at-
kvæði á móti þeim samningi.
En þá virtist ekki þurfa þjóðar-
einingu-, aðeins nauman meiri-
hluta. í Iandhelgismálinu er
þessi samningur mestur þrösk-
uldur á útfærslu landhelginnarj
enda hefur sú 'stjórn, er gerði
hann, ekkert treyzt sér til aði
aðhafast málinu til framdráttar,
en hrópar nú mn glæpa-
mennsku, ef algera samstöðu
skyldi skorta!
MIKIÐ STRÍÐ
Reykvíkingar hafa opinberlega
sagt tveim tegundum húsdýra
stríð á liendur. Fyrst bönnuðu
þeir sauðfjárhald og spunnust
af því hinar hörðustu deilur, og
þurfti lögreglan til að koma,
svo að framkvæmd bamisins
væri fullnægt. Nú hefur borgan
stjóm samþykkt að hundar
skuli víkja út fyrir borgartak-
mörkin. Þeim 2000 hundum,
sem álitið er að séu þar, skal
nú lóga ef úti sjást, en í síðastaj
lagi fjrir 1. september. En þá
ganga útrýminganneim í liús
sömu erinda.
norðan við svokallað Ytra-Þver-
gil. Þar sem fæi’i var gott rák-
ust þessar kindur hiklaust hein.
í hús. Eigandi kindanna reynd '
ist vera Baldur Jónsson, Grýtu-
bakka I.
Nú varð eitthvað undan ao
láta með að finna lömbin. Svo
daginn eftir söfnuðust samari
margir menn í Kolgerði með 2
vélsleða. Dreifðu sumir sér tii
leitar upp í hnjúka, en aðrir
fóru á vélsleðunum norður Leir
dalsheiði og út á áðurnefndan
Leirdal. En það má segja, „að
lengi sé von á einum“, því þar
norðurfrá fimdu þeir lambhrút
sunnan við Þvergilið. Var hann
siðan fluttur til bæja og var
eigandi sá sami og að fyrri
kindunum.
Það er af lömbunum að segja,
sem leitað var að, að þau fund-
ust þennan dag upp á svoköll-
uðum Benediktshnjúk, sem e:
hér beint upp af bæjunum Kol-
gerði og Grýtubakka. Þein.
vai'ð ekkert meint af þessu oða-
goti sínu.
Þar sem heimtukindumar
fundust var jarðlaust að mestu
og eru þær því mjög' magrar,
einkum ærin og hrúturinn.
Þeim heilsast öllum vel og eru
örugglega komnar yfir alla
hættu í sambandi víð fóður-
breytinguna.
Það er nokkurn veginn vísá
að þessar kindur hefðu drepizi)
í vetur á þessum slóðum, hefðu
Kolgerðislömbin ekki tekið upp
á þessu léttlyndi, svo hér sanri-
ast máltækið, „að fátt er svo
með öllu illt að ekki boði nokk-
uð gott.“ Baldur Jónsson.
BLAÐASKÁKIN
TÍMINN — DAGUK
Hvítt: Gunnar Gunnarsson ohJ
Trausti Bjömsson, ReyKjaviK;,
Svart: Jóhann Snorrason og
Margeir Steingrímsson, Ak.
1. d2—d4 Rg8—fl>
2. c2—c4 e7—ef j
3. Rbl—c3 d7—d5 j,
4. c4xd5 e6xd5
5. Bcl—g5 Rb8—d7
6. e2—e3 c7—ctí
7. Bfl—d3 Bf8—ei j
8. Ddl—c2 Rf6—h5 i
9. 10. Bg5xe7 O—O—O DdSxej ! I'