Dagur - 07.04.1971, Síða 8

Dagur - 07.04.1971, Síða 8
G SMÁTT &• STÓRT RÁÐIÐ mun nú, að Efnaverk- smiðjan Sjöfn á Akureyri kaupi xyrirtækið Valbjörk, sem At- únnujöfnunarsjóður tók af MENNTASTOFNUN Banda- ríkjanna á íslandi (Fulbright- stofnunin) tilkynnir að hún muni veita ferðastyrki íslend- ingum, sem lokið hafa háskóla- prófi eða munu ljúka prófi á þessu ári og fengið hafa inn- göngu í háskóla eða aðrar æðri menntastofnanir í Bandaríkjun um til framhaldsnáms á náms- árinu 1971—72. Styrkir þessir munu nægja fyrir ferðakostn- aði frá Reykjavík til þeirrar borgar, sem næst er viðkom- andi háskóla og heim aftur. Með umsóknum skulu fylgja afrit af skilríkjum fyrir því, að umsækjanda hafi verið veitt ínnganga í háskóla eða æðri menntastofnun í Bandaríkjun- um. Einnig þarf umsækjandi að geta sýnt, að hann geti staðið straum af kostnaði við nám sitt og dvöl ytra. Þá þarf umsækj- andi að ganga undir sérstakt enskupróf á skrifstofu stofnun- arinnar og einnig að sýna heil- brigðisvottorð. Umsækjendur skulu vera íslenzkir ríkisborg- arar. fyrri eigendum, án þess að til gjaldþrots kæmi og hefur vand- ræðast með síðan. Þessi kaup staðfesti Aðal- Umsóknareyðublöð eru af- hent á skrifstofu Menntastofn- unar Bandaríkjanna, Kirkju- torgi 6, 3. hæð. Umsóknir skulu síðan sendar í pósthólf stofn- unarinnar nr. 1059, Reykjavík, fyrir 20. apríl. n. k. Neitun um tækniskóla. Bókað er hjá bæjarráði 4. marz, að menntamálaráðuneyt- ið hafi með bréfi 22. febrúar sl. bent á, að núverandi starfsemi Tækniskóla íslands byggist á starfi nálega 30 verkfræðinga og nokkurra annarra sérfræð- inga. Af þeirri ástæðu telji skólastjóri Tækniskólans óhugs andi um óákveðna framtíð, að staðsetja hann á Akureyrri. Húsmæðraskólinn. Hinn 18. marz bókar bæjar- ráð: Lagt var fram bréf dagsett 17. marz 1971 frá skólanefnd steinn Jónsson verksmiðjustjóri Sjafnar en sagði, að samningar væru þó enn ekki formlega frá gengnir. Efnaverksmiðjan Sjöfn hefur í mjög vaxandi mæli lagt stund á framleiðslu málningarvara, en hefur enn sama húsnæði og áður en þessi framleiðslugrein kom til. Mun nú í ráði að flytja málningarframleiðsluna í hið nýkeypta húsnæði, sem er tæp- ir 2000 ferm. að gólffleti. Jafn- framt er fyrirhuguð ný fram- leiðslugrein, sem þar yrði einn- ig til húsa. □ Húsmæðraskóla Akurevrar ásamt kostnaðaráætlun frá Ágústi Berg arkitekt um nauð- synlegar endurbætur á skóla- húsi Húsmæðraskólans. Kostn- aðaráætlunin nemur krónum 2.801.630.00. Skólanefndin fer þess á leit við bæjarstjórn, að Akureyrarbær taki sinn þátt í kostnaði við endurbæturnar. Bæjarráð liggur til við bæjar stjórn, að Akureyrarbær taki að sínu leyti þátt í kostnaði við endurbætur skólahússins, í sam ræmi við samkomulag, sem gert var á fundi með Aðalsteini Eiríkssyni, fjármálaeftirlits- manni skóla, og skólanefnd Hús mæðraskólans á árinu 1968. ÞAMBA 2 MILLJ. LÍTRA ÖLS Hagstofan segir, að íslendingar þambi 1.1 millj. lítra af maltöli og svipað magn af öðru óáfengu öli. Ef gert er ráð fyrir, að öl- magnið skiptist á fólk yfir 15 ára, er ölmagnið á mann 17—18 lítrar á ári. Þetta mun ekki tal- ið mikið, enda er hér gnægð af góðu drykkjarvatni. Ölgerðin er sögð framleiða um 1.4 millj. lítra og Sana 0.66 millj. lítra. Þess Utan framleiða þessar öl- gerðir nokkurt magn af 4.5% sterku öli fyrir skipa- og flug- félög. En hið óáfenga öl er raun ar ofurlítið áfengt, eða 2% áfengi í maltöli og 2.25% í pilsner og lageröli. BERA ÝMISLEGT VIÐ Þeir bera eitt og annað við íbú- ar Egilsstaðakauptúns, jafnvel það að pilla rækju neðan af fjörðum. En þeir eiga líka bygg ingarfyrirtækið Brúnás, sem framleiðir hús og húshluta, sem selt er víða um land, og Dyngju, prjónaverksmiðju, hafa þeir rek ið 3 ár og skóverksmiðjuna Agilu, sem framleiðir barnaskó undir merki Ros í Hollandi. VITNISBURÐIR 1 nýútkomnu Lögbirtingablaði eru auglýst 319 nauðungarupp- boð, nær öll á fasteignum, stór- um og smáum. Á ársþingi iðn- rekenda sem lauk í Reykjavík fyrir helgina, kom fram í álykt- un, að afkoma ýmissa iðnfyrir tækja „hefur versnað mjög upp á síðkastið og stefnir til tap- reksturs þrátt fyrir það, að framleiðsla iðnaðarins hafi að Kvikmyndir frá Akureyri. Lögð var fram 'fundargerð stjórnar Menningarsjóðs Akur- eyrar dagsett 24. marz 1971. í fundargerðinni er greint frá því, að kostnaður við gerð kvik- mynda um Akureyri sé kom- inn langt fram úr því sem áætl- að var í samningi við V. Ó. K.- kvikmyndagerð, og telur menn ingarsjóðsstjórn sér tæpast fært að leggja í meiri kostnað, en vísar málinu til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir að heim ila stjórn Menningarsjóðs að láta ljúka töku kvikmyndanna og ganga frá endanlegum samn- ingum við V. Ó. K.-kvikmynda- gerð þar að lútandi. Eitt og annað frá bæjarstjórn Nýja skipið Sauðárkróki 6. apríl. Hér var verið að ferma um helgina. Nú er að koma norðan hríðarhragl- andi. Bæði togskipin eru hér inni. Drangey landaði 23 tonn- um í gær og verið er að landa úr Hegranesinu 40 tonnum og er það þriðja veiðiferðin. Skipið reynist vel. Annars hefur afli verið misjafn og veður óstíllt. Sæluviku Skagfirðinga er ný BREZKI togarinn Northem Green og togskipið Hafnames frá Siglufirði, sem áður hét Sig- urður Bjarnason rákust saman í gæmorgun. Hafnarnes var að veiðum á Skagagrunni, þegar óhappið varð. Veður var ekki slæmt á þessum slóðum og skyggni sæmilegt. 1 Hafnarnesið laskaðist nokkuð stjórnborðsmegin að framan reynist vel lega lokið og tókst vel. Skemmt anir voru vel sóttar og skemmti atriði allgóð. Á dansleik á laug- ardaginn var allt að 700 manns, svo dæmi sé nefnt um aðsókn. En spurning er, hvort ekki er kominn tími til að breyta um yfirstjórn Sæluvikunnar, m. a. til að auka á fjölbreytni, svo að þetta staðni ekki of mikið. S. G. við áreksturinn, sem var nokk- uð harður. Ekki lágu fyrir ná- kvæmar upplýsingar um skemmdirnar á skipinu, áður en blaðið fór í prentun, því Hafnarnesið var ekki komið í land. Ekki mun skipið hafa þurft á aðstoð að halda og var væntanlegt til Siglufjarðar seint í gær. Eigandi skipsins er Höfn h.f. á Siglufirði. □ Um byggingu dagheimilis. Lagt var fram bréf dagsett 17. marz sl. frá formanni stjórn- ar Fjórðungssjúkrahússins, þar sem lýst er áhuga stjórnarinnar á því að sem fyrst verði komið upp dagheimili fyrir böm hér í bænum og þá helzt í nágrenni sjúkrahússins og hvatt er til þess að hraða undirbúningi og framkvæmdum við bygginguna. Bæjarráð felur lögfræðingi bæjarins að ræða við fulltrúa frá Barnavemdarfélagi Akur- eyrar og Kvenfélaginu Hlíf um byggingu og rekur dagheimilis, og beinir því til skipulagsnefnd ar að gerðar verði sem fyrst ákveðnar tillögur um staðarval. Akureyrartogararnir SVALBAKUR kom af veiðum í nótt og landaði 87 tonnum eftir 14 daga veiðiferð. Kaldbakur er með bilað spil og fer sennilega ekki út fyrr en eftir hátíðar. Harðbakur og Sléttbakur eru á veiðum. Q Mótmæli gegn æskulýðshúsi að Brekkugötu 4. Lagt var fram mótmælabréf frá ca. 30 íbúum við sunnan- verða Brekkugötu, þar sem lýst er eindreginni andstöðu við þá hugmynd að íbúðarhúsið Brekkugata 4 verði gert að æskulýðshúsi og áskilji þeir sér rétt til að krefjast skaðabóta af bæjarráði. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjómar. Áætlunargerð um kostnað við mengunarrannsóknir. Lagt var fram bréf frá for- manni heilbrigðisnefndar svo og fundargerð heilbrigðisnefnd- ar dagsett 23. marz 1971. Bent er á að kostnaður við mengunarrannsóknir muni verða verulegur og spurzt er fyrir um hve miklu fé megi verja til rannsóknanna. Bæjarráð felur heilbrigðis- nefnd að fá sérfróðan mann til þess að gera kostnaðaráætlun um framkvæmd mengunarrann sókna á Akureyri og verði áætl unin lögð fyrir bæjarráð. Árekslur á Skagagrunni meðaltali aukizt um 13—15% á árinu.“ Nauðungaruppboðin og versnandi afkoma í ýmsum greinum iðnaðar eru eftirtektar verðir vitnisburðir. KOSNINGAR Kosið verður til Alþingis 13. júní í vor. Kjósendur verða rúmlega 122 þúsundir talsins að þessu sinni eða 15 þúsund fleiri en 1967, er síðast var kosið til Alþingis. Hér í Norðurlands- kjördæmi eystra hafa 12.960 kosningarétt. I Reykjavík og á Reykjanesi eru 72.840 eða ná- lægt 60% af kosningabærum mönnum á öllu landinu. FIMM MILLJARÐA FJÁRFESTING Fjárfesting danska ríkisins á Grænlandi á þessu ári er áætl- uð um 5 milljarðar ísl. króna. Er mestu af þessu fé varið til að þróa grænlenzka byggð í nú- tíma átt, og svo liefur það verið undanfarin ár. LÍNURNAR SKÝRÐUST í útvarpsumræðum um land- helgismál urðu línur skýrari en áður í afstöðu stjórnar og hins vegar stjórnarandstöðu til þessa mikla framtíðarmáls. Stjómarandstæðingar leggja áherzlu á nauðsyn þess að brezka samningnum verði sagt upp og þannig aflað að nýju ein hliða réttar til útfærslu fisk- veiðilögsögunnar, án þess að þurfa að hlíta úrskurði alþjóða- dómstólsins í Haag um útfærsl- una. Úrslistaþýðingu þess, að útfærsla fiskveiðilögsögunnar í 50 sjómííur hafi átt sér stað, áður en hafréttarráðstefna Sam einuðu þjóðanna kemur saman fyrri hluta ársins 1973. ÓÁKVEÐIN STJÓRNAR- STEFNA Málflutningur talsmanna stjórn arflokkanna einkenndist hins vegar af loðnum, óákveðnum yfirlýsingum um að þeir vildu hvorki hrökkva né stökkva í málinu: Þeir vilja ekki segja brezka samningnum upp. Héldu því samt ekki fram, að hann væri óuppsegjanlcgur, þótt ekki væri í honum uppsagnarákvæði. Sögðust þó ekki vilja leggja út- færslu að svo komnu fyir Haag- dómstólinn, en töldu að vax- andi skilningur væri á sérstöðu okkar meðal vinveittra þjóða. Þeir vilja ekki færa fiskveiði- lögsöguna út fyrr en eftir að hafréttarráðstefnan hefur verið haldin og séð er liver niður- staða verður á henni. KENNARASKÓLI Á AKUREYRI? Þegar Dagur leitaði frétta á Al- þingi í gær var kennaraskóla- málið þar á dagskrá, og var óvíst um örlög þess á þessu þingi. Samþykkt hafði vérið breytingartillaga um að frum- varpið, ef lögfest verður, yrði endurskoðað innan tveggja ára. Framsóknarþingmenn í Norður landskjördæmi eystra lögðu til, að þessi endurskoðun yrði m. a. við það miðuð, að kennarahá- (Framhald á blaðsíðu 5) ÁSKELL JÓNSSON SEXTUGUR ÁSKELL Jónsson kennari á Akureyri varð sextugur 5. apríl. Sama dag urðu bræður hans tveir, Páll H. Jónsson á Laugum og Jón Jónsson í Fremstafelli, 63 ára. Dagur sendir þessum ágætu bræðrum árnaðaróskir í tilefni þessa þrefalda afmælisdags. □

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.