Dagur - 28.04.1971, Blaðsíða 2

Dagur - 28.04.1971, Blaðsíða 2
2 ,,Gestapo”-aðferðir við imiheimtuna FÉLAG ísl. bifreiðaeigenda hef ur beðið fyrir eftirfarandi grein arkorn: Sá einstæði atburður átti sér stað, miðvikudaginn 21. apríl sl., að starfsmaður TJtvarpsins, með aðsetur hjá Biíreiðaeftir- litinu greip til blekkinga, til að reyna að knýja bifreiðaeigend- ur, til að greiða hið óréttláta út- varpsgjald af bifreiðum þeirra. Veifaði starfsmaður ávísun frá F.Í.B. og fullyrti að félagið hefði þegar greitt útvarpsgjald vegna bifreiðar sinnar og hefði með'i þessu viðurkennt ósigur sinn í þessu máli. Ennfremur veifaði starfsmaður þessi, kveðjuspjaldi er átti að inni- halda afsökunarbeiðni frá félag inu. Hið sanna í málinu er það, að félagið hafði sent Útvarpinu SMÁTT & STÓRl (Framhald af blaðsíðu 8). Sigurjónsson eða 4. maður á lista Framsóknarflokksins hlyti þingsætið, sem Alþýðubanda- lagið hlaut fyrir 4 árum, en tal- ið er líklegt að' Alþýðubanda- lagið muni nú tapa vegna klofn- ings í þeim flokki, sem fram kemur í því, að tveir listar eru nú í kjöri þar sem áður var einn. Samkvæmt tölum frá 1967 ætti Alþýðuflokkurinn að vinna þetta sæti, en Stefán bendir á, að Alþýðuflokkurinn hafi tapað miklu fylgi í bæjarstjórnar- kosningunum á Akureyri í fyrra og geti því fjórði maður Framsóknarflokksins alveg eins komið til greina. Hann tel- ur, að Sjálfstæðisflokkurinn muni fá tvo menn kjörna, hvorki flciri né færri og rök- styður skoðanir sínar með töl- um, sem ckki verða raktar hér. Auðsætt er, að afstaða þeirra fimm árganga, sem nú greiða í fyrsta sinn atkvæði við alþingis kosningar, skiptir miklu máli því að þeir árgangar eru mjög fjölmennir. HEILBRIGÐISMÁLANEFND Hinn 22. apríl 1970 fól Alþingi heilbrigðismálaráðherra að skipa þá þegar 5 manna nefnd til að endurskoða ýmsa þætti heilbrigðismálalöggjafarinnar, sérstaklega varðandi læknaskip an, sjúkrahús og þjónustu í læknislausum héruðum, og skyldi hún Ijúka störfum fyrir 1. marz 1971. Því miður tókst ekki að skipa nefndina fyrr en 22. október og mun hún hafa lokið störfum um miðjan ágúst síðasta sumar. Ráðuneytisstjór- inn í hinu nýstofnaða heilbrigð- ismálaráðuneyti, sem er læknir, var formaður hennar, en auk þess tveir læknar tilnefndir af Læknafélagi íslands, einn pró- fessor frá Læknadeildinni og framkvæmdastjóri Landssam- bands íslenzkra sveitarfélaga. TILLÖGUR NEFNDARINNAR Dagur liefur haft aðstöðu til að kynna sér tillögur þessarar nefndar, sem ásamt greinargerð eru um 50 vélritaðar siður. Munu þær nú hafa verið send- ar ýmsum aðilum til umsagnar, t. d. samböndum sveitarfélaga og sennilega sjúkrahúsum og sveitarstjórnum. Munu margir hafa áhuga á að kynna sér efni þeirra áður en þær kama fram Eyjamenn sigruðu BÆJAKEPPNI í knattspyrnu milli Akureyringa og Vest- mannaeyinga fór fram í Vest- mannaeyjum á sunnudaginn. Úrslitin urðu þau, að Vest- mannaeyingar sigruðu með 6 mörkum gegn 5 eftir vítaspyrnu keppni. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1:1 og þá var leikurinn framlengdur. Ekkert mark var skorað í fram- lengingunni og þá fór fram víta spyrnukeppni. Vestmannaeying ar skoruðu fimm sinnum, en Akureyringar fjórum sinnum. á Alþingi. Gert er ráð fyrir að skipta landinu í 7 umdæmi, sem kölluð eru læknishéruð og um- dæmislæknir í hverju, sem ekki hafi skyldu til læknisstarfa. Þá er gert ráð fyrir að koma upp 25 heilsugæzlustöðvum og séu a. m. k. tveir læknar á hverri stöð. Hér í kjördæminu eru ráð gerðar heilsugæzlustöðvar á Akureyri, Dalvík og Húsavík, en Norður-Þingeyjarsýslu er ætluð þjónusta heilsgæzlu- stöðva á Húsavík og á Vopna- firði. f 16 nafngreindum núver- andi læknishéruðum eiga að vera læknissetur „meðan unnt er að fá lækna til starfa utan heilsugæzlustöðva", en flest þessi héruð eru nú læknislaus. Sérstakur kafli er um sjúkra- hús og er gert ráð fyrir að ríkið greiði 60—85% af stofnkostnaði sjúkrahúsa, sem eru á vegum sveitarfélaga. TiIIögur þessar í heild eru athyglisverðar, en sumt mun orka tvímælis eins og gengur. BRAGI IÐRAÐIST Bragi Sigurjónsson segir það „algerlega gagnslaust" að iðrast eftir dauðann og er það vitur- lega mælt. Hins vegar virðist hann með réttu hafa trú á gagn- semi venjulegrar iðrunar. f fyrra var hann og lið hans á móti tillögu sem Framsóknar- maður bar fram á Alþingi um að opnir vélbátar fengju rétt til fæðispcninga úr aflatryggingar- sjóði, og var tillagan þá felld. En á síðasta þingi iðraðist Bragi og flutti sjálfur samskonar til- lögu, sem samþykkt var. Svona iðrun ber að virða, þótt á síð- ustu stundu sé, fyrir kosningar. En aldrci hefur það verið „til siðs“ fyrr, að hrósa sér af iðrun siiini. „í BLAND VIÐ TRÖLLIN“ 1 Lárus Jónsson birtir í blaði sínu hlýlega grein um hina gömlu heimabyggð sína, Ólafs- fjörð, og hefur að einkunnar- orðum kvæðið góða, eftir Jón Helgason, „Ærið er bratt við Ólafsfjörð, ógurleg klctta-höll- in o. s. frv.“ Þykir honum þá jafnframt hlýða, að minna á það skilningsleysi, sem hann telur Eyfirðinga hafa sýnt Ólafs firðingum fyrir 30 árum. En nú þegar Lárus er kominn til Akur eyrar og vill verða þingmaður Eyfirðinga, mun Ólafsfirðing- um að líkindum koma í hug það scm einnig stendur í kvæðinu góða: „Ein er sú kona krossi vígð, komin í bland við tröllin.“ AÐ „VEIÐA MENN“ Stefán Jánsson segir í viðtali við nýtt kosningablað hér á Akureyri: „Ein af ástæðunum fyrir því, að ég er í framboði fyrir Alþýðubandalagið, cr beinlínis sú, að flokkurinn gerir greinarmun á stefnumótun og atkvæðaveiðum ?“ Sögðu þeir kannske við Stef- án fyrir sunnan, eins og forðum var sagt við Genesaret: „Héðan af skalt þú veiða menn?“ ávísun að upphæð kr. 2.244.00 til greiðslu á auglýsingu vegna afsláttarviðskipta til félags- manna F.Í.B. samkvæmt reikn- ingi frá Útvarpinu. Meðfylgj- andi kveðjuspjald var áritað skýringu vegna ávísunarinnar, sem send hafði verið til inn- heimtudeildar Útvarpsins að Skúlagötu 4, R. Það athyglis- verða í þessu máli er það að ávísun þessi er komin í hendur þessa starfsmanns hjá Bifreiða- eftirlitinu, sem táknar það, að þessar blekkingar eru gerðar með vitund og vilja forráða- manna Útvarpsins. F.Í.B. vill líkja þessum innheimtuaðferð- um við aðferðir Hitlers og Gestapó-sveita hans í Þýzka- landi, þar sem notaðar voru blekkingar og lygar til að koma sínum málum fram. F.Í.B. skorar á alla bifreiða- KNATTSPYRNUÆF- INGAR HJÁ ÞÓR KNATTSPYRNUÆFIN GAR hjá Þór eru að hefjast og verð- ur æft fyrst um sinn á Sana- vellinum. — Æfingadagar eru mánudagur og fimmtudagur: Kl. 4—5 ..... 6. flokkur Kl. 5—6 .....5. flokkur Kl. 6—7 .....4. flokkur Æfingar 4. flokks verða aug- lýstar síðar. Þór. Til sölu ca. 45 STEYPU- FLEKAMÓT (krossvið- iur, vatnsheldur, 4—10 fet). Uppl. í síma 1-23-82 og 2-14-71. Gott, lítiff notað SEGULBANDSTÆKI til SÖlll. Uppl. í síma 1-25-65. FARMALL CUB drátt- arvél til sölu, á nýjum dekkum. Gunnar V. Jónsson, Tjörnum. Til sölu fremur lítil eldhúsinnrett- ING (12 ára) og góð eldavél. Selst ódýrt. Uppl. í síma 1-26-12. eigendur að láta ekki blekking- ar og ofsóknaraðferðir Útvarps- ins takast, og svara þeim með því að segja upp og láta inn- sigla útvarpstækin í bifreiðum sínum þegar í stað. F.Í.B. mun halda áfram að berjast fyrir þessu réttlætis- máli og skorar á alla bifreiða- eigendur að standa með F.Í.B. í þessu réttlætismáli með því að greiða ekki hið óréttláta gjald. Knattspynmþjálfara- námskeið TÆKNINEFND Knattspyrnu- sambands íslands hefur í hyggju að gangast fyrir knatt- spyrnuþjálfaranámskeiði, fyrsta stigs, á Akureyri, ef næg þátt- taka fæst. Námskeiðið mun fara fram seint í maí eða byrjun júní og kennari verður hinn kunni knattspyrnuþjálfari Karl Guðmundsson. Kennslustundir verða ca. 40 og er námskeiðið ókeypis að öðru leyti en því, að þátttakendur þurfa að kaupa kennslugögn fyrir ca. 500 kr. Þeir sem hafa áhuga á að ger- ast þátttakendur í þessu knatt- spyrnuþjálfaranámskeiði eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til Knattspyrnuráðs Akureyrar fyrir 8. maí n. k. □ Vil kaupa notað PÍANÓ. Pálmi Stefánsson, sími 2-14-15 og 1-20-49. ATVINNA! Karlmaður óskast til starfa nú jregar. Dúkaverksmiðjan h.f., sími 1-15-08. GARÐAVINNA lnvers konar. — Einnig skipulagning skrúð- garða. Hlíf Einarsdóttir, sími 1-25-73. Varital 2 STÚLKUR í sal. Uppl. gefur hótelstjór- inn. Hótel Akureyri. Skólagarðar Akureyrar verða starfræktir í sunrar frá júníbyrjun fram í september fyrir börn sem fædd eru 1959, 1960 og 1961. Umsóknum veitt móttaka í Vinnumiðlunarskrif- stofu Akureyrar til 14. maí n.k. GARÐYRKJUSTJÓRI AKUREYRAR. Bændur! Ræktunarsambönd! Til afgreiðslu nú þegar AGROTILLER JARÐTÆTARAR. Vinnslubreidd 50”. VÉLADEILD .. Nfl M ERU HClSIN TVÖ ! 100 BÍLAR OG ÓTAL HÓSBÓNAÐAR- VINNINGAR SALA HAFIN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.