Dagur - 27.01.1971, Blaðsíða 7

Dagur - 27.01.1971, Blaðsíða 7
7 Nýtt hefti af Skinfaxa er komið út í NÝÚTKOMNU hefti Skinfaxa segir frá stórmerku land- græðslustarfi ungmennafélag- anna. En landgræðsluferðir voru farnar á síðastliðnu sumri í öllum landshlutum og áttu ungmennafélögin þar stærstan hlut í sjálfboðastarfi. Þetta starf jókst mjög eftir stofnun Land- verndar og samkvæmt skýrslu ■ þaðan var sl. sumar dreift 224 tonnum af tilbúnum áburði á vegum samtakanna og 20 tonn- um af fræi. í sömu skýrslu má sjá, að ungmennafélagar hafa staðið fyrir mörgum land- græðsluferðunum, sem ekki hafa verið farnar ’í nafni ein- stakra félaga eða hér’ðassam- banda. Með slíkum landgræðsluferð- um vinnst tvennt. f fyrsta lagi er sáð í land, sem er örfoka eða að blása upp, og hefur það bor- ið verulegan árangur. En í öðru lagi eru ferðir þessar hinn bezti skóli og öðrum betri í því efni að kynna ungu fólki landeyð- inguna og þörfina á því að verja landið uppblæstri og snúa vörn í sókn í því efni. Skógræktin var eitt af bar- áttumálum gömlu ungmenna- félaganna, sem víða sér vott. Landgræðslustarfið er hliðstætt og engu ómerkara. □ Á FIMMTUDAG í síðustu vilru héldu Framsóknarfélögin á Ak- ureyri klúbbfund í félagsheimili flokksins, Hafnarstræti 90, og hófst hann kl. 8.30. Framsöguræður fluttu frúrn- ar Auður Þórhallsdóttir og Kristín Aðalsteinsdóttir. Ræddi frú Auður einkum skóla- og uppeldismál og benti meðal annars á, hve bæjarfélaginu væri nauðsynlegt að dragast ekki afturúr í skólabyggingum og aðstöðu fyrir börn og ungl- inga. Lagði hún áherzlu á, að skyldufræðslan færi fram í sama skólanum, svo að börnin þyrftu ekki að flytja milli skóla. Frú Kristín ræddi einkum um dagheimili og leikskóla, sem þyrftu að starfa allt árið. Aðsókn að því dagheimili, sem nú væri rekið hér á Akureyri, sýndi hve þörfin væri brýn. Vitnaði hún í orð ýmissa hús- mæðra, er bæði vildu og þyrftu að vinna utan heimilis en gætu það ekki vegna vöntunar fyrr- nefndi'a stofnana. Gerður var góður rómur að máli frummælenda og að þeim loknum hófust umræður um þessi mál og tóku sex fundar- menn til máls og sumir oftar en einu sinni. Stóð fundur þessi til miðnættis. Þess má geta, að á fundi þessum mættu margar konur og tóku þær einnig þátt í umræðum. Þótti fundur þessi takast með miklum ágætum. □ Hass og heykögglar ÞAÐ hefur verið haft að gam- anmálum, að menn hafa selt heyköggla, söxuð lárviðarlauf og jafnvel hrossatað, fyrir hass og LSD og skammtinn á 200 krónur. En jafnframt broslegri hlið málsins er Ijóst, að margir vilja kaupa fíknilyfin og horfa þá ekki í skildinginn. □ Fjölmenni á fyrsta hændaklúbhsfundinum (Framhald af blaðsíðu 1). verkamanna, en dilksverðið hefði hækkað mun meira. Minni sala hafði orðið á ár- inu á öllum framleiðslugrein- um, að undanskildri kjötsölu og ostasölu. Mikið kjöt hafði verið Móðir okkar og tengdamóðir, TÓMASÍNA INGIBJÖRG TÓMASDÓTTIR, Byggðavegi 88, Akureyri, lézt mánudaginn 25. janúar. Jarðarförin fer frarn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 2. febrúar kf. 13.30. Ragnhildur, Brynliildur og Margrét Steingrímsdætur, Þórhildur Steingrímsdóttir, Hermann Stefánsson, Nanna Tulinius, Tómas Steingrímsson. Innilegar þakkir til aílra, er sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar JÓNS M. JÚLÍUSSONAR frá Munkaþverá. Sólveig Kristjánsdóttir, Margrét Júlíusdóttir, Einar Jónsson, Kristín Jónsdóttir, Kristján Jónsson, Eysteinn Jónsson, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýndan vinarhug við andlát og útför fósturmóður minnar og systur okkar, GEIRÞRÚÐAR GUÐLAUGAR ÞORKELSDÓTTUR. Jónas Þorsteinsson, Guðmundur Jónsson, Marsilía Jónsdóttir, Þórunn Jónsdóttir. Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vináttu ivið andlát og útför eiginmanns tníns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORSTEINS STEFÁNS BALDVINSSONAR frá Hrísey. Guð blessi ykkur öll. Ólína Pálsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Snjólaug Þorsteinsdóttir, Jón Helgason, Ólína Jónsdóttir, Þorsteinn Jónssoji, Helgi Jónsson, Margrét Jónsdóttir. selt til annarra landa, alls til 11 landa og verðið verið hag- stæðara en áður. Nú er útlit fyrir að allt of lítið kjötmagn verði til útflutnings og því erfitt að halda þeim mörkuðum, sem búið er að vinna. Mjólkurfram- leiðslan, taldi ræðumaður, að myndi hafa aukizt um 12—14% sl. ár frá árinu áður og gæti því orðið erfitt að koma öllum mjólkurvörum í fullt verð, þyrfti nauðsynlega sem fyrst að gera ráðstafanir til úrbóta og benti m. a. á að smjörlíkisgerðir tækju verulegt magn af smjöri til íblöndunar í smjörlíki. í greinargerð sinni um líf- eyrissjóð bænda, sem orðinn er að lögum, kom fram að eigin iðgjald til sjóðsins yrði 1% fyrsta árið hækkandi upp í 4% fjórða árið, en iðgjald greitt af atvinnurekstri gegnum Stofn- lánadeild landbúnaðarins fyrst 4% og hækkandi upp í 6% eða iðgjald samtals 10% eins og al- gengast er hjá líftryggingasjóð- um. Skýrði Gunnar þetta mál mjög ítarlega fyrir fundarmönn um. Að loknu framsöguerindi Gunnars fóru fram umræður um þessi mál og voru margar fyrirspumir lagðar fyrir frum- mælanda og 12 eða 13 manns, auk hans, tóku þátt í umræð- um. Kom meðal annars fram í umræðunum áhugi á nauðsyn þess að knýja á um leyfi fyrir innflutningi sæðis holdanauta og að hert yrði sóknin með hrað þurrkun á heyi og framleiðslu innlends kjai'nfóðuxs. Fundarstjóri var Hjörtur E. Þórarinsson. Næsti klúbbfundir eru áætl- aðir um miðjan febrúar og miðjan marz n. k. □ I.O.O.F. Rb. 2 — 120-27-1-8V2-O. I.O.O.F. 1521298V2 — O. St .: St .: 59711277 .: VII .: MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 5 e. h. (athugið breyttan messu tíma). Sálmar: 29 — 52 — 125 — 68 — 660. — B. S. SJÓNARIIÆÐ. Almennar sam- komur á sunnudögum kl. 17.00. Sunnudagaskóli n. k. sunnudag kl. 13.30. Drengja- fundir á mánudögum kl. 17.30. Telpnafundir á laugardögum kl. 14.30, og unglingafundir kl. 18.00. Allir velkomnir. GLERARHVERFI. Sunnudaga- skóli í skólahúsinu n. k. sunnudag kl. 13.15. Öll börn velkomin. MÖÐRUVALLAKLAUSTURS- PRESTAKALL: Guðsþjón- usta að Glæsibæ n. k. sunnu- dag, 31. janúar kl. 11 f. h. Guðsþjónusta að Bægisá kl. 14. — Sóknarprestur. KRISTNIBOÐSHÚSÍÐ ZION. Sunnudaginn 31. jan. Sunnu- dagaskóli kl. 11 f. h. Öll börn velkomin. Samkoma kl. 8.30 e. h. Jón Viðar Guðlaugsson talar. Allir hjartanlega vel- komnir. HJÁLPRÆÐISHERINN Fimmtudag 'kl. 17 Kær- leiksbandið, kl. 20 Æsku lýðsfundur. Sunnudag kl. 2 e. h. sunnudagaskólinn, kl. 20.30 almenn samkoma. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA, Lundargötu 12. Sunnudagaskólinh hvern sunnudag kl. 11 f. h. Öll börn velkomin. Almennar samkomur hvern sunnudag kl. 8.30 e. h. Jóhann Pálsson og fleiri tala. Allir velkomnir. Föndurkvöld fyrir drengi á aldrinum 8—12 ára. Fimmtu- dagar kl. 5.30—6.30 e. h. Biblíultennsla hvert fimmtu- dagskvöld kl. 8.30. Einar Gísla son: „Biblíunám.“ Allir vel- komnir. — Fíladelfía. ST. GEORGSGII.DIÐ, Akureyri. Fundur í Hvammi mánudag 1. febrúar kl. 8.30 e. h. Fundar- efni: Endurhæfing. — Stjórn- m. LIONSKLUBBUR w A K U R E Y R A R. K. í. hefur borizt samstarfstil- boð frá Álafossi h.f. um áfram- haldandi námskeiðshald í lopa- peysuprjóni. Komið hefur í ljós, að fyrri námskeið hafa gefið góða raun. Mjög vandaður söluvarningur er nú framleiddur á íslenzkum heimilum. Framleiðslan hefur aukizt mikið, enda hafa konurn- ar m. a. lært hagsýnustu vinnu- brögðin. Kennsludagar verða sjö og kennslutíminn er frá kl. 13 til kl. 17. Fyrsta námskeiðið byrjar í Hallveigarstöðum mánudag 18. janúar. HJONAEFNI. Á aðfangadags- kvöld opinberuðu trúlofun sína Margrét Einarsdóttir, Kringlumýri 20 og Davíð Jó- hannsson, Lönguhlíð 12. Kcnur! - Akureyri cg nágrenni 80 ÁRA. Frú Brynhildur Ax- fjörð, Hafnarstræti 81 A, Ak- ureyri, verður 80 ára 2. febrú- ar næstkomandi. ^3 Fundur í Sjálfstæðishús inu fimmtudaginn 28. jan. kl. 12.00. — Stjórnin. ÞÝ ZK-ÍSLEN ZKA FÉLAGIÐ. Skrifstofa félagsins er flutt í Amarohúsið, 3. hæð. Opið á föstudagskvöldum frá 8—10. Útlán á bókum og segulbönd um. — Stjórnin. Námskeiðið er nemendum að kostnaðarlausu og greiðir Ála- foss h.f. ferðir nema utan af landi til og frá Reykjavík. Prjónar og efni fæst á heild- söluverði hjá kennaranum, frú Astrid Ellingsen. Álafoss h.f. býst til að kaupa allar peysur, sem standast gæðamat. Væntanlegir nemendur eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Kvenfélagasambands íslands, þar sem innritun fer fram kl. 13—15 alla daga nema laugardaga í síma 12335. Kvennasamband Akureyrar. 75 ÁRA. Björn Axfjörð tré- smíðam., Munkaþverárstræti 7, Akureyri, verður 75 ára 3. febrúar n. k. Hann dvelst nú hjá Kristínu dóttur sinni og tengdasyni í Virginíu, USA. — Heimilisfang: 5720 Robinwood Lane Falls Church Virginia 22041 USA. FÉLAGSVIST spilaklúbbs Skóg ræktarfélags Tjarnargérðis og bílstjói'afélaganna hefst í Al- þýðuhúsinu 31. jan. kl. 8.30. Sjá nánai' auglýsingu í blað- inu í dag. FRÁ SJÁLFSBJÖRG. Annað spilakvöld verð ur í Alþýðuhúsinu fimmtudaginn 28. jan. kl. 8.30 e. h. Félagar takið með ykkur mótspilara, parakeppni líka. — Nefndin. I.O.G.T. stúkan Brynja nr. 99. Fundur í Varðborg mánudag- inn 1. febrúar kl. 21.00. Fund- arefni: Kosning embættis- manna, hagnefndaratriði. Ný- ir félagar velkomnir. — Æ.t. I.O.G.T. stúkan Akurliljan nr. 275. Fundur fimmtudaginn 28. jan. n. k. kl. 21.00 í Varð- borg. Fundarefni: Innsetning. Önnur mál. Kaffi eftir fund. — Æ.t. | SLÖKKVISTÖÐIN — Sjúkra- bíllinn — Brunaúíkall sími 1-22-00. SÓLARKAFFI Vestfirðinga- félagsins verður í Alþýðuhús- inu laugardaginn 30. jan. kl. 8.30 e. h. Sameiginleg kaffi- drykkja. Skemmtiatriði. — Sólarkaffinefndin. KÆRU AKUREYRINGAR. — Fjáröflunardagur Slysavarna deildarinnar er á sunnudag- inn kemur. Við treystum góðri aðstoð ykkar nú sem áður við fjáröflunina. — Slysavarnadeild kvenna. SLYSAVARNAKONUR Akur- eyri. Fundur verður í Alþýðu húsinu þriðjudaginn 2. febr. kl. 8.30 e. h. Mætið vel og tak- ið með kaffi en ekki kökur. Þá eru deildarkonur minntar á að skila kai'fibi'.auðinu á Hótel KEA milli kl. 10—12- á sunnudagsmorgun. — Nefrid-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.