Dagur - 27.01.1971, Blaðsíða 8

Dagur - 27.01.1971, Blaðsíða 8
SMÁTT & STÖRT Rafvæðinaiii á Norðurlandi T3INN 20. janúar gaf Ingólfur .irnason rafveitustjóri ríkisraf- '.’eitnanna eftirfarandi upplýs- ngar á fundi með fréttamönn- Fj amkvæmdir við sveitaraf- ' 'æðingu á vegum Rafmagns- /eitna ríkisins á Norðurlandi ;ystra árið 1970. ÍEy j af j ar ð ar sýsla. Lína var lögð að Þverá í 'Skíðadal, þar var einkastöð sem jullnægði ekki þörfum býlisins. Einnig var lögð lína fyrir Hitaveitu Dalvíkur að borhol- um í Hamarslandi. S uð ur-Þingey j arsýsla. Lögð var lína að minkabúi Grávöru h.f. í Grýtubakka- þreppi. Einnig var býlið Grýtubakki 7. tengt við kerfi Rafmagnsveitn anna, en það hafði áður notazt við einkarafstöð. f Bárðardal var lögð 23 km. Iína fram að Stóruvöllum og við ibá linu voru tengdir ellefu bæu- Hvarf, Einbúi, Eyjardalsá, Stefán Valgeirsson á iimdi á Svalbarðsstr. ÞANN 18. janúar hélt Fram- sóknarfélagið á Svalbarðsströnd fund í þinghúsi sínu. Þar mætti Stefán Valgeirsson alþingismað- ur og flutti erindi um stjórn- mál. Að því loknu hófust hinar fjörugustu umræður. Tóku margir til máls og báru m. a. fram margar fyrirspurnir til þingmannsins, er hann síðan svaraði. Fundarstjóri var Hauk ur Halldórsson, formaður Fram sóknarfélagsins þar í sveit. — Fundur þessi stóð til klukkan tvö um nóttina. Konur báru fram hinar höfð- inglegustu veitingar. □ Hlíðarendi, Sandhaugar, Hrapps staðir, Hlíðskógar, Sandvík, Lækjarvellir og Stóruvellir) ásamt barnaskólanum. Vonir standa til að á næsta ári verði haldið áfram rafvæð- ingu Bárðardals og henni jafn- vel lokið. í Reykdælahreppi var lína lögð yfir Fljótsheiði að Vaðs- bæjum, og segja má að það hafi verið einu býlin í þeim hreppi, sem eftir var að rafvæða. í Aðaldælahreppi var lögð lína að Húsabakka, og nýbýli í Árneslandi, einnig var lögð lína að sjónvarpsstöð á Skriðumel á Fljótsheiði. Húsabakki var eina býlið í Aðaldal, sem ekki var tengt við veitukerfið. í Reykjahverfi var lögð lína (Framhald á blaðsíðu 5) KVEÐJA FRÁ GLJÚFRA- STEINI Halldór Laxness ritaði í Mbl. grein á gamlársdag (síðar í Sunnudagsblað Tímans), „Hern aðurinn gegn landinu“ og vakti hún athygli sem vænta mátti. Er þar rætt vun virkjanir, stór- iðju, náttúruvernd og gróða- hyggju. Er þetta einn meiri háttar óður um hina dýrmætu náttúru landsins og kaldhyggju peningasjónarmiðanna hins veg ar. Morgunblaðið hrósar grein- inni, og bætir því við, að það blað hafi tekið „eindregna af- stöðu gegn hinni stóru Gljúfur- versvirkjun," en sú virkjun var meðal þeirra mála, sem Laxness tók til meðferðar í grein sinni. Þessi kveðja skáldsins frá Gljúfrasteini hingað norður, hefur mikið verið rædd og gagn rýnd í smærri atriðum. En hún er í senn hörð ádeila á valdliaf- ana og lofgjörð um ýmsa þætti íslenzkrar náttúru. SVONA MÁ EKKI TALA f nýlegri grein í Mbl. talar Lárus Jónsson um kröfugerð, sem hafi oftazt verið sett fram án annars rökstuðnings en í veðri hafi verið látið vaka, að bjarga þessu eða hinu byggðar- laginu úti á landsbyggðinni frá því að leggja í rúst. Orðið rök- stuðningur hefur lijann innan gæsalappa og finnst sýnilega fátt um svona rök, og segist setja þau í sambandi við „óarð- bærar ölmusugjafir“. Hvað er Eitt og annað frá bæjarstjórn Mannaskipti. i Með bréfi dagsettu 24. desem- ber 1970 segir Trausti G. Hall- grímsson upp starfi sínu, sem vinnumiðlunarstjóri, frá og með 1. janúar 1971. Bæjarráð leggur til, áð Heið- rekur Guðmundsson, starfsmað ur á vinnumiðlunarskrifstof- unni, verði skipaður vinnumiðl- unarstjóri frá 1. janúar 1971 að telja. Um fjárveitingu til Tónlistar- skóla Akureyrar. Bæjarráð leggur til, að það skilyrði verði sett fyrir auknum fjárveitingum til Tónlistarskóla Akureyrar, að bæjarstjórn fái að skipa einn mann í skóla- nefndina og verði hann formað- ur nefndrainnar. Felur bæjarstjórn skólanefnd inni að gera tillögur um fram- tíðarstarfsemi skólans og leggja þær fyrir bæjarráð eigi síðan en 1. júní n. k. Hafi nefndin samráð við skólastjóra og kenn ara Tónlistarskólans. Telur bæj arráð eðlilegt að bæjarskrifstof- an annist bókhald og greiðslur fyrir skólann. Bæjarráð leggur til, að Sig- urður Jóhannesson, bæjarfull- trúi, verði skipaður í skóla- nefndina. Raðhús. í bygginganefnd var samþ. 16. des. sl. að veita Stefáni Revkja- lín lóðir nr. 2 og 4 austan Dals- gerðis til að byggja þar ráðhús. Ennfremur að veita Híbýli h.f. Dalsgerði 1 fyrir ráðhús. Og samþykkt var að veita Jóni Verðum að treysta á Múlaveg Ólafsfirði 25. jan. Múlavegur er orðinn ófær á ný, var hreinsað- ur á föstudaginn, en var mjög lítið verk að opna hann og þannig er það oft. En þar sem nú eru ferðir Drangs ekki leng- ur fyrir hendi eða aðrar fastar ferðir, verðum við að treysta á landleiðina. Vegurinn Ólafs- fjörður—Akureyri verður að vera opin samgönguæð okkar. Brann á Iveimur stöSum HINN 19. janúar kviknaði í kjallara íbúðarrússins á Hjalta- bakka í Torfalækjarhreppi, og kom eldurinn upp í tróði. Slökkvilið kom frá Blönduósi og slökkti eldinn, en skemmdir urðu mjög miklar og hafði eld- urinn nærri náð húsþakinu, er hann var yfirunninn. En húð þetta er hæð og ris auk kjall- arans. Bóndinn á Hjaltabakka er Jón Þórarinsson. Á fjórða tímanum sl. sunnu- dagsnótt brann á Blönduósi svo nefnt Ásgeirshús, gamalt einlyft timburhús bak við kirkjuna og ónýttist það. Eigandj er Sigur- geir Sveinsson og bjó hann þar. Litlu sem engu var bjargað úr eldinum, en þar kom slökkvi- lið staðai’ins, eins og á Hjalta- bakka. Bátur sá, er veiðii- hörpudisk og leggui’ upp á Blönduósi, hef- ur aflað vel og skapar verulega atvinnu í landL Á. J. Atvinnulíf er of dauft. Tog- bátarnir voru að’ reita svolítið í síðustu viku og var þá unnið í báðum frystihúsunum. Neta- bátar hafa lítið aflað ennþá. Ekki gefur fyrir trillurnar því að ógæftir hamla þeim veiðum. En nú eru margir farnir að hugsa um hrognkelsaveiðarnar og ætla að fylla margar hrogna- tunnur. Fer að líða að því, að net verði lögð í sjó. Þorrablótin eru ekki byrjuð ennþá, ekki leikstarfsemi eða annað þessháttar svo ég viti, en allt getur þetta staðið til bóta. Snjólítið er í Ólafsfirði, og hefur sjaldan verið svo vont færi, að verulega hafi tafið flutning skólabarna. Þó voru venju fremur gott. Þó voru börnin 2% klukkutíma á leið- inni framan úr sveit í morgun. Snjóblásarinn er ekki notað- ur á Múlavegi og höfum við ekki séð hann í vetur. En þegar Múlavegur er lokaður, erum. vig algerlega innilokaðir og þykir okkur það ekki gott. B. S, Gíslasyni Grundargerði 3 fyrir byggingu raðhúsa, og samþykkt var að veita Guðna Jónssyni, Antoni Sölvasyni og Jóni Frið- rikssyni leyfi til raðhúsabvgg- ingar á lóðinni Grundargerði 5. Vatnsöflun. Lagt var fram erindi frá vatnsveitustjóra, þar sem óskað er eftir að ákvörðun verði tekin um aukna vatnsöflun fyrir bæ- inn og við það miðað að fram- kvæmdir hefjist á þessu ári. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hefur endurskoðað fyrri áætlanir um aukna vatns- öflun. Niðurstaða þeirra er sem hér segir: Vatnstaka úr Vaglalandi í Hörgárdal, stofnkostnaður kr. 46 milljónir. Hreinsistöð við Glerá, stofn- kostnaður kr. 35 milljónir. Reksturskostnaður hreinsi- stöðvar við Glerá er talinn 20% ódýrari. Samþykkt var að fela Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen að gera frekari samanburð á þeim tveim kostum, sem fyrir hendi eru og leggja hann fyrir næsta fund. □ hér eiginlega á ferðuni hjá fram kvæmdastjóranum? Halda menn, að það geti ekki koinið niður á „kjörnunum“ ef önnur byggðarlög eru látin leggjást í rúst? Er það „hættulegt“ að slíkt byggðarlag fari fram á að- stoð, t. d. hjá Atvinnujöfhunar- sjóði? Nei, svona má fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bandsins ekki hugsa. Með því verður framtíð og v’áxtarþróun Norðurlands bezt tryggð, að liin um einstöku byggðarlögwm, fjöl mennum og fámenniun, vegni vel og hvarvetna dáfni gróandi þjóðh'f, en ekki vonleysi- BÓKHALDIÐ Eftir þær upplýsingár, að „skattalögreglan“ hafi athugað bókhald eitt þúsund fyrirtækja og hjá 900 þeirra reynzt ófullnægjandi, vaknar spurning um það, hvað gert verði við þessi níu liundruð. Til eru lög er skylda fyrirtæki til að hafa bókhald og kveða þau líka á um, hvernig það skul vera. Þessi 900 eru því sönn að lög- brotum. Ekki virðast yfirvöld þó ætla að hreyfa hönd eða fót í þessu efni — eða hváð? SÍÐUSTU ANDVÖRPIN Einhver sagði, að uppvakningur ríkisstjórnarinnar, vel þekktur og mikið umtalaður, nefndur „verðstoðvun“ væri þegar bú- inn að taka síðustu andvörpin, enda væri orðið verðstöðvun orðið skrípiyrði manna í milli. Það er að vísu réit, að nýlega hækkaði fiskurinn í verði, litlu fyrr benzínið og olíurnar, og þar áður kaffið, póstur og sími, samgöngur, almannatrygging- arnar og óteljandi vörutegund- ir, eftir verðstöðvunina. En lík- legt þykir þó, að enn megi sjá þess merki, að ahdvörp lieyrist frá verðstöðvuninni og hún kippist við af nýjum hækkun- um. i ÖFUGÞRÓUN Einn af ritstjórum Tímans lief- ur tölulega sýnt fram á, að kaupmáttur ellilífeyris hefur minnkað um 9.4% frá 1967. En Alþýðuflokkurinn hefur haldið því fram, að stjórnarsamstarfiðí við íhaldið byggðist m. a. á því, að Alþýðuflokkurinn þyrfti að (Framhald á blaðsíðu 4) í i - H Philip Jenkins. Tónlistarkynning á laugardaginn NÆSTKOMANDI laugardag, 30. janúar, kl. 5 síðdegis, mun Philip Jenkins píanóleikari efna til tónlistarkynningar í Borgar- bíói. Er það önnur af fjórum fyrirhuguðum, en sú fyrsta fór fram í byrjun desember við ágætar undirtektir. Á laugardaginn mun Philip Jenkins leika Franska svítu nr. 5 í G-dúr eftir J. S. Bach (1685 til 1750), Andante con varía- tione í f-moll eftir Haydn (1732 til 1809), sónötu í B-dúr K-570 eftir Mozart og að lokum Rondo a capriccio I G-dúr eftir Beethoven. Þessi tónldstarkynnkjg rerður þannig að mestu leyti innan ramma hins klassiska tímabils. Er hér um að ræða nokkru lengri verk en þau, sem flutt voru á síðustu kynningu, en píanóleikarinn mun auðvelda áheyrendum að henda reiðui’ á því, sem fram fer og flytur skýr ingar á undan hverju verki fyrir sig. Þetta eru allt verk, sem mörgum eru vel kunn. Á næstu tónlistarkynningu mun Philip Jenkins leika verk frá rómantízka tímabilinu, m. a. eftir Schumann, Liszt og Chopin. Á síðustu kynningunni kemur svo röðin að nútímatón- lisUnni. S. G.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.