Dagur - 07.04.1971, Blaðsíða 5

Dagur - 07.04.1971, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarniaður: ERLINGUR DAVlÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. LOKADAGUR I DAG, miðvikudag, mun Alþingi verða slitið og lýkur ]>ar með störf- uxn síðasta J>ings á J>essu kjörtíma- bili er liófst 1967. En kjördagur er ákveðinn 13. júní. í kosningUnum 1967 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 23 J>ingsæti og Alþýðuflokkurinn 9 J>ingsæti, eða stjórnarflokkarnir sam- tals 32 J>ingsæti. Stjórnarandstöðu- flokkarnir hlutu J>á 28 }>ingsæti, þar af Framsóknarflokkurinn 18 og Al- þýðubandalagið 10. En Alþýðu- bandlagið klofnaði á kjörtímabilinu. Möguleikar á breyttu stjómarfari á næsta kjörtímabili eru fyrst og fremst við J>að tengdir, að fylgi Fram sóknarflokksins aukizt í kosningun- um og þingsætum hans fjölgi. Naum ur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Al{>ýðuflokks 1967 hafði þær afleið- ingar, að stjórnarsamstarf J>eirra hélt áfram, J>ótt sumir í }>eim herbúðum væru J>ess ófúsir. En meirihluta á Al- þingi fékk stjórnin í kosningum 1967 með verðstöðvunarlögum og á annan þann hátt, er beindi athygli almennings frá því, hvað í vændum væri. En á næstu árum var krónan felld tvisvar sinnum í meðalárferði. Síðar komtl svo ný veltiár. Á árinu, sem leið fór ný verðbólguskriða af stað. Sagan endurtekur sig og á J>ing- inu, sem nú er að ljúka, vom sett verðstöðvunarlög eins og fyrir fjór- um árum og niðurgreiðslur úr ríkis- sjóði stórauknar. I»etta tvennt gildir fram til 1. sept. í haust, og um svip- að leyti falla kjarasamningar úr gildi. Enn er þess vænzt af stjórnar- völdum, að J>eir sem ganga til kosn- inga í vor við hækkandi sól, uni glað- ir við sitt og hafi ekki áhyggjur af jafn f jarlægri árstíð og haustinu. Það leynir sér ekki um J>essar mundir, að stjómarflokkarnir eru uggandi um sinn hag. Fjárlög ríkis- ins eru komin hátt á tólfta milljarð- inn og það þykir ekkert tilhlökkun- arefni að setja saman næstu fjárlög, eftir kosningar. Orðrómur er uppi um það, að Sjálfstæðismenn telji ráð- legt að skipta um fjármálaráðherra, eins og J>eir gerðu fyrir sex árum og gefa út ný sparnaðarloforð eftir kosningar, ef J>eir ráða þá enn yfir ríkiskassanum. Al{>ýðuflokkurinn hefur verið að basla við að koma í gegn um þing- ið nýjum almannatryggingalögum J>ótt undirbúningi þeirra væri ekki lokið. En flokkurinn hefur ekki gleymt fylgishruni sínu á Akureyri og í Reykjavík í bæjarstjómarkosn- ingunum í fyrra. En það er eftir- tektarvert við þessi nýju lög, að þau eiga ekki að taka gildi fyrr en um næstu áramót. Eiga J>etta J>ví að vera einskonar kosningatryggingalög fyr- ir Alþýðuflokkinn. □ INGVAR GISLASON alþingismaður: ÞJÓÐFÉLAGIÐ ÞARFNAST STARFSORKU OG FRAMTAKS FATLAÐRA SEM ANNARRA ÞEGNA Inngangsorð. Alþjóðadagur fatlaðra er nýliðinn. Hann er hátíðlegur haldinn þriðja sunnudag í niarzmánuði ár hvert og bar því upp á 21. marz að þessu sinni. Kjörorð dagsins er: JAFNRÉTTI HANDA FÖTL- UÐUM. Markmið dagsins er livatning til samfélagsins um að koma til móts við þá, sem fatlaðir eru, og stuðla að því að fatlað fólk geti verið virk- ir þjóðfélagsþegnar. Á tíu ára afmæli Sjálfs- bjargarlireyfingarinnar, sem haldið var haustið 1968, flutti Ingvar Gíslason alþingismað- ur ávarp á samkomu Sjálfs- bjargarfélagsins á Akureyri. í tilefni af nýliðnum alþjóða- degi fatlaðra birtir Dagur nú ávarp Ingvars Gíslasonar, enda á það erindi við almenn ing í landinu ekki síður en þá, sem bein áhrif geta haft á framgang þjóðmála, þ. á. m. JAFNRÉTTISMÁLIN í sín- um mörgu myndum. Þroski og mannrækt. Fyrir tuttugu árum fór ég ungur stúdent til náms í Eng- landi og innritaðist í skóla í stórri iðnaðarborg þar í landi. Að sjálfsögðu er mér margt minnisstætt frá dvöl minni á þessum stað. Þetta var aðeins þremur árum eftir stríðslokin og í upphafi þess tíma, sem kall að hefur verið „kalda stríðið“, þegar stórveldispólitíkin tók á sig hina ofureinföldu mynd tví- skiptingar heimsins í „austur“ og „vestur“. Ég var þá og er enn efasemdarmaður um rétt- mæti slíkrar skiptingar, enda augljóst, að hún er ekki á óyggj andi rökum reist. En því kemur mér þetta í hug, að meðal þess, sem mér er minnisstæðast frá veru minni í Englandi, eru kynni mín af fjölda einstaklinga af mörgu og mismunandi þjóðerni. Skólinn var sannkallað þjóðahaf. Ég minnist þess, að á samkomu í félagskap, sem nefndur var Al- þjóðaklúbburinn, voru rúmlega 30 þjóðerni, sem þar áttu ein- hverja fulltrúa. Þar var það haft til dægrastyttingar, að hæf ir menn af hverri þjóð kynntu sig og þjóðerni sitt með því að flytja sitthvað af þjóðlegri list, sem tiltæk var miðað við að- stæður. Hér voru að vísu engir þjálfaðir listamenn að verki, en alltaf voru einhverjir þess umkomnir að flytja á óbrotinn og tildurslausan hátt sönglög eða dansa, sem einkennandi voru fyrir hyerja þjóð um sig. Einnig stofnuðust nokkur per- sónuleg kynni, sem líkleg voru til þess að stuðla að frekari skilningi og nýjum viðhorfum gagnvart þjóðum og þjóðlönd- um. Hvað mig persónulega snertir, þá urðu þessi kynni til þess að opna augu mín fyrir sannindum, sem mér voru síður en svo ljós áður, en hafa styrkzt í vitund minni eftir því, sem árin hafa liðið: Sú uppfræðsla, sem við höfum lengi haft um þjóðir og lönd, er ákaflega vill- andi og í rauninni röng. Eðlis- munur á þjóðum — á mann- kyninu — er miklu minni en ýmsir vilja vera láta, og hæfi- leika- eða gáfnamunur þjóða er tæpast til í veruleikanum. Per- sónulega tel ég engan vafa á því, að allar þjóðir séu jafn vel af guði gerðar og jafn miklum hæfileikum búnar til þroska og afreka í andlegum og verkleg- um efnum. Að mínum dómi verður enginn einstaklingur dæmdur utangarðs vegna þjóð- ernis síns eða ættaruppruna. Sá mismunur, sem óneitanlega er á ytri kjörum og andlegri menn ingu, stafar ekki af hæfileika- mun, heldur af misgreiðri þroskaleið, — mismunandi að- stöðu til verklegra framfara og menningarstarfa. Þeim þjóðum, sem dregizt hafa aftur úr og eru skemmra á veg komnar en aðrar, er líkt farið og gróðri, sem vex á berangri eða í ófrjórri jörð. Sá gróður verður að þola hretviðri og kuldanæð- ing án skjóls og sólaryls, án frjóvgandi jarðefna. Samlíking af þessu tagi er íslendingum nærtæk og skiljanleg. Að vísu er jarðargróði óvíða í heimin- um litríkari en hér á landi og unaðslegur ásýndum af þeim sökum. Hitt getur þó ekki dul- izt, að gróður er hér oft lýttur af veðráttufari og landsháttum. íslenzka birkið er bæði ilmríkt og litfagurt og eitt skýrasta sér- kenni í svipfari landsins. En engum getur dulizt, sem séð hefur birkiskóga í hlýrri og veðursælli löndum, að íslenzka skógartréð er því miður oft sem vanskapningur, svo kræklótt sem það er, lágvaxið og jarð- lægt oft og einatt. Og þó kann að vera að birkið sé sú trjáteg- und, sem bezt þolir mislyndi veðurfars hér á landi. En við þekkjum það líka, hversu fer um vözt og þroska birkitrjánna þar sem þau njóta skjóls fyrir næðingi og umhleypingum. Þarf ekki annað en bera saman einstakar sveitir, eða aðeins einstaka heimilisskrúðgarða hér í bænum, svo að ekki sé lengra farið. Það má líka bera saman Lystigarðinn á Akureyri og Heiðmörk í nágrenni Reykja- víkur. Ef birkið nýtur eðlilegs skjóls og sólarbirtu, þá vaxa trén bein og fögur, en í kulda- næðingi, óvarið, verður birkið aðeins kræklóttur, lágvaxinn runnagróður. Þannig er farið um þjóðimar. Þær eru eins og jurtir, sem vaxa í mismunandi veðurfari og jarðvegi. Sumar þjóðir eru seinþroska, lítt á veg komnar og aftur úr vegna þess, að þær hafa farið á mis við þroskandi atlæti og aðbúnað. Aðrar taka út bráðan þroska, fara fyrir öðrum og komast sífellt lengra og lengra vegna þess, að vel er að þeim búið og enginn skortur á viðeigandi atlæti. Utangarðsmenn. Ég var að tala um veru mína á Englandi fyrir tuttugu árum og minningar mínar í því sam- bandi. Ein er sú mynd, sem grópuð er í huga minn og víkur þaðan ekki. Við aðalstræti borgarinn- ar, mitt í ys og ærslum umferð- arinnar, situr umkomulítil mannvera á gangstéttinni, otar að vegfarendum pjáturdiski og betlar smápeninga. Þetta er fyrsti betlari, sem ég hef séð og sá eini, sem mér er minnis- stæður, enda lít ég á hann sem einn af kunningjum mínum og samferðamönnum. Þessi mann- vera var vissulega aumkunar- verð, með öllu ganglimalaus, að því er bezt varð séð, og aðrir líkamshlutar, þótt heilir teldust og nokkurn veginn á réttum stað, voru visnir og óásjálegir. Ég veit ekki, hvort vegfarendur veittu þessum manni athygli. Ég held ekki. Ég held, að eng- inn hafi séð hann i raun og veru. Hann sat þarna, eða var þarna á miðju borgarstræti, nánast persónulaus og allt að því jafn lífvana og gangstéttar- hellurnar, sem hann hvíldist á. Þúsundir manna gengu fram- hjá honum dag hvern, en tæp- , ast hafa meira en nokkrir tugir slöngvað verðlitlum kopar- hlunk á diskinn hans, svo að eftirtekjan hefur verið lítil. E. t. v. hefur hún þó nægt til Ingvar Gíslason. þess að viðhalda þeim mjóa þræði, sem liggur milli lífs og dauða í svo þurftarlitlum mannslíkama. Mynd þessa aumkunarverða' manns er fyrir mér eins og tákn liðins tíma. Um aldaraðir, allt frá árdögum þekktrar mann- kynssögu, hafa borgarstræti og alfaraleiðir verið samastaður hinna fötluðu og vansköpuðu meðbræðra okkar og betlið þeirra bjargræðisvegur. Allt fram á síðustu ár hafa stórborg ir meginlands Evrópu og Eng- lands boðið upp á slíkar hryggð armyndir innan um glys sitt og glaumskála. Svo miskunnar- laust hefur þjóðfélagið lengi verið, jafnvel þar í löndum, sem mest er státað af auði og menn- ingu, að fötlun og líkamlegur vanskapnaður hefur varðað út- legð úr mannlegu samfélagi. Jafnvel þeir, sem fatlazt höfðu í varnarstyrjöldum föðurlands síns eða glæstum vígaferðum herra sinna og þjóðkonunga, voru dæmdir til slíkrar refsing- ar. Fram eftir öldum eimdi eft- ir af fornum átrúnaði á þá firru, að fötlun væri guðleg refsins, dómur æðri máttarvalda, sem ekki yrði haggað. Ég er ekki frá því, að slík trú hafi lifað hér á landi fram undir daga núlifandi manna. Mannúðarstefna. Þó að okkur finnist stundum, að ýmsu fari aftur og fornar dygðir séu litilsmetnar, þá dylst ekki, að í mörgu hefur mann- kyninu þokað til réttrar áttar. Svo er a. m. k. hvað snertir mannúð og réttlætiskennd í öll- um skárri þjóðfélögum, sem við höfum spumir af. E. t. v. má rekja það til bætts efnahags og meiri upplýsinga, að viðhorf í mannúðarmálum eru önnur en oft var fyrrum. Menn hafa efni á því að þurfa ekki að for- herða sig með afskiptaleysi og grimmdarhug gagnvart þeim, sem minna mega sín og ekki eru færir um að láta til sín taka í „slagnum stóra“, þeim slag að olnboga sig áfram til þess bók- staflega að verða ekki troðnir undir eða ýtt til hliðar. Sem betur fer hafa ýmsar „leikregl- ur“ í mannlegri lífsbaráttu ver- ið endurskoðaðar og réttur hins sterka nokkuð skertur, að því leyti, að nú þykir sanngjarnt og mannúðlegt að gefa þeim, sem minna mega sín nokkurn kost á því að vera með í leikn- um. Sú skoðun vinnur sífellt á og nær til æ fleiri, að fatlaðir og vanheilir eigi ekki að vera ölmusumenn né heldur utan- garðsmenn í þjóðfélaginu, held- ur virkir þátttakendur í starfi og striti þjóðar sinnar og jafn hlutgengir til hamingju- og þroskaleitar sem aðrir menn. Það hefur líka sannazt, að þroska- og starfsmöguleikar fatlaðra manna og vanheilla eru margvíslegir og fyrst og fremst veltur á fyrirkomulagi hvernig þeim verði opnaðar leiðir til þess að neyta krafta sinna sem virkir og skapandi þjóðfélagsþegnar. Sjálfsbjargarlireyfingar. Það er fróðlegt til þess að hugsa, að hér á landi hefur frumkvæði í flestum mikils- verðustu hagsmunamálum fatl- aðra og vanheilla manna ann- arra komið frá þeim sjálfum eða fyrirsvarsmönnum þeirra og þá fyrst og fremst frá dug- miklum forystumönnum, sem gæddir voru andlegu þreki, stórhug og athafnaþrá, sem lyft hefur Grettistökum. Það er í sannleika aðdáunarvert, hve miklu verki hefur verið áfkast- að á tíu ára starfstíma Sjálfs- bjargarhreyfingarinnar. Það er engu líkara en að þessi hreyf- ing hafi stokkið alsköpuð úr liöfði skapara sinna og höfuð- smiða, — því að hún náði að kalla til allra landshluta þegar á fyrsta eða öðru ári, og sýni- legar framkvæmdir létu ekki á sér standa. Það er sérstaklega ánægjulegt að minnast þess, hversu Sjálfsbjörg á Akureyri hefur verið myndarlega rekinn félagsskapur og mikill aflvaki fyrr og síðar í heildarsamtök- um Sjálfsbjargarhreyfingarinn- ar. Með byggingu félags- og vinnuheimilisins hér á Bjargi var mikið þrekvirki af hendi leyst á stuttum tíma. Og sú starfsemi, sem nú er hafin — plastiðjan — er gleggsta vitnið um stórhug ykkar, skynsamleg úrræði í eigin málefnum og bjartsýni, sem mætti verða öðr- um til fyrirmyndar. En allt er þetta í samræmi við fyrstu stefnumótun félagsins og sam- takanna í heild, það höfúðmark mið að hafa forystu í baráttu fatlaðs fólks fyrir auknum rétt- indum og bættri aðstöðu í þjóð- félaginu, m. a. með því að koma upp félags- og vinnuheimilum sem víðast og bæta með því að- stöðu fatlaðs fólks til félagslífs og atvinnu. Nafnið á félagsskap ykkar er þess eðlis, að það eitt vekur traust. „Sjálfsbjörg“ fel- ur í sér hugsjón ykkar og mark mið allt eins vel og gera mætti með langri ályktun. Það er hug sjón þessa félagsskapar að styðja til sjálfsbjargar þá, sem vegna fötlunar eiga örðugj með að taka þátt í lífsbaráttunni til jafns við aðra menn. Þessari hugsjón hefur Sjálfsbjargar- hreyfingin verið trú, og það sannast ekki sízt á verkum Sjálfsbjargar á Akureyri. Þó að mikið hafi áunnizt í starfi Sjálfsbjargarhreyfingar- innar þessi fyrstu tíu ár henn- ar, þá stendur enn svo margt til bóta. Að sjálfsögðu verður það ærið verkefni næstu ár að fullkomna þær framkvæmdir, sem hafnar hafa verið, m. a. hið mikla vinnu- og dvalarheimili í Reykjavík, sem öllum áhuga- mönnum um málefni öryrkja og fatlaðra er metnaðar- og hug sjónamál. Það hlýtur að verða eitt af aðalbaráttumálum sam- takanna framvegis sem hingað til að hafa áhrif á almennings- álitið í landinu og á löggjöf um öryrkjamál og hvers kyns að- gerðir til þess að rétta hlut fatl- aðs fólks. Hag hinna fötluðu verður ekki borgið með því einu að koma upp sérstökum vinnustöðvum og félags- og dvalarheimilum, heldur skiptir afar miklu máli að fleira sé gert, s. s. það, að fatlað fólk komist sem víðast ferða sinna, fái aðstöðu til þess að sækja opinbera staði, m. a. leikhús, kvikmyndahús, íþróttastaði o. s. frv. Einnig teldi ég það brýnt að leitazt yrði við að opna fötl- uðu fólki leið inn á hinn al- menna vinnumarkað, þar sem það getur unnið með öðru fólki eins og ekkert hafi í skorizt. Það má ek|íi leggja of einhliða áherzlu á hinar sérstöku vinnu- stöðvar, þó að góðar séu. Slíkt kann að leiða til óæskilegrar einangrunar, sem betra er að hafa gát á í tíma. Um aldaraðir, — á tímum grimmdar og mann- úðarleysis — var öryrkjanum, hinum fátlaðá manni, haldið í einangrun fyrirlitningar og af- skiptaleysis, : hann var utan- garðsmaður í þjóðfélaginu. Á öld mannúðar verðum við að varast að einangra hinn fatlaða mann með alltof útreiknuðu sérstofnariakerfi, sem mér finnst stundum að sé að verða eins konar átrúnaðargoð sumra mannbótarfrömuða. Ég vil þó ekki láta skiljá orð mín svo, að ég sé að væna einn eða neinn af forystumönnum Sjálfsbjarg- arhreyfingarinnár um slíka hjá guðadýrkun og oftrú. Til þess hef ég enga ástæðu. En ég tel mér hins vegar heimilt að vekja athygli á þessu sjónarmiði til íhugunar og umræðu á almenn- um grundvelli. Skýldur satrifélagsins. En svo mjög sem fatlað fólk þarfnast þess og þráir, að ein- angruri þess sé rofin og því verði tryggð jafnréttisaðstaða á við aðra þegna þjóðfélagsins, þá er hitt jafnvíst, að þjóðfélags- heildin þarfnast starfsorku og framtaks fátláðra manna engu síðrir en annarra þjóðfélags- ■þégna. Hér fara hagsmunir sam Lauguni 29. marz. Laugardag- inn 20. þ. m. var jarðsungin frá Einarsstaðakirkju Friðrika Sig- fúsdóttir húsfreyja að Hömrum hér í sveit. Friðrika vax fædd á Bjarna- stöðum í -Mývatnssveit 1896, en 1898 fluttu foreldrar hennar, Sigríður Jónsdóttir og Sigfús Jónsson, að Halldórsstöðum í Reykjadal. Átti Friðrika síðan heima hér í sveit pg lagði hún, systkini hennar og foreldrar fram drjúgan skerf til blómlegs sönglífs Reykdælinga um ára- an. Hér þurfa því allir að leggj- ast á eitt um að gæta hinna sameiginlegu hagsmuna. Sjálfs- bjargarhreyfingin er í farar- broddi um hagsmunamál fatl- aða fólksins, en með því er hreyfingin einnig að efla al- mennan hag þjóðfélagsins. Það er því skylda þeirra, sem ráða opinberum málum, hvort held- ur er hjá ríki eða sveitarfélög- um, að styðja og efla hagsmuna baráttu Sjálfsbjargarfélaganna. Lokaorð. Ég hóf mál mitt með því að bera saman hin mörgu og sund- urleitu þjóðerni heimsins. Ég benti á það, að þótt ytri kjör og menning þjóða sé mismun- andi, þá stafar það ekki fyrst og fremst af gáfna- eða hæfi- leikamun, heldur af aðstöðu- mun. Eins og gróður jarðar er háður jarðvegi og veðurfari eins eru heilar þjóðir háðar því atlæti, sem þær búa við í stjórn arfari, menntun og mannrækt í víðasta skilningi. Svo er einn- ig um einstaklinga. Þroski hvers og eins er háður um- hverfi og aðbúnaði. Eðlisgáfur einstaklinga má ýmist þroska eða afrækja allt eftir því, hvern ig með er' farið. Svo er einnig farið um þann mun, sem er á einstaklingum með tilliti til líkamlegrar orku og hreysti. Slíkan mun má ýmist jafna eða draga verulega úr honum. Ég vil ljúka máli mínu með því að flytja Sjálfsbjargarhreyf ingunni þakkir fyrir frábært starf þann áratug, sem liðinn er frá stofnun samtakanna. Frá þessum tíma er margra og merkra sigra að minnast. Það hafa verið stigin mikilvæg spor fram á leið og stefnt að göfugu markmiði. Enn er þó tæpast nema byrjunaráfangi að baki. Framundan er löng leið og mörg órudd torfæra. Enn er ekki séð fyrir enda þessarar löngu ferðar. En það er ósk mín, að forysta samtakanna hinn næsta áratug verði jafn ötul og ratvís og verið hefur að undanförnu. Megi Sjálfsbjargarhreyfing- unni ætíð vel farnast. Megi þjóðin ætíð njóta góðra verka og göfugra hugsjóna. □ - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). skóli eða kennaraskóli yrði á Akureyri. En ekki var búið að greiða atkvæði um þá tillögu. IÐNÞRÓUN ARRÁÐ I stjórnarfrumvarpi, seni legið hefur fyrir Alþingi um Iðnþró- unarstofnun ríkisins, er gert ráð fyrir iðnþróunarráði, sem fjölmennri stofnun, með full- trúum frá ýmsum aðilum. Þar er gert ráð fyrir því, að Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykja- vík, skyldi tilnefna fulltrúa í ráðið. Gísli Gúðmundsson lagði þá til, að Iðja á Akureyri fengi einnig fulltriia í iðnþróunarráð- ið og var það samþykkt. tugi. Árið' 1923 giftist hún eftir- lifandi manni sínum Jóni Frið- rikssyni frá Helgastöðum. Bjuggu þau fyrst á Halldórs- stöðum en síðan 1938 á Hömr- um og allmörg síðustu ár í félagi við dóttur sína og tengda- son. Börn þeirra hjóna eru sex, fjögur búsett hér í sýslu, þar af þrjú í Reykjadal, ein dóttir bú- sett á Húsavík og önnur í Fá- skrúðsfirði. Mikill mannfjöldi fylgdi Frið- riku til grafar. G. G. Merkiskona látin Svipmynd úr Hafnarstræti. Að áliti skipulagsfræðinga má auðveldlega breyta Hafnarstræti i göngu- götu. Álíka ráðstafanir erlendis hafa oft orðið til þess, að velta aðliggjandi verzlana eykst til muna, VerSur Hðfnarsfræli fyrsfa göngugafan? UNNIÐ er nú að gerð nýs aðal- skipulags fyrir Akureyri, en það hefur ekki verið gert síðan 1927. Gestur Olafsson skipulags fræðingur vinnur að gerð aðal- skipulagsins og er gert ráð fyr- ir, að gengið verði frá því að tveimur árum liðnum. Víðtæk- ar athuganir eru hafnar á gatna kerfi bæjarins svo og veðurfari og í undirbúningi eru athug- anir á jarðvegi, lögnum, íþrótta- og menntaaðstöðu o. m. fl. í bæjum eins og Akureyri á sér daglega stað aragrúi athafna, sem ákveðnir einstakl- ingar stunda og þarf fólk að ferðast mikið milli staða, til að gera allt sem gera þarf. Ef þeir staðir, sem fólk þarf oft að fara á, eru staðsettir af handahófi í bæjarlandinu, getur verið óhentugt að gegna nauðsynleg- ustu erindum og skapazt getur mikið tímabundið umferðarálag á vissar götur og það valdið bæði óþægindum og slysahættu Með skipulagi er því leit- azt við að velja landrými fyrir athafnir bæjarbúa til sem mestra þæginda fyrir fólk og nýta sem bezt það landssvæði og fjármagn, sem fyrir hendi er. Landrýmisþörf fer stöðugt vaxandi bæði með auknum fólksfjölda og athöfnum. Fyrir 45 árum voru aðeins um 200 bifreiðir á öllu landinu, en nú þarf að gera ráð fvrir bifreiða- stæðum fyrir 1—2 bifreiðir fyr- ir hverja íbúð á landinu. Nú er kveðið svo á, að lóð fyrir ein- býlishús megi ekki vera minni en 700 ferm. Auk þess þarf að skipuleggja svæði fyrir útivist, íþróttir, götur og vinnustaði, svo eitthvað sé nefnt. Þegar verið er að vinna að skipulagi bæjar eins og Akur- eyri, sem er höfuðstaður Norð- urlands og að mörgu leyti sér- stæður bær, vakna ýmsar spurn ingar, sem nauðsynlegt er að svara. Hvaða markmið á að setja viðvíkjandi þróun bæjar- ins? Þessi markmið verða síðan leiðarljós fjölda ákvarðana sem teknar verða um uppbyggingu bæjarins. Víðtækar athuganir hafa ver- ið hafnar á veðurfari í bænum, með það fyrir augum að leiða í Ijós, hvaða svæði séu heppi- legust fyrir íbúðahverfi og stað- setningu mannvirkja. Þá hefur gatnakerfið þróazt þannig, að nauðsynlegt er að gera á því viðtækar breytingar. Nú er unn ið að endurskipulagningu gatna kerfisins í heild. Ennfremur er verið að undirbúa jarðvegs- athuganir á því svæði, sem hugsanlegt er að byggist á skipulagstímabilinu. Þær athug anir varpa einnig ljósi á hvar heppilegast muni að leggja hol- ræsi fyrir byggðina. Auk fram- angreindra athugana er verið að vinna að og undirbúa marg- ar aðrar athuganir í samvinnu við innlenda og erlenda aðila, t. d. um lagnir í bænum, íþrótta mál, menntun, heilbrigðisþjón- ustu, íbúðarhúsnæði, varð- veizlu bygginga, verzlun, iðnað o. fl. Áætlað er, að niðurstöður af flestum þessum athugunum liggi fyrir næsta haust, en geng- ið verði frá aðalskipulaginu i heild að tveim árum liðnum. □ BárffeSfiiaar rfja sauSié Stórutungu 28. marz. Snjóað hefur nú aftur eftir að upp tók að mestu fyrr í mánuðinum. Lítil beit er, þó snjódýpi sé ekki að sama skapi. Rúningur sauðfjár stendur yfir samkvæmt nýjum sið, sem mælist misjafnlega fyrir eins og gengur, en verður ekki hjá kom izt almennt sökurn þess hve erfitt er víða orðið að ná fé og sinna slíkum störfum að vor- inu. 11. þ. m. varð Guðbjörg Sig- urðardóttir á Lækjavöllum átt- ræð. Vinir og frændlið heim- sótti hana af því tilefni. Hún dvelur á heimili sonar síns og tengdadóttur Páls H, Jónssonar og Huldu Guðmundsdóttur. Guðbjörg hefir nú íengi átt bágt með að hreyfa sig, en sit- ur í stólnum sínum þegar heils- an leyfir það, gjarnan með handavinnuna sína. Hún er hög til hugar og handa og heldur því undravel. Á félagslífið hér hafa konur meira sett svip sinn, að öðru en reglulegum bridgekvöldmn sem karlar halda meira uppi, þó ekki einráðir. Boðið var bridge- spilurum iir Ljósavatnshreppi eitt kvöld og var góð tilbreyt- ing í því. Allar samkomur fara fram í barnaskólanum. 7. þ. m. höfðu konur, í nafni kvenfélagsins „Hildar“ boð fyr- ir konur úr Kvenfélagi Ljósa- vatnssóknar. Veitt var kaffi af rausn svo sem venja er og ýmis legt haft um hönd til skemmt- unar og fróðleiks, sem frásagna er vert. Skólaböm höfðu fram- sögu og sungu ljóð. Og fullorðn ir smá leik. Sýndir voru bún- ingar kvenna frá ýmsum tíma, með og án skauts. 1. Dökkur útsaumaður kyrtil búningur. Eigandi Jónunna Jónásdóttir á Lundarbrekku, en búningurinn er brúðarbún- ingur Jakobínu móður hennar, mun vera nærri hundrað ára gamall. Þennan búning sýndi Svanhildur Hermannsdóttir skólastjóri. 2. Samfella, brúðarbúningur Sigríðar Jónsdóttur á St.óru- völlum frá 1886. Búnmginn sýndi Sigríður Baldursdóttir, Grýtubakka. 3. Hvítur brúðarbúningur Guðrúnar Jónasdóttur á Lund ■ arbrekku frá 1903. Þennan bún ing sýndi Friðrika Sigurgeirs- dóttir 11 ára, Guðrún er lang- amma hennar. 4. Hvítur fermingarkyrtill Þuríðar Pálsdóttur á Stóruvöll- um. Dóttir hennar, Þuríður Sveinsdóttir, sýndi þennan bún ing, hún er 11 ára. 5. Peysuföt Vigdísár Jónsdótr ur á Bjarnarstöðum úr heima- unnu vaðmáli. Vera Kjartans- dóttir sýndi þau. 6. Upphlut Þuríðar Jónsdótt- ur á Sigríðarstöðum úr heima- ofnum einskeftudúk ásamt svuntu, röndóttri í sauðalitum, einnig úr heimaofnum dúk, sýndi Svanborg Gústafsdóttir 11 ára. I Sögusýning. Húsfreyja á ferð milli bæja gangandi. í peysufötum með handunna þríhyrnu á herðum og uppbrotið pils til þrifnaðar. Þessa konu sýndi Vera Kjart- ansdóttir. Ferðakonu sýndi Hulda Guð- mundsdóttir. Hún var í peysu- fötum „stytt“ pils og skraut- legur bekkur milli pilsins niður undan, í ullarsokkum og sauð- skinnsskóm. Á veggjum var sýning á handavinnu, eldri og yngri munum, vefnaði, útsaum, nekli og prjóni, frá aldamótum tií síðustu ára. Sýnt var jurtalitað band, litað af systrunum Krist- laugu og Ingibjörgu Tryggva- dætrum frá Halldórsstöðum. Jurtalitað band vekur nvar- vetna athygli og sézt þar hve undraverða fjölbreytni má fá í litum úr íslenzkum jurtum, marga liti í röð af sömu jurt. (Hvernig væri að nefna þá rað- liti í stað orðskrípis sem notað hefur verið?). í lok þess sem að framan er sagt var dansað af lífi og fjöii. Gerður var að þessari heim- sókn og móttökum góður rómur Nú 27. þ. m. efndu konur enn til skemmtunar. Var spiluö fjöldavist (hvernig væri þaö orð?), sýndur leikþáttur, aflað fjár með happdrætti og að lok- um dansað. Þá var fario að hríða, byrgðar allar slóðir, en allir komust heim. Þ. J,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.