Dagur - 28.04.1971, Blaðsíða 5

Dagur - 28.04.1971, Blaðsíða 5
4 3 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. LÝÐRÆÐISSKIPULAG FRAMSÓKNARFLOKKSINS FLOKKSÞIN G Framsóknarflojcks- ins, hið 15. í röðinni, sem haldið var í Reykjavík 16.—20. apríl sl., vakti mikla athygli í höfuðborginni og raunar um land allt. Mikið fjöl- menni var þar og þátttaka ungs fólks meiri en nokkru sinni fyrr. Stjórn- málayfirlýsing þingsins liefur þegar verið birt og hinar sérstöku ályktan- ir um ýmsar greinar landsmálanna munu verða birtar nú á æstunni. Þingið var „oj>ið“ og er það nýlunda í íslenzkum stjórnmálum. Blaða- mönnum frá andstæðingunum var boðið þangað og hverjum sem var heimilt að hlýða á umræður. Sjálf- stæðisflokkurinn, sem nú heidur landsfund sinn, treysti sér ekki til að starfa þannig fyrir ojmum tjöldum. Það vakti einnig athygli á flokks- þinginu, að andstæðingar Framsókn- arflokksins höfðu talið sér trú um, að klofningur væri í flokknum. En á flokksþinginu kom í ljós, að þarna hafði verið um þjóðsögu að ræða og óskhyggju andstæðinga. Gátu menn raunar sagt sér það sjálfir, fyrirfram, að flokkur, sem býzt við klofningi, heldur ekki „ojjin" þing. Það liefur hins vegar komið í ljós, að sumir gestir flokksþingsins eru fremur ófróðir um skijjulag og starfs hætti flokksins. Flokksþingið fyrir landið allt, kemur að jafnaði saman fjórða livert ár, og mæta þar kjömii; fulltrúar flokksfélaga. En flokks- félag hvers kjördæmis liafa með sér sérstakt kjördæmissamband, sem ár- lega heldur kjördæmisþing og kýs sér sambandsstjórn. í miðstjóm Fram- sóknarflokksins eiga nú sæti, sam- kvæmt flokkslögum, 105 menn. Mikill meirililuti þeirra er kosinn á þingum kjördæmissambandanna, 9 á hverju eða samtals 72. Flokksþing kýs 15 menn í miðstjórnina, en auk þess eiga þar sæti þingmenn flokks- ins, sem nú em 18 talsins. Af mið- stjórnarmönnum eru a. m. k. 27 úr samtökum ungra manna. í framkvæmdastjórn, sem kosin er árlega, em 14 menn og er formaður SUF þar sjálfkjörinn en hinir kjöm- ir af miðstjóm, þ. á. m. formaður miðstjómar, sem er formaður flokks- ins, svo og ritari og gjaldkeri. Þessi 14 manna framkvæmdastjóm fer með umboð miðstjórnar milli miðstjómarfunda. Rétt er að vekja athygli á því, að með því að miðstjóm kjósi formann og aðra framkvæmdastjómarmenn, em áhrif kjördæmissambandanna á val þeirra betur tryggð en ef þeir væru kosnir á flokksþingi. En vegna tíðarfars og af öðrum ástæðum getur þingsókn úr fjarlægum kjördæmum orðið minni en þau hafa rétt til. □ JÓNAS JÓNSSON ráðunautur: HVERJIR EIGA LANDIÐ OG AUÐÆFI ÞESS? SVAR TIL BRAGA SIGLRJÓNSSONAR ÞANNIG spyr Bragi Sigurjóns- son í Alþýðumanninum 11. marz sl. En hann hefur einnig flutt á Alþingi tillögu, þar sem lagt er til að endurskoðuð og endursamin verði löggjöf um eignarráð yfir óbyggðum, stöðu vötnum og fallvötnum í byggð- um og óbyggðum, m. m. — Spyr sá, sem ekki veit, má segja um Braga í þessu tilliti. Hann hefur verið allra manna hat- rammastur í garð sýslunga sinna fyrrverandi, sem standa í harðri baráttu til að verja rétt sinn. Þeir standa einfaldlega í þeirri trú, að eignarrétturinn sé enn friðhelgur hér á landi og að við honum megi ekki hrófla, nema að almannaheill krefji og þá með eignarnámslögum hverju sinni og sé þá eignin bætt fullum bótum. — En Bragi er á hinn bóginn jafn- harður mecjhaldsmaður þeirra óheppnu forsvarsmanna virkj- unaraðila, sem misskildu svo stöðu sína, að þeir töldu sér fært að stytta sér leið framhjá venjulegu réttarfari, og álitu sig þess umkomna, að leggja nokkr ar jarðir í eyði og undir vatn, setja enn fleiri í hættu og spilla hlunnindum þeirra og jafnvel umhverfa vatnahverfum heils héraðs. — Allt án þess að hafa samráð við eigendur allra þess- ara gæða — þá sem að þjóð- félagið þó enn viðurkennir, sem rétta eigendur og umráðamenn viðkomandi lands. Svo ofarlega er Braga þetta í huga að hann spyr einnig: Hver eigi rigninguna, sem skaparinn lætur falla jafnt yfir rangláta, sem réttláta? Mega nú ekki þeir landlausu, einu sinni eiga hlutdeild í rigningunni, fyrir „Iandeigendaauðvaldinu“? — Þessu verður að svara þannig: — Ekki einu sinni rigninguna, mega þeir eiga, sem yfirgefið hafa landið, og valið sér annað ævistarf en að erja sína fóstur- mold og vinna fyrir sveit sína, — eins og svo margir hafa orðið að gera, — þeir verða einnig að sleppa öllu tilkalli til þeirrar rigningar, sem fellur á þá mold, sem þeir hafa yfirgefið. 4000 bændum í 200 þúsund manna þjóðfélagi eigi nær allt landið með gögnum þess og gæðum. Þjóðin öll gerir þetta land byggilegt einn með öllum, og allir með einum.“ Hún virðist ekki ljót hugsjón jafnaðarmennskunnar þegar Bragi bregður sér í hana, sem hátíðaflík, enda ekki ekki snjáð af hversdagsnotkun. í 12 ára íhaldsþjónkun hefur þingmað- urinn haft önnur ígangsklæði. Vangaveltur sínar um það hver eigi landið hefur Bragi á þessum orðum: „í seinni tíð eru menn farnir að velta því fyrir sér í vaxandi mæli, hvort ekki þurfi að taka til gagngerrar end urskoðunar eignarhald og eign- aryfirráð á landinu og auð- æfum þess. Um aldir ríkti hér á landi bændaþjóðfélag, sem lifði að meginhluta af því sem moldin gaf af sér. Nú eru gerbreyttir tímar, og eftirsóttustu auðæfi landsins eru ekki lengur bund- in moldinni, heldur vatninu, sem um landið rennur: upp- sprettuvatni til daglegrar neyzlu í borg og bæ og bráðum vísast útflutnings, heitt vatn til upphitunar húsa og ylræktar, straumvötn og stöðuvötn til veiða og fallvötn til framleiðslu rafmagns, hins ómissandi orku- gjafa nútímans. Og menn taka að spyrja: Hví skyldi vatnið, sem fellur á landið úr skýjum himinsins og safnast síðan sam- an af landareign margra eða al- menningum teljast endilega eign þess landeigenda, þar sem vatnið er statt á ferð sinni þeg- ar það er tekið í notkun. Og menn fylgja þessum hugsana- gangi lengra: Er eðlilegt að um sem við verðum að ganga út frá, ef byggð á að lialdast mn landið. Ef frá henni verður vik- ið, og það liðið að mismunandi landsnytjar séu aðskildar, þá lenda „hlunnindin" það auð- gripnasta og eftirsóttasta brátt í höndum þeirra fjársterku, eða þeirra, sem náðar njóta, en sveitirnar standa rúðar eftir. Er það kannski það sem þessir „jafnaðarmenn“ vilja? Þeir eru þó ekki að ræða um neina alls- herjarþjóðnýtingu fasteigna í landinu. Lóðir hækka þó hundr að og sjálfsagt þúsundfalt í verði, aðeins ef þær eru á „góð- um stöðum.“ Ekki er talað um það þó að þetta verði eingöngu fyrir aðgerðir þjóðfélagsins, en oft á engan hátt fyrir aðgerðir eða verðleika eigendanna. Eða hví eru húseignir svo misjafnt metnar í landinu? Sumar hækka sjálfkrafa, en aðrar falla í vgrði, m. a. fyrir aðgerðir þjóð fél'agsins. Þeir sem hæst tala um „landeigendaauðvald“ bænd anna og að taka þurfi eignir af bændum ættu að athuga betur fasteignamatið nýja. Þar er hægt að sjá hverjir það eru sem eiga hæst metnar eignir hér á landi. Eða hvað ristir lu'in djúpt jafnaðarmennskan? Jónas Jónsson. Lítum nánar á það, sem vitn- að er til hér að framan. „Um aldir rfliti hér á landi bænda- Jijóðfélag, sem lifði að megin- hluta af því, sem moldin gaf af sér. Nú eru gerbreyttir tímar og eftirsóttustu auðæfi landsins eru ekki lengur bundin mold- inni heldur vatninu.... o. s. frv.“ Allt er þetta í þátíð, hér ríkti bændaþjóðfélag og þá lifðu menn af því, sem moldin gaf af sér. Af hverju lifum við nú Bragi Sigurjónsson? Af hverju grund vallast til dæmis Akureyri? Er það ekki a. m. k. að hálfu af því, sem moldin gefur af sér? Og „nú eru gerbreyttir tím- ar“ og þar sem hér ríkir eklti lengur bændaþjóðfélag, aðrir deila nú og drottna en þessir fáu bændur, (B. S. telur þá reyndar enn færri en flokki hans hefur tekizt að gera þá) þá er að dómi Braga ekki ástæða til þess að þeir haldi rétti sínum, og sjálfsagt að taka a. m. k. það af þeim, sem eftir- sóttast er í hans augum, — það er vatnið. Því er sagt við bændur: — Þetta eru svo mikil verðmæti, sem eru í höndum ykkar svona fárra. Það eftirsóttasta tökum við af ykkur, hinu megið þið halda þangað til við gimumst það líka. Þeir menn, sem ræða um að taka eigi hlunnindi jarðanna af bændum, geta ekki gert sér ljóst hvað það er, sem gefur bændum ótvíræðan siðferðileg- an rétt yfir landinu, en það er þetta: Þeir sem búa í sveitum og hafa gert það að ævistarfi sínu að nýta gæði landsins, þannig að þau koma allri þjóð- inni til góða, rækta moldina, nytja beitilöndin frá hafi til hciða, þeir öðlast með því rétt til allra annarra gæða, sem við sömu svæði eru bundin. Þetta er sú grundvallarregla, Vel mætti hugsa sér, að allt land og allar nytjar þess væru í alþjóðareigu. Engu að síður yrðu þó bændurnir þeir, sem nytjuðu jarðirnar, urðu að hafa rétt til að nytja öll gæði þeirra, þau auðgripnustu yrðu ekki með neinni sanngirni skilin undan. Enginn helgar sér í raun og veru land með öðru en nýta það. Það hefur íslenzk bænda- stétt gert og gerir enn um land- ið allt, frá fjöru og fram til jökla, á því byggist réttur henn ar til landsins, hálendisins jafnt og heimalandanna. Þetta veitir þó bændunum engan veginn rétt til að fara með landið hvernig, sem þeim kann að þóknast, heldur skyldar það þá til að fara með það eins og sam- vizkusamur maður fer með hlut, sem hann fær að láni. Bændur taka við landinu af feðrum sínum og þeim ber að skila því til eftirkomendanna svo góðu, svo vel með förnu og þeir hafa þekkingu og bolmagn til. Bæjarbúarnir og þeir sem valið hafa sér annað hlutskipti og í flestum tilvikum hægara, arðvænlegra og áhættuminna, verða að sætta sig við minna land til persónulegra yfirráða. En samt sem áður eigum við öll landið, það er landið okkar j' þeim skilningi, að við liöfum öll skyldum við það að gegna. — Það voru forfeður allra nú- lifandi íslendinga, sem neydd- ust til að ganga of nærri land- inu, svo að það ber sárin enn eftir — allir íslendingar eru jafnskyldir til að græða þau sár. Við eigum einnig landið öll í þeim skilningi, að allir hafa jafnan rétt til að njóta þess, fegurðar þess og töfra á ferðum og í útilífi. Landið er og á að vera öllum frjálst — þeim er fara með friði og án þess að spilla dýralífi eða gróðri. Þar eru aðeins afgirt ræktarlönd undanskilin. íslenzkir bændur loka ekki löndum sínum, fyrir umferð, og selja ekki aðgang að þeim. Þeir örfáu staðir þar sem getur að líta skilti með •.letrunum svo sem: „Einkaveg- ur, óviðkomandi bannaður að- gangur“ eru ekki við hlið bænda, heldur frekast við sum- arbústaði bæjarbúa, en slíkt er mjög algengt erlendis. Samband sveitafólks og bæj- arbúa, er hér mjög mikið og gott. Ég hygg að það muni ekki vera svo farsælt í öðrum lönd- um. Þetta er báðum aðilum til hags, ánægju og sæmdar. Þjóð- inni er að þessu styrkur. Auð- vitað á þetta sínar orsakir. Þær, að langflestir eru bæjarbúar sveitamenn að uppruna ef ekki beint, þá eiga þeir þangað skammt að rekja 2—3 ættliði. Þeir eiga því hver sitt heima-. hérað eða ættarstöðvar, sem þeim eru kærar og sýna ræktar semi. Svo er a. m. k. langflest- um farið. Þó er þetta ekki alveg einhlítt, sumum borgarbúum, sem upprunnir eru í sveitum er þannig farið að hjá þeim birtist ranghverfa tilfinningalífsins í því að þeim finnst sveitunum og fólkinu í átthögunum allt of gott. — Það muni lifa þar, seni blóm í eggi og fá allt upp i hend urnar, laxinn syndi upp á borð þeirra, mjólkin, kjötið og eggin, dúnninn og öll hlunnindin, allt komi þetta án fyrirhafnar, að því svo ógleymdu að bændur lifi ekki a öðru én styrkjum. Þessir menn hafa ábyggilega áður borið sínar góðu tilfihning ar til æskustöðvanna, en eftir- sjáin hefur brotizt út á þennan hátt. Það Væri of hátíðlégt að vitna til frægustu orða Guðrún- ar Osvífursdóttur í þessu sam- bandi. Sem betur fer eru þessir menn fáir, en hugsunarháttur þeirra gefur skýringu á ótrú- lega ótugtarlegri afstöðu ákveð- ins lítils flokks til ákveðinnar stéttar í landinu. Það þjónar aðeins hinu illa að etja stétt gegn stétt, og að egna bæjarbúa gegn sveitafólki er ófögur iðja. Bændur eru ekki, nema síður sé, meiri kröfu- menn en aðrir þegnar þjóðfé- lagsins, og þeirra skerfur af því, sem til skipta er, mældur í krón um og aurum, er snöggt um minni en annarra stétta, þó eiga þeir vissulega sín verðmæti þó önnur séu. Það situr því illa á mönnum að krefjast þess að forræði bænda yfir löndum þeirra og vötnum, sé af þeim tekið. Landið eigum við allir í óbeinum skilningi, allir öðlumst við nægilegt landrými að lok- um. „Við eignumst sjaldan öllu meira en eina grafarlengd.“ Eigum við ekki að láta okkur það nægja, Br^gi? □ Skátar liylla Tryggva Þorsteinsson á sextugsafmælinu. (Ljósmyndastofa Páls) gvi Þorsfeinsson skólastj. sextugur SÉ andinn ungur, verður aldur- inn áðeins skref í átt til fleiri og stserri afreka. Tryggvi Þor- -Steinsson er einn þeirra manna er ellin ínær lítt að merkja sér. Hann’.lilaér, bjÖrtum hlátri, með kynslóð'morgundagsins og leið- ir litlar hendur á braut til auk- ins þroska, af sama kappi, góð- vild Og umhyggju er ætíð áður hefur einkennt starf hans sem uppalanda. Kvamtur er hann Rakel Þór- -arinsdót-tur-frá Kollavik í Norð- ur-Þingeyjarsýslu. Börn þeirra eru þrjú og öll uppkomin. Er ungir og aldnir vinir heim sóttu þau hjónin í tilefni af- mælisms, sl. laugardag 24. apríl, var þeijn tekið af alkunnri rausn, er fylgt hefur heimilinu og er hluti af viðhorfi þeirra hjóna til. nágrannanna, „sam- slungið íslenzkri gestrisni. Um 1957 lágu leiðir okkar Tryggva saman. Mér sem öðr- um, er. ho.num hafa kynnzt, var strax Ijóst, að hann er óvenju- lega ,-traustur og réttsýnn. Þá var hann kennari í Barnaskóla Akureyrar, en starfaði auk þess flest kvöld vikunnar að öðrum þátturo uppeldismála svo sem skátastörfum og gæzlustörfum í æskulýðsheimili stúkunnar að Hóte.l Varðborg. Ég var þá um- sjónarmaður hótelsins, ungur í kennarastarfi og fann að af . Tryggva mátti margt mikilvægt nema. Nokkru síðar varð.hann yfirkennari við skólann og til þess valinn af Hannesi J. Magnússyni skólastjóra og rit- höfundi, Um 1964 tók hann við skólastjórn og hefur gegnt því Norræn ráðstefna mn RÁÐSTEIFNA um norrænt sam starf á sviði bindindisfræðslu var haldið í Hásselby-höll í Stokkhólmi í lok febrúar sl. Fjörutíu manns sóttu ráðstefn- una, þar af tveir íslendingar, Sigurður Gunnarsson kennari og Sigurður Pálsson skrifstofu- stjóri. Sænska áfengisvarnar- ráðið sá um ráðstefnu þessa, en aðalviðfangsefni hennar var að fjalla um stefnumið norræns samstarfs að bindindisfræðslu og sér í lagi bækur og önnur kennslugögn í því sambandi. Einn fulltrúi frá hverju landi flutti greinargerð um notkun kennslugagna og bindindis- fræðslu almennt í heimalandi sínu. Sigurður Gunnarsson tal- aði af hálfu íslands. Alla daga ráðstefnunnar voru haldnar sýningar á kennslu- gögnum... þeim, en til éru í hverju landi um þessa fræðslu, Ten hlutur íslands yar þar ekki . stór. Einnig vöru sýndar fræðslumyndir, - ________ Á ráðstefnunni voru gerðar ýmsar ályktanir, m. a. að stuðla gkyldi að þyí, að haldin" yrðu Uorræn námskeið varðandi fræðslu um: áfengi og etiturlyf, svo og ráðstefnur um kennslu- tæki. Þá skyldi upplýsingum miðlað milli viðkomandi landa um það, sem áhugavert er á sviði áfengis- og eiturlyfjarann- sókna og komið gæti að gagni. Mikilvægt var talið að efla menntun kennara á sviði eitur- efna- og umhverfismála. □ starfi síðan með miklum ágæt- um. Við skólastjórnina setur hann markið hátt og skipar skólanum þann sess í áliti, er bæjarfélaginu er sæmd að og ber að meta. Hann hefur gengið ótrauður til starfa innan stofn- unarinnar, verið húsbóndinn á heimilinu, leiðtoginn í f.vlking- arbrjósti og prakkarinn í hópn- um, ef því var að skipta. Oft tekst honum með galsa og gleði, að aga þau börn er öðrum tæk- ist ekki fneð löngu keyri. Sé í alvöru mælt, finna samstarfs- menn og nemendur hlýhug að baki hverju orði, er segja þarf til leiðbeiningar eða umvönd- unar. Slik forysta og persónu- leiki er ómetanlegur á stóru heimili eins og Barnaskóli Ak- ureyrar er. Áður en Tryggvi tók við skólastjórn hafði hann víða unn ið að framfaramálum lands og þjóðar. Hann hafði starfað vest- ur og austur á fjörðum, leitað þekkingar á erlendri grund og flutt hana mörgum einstakling- um. Hér á Akureyri hefur hann tekið virkan þátt í félagsstörf- um. Má þar nefna, að 1925 hóf hann störf í skátareglunni og varð formaður Skátafélags Ak- ureyrar 1940. Óhætt er að segja, að skátafélagið hér hefur hon- um mikið að þakka, enda heim- sóttu félagarnir hann á afmælis daginn í skrúðgöngu og færðu gjafir. Þá hefur Tryggvi verið í stjórn íþróttabandalags Akur eyrar, verið framkvæmdastjóri Flugbjörgunarsveitar Akureyr- ar, átt sæti í Æskulýðsráði Ak- ureyrar, formaður Skógræktar- félags Akureyrar og formaður Kennarafélags Norðurlands — eystra. Þar að auki verið leið- andi í mörgum öðrum félögum og nefndum. Sé litið á þau félög, er hann hefur helzt helgað starfskrafta sína í frístundum, kemur í Ijós, að öll hafa þau það markmið, að vinna að græðslu lands og menntun þjóðar. Enda hefur þetta verið snarasti þátturinn í ævistarfi hans utan og innan skólaveggjanna og gert hann að einni þeirra máttarstoða, er íslenzk nútíð og framtíð munu styðjast við. Af kynnum okkar þykist ég ráða, að í eðli sínu sé hann enn sveitadrengurinn frá Neðsta- landi í Öxnadal, er fluttist ung- ur á mölina og leitaði með föð- ur sínum Þorsteini Þorsteins- sjmi, þeim þekkta leiðtoga í Ferðafélagi Akureyrar, út í óbyggðina, víðáttu fjallanna. Þar mun hann hafa fengið hluta af því uppeldi, er sterkustu taugarnar liggja til. Enn leggur hann bíl sínum og leitar til INGVAR GÍSLASON alþingismaður: ArSskipfifyrirkomulag og afvinnulýðræði í reksfri fjalla á sama tíma og fjölmennt er í miðbæinn. Margan sunnu- dagsmorguninn, er aðrir rísa úr rekkjum, hefur Tryggvi Þor- steinsson þegar verið nokkrar klukkustundir á fótum í snævi þöktu tjaldi uppi við jökulbrún. Þá stund á óbyggðin hug hans hálfan, en jafnhliða gæti hann vex-ið að yrkja ljóð fyrir skát- ana og skólabörnin. Vinir og velunnarar um land allt hafa sent honum afmælis- kveðjur. Kannski læðist að þeim, eins og mér, sá grunur, að enn höfum við ekki séð hans mestu afrek. Maður með hans málafylgni, áhuga og reynslu er líklegur til margra frekari afreka. Skólastarfið tekur örum breytingum og krefst í auknu mæli starfskrafta með reynslu og þekkingu. Nýjungar eru kynntar, sumar góðar, en aðrar lítilfjörlegar. Þá er gott að hafa þann við stjórnvölinn, er vegur og rnetur þá aðferð og leið, er vænlegust er, og vísar bráð- þroska æsku á leið til mann- dóms og þroska. Til þeirra hluta má telja Tryggva Þor- steinsson mörgurn öðrurn fær- ari. Ég flyt honum og konu hans heillaóskir og kveðjur félaganna í Kennarafélagi Eyja- fjarðar, svo og persónulegar kveðjur fyrir góð kynni og sam starf fyrr og síðar. Indriði Úlfsson. HEIMIR Hannesson vakti ný- lega hér í blaðinu athygli á nauðsyn umræðu um arðgreiðsl ur til iðnverkafólks í samvinnu- verksmiðjum. Hér er vissulega orð í tíma talað, sem mér er ljúft að taka undir. Endurskoð- un á heildarstefnu í launa- og kjaramálum er hin mesta nauð- syn, og án minnsta efa kemur til greina í því sambandi að vekja upp gamlar og þó síungar hugmyndir um arðskiptifyrir- komulag í atvinnufyrirtækjum og atvinnulýðræði, þar sem starfsfólki er gefinn kostur á að taka þátt í stjórn stórra fyrir tækja með einum eða öðrum hætti. Það hefur lengi verið áhuga- mál margra samvinnumanna og framsóknarmanna, að sam- vinnuhreyfingin hefði ötula for- göngu á þessu sviði. Því miður hefur það dregizt, að þetta mál yrði tekið til . gaumgæfilegrar athugunar innan samvinnu- hi'eyfingarinnar, en úr því þarf að bæta sem fyrst. Unga fólkið í samvinnuhreyfingunni og Framsóknarflokknum munekki láta á sér standa, þegar um þessi mál verður rætt. SÍUNG HUGMYND. Ég get ekki stillt mig um að minna á grein, sem ég ritaði um samvinnumál fyrir næstum 10 árum og birtist í Ársriti Félaga- sambands Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra. Þar var m. a. rætt um kjara- mál iðnverkamanna á vegum samvinnuverksmiðjanna og sam búðina milli þeirra og stjórn- enda iðnfyrirtækjanna. í grein- inni sagði m. a.: „Það er athyglisvcrð stað- reynd, að um 25 ára skeið kom aldrei til vinnustöðv- unar hjá samvinnuverksmiðj ununx á Akureyri vegna deilu um kaup og kjör. Það var fyrst sumarið 1961 að til slíkrar stöðvunar kom, en leystist þó skjótar en marg- ur mun liafa þorað að vona. Þetta bendir óneitanlega til þess, að gott samstarf sé milli forráðamanna verk- smiðjanna og iðnverkafólks- ins, enda mun svo vera, Hinn glæsilega árangur iðrx- aðarstarfs samvinnumunna er ekki sízt að þakka vel þjálfuðu starfsfólki, seni rnargt hefur unnið i araliui í verksmiðjunum og skapaö þá einingu og liefð, sem nauðsynleg er, ef góður áx • angur á að nást í hvaða starfi sem er. I ARÐSKIPTI OG SAMVINNA. Þrátt fyrir tiltölulega góiJ kjör, sem samvinnuvcrk • Ingvar Gíslason. smiðjurnar hafa boðið starfs nxönnum sínum, er því ekki: að neita, að hægt væri aí hugsa sér aðra skipan ; launakerfi þeirra en tíðkaö hefur verið. Kæmi þá tLl greina að launa menn efti:.* afköstum eða veita þeim hlutdeild í arði. Arðskipti' fyrirkomulagið er mikilvæg': atriði i samvinnuverzluninn OG ÆTTI EINNIG AE) VERA ÞAÐ I SAMVINNU IÐNAÐI. Stórfyrirtæki er • lendis hafa mörg tckið upp arðskiptifyrirkomulagið o: viðurkenna réttilega him i mikilvæga lilut vinnunar :í sköpun auðæfa og fram • leiðsluverðmæta. Vonand'i dregst það ekki, að sani' vinnumenn gefi þessu nan • ari gaum en liingað til. Þettu mál er þess virði, að það si: rannsakað til lilítar.1 Aðalfundur Alm. Toltvörugeymslunnar AÐALFUNDUR Almennu Toll- vörugeymslunnar h.f., Akur- eyri, var haldinn að Hótel Varð borg laugardaginn 24. apríl sl. Tómas Steingrímsson stórkaup- maður stýrði fundi, en fundar- ritari var Sigurður Jóhannes- son framkvæmdastjóri. For- maður stjómar Almennu Toll- vörugeymslunnar h.f., Valde- mar Baldvinsson, flutti skýrslu stjórnarinnar og lýsti bygging- arframkvæmdum við tollvöru- geymsluna, sem hófust 31. júlí 1969, en geymslan var tekin í notkun 10. júlí 1970. Færði hann sérstakar þakkir stjórn og framkvæmdastjóra Tollvöru- geymslunnar h.f. í Reykjavík Friðrik Þorvaldsson fram- kvæmdastjóri las upp og skýrði efnahags- og rekstursreikning Almennu Tollvörugeymslunnar h.f. fyrir árið 1970, en eins og áður var greint frá, hófst rekst- ur ekki fyrr en á miðju ári, eða Velta Samlagsins ein milljón á degi hverjum (Framhald af blaðsíðu 1) Að loknum lestri skýrslunnar snæddu fundarmenn hádegis- verð á Hótel KEA, en síðan var fundi fram haldið með því að Jóhannes Eiríksson ráðunautur flutti erindi um nautgriparækt. Þá fóru fram umræður og kosningar. Endurkjörinn var til þriggja ára í Samlagsráð Stefán Halldórsson bóndi á Hlöðum og varamenn í ráðið til eins árs voru endurkjörnir Jón Hjálm- arsson bóndi í Villingadál og Haukur Halldórsson bóndi í Sveinbjarnargerði, en Samlags- ráð var stofnað á sl ár pg eiga í því sæti þrír mjólkurframleið- endur auk kaupfélagsstjóra og Samlagsstjóra. Ráðið heldur fundi þar sem mál Samlagsins eru rædd og skýrð á breiðum grundvelli. Ársfundinmn kl. 16. slitið um □ 10. júlí 1970. Enn skortir nokk ■ uð á, að geymslurými inni sé fullnýtt, þó eru allar sergeymsí- ur þegar leigðar og' eftirspux x eftir geymslurými fer vaxandi Gestir fundarins voru Einar Farestveit stórkaupmaðui, Helgi Hjálmarsson tran * kvæmdastjóri, Þorsteinn Berr • harðsson stórkaupmaður og Gústav Einarsson verkstjóii, Reykjavík. Á fundinum fluti: Þorsteinn Bernharð'sson ávarp og kveðjur frá stjóm Toilvöru • geymslunnar h.f. í Reykjavik og ýmsir fleiri tóku til mais. Stjórnin var öll endurkosii', en hana skipa: Valdemar Balt - vinsson stórkaupmaður, áigurd ur Jóhannesson framkviema;. stjóri, Kristján Jónsson fran • kvæmdastjóri, O. C. Thorarei. sen lyfsali og Tómas Steingrm..: son stórkaupmaður. í var; stjórn eru Stefán Hallgrímsscn útvarpsvirki og Albert Guó mundsson stórkaupmaður. Framkvæmdastjóri er Fiiðriti Þorvaldsson. i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.