Dagur - 24.02.1971, Blaðsíða 1
Dagur
LIV. árg. — Akureyrí, miðvikudaginn 24. febrúar 1971 — 8. tbl.
FILMU HÚSIÐ
Hafnarstrætj 104 Akureyri
Sími 12771 • P.O. Box 397
SÉRVERZLUN:
LJÓSMYNDAVÖRUR
FRAMKÖELUN - KOPIERING
r
Ovelkomiiin gestur
g$$$$$$$$ý$3$$$3$5$3$$3$3^;535333335$333355$$333*»^^
HINN 18. febrúar sá Árni Ás-
bjarnarson bóndi á Ásbúðum á
Skagaströnd, stórt og fallegt
bjarndýr, skammt frá húsum,
en ís lá þar að landi. Fór bóndi
inn til að hafa samband við
nágranna sinn, og ráðgera að
vinna björninn. En bangsi beið
ekki og skokkaði leiðar sinnar.
Næst varð dýrsins vart í Vík-
um. Var þar skotið á það en
það hélt enn leiðar sinnar, þó
með skotsár á fæti.
■Ekki skeytti bjarndýr þetta
um menn eða sauðfé, sem úti
var og ekki langt frá leið
bangsa. Má því segja, að þessi
meinlausi en þó óvelkomni gest
ur hafi fengið fremur kuldaleg-
(ar viðtökur. □
Hreinlæfisvitundina vantar hér
BANDARÍSKUR sérfræðingur,
sem athugaði 20 íslenzk frysti-
hús, er selja framleiðslu sína á
erlendan markað, segir að hrein
lætisvitund íslendinga sé áfátt.
„Við meðferð og flutning á
fiskúrgangi var í flestum frysti-
húsanna sem heimsótt voru
gætt sæmilegs hreinlætis og
verkhyggni. Steinsteyptar stétt-
ir voru undir fiskúrgangsköss-
um til að taka við vökva sem
r
Atelur hækkanir á
opinberri þjónustu
AÐALFUNDUR IÐJU, félags
verksmiðjufólks á Akureyri,
haldinn í Alþýðuhúsinu 14.
febrúar 1971 átelur harðlega
sífelldar hækkanir hins opin-
bera á ýmiskonar þjónustu,
sköttum og útsvarsálögum á al-
menning, þar á meða er það
skoðun fundarins, að með öllu
sé það óeðlilegt að persónufrá-
dráttur skuli ekki haldast í
hendur við aukinn framfærslu-
kostnað, og telur hann nú um
30% of lágan miðað við árin
1965 og 1966. Skorar fundurinn
á ríkisstjórnina, að láta fara
fram endurskoðun á skattalög-
gjöfinni í heild, svo sanngjörn-
um leiðréttingum verði við
komið. □
úr þeim lak. Þannig frágangur
verður að vera í öllum frysti-
húsum. Þessar stéttir verða að
hafa niðurfallsop svo að vökv-
inn geti runnið í frárennslis-
kerfið. Eins og lýst er í kaflan-
um um umhverfi frystihúsa er
meðhöndlun annars úrgangs í
föstu foi-mi, svo sem pappa-
kassa, pappírs o. s. frv. á allt
annan veg farið. Það virðist
vera nær algild regla hjá frysti-
húsunum að þessum úrgangi sé
dreift um fjörurnar og á sjávar-
bakkana. En við það myndast
gróðrarstíur fyrir skordýr og
nagdýr, eldhætta og sýkingar-
hætta, svo að ekki sé talað um
hvílík hörmungarsjón þetta er.
Forsvarsmenn frystihúsa og
ibæjarfélaga virðast bera jafnt
ábyrgð á þessu kæruleysi. Auk
þeirra raunverulegu vanda-
mála, sem af þessum ósið stafa
og bent hefur verið á hér að
ofan, sýnir þetta háttarlag full-
kominn skort á hreinlætisvit-
und og tilfinningu fyrir góðum
umgengnisháttum. Þetta yrði
mikill þyrnir í augum erlendra
gesta ekki sízt sérmenntaðra
eftirlitsmanna," segir þessi sér-
fræðingur m. a. og má margt af
því læra. Og þann lærdóm
verða þeir bæði að nema og til-
einka sér, er keppa vilja í öðr-
um löndum og heimsálfum um
sölu á fiski og fiskafurðum. □
Undanfarna daga hafa margir staðið við dorg á ísnum á Akureyrarpolli og aflað vel.
Átðk í vegamálum á Auslurlandi
LOÐNA hefur borizt til Seyðis-
fjarðar, Neskaupstaðar, Eski-
fjarðar, Fáskrúðsfjarðar og
Stöðvarfjarðar og er það veru-
legt innlegg í atvinnulífið. En á
Austfjörðum hefur yfirleitt ekki
verið atvinnuleysi, nema á
Vopnafirði. Togbátar afla ofur-
lítið en fremur dræmt þegar á
heildina er litið, einkum vegna
ógæfta.
Snjór er nokkur, jafnfallinn,
heiðar lokaðar nema Fagridal-
ur. Hreindýr hafa ekki sézt hér
út um Egilsstaði ennþá, og lík-
legt, að sæmilegt sé til beitar á
Leiðirnar opnar í allan vetur
Ófeigsstöðum 23. febrúar. Hláka
er komin og kærkomin, og blíð-
viðri í dag, enda komin góa.
Bændur eru ekki heysterkir en
allt mun bjargast vel ef veðrátt-
an verður ekki hörð.
í vetur hafa naumazt fallið
LAXÁRMÁL Á ALÞINGI
í SAMBANDI við hið endur-
flutta frumvaiTD menntamála-
nefndar um takmarkaða nátt-
úruvernd á vatnasvæði Mý-
vatns og Laxár, hafa á Alþingi
undanfarið orðið allmiklar um-
ræður um Gljúfurversvirkjun.
í þessum umræðum sagði Stef-
•án Valgeirsson m. a.:
Ég hef haldið því fram síðan
í byrjun þessarar deilu að
óhugsandi væri að fara út í
svona mannvirkjagerð nema
fyrir lægi áður fullt samkomu-
lag um hana milli aðila. Þörfin
fy rir raforku er mjög mikil á
þessu svæði og verður ekki
hægt að komast hjá því, að
bæta úr því hið bráðasta. Og ef
þetta mál er athugað nánar,
hlýtur sú spurning að vakna,
hvernig forysta stjórnarvalda
sé í þessum málum.
Var því ekki lýst yfir af
stjórnarvöldum þegar ákvörðun
var tekin um Búrfellsvirkjun,
að næsta virkjun yrði Dettifoss
virkjun? Muni ég þetta rétt,
hvað hefur verið gert til að
standa við það fyrirheit? Fyrir
tveim árum, meðan enn var
tími til skynsamlegra aðgerða,
spurði ég fjármálaráðherra, hér
á Alþingi að því, hvort þess
væri ekki að vænta, að rann-
sóknum á Dettifossvirkjun yrði
vatnaflutninga úr því fljóti í
Laxá.
Fjármálaráðherra gaf þá þær
upplýsingar að á næsta sumri,
þ. e. 1969, yrðu lagðar 5 millj.
kr. í rannsóknar við Dettifoss
og myndi sú rannsókn, er hægt
væri að gera í einu sumri fyrir
þessa fjárupphæð gefa til kynna
um hagkvæmni þessara virkj-
ana umfram það, er þá lá fyrir.
Ég veit ekkí til, að þessi rann-
sókn, sem sagt var að ætti að
(Framhald á blaðsíðu 5)
niður ferðir mj ólkurbíla, og
börn hafa nær undantekningar-
laust komizt í heimangöngu-
skóla sinn, enda hefur víða ver-
ið meiri snjór í vetur en í Kinn.
Leikfélagið- hér er að æfa
Upp. til selja og Apaköttinn.
Leikstjóri er Kristján Jónsson,
og mun hann víðar leiðbeina
áhugafólki í leiklist í sýslunni.
Því miður þori ég ekki að
hafa uppi nein gamanmál að
þessu sinni, á meðan hárin rísa
á aðilum mikilla deilumála. En
þótt menn deili vilja allir lifa í
friði og sátit og þurfa þess með.
B. B.
heiður uppi á hreindýraslóðum.
Miklar framkvæmdir eru fyr-
irhugaðar í vegamálum og
verða lagðar fram 60 millj. kr.
til þeirra umfram fjárlög. Verð-
ur þá byggður upp vegurinn á
Jökuldal og sennilega byggð
brú á Gilsá, mikið mannvirki,
ennfremur Fagradalsbraut frá
Græfum að Egilsstöðum. Svo á
að lagfæra veginn mikið á Beru
fjarðarströnd. Um byggingar
hefur áður verið fjallað og
verða þær allmiklar.
Lagarfossvirkjun verður boð-
in út mjög bráðlega. Svo átti,
samkvæmt vegalögum, að
leggja hér fyrstu hraðbraut um
og við Egilsstaðaþorp. Það er
um tveggja km. vegur.
Skipasmíðar færast mjög í
aukana á Seyðisfirði og Nes-
kaupstað og ennfremur eru tölu
verðar bátasmíðar í Fáskrúðs-
firði og í Borgarfirði.
Austfirðingar eru að ná sér
eftir það öngþveiti, er skapað-
ist er síldin hvarf og hún var
ekki lengur grundvöllur at-
vinnulífsins. V. S.
Búnaðarþing hafið í Bændahöll
BUNAÐARÞING hófst á mánu
daginn, var sett með viðhöfn í
Bændahöllinai kl. 10 árdegis.
Viðstaddii' voru forseti íslands
Dómur fallinn í máli Daníels
Stefán Valgeirsson.
haldið áfram og hvort ekki
væru fyrirhugaðar rannsóknir á
Skjálfandafljóti við íshólsvatn.
Þá átaldi ég það, að ekki skyldu
vera rannsakaðir þeir möguleik
ar, sem kynnu að vera fyrir
hendi í Skjáldandafljóti, áður
en gerðar væru áætlanir um
FYRIR tæpu ári höfðaði Daníel
Daníelsson fyrrum læknir á
Húsavik mál á hendur sjúkra-
hússtjórn og er dómur fallinn.
Kröfur læknisins voru: í
fyrsta lagi, að uppsögn hans
væri dæmd ólögmæt. í öðru
lagi, að sjúkrahúsið greiði
Daníeli 6 mánaða laun eftir 30.
sept. 1969 ásamt yfirvinnu, bíla
kostnaði o. fl., samtals kr.
386.394.00. 1 þriðja lagi krafðist
læknir þess, að fyrir röskun á
stöðu og högun greiddi sjúkra-
húsið eina willj. kr. Og í fjórða
lagi, að sjúkrahúsið greiði
Daníel ferða- og flutoingskostn
að frá Svíþjóð til Húsavíkur í
ágúst 1968, kr. 200.000.00. Þetta
er samtals í krónum 1.586.394.00
Þessum kröfum öllum hafn-
aði undirréttardómur.
Varakrafa Daníels var sam-
tals kr. 1.398.197.00. Upp í þessa
kröfu fékk Daníel Daníelsson
fyrrum læknir á Húsavík 160
þús. kr. og 50 þús. kr. upp í
málskostnað, samtals 210 þús.
dr. Kristján Eldjárn og Ingólftir
Jónsson landbúnaðarráðhema.
Þorsteinn Sigui-ðsson, bóndi á
Vatnsleysu, foi-rraaðuj' B. í. setti’
þingiS með ræðu.
Formaður ræddi hlýviðris-
kaflann 1930—1960 til saman-
burðar við nýliðinn áratug og
áhrif verðráttunnar á búskap-
inn. Þá sagði hann, að Bjarg-
ráðasjóður hefði á síðustu 15
árum veitt bændum lán og
styrki að upphæð um 200 millj.
Síðan ræddi formaður um fiski
ræktina í ám og vötnum og fisk
eldi. Ennfremur á eignarréttar-
mál bænda og ásókn kaupstað-
arbúa í sumarbústaðalönd, og
um búnaðarskóla á Suðurlandi,
ylræktina og mengunarmálin í
hafinu umhverfis landið.
(Framhald á blaðsíSu 4)