Dagur - 08.09.1971, Blaðsíða 1

Dagur - 08.09.1971, Blaðsíða 1
LIV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 8. sept. 1971 — 47. tölublað Eyfirðingar rækfð TUTTUGU eyfirzkir bændur í fjórum hreppum og á Akureyri annast stofnrækt á kartöflum, þ. e. rækta kartöflur til útsæðis fyrir Grænmetisverzlun land- búnaðarins undir eftirliti jurta- sjúkdómafræðings og mats- manns. Þessar tegundir eru ræktaðar: Helga, Gullauga, Rauðar ísl. og Bintje. Framleið- endur fá 35% hærra verð fyrir uppskeruna en aðrir, en kaup- endur hafa hins vegar trygg- ingu fyrir ósýktri vöru og óblönauðu útsæði, svo og ákveð inni stærð kartaflna. Af þessum kartöflum voru settar niður á þriðja hundrað tunnur í vor og verður uppsker an af þeim eflaust tíföld eða meira, en óvíst hvað mikið verð ur af hinni „réttu“ útsæðis- stærð. □ Stóðréttin 2, október Ási í Vatnsdal. Margir bændur eru að flytja heim síðasta heyið, en vegna ótíðar hefur þurrkun heys dregizt mjög þar til í gær og dag að brá til þurrks. Tölu- vert er um hlöðubyggingar, og hafa bændur þá beðið þess að geta látið heyin í þær hlöður. Undanreiðarmenn fara í göng ur á sunnudaginn, þurfa suður Á AKUREYRI verður gengið og rekið til réttar 18. september og sama dag í næstu hreppum, Hrafnagilshreppi, Glæsibæjar- hreppi og Öngulsstaðahreppi. Hinn 13. sept. leggja Bárð- dælingar upp í göngur vestan Skjálfandafljóts og rétta á Mýri 16. september. ÍBA OG ÍBV N. K. LAUGARDAG, kl. 5 e. h., leika á íþróttavellinum á Akur- eyri lið ÍBA og Vestmannaey- inga, og er hér um að ræða hina árlegu bæjakeppni í knatt- spyrnu milli þessara aðila. □ yfir Stórasand, allt að Lang- jökli og eru það sex daga göng- ur. Réttað verður 17. og 18. september. Stóðréttin verður 2. október í Undirfellsrétt. □ Laugar í Reykjadal. (Ljósm.: E. D.) Kiördæmisiiingið að Laugum KJÖRDÆISÞING Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra, hið 14. í röðinni, var haldið í Laugaskóla dagana 4. og 5. september sl. Þingstörfin fóru fram í gamla salnum, þar sem safn andlits- og brjót- mynda af ágætustu forystu- mönnum Þingeyjarþings prýða veggi og minna á söguna. Kjördæmisþingið sóttu 63 fulltrúar og nokkrir aðrir gest- ir. Laugaskóli hefur löngum verið þingstaður þessara sam- taka og þykir hinn ákjósanleg- asti til þinghalds af þessu tagi. Sjóst.veiðimót á Dalvík AKUREYRARMÓT í sjóstanga veiði, hið 7. í röðinni, var haldið sl. laugardag. Þátttakendur voru 43 víðsvegar af landinu, róið var á 9 bátum og var heild- araflinn tæp 4 tonn. Aflahæsta sveitin var sveit Jóhannesar Kristjánssonar, Akureyri, og veiddi 472 kg., auk hans eru í sveitinni Eiríkur Stefánsson, Rafn Magnússon og Kristján Jó hannesson. Önnur var sveit Karls Jörundssonar, Akureyri, með 427 kg., og þriðja varð sveit Reynis Eyjólfssonar, Reykjvík, með 379 kg. Aflahæsti maður mótsins varð Karl Jörundsson frá Akur TAMIN HRÖSS Á 40 ÞÚS. KRÓNUR í FRÉTTABRÉFI frá SÍS kem- ur það m. a. fram, að Búvöru- deild Sambandsins hefur flutt út 470 hross á fæti það sem af er árinu, og er það langtum meira en sl. ár. í ár hafa hrossin verið flutt í flugvélum til Noregs, Danmerk- ur, Þýzkalands og Belgíu og er meðalverð taminna hrossa kom- in um borð um 40 þús. krónur. Unnið er að því, að aðeins full- tamin hross séu seld úr landi. Menntasetur Þingeyinga á Laug um setur mikinn svip á mennta- og menningarlíf sýslunnar og er auk þess byggðakjarni í Reykjadal, en þar er bæði um að ræða héraðsskólann og hús- mæðraskólann, sem er yngri stofnun, ásamt nýjum barna- skóla í sama byggðahverfinu. . Haustlitirnir kunnu og marg- lofuðu á þingeysku heiðunum, eru að skýrast, en munu koma fram í allri sinni dýrð eftir næstu verulega frostnótt. Hvar- vetna er heyskap lokið á sveita bæjum Reykjadals, nema á grænfóðurökrum, og víða má sjá, að hlöður hafa ekki rúmað öll heyin í hinni þéttbýlu og grösugu sveit, en þetta allt veitti fulltrúum ánægju á leið til þings. evri og \eiddi 16_ kg hann Þingstörfin hófust með því, veiddi einnig flesta fiska 159 að Ingi Tryggvason> stjórnarfor stk talsins. Annar x röðinni maður samtakanna) bauð gesti yarö Kristjan Johannesson með velkomna og setti samkomuna) 135.550 kg. og þnðii Johannes -.v , , ,, , ... Knstjansson með 135.500 kg., bréfa báðir frá Akureyri, Aflahæsta konan varð Guðbjörg Árna- dóttir, Akureyri, með 127 kg. j|l Aflahæsti bátur varð Klakk- ( ur frá Grenivík, skipstjóri Gunnar Sigurðsson og veiddi 485 kg. Annar varð Þingey frá Grenivík, skipstjóri Sveinn Steingrímsson með 482 kg., og þriðji varð Búi frá Dalvík, skip- | stjóri Stefán Stefánsson með 477 kg. Þyngstan þorsk veiddi Sævar Sæmundsson, Akureyri, 6.040 ; kg. Þyngstu ýsu veiddi Jóhann- | es Kristjánsson, Akureyri, 1.500 1 kg. Þyngstan steinbít veiddi 1 Margrét Helgadóttir, Keflavík, | 8.7 kg. Þyngstu lúðu veiddi Matthías Einarsson, Akureyri, 2.2 kg. Þyngstu keilu veiddi Andri P. Sveinsson, Akureyri, 5.9 kg. Þyngsta ufsa veiddi Gunnar Sólnes, Akureyri, 1.5 kg. Þyngsta kola veiddi Krist- ján Jóhannesson, Akureyri, 0.6 kg. Þyngsta karfa veiddi Bene- dikt Jónsson, Keflavík, 1.0 kg. Veður var mjög gott þennan dag og skemmtu keppendur sér hið bezta. (Fréttatilkynning) Fulltrúar Norður-Þingeyinga Þingforsetar voru kjörnir Baldvin Baldursson, Rangá og Stefán B. Ólafsson, Ólafsfirði, en ritarar Aðalbjörn Gunnlaugs son, Lundi og Ari Friðfinnsson, Akureyri, en auk þeirra skipt- ust ungir Húsvíkingar á í sæti þriðja fundarritara. Ingi Tryggvason flutti skýrslu stjórnar kjördæmissambandsins og kom þar m. a. fram: (Framhald á blaðsíðu 4) Stórfennð í Hvífafelli Kasthvammi 4. sept. Hér var óveður frá fimmtudagsmorgni 26. og fram yfir hádegi á föstu- dag, úrkoman var óhemjumikil, mest snjór, og er mikið stór- fenni enn í Hvítafelli og Þor- gerðarfjalli og svo hér austur um heiðar, og það svo að 4—5 metra djúpir skaflar eru þar enn. Það er búið að leita mikið hér í Kasthvammsheiðinni, sein ast í dag leituðu 5 manns. 12 kindur eru búnar að finnast dauðar en 9 lifandi í fönn og hindrunum og það er alveg víst (Ljósm.: E. D.) að ekki er allt fundið, sem far- izt hefur, bæði. hér í heiðunum og víðar. Tjónið af þessu áfelli er stórfellt, og koma þar seint öll kurl til grafar. Þeir sem muna áfellið mikla í byrjun ágúst 1912, telja að þá hafi jafnvel komið meiri snjór, en stórfenni minna. G. Tr. G. Ándlátsfregnir AÐALSTEINN SIGURÐSSON. Aðalsteinn Sigurðsson fyrr- um oddviti á Öxnhóli í Hörár- dal varð bráðkvaddur föstudag- inn 3. september, 78 ára að' aldri. Hann var bóndi á Öxn- lióli frá 1918, varð oddviti sveit- ar sinnar 1934 og lét nýlega af því starfi. Mörgum öðrum trúu- aðarstörfum gegndi hann fyrir sveit sína. Sveitungar hans héldu lionum veglegt sainsæti stuttu fyrir andlátið og var hann þá við sæmilegustu heilsu. Ekkja Aðalsteins er Elísabet Pálína Haraldsdóttir frá Dag- verðareyri. MARINÓ STEINN ÞORSTEINSSON. Marinó S. Þorsteinsson bóndi og oddviti i Engihlíð á Árskógs- strönd lézt í sjúkrahúsi á Akur- eyri laugardaginn 4. september, 68 óra að aldri. Hann stofnaði nýbýlið Engililíð 1934 og bjó þar síðan. Oddviti var hann í Árskógshreppi síðan 1946 til dauðadags. En bæði fyrr og síð- ar tók liann mikinn þátt í félags málum sveitar sinnar. — Hann kvæntist Guðmundu Ingibjörgu Einarsdóttur ljósmóður árið 1927 og lifir hún mann sinn. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.