Dagur - 07.04.1971, Síða 1

Dagur - 07.04.1971, Síða 1
LJV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 7. apríl 1971 — 18. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Bautinn - ný veifingastola Nemendur íþróttakennaraskólans í Hlíðarfjalli. (Ljósm.: E. D.) HÓTELUM BÆJARINS Skíðaldndsmót Islands cg Norð urlandameistaramót unglinga BAUTINN, heitir ný veitinga- stofa, sem opnuð var í Hafnar- stræti 92 á Akureyri í gær. Þarna er matsala með sjálfs- afgreiðslufyrirkomulagi, án vín veitinga, og reynt verður að hafa jafnan á boðstólnum fjöl- breytta rétti úr völdu hráefni við hóflegu verði. Húsakynni Bautans eru hin vistlegustu, tveir matsalir fyrir 60 manns, auk eldhúss, kælis, kjötvinnslu og frystiklefa. Hús- gögn' í matsölunum sem eru í SAMKOMULAG UM TOGARASMÍÐI SAMKOMULAG mun hafa tek izt milli stjórnskipaðrar samn- inganefndar og Slippstöðvarinn ar h.f. á Akureyri um að hér verði smíðaðir tveir skuttogar- ar, eftir þýzkum teikningum, með breytingum í samræmi við óskir Ú. A., sem væntanlega verður kaupandi annars eða beggja þessara togara. Fréttatilkynning um þessi mál hefur enn ekki borizt. Q BLANDAÐUR KÓR hefur æft söng undanfarna vetur í Önguls staðahreppi af miklum dugnaði, enda margt af söngvinnu fólki í þeirri sveit. í vetur hafa æfing- ar staðið lengi og að jafnaði æft tvisvar' í viku, undir stjórn Guð mundar Þorsteinssonar. Nú hyggst söngfélagið, skipað 30 manna blönduðum kór, HIÐ ágæta lindarvatn úr Hlíð- arfjalli er fyrir nokkru orðið alltof lítið fyrir Akureyrarkaup stað. Til viðbótar lindarvatninu hefur verið notað yfirborðs- vatn, allgott, en ekki nógu gott og er það hreinsað og „klórað“. Lindirnar gefa 50 1. á sek. en vatnsþörfin er nú 110 1. á sek. Vatnsleit hefur farið fram í nágrenni Akureyrar, undir stjórn Jóns Jónssonar jarðfræð- Góð heimsókn ROGERS menntaskólakórinn frá Newport Rhode Island í Bandaríkjunum mun koma í heimsókn til Akureyrar þriðju- daginn 13. apríl, Kórfélagarnir hafa sáfnað sér til fararinnar í lengri tíma, því dýrt er að fara svo langt. En til íslands stóð hugur þeirra og draumurinn rættist. í kórnum eru 38 piltar og stúlkur sem syngja og leika á hljóðfæri. Hér mun kórinn syngja á líknarstofnunum og í Akureyrarkirkju kl. 6 e. h. Að- göngumiðar verða seldir við innganginn og verði þeirra mjög í hóf stillt. Vonandi fjöl- menna bæjarbúar í kirkjuna og fagna þannig þessum langt að komnu gestum. (Fréttatilkynning) ,,antik“ stíl, eru sérsmíði frá Aton h.f. og Ösp h.f. í Stykkis- hólmi. Bautinn mun senda heim eft- ir pöntunum kaldan eða heitan mat, smurt brauð, snittur o. fl. Þá mun matseðilli'nn með sér- réttum Bautans verðá sendur í hvert hús á Akureyri og ná- grenni, svo ef einhver verður svangur, er bara að skoða mat- seðilinn og taka upp símann. Óhætt er að segja, að þetta sé þægileg nýbreytni. Brej'tingar á húsnæði í Hafn- arstræti 92 hófust um áramótin og hefur Pan s.f. annazt smíða- vinnu. Ljósgjafinn sá um raf- lagnir, Óskar Ásgeirsson um pípulagnir og Gunnlaugur Torfason um málningu. Matsveinar Bautans eru Hall- grímur Arason og Jónas Þórar- insson, en alls munu starfa þarna 8 manns yfir sumartím- ann. Framkvæmdastjóri er Stef án Gunnlaugsson. Fyrst um sinn verður Baut- inn opinn frá kl. 8—22, en í sumar verður væntanlega opið til kl. 23.30 á kvöldin. Q syngja opinberlega í Freyvangi að kveldi annars páskadags. Undirleikari er 13 ára piltur frá Arnarhóli, Kristinn Örn Krist- insson. Stjórn söngfélagsins skipa: Anna Helgadóttir, Syðra-Hóli, Baldur Kristinsson, Öngulsstöð um og Aðalbjörn Tryggvason, Laugarholti. Q ings og Sigurðar Svanbergsson- ar vatnsveitustjóra. Eftir þá leit var um þá kosti tvo að velja, að taka vatn úr Glerá og hreinsa það, eða að sækja vatn út á Þelamörk en þar fannst mjög gott vatn og mikið, við ármót Hörgár og Krossastaðaár, í landi Vagla. Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroádsen vai- falið að gera áætlanir um vatnsveitu frá báð um stöðum. Vatn frá Vagla- eyrum kostar nú rúmar 42.5 millj. kr. En frá hreinsistöð við Glerá eitthvað minna, en þar á eftir að gera nokkrar rann- sóknir, er tefja myndu fram- kvæmdir, en vatnsskortur er yfirvofandi. Vatnsveitustjórn samþykkti í síðustu viku, að mæla með því, TALSVERÐ veikindi hafa ver- ið í bænum undanfarið og marg ir lagzt í rúmið með hita og höfuðverk. Samkvæmt upplýs- ingum héraðslæknisins, Þór- odds Jónassonar, mun hér ekki vera um venjulega inflúenzu að ræða, heldur eins konar hita- veiki. Mikil forföll hafa verið í Menntaskólanum vegna veik- innar og einnig má geta þess, FERÐAFÓLK streymir nú til bæjarins og þá sérstaklega skíða- og skíðaáhugafólk, því hér fara fram tvö mikil skíða- mót um páskana, Skíðalands- mót íslands og Norðurlanda- meistaramót unglinga. Ilvert rúm í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli er skipað fram í næstu viku. Mesti og bezti skíðasnjór vetrarins er nú í fjallinu og nýi vegurinn, 7 m. að vatnsþörf bæjarins vrði leyst með aðveitu frá eyrum við Hörgá. Af því tilefni var hald- inn auka-bæjarstjórnarfundur sl. fimmtudag, og þar var sam- þykkt að sækja vatnið að Hörgá, og ráðast í þá fram- kvæmd eins fljótt og unnt er. Sótt hefur verið um lán til lána sjóðs sveitarfélaga og eru vonir bundnar við úrlausn þar, svo að hægt verði að hefja verkið í vor, og panta nú þegar stál- rör er liggja eiga frá Hörgá upp á Moldhaugaháls, en plast- eða asbeströr þaðan til Akureyrar. Miðað er við að taka 100 1. á sek., sem á að nægja næstu 20 árin. Vegalengdin mun vera um 14 km. Vegna svo mikillar fram kvæmdar þarf að hæklca vatns skattinn í bænum, en Vatns- að togarinn Svalbakur kom af veiðum í nótt, eftir hálfs mán- aðar veiðiferð og voru 22 menn af 28 manna áhöfn togarans búnir að liggja í rúminu í túrn- um. Þá hafa starfsmenn Norður verks við Laxá eitthvað kennt veikinda, en ekki hefur orðið neinn faraldur þar. Betra mun því vera að fara að öllu með gát og láta sér ekki verða kalt. Q breiður, eins og á sumardegi. Hann hefur verið ekinn í rúm- an hálfan mánuð og reynist að honum mikil samgöngumót, enda mun breiðari og beinni en sá gamli. Bílastæði eru við Skíðahótelið fyrir nokkur hundruð bíla, og sætaferðir verða á klukkutíma fresti alla dagana fyrir þá sem ekki eru á einkabílum. Hótel KEA er nær fullbókað veitan verður að sækja sínar tekjur til neytendanna. Vatnsveitustjóri er Sigurður Svanbergsson en stjórnarfor- maður er Stefán Stefánsson. Fulltrúar Framsóknarmanna í vatnsveitustjórn eru Valur Arn þórsson og Haukur Árnason. Q BÚIÐ er að leggja raflínu, bæði staura og víra, frá Laxárvirkj- un til Kópaskers. Var sumt af henni lagt í haust, eða frá Kópa skeri að Stórugjá í Keldu- hverfi. Mun þetta 70—80 km. vega- lengd. Strax eftir páska verður lokið við breytingar þær, sem nauðsynlegar eru við aflstöð, en Kópaskersmegin er komin spennistöð. Þar verður aðveitu- stöð og rafmagnið spennt niður fyrir línur um Kópasker, Axar- fjörð og Kelduhverfi. Síðan á línan að liggja með 30 kílóvolta spennu til Rafnarhafnar og verður þar önnur skiptistöð og er Raufarhafnarlínan komin, en eftir er að setja upp spenni- stöðina á Raufarhöfn og verður það gert úr páskum. Síðar er fyrirhugað að leggja línu frá Kópaskerri til Þórs- frá miðvikudegi og fram á mánudag. Allir þeir gestir eru skíðaáhugafólk, flestir úr Reykjavík, en einnig frá Banda ríkjunum. Um helgina er von á hópi Bandaríkjamanna frá Keflavíkurflugvelli og ætla þeir að bregða sér á skíði. Á Hótel Varðborg búa 30 skíðakappar, sem þátt taka í Norðurlandameistaramótinu, en auk þeirra er von á fleiri gest- um um helgina, þannig að gert er ráð fyrir að hótelið verði fullt fram á mánudag. Þá er mikið bókað á Hótel Akureyri um helgina, en eitt- hvert pláss mun þó vera þar enn að fá. Hópar skólafólks hafa dvalizt í Hlíðarfjalli að undanförnu og nú síðast 24 nemendur úr íþróttakennaraskóla íslands á Laugarvatni, ásamt skólastjór- anum, Árna Guðmundssyni, sem lætur hið bezta yfir dvöl sinni þar. Skíðalandsmótið var sett kl. 2 í gær. En Norðurlandamót unglinga í Alpagreinum, hið fyrsta, sem háð er hér á landi, verður sett kl. 6 síðdegis á Ráð- hústorgi. Q hafnar, en ekki ákveðið hvenær. Samkv. upplýsingum íngólfs Ámasonar rafveitustjóra. FLESTIR VEGIR ERU NÚ FÆRIR FLBSTIR vegir á Norðurlandi eru nú færir. Holtavörðuheiði var rudd í gærmorgun, en hún hafði verið lokuð síðan á laug- ardag. Oxnadalsheiði er einnig fær og mun því vera hægt að aka milli Akureyrar og Reykja- víkur eins og er. Ólafsfjarðar- múli var ruddur í fyrrakvöld. Flestir vegir í innsveitum eru vel eða sæmilega færir. Ef veð- ur versnar ekki næstu daga, ættu Norðlendingar og aðrir að geta komizt ótrauðir leiðar sinnar um páskana. Q Sungið í Öngulsstaðahr. Veyzluvatnið verður tekið á Hörgáreyrum 22 menn veikir á Svalbak Raflína trá Laxá í Kópasker

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.