Dagur


Dagur - 08.09.1971, Qupperneq 5

Dagur - 08.09.1971, Qupperneq 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. SAMVINNUMÁL Á ÁGÆTLEGA sóttu og ánægju- legu kjördæmisþingi Eramsóknar- manna á Laugum urn síðustu helgi, voru margar merkar ályktanir sam- þykktar. Ein þeirra var um sam- vinnumál og fer hún hér á eftir í tveim liðum. Var hún samþykkt ein- róma af fulltrúum þingsins. „Kjördæmisþingið minnir enn á þá staðreynd, sem aldrei má gleym- ast, að samvinnuhreyfingin er og hefur verið um langan aldur, eitt öflugasta baráttutæki alþýðu manna hér á landi, ekki sízt á Norðurlandi. Samvinnustefnan er lýðræðisstefna og samvinnuhreyfingin alþýðleg fé- lagsmálahreyfing, sein stuðlað hefur að sannvirðisverzlun og vöruvönd- un, aukið hagsæld heildar og ein- staklinga í senn, stutt sjálfsbjargar- vilja bænda og annarra smáfram- leiðenda til lands og sjávar og staðið fyrir stofnun og starfrækslu vel bú- inna iðnfyrirtækja, sem fyrst og fremst vinna úr innlendum hráefn- um og veita fjölmennum liópi verka- fólks örugga atvinnu og afkomu- skilyrði. Þingið hvetur samvinnu- menn og alla lýðræðissinnaða félags- hyggjumenn til þess að standa trúan vörð um hagsmuni og orðstír sam- vinnuhreyfingarinnar. Kjördæmisþingið hvetur sem fyrr til náins samstarfs milli samvinnu- hreyfingarinnar og samtaka launa- fólks, bæði að því er varðar félags- og menningarmál og kjaramál starfs- fólks á vegum samvinnufélaga og fyrirtækja samvinnumanna. ítrekar kjördæmisþingið fyrri ályktun sína um ]>að, að samvinnuhreyfingin eigi að vinna sjálfstætt að kjarasamning- um við verkalýðs- og launþegasam- tökin, svo og að samvinnuhrevfingin hafi forgöngu um eflingu hins svo- nefnda „atvinnulýðræðis“ í því skyni að auka gagnkvæmt traust milli stjórnenda og starfsmanna atvinnu- fyrirtækja á vegum samvinnuhreyf- ingarinnar. Leggur þingið til, að skipuð verði sérstök samstarfsnefnd starfsfólks og stjórnenda samvinnu- fyrirtækja, sem hafi það hlutverk að vinna að framgangi þessara mála.“ N Ý HERFERÐ TÓLF aðilar hrínda nú af stað her- ferð gegn áfengisnotkun, og beinist hún einkum að ölvun við akstur, sem er algengari en áður, og aukn- um slysum, sem eiga rót sína að rekja til ölvunar. Þetta ber að þakka og styðja, þótt liér sé aðeins ráðist gegn einum þætti af áfengisbölinu í land- inu, getur það haft veruleg áhrif. Vera má, að síðar verði kastljósinu beint að öðrum og er þess þörf. □ Fulltrúar frá Akureyri. (Myndir tók E. D.) Grímssyni og Baldri Óskarssyni um samvinnu vinstri flokkanna o. fl., svo fátt sé nefnt af mörgu í flokksstarfinu. Gjaldkerinn, Svavar- Ottesen, las reikninga og skýrði þá og alþingismenn flokksins, þeir Gísli Guðmundsson, Stefán Val- geirsson og Ingvar Gíslason fluttu skýrslur um þingmál og fleira, samkvæmt reglum þar um, ennfremur fyrsti varaþing- maður, Jónas Jónsson. Svo sem venja er á þessum kjördæmisþingum, var fulltrú- um skipt í hinar ýmsu nefndir, er fjölluðu um landsmál og héraðsmál, og skiluðu svo álykt unum um þau. Voru þær svo teknar til umræðu og afgreiðslu síðari fundardaginn, sunnudag- inn 5. sept.ember. Umræður voru miklar og ályktanir skorinorðar og merk- ar. Þingið fagnaði stjórnarskipt unum í sumar og væntir þess, að ný stjórn verði íarsælli í störfum en hin fyrri, er var með augljósum þreytumerkjum og hafði setið lengi við völd. Stjórn kjördæmissambands- ins skipa: Ingi Tryggvason, Jó- hann Helgason, Haraldur Gísla- son, Baldur Hálldórsson, Stefán B. Ólafsson, Helgi Jónsson og Hákon Hákonarson. Varamenn eru: Sigurður Jó- hannesson, Ingvár Baldursson, Ari Friðfinnssön og Aðalbjörn Gunnlaugsson. í miðstjórh flókksms voru kjörnir: Haraldur M. Sigurðs- son, Hjörtur E. Þórárinsson, Eggert Ólafsson, Óli Halldórs- son og Siguxður Jóhannesson. Fjórðungssamb. Norðlendinga Nokkrar ályktanir þingsins Framhald af blaðsíðu 8. Á Dalvík, í Ólafsfirði og Hrísey voru kosningaskrifstof- ur settar á laggirnar í vor, en aðalskrifstofa sámtakanna var á Akureyri, í umsjá Haraldar M. Sigurðssonar íþróttakenn- Sambandið g'ekkst fyrir tveim ferðamálaráðstefnum, tuttugu spilakvöldum og fimmtán fund- um um stjórnmál á ýmsum stöð um í kjördæminu. Þá kom Ólafur Jóhannesson til Akureyrar og hafði fund um landhelgismál, Helgi Bergs hafði fundi á Húsavík og í Ólafs firði um atvinnu- og landhelgis- mál og ungir menn efndu til fundar á Akureyri með Ólafi R. Ingi Tryggvason, formaður kjördæmisstjórnar. Á KJ ÖRDÆMISÞIN GINU á Laugum voru m. a. eftirfarandi ályktanir samþykktar einróma: Nýrri stjórn fagnað. Kjördæmisþing Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra, haldið á Laugum í Reykjadal 4.—5. september 1971, fagnar að myndun ríkis- stjórnar undir forystu Fram- sóknarflokksins að loknum al- þingiskosningum 13. júní sl. Lýsir þingið yfir stuðningi við málefnasamning stjórnar- flokkanna og telur þá samstöðu, sem orðin er með þessum floþk- um um framkvæmd alhliða um- bótastefnu, stórsigur fyrir fram faraöflin í þjóðfélaginu. Kjördæmisþingið minnir á, að ríkisstjórnin hefur tekið sér fyrir hendur fjölþætt og vanda- söm verkefni, sem þjóðarsam- stöðu þarf til að koma fram. Skal í því sambandi m. a. minnt á landhelgismálið, efling og þróun landsbyggðar, varanlegar kjarabætur almennings og al- hliða uppbyggingu atvinnulífs til lands og sjávar. Skorar þingið á allt stuðnings fólk stjórnarflokkanna, svo og félagsmálahreyfingar alþýðunn- ar í landinu, launþegasamtökin, samtök bænda og samvinnu- hreyfinguna að standa fast sam- an í stuðningi við ríkisstjórnina og umbótastefnu hennar. Endurskoðun stjórnarskrár. Kjördæmisþingið telur, nú sem fyrr, að stjórnarskrána beri að taka til endurskoðunar. Stefnt skal að því, að ný lýð- veldisstjórnarskrá geti tekið gildi árið 1974, á aldarafmæli íslenzkrar stjórnarskrár og ell- efu alda afmæli íslandsbyggð- ar. í því sambandi vill þingið benda á ályktun 15. flokksþings Framsóknarmanna um stjórnar skrármál, og telur, að einmenn- ingskjördæmi eigi að vera grundvöllur kosninga til Alþing is, þar sem það fyrirkomulag styður bezt tveggja flokka kerfi. Einnig vill þingið vekja at- hygli á þeirri hugmynd, hvort ekki væri rétt, að sérstakt stjórnlagaþing vérði kosið til að setja þjóðinni nýja stjórnar- skrá. Kjördæmisþingið leggur sér- staka áherzlu á, að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um, að landið skiptist í sjálfstjórnar umdæmi, sem ráði eigin mál- um. án beinna afskipta ríkis- valdsins, að svo miklu leyti, sem við verður komið. Jafn- framt því, sem landinu yrði sett ný stjórnarskrá, ber brýna nauð syn til þess, að aðskilja núver- andi tengsl umboðsstjórnar og dómsvalds, t. a. m. með því að koma á fót sérstökum fjórðungs dómstólum, bæði á einkamálum og opinberum málum (saka- málum). Flutningur ríkisstofnana. Þingið beinir þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjórnar og Alþingis að vinna að flutningi ýmissa ríkisstofnana af höfuð- borgarsvæðinu út á landsbyggð ina. Jafnrétti kvenna. Þá skorar þingið á Alþingi að vinna ötullega að jafnréttis- aðstöðu kvenna í þjóðfélaginu. F J ÓRÐUNGSÞIN G Norðlend- inga verður haldið í Ólafsfirði dagana 9. og 10. september n. k. og hefst kl. 2 e. h. Þingið sækja fulltrúar kaupstaða, sýslufélaga og hreppa með 300 íbúa og fleiri.j Alls eiga 62 fulltrúar rétt til þingsetu úr Norðurlandi auk alþingismanna. Helztu mál þessa þings verða samgöngumálin og þá sérstak- lega gerð samgönguáætlunar fyrir Norðurland, sem nú er haf in, ennfremur verkefnaskipting ríkis og sveitarfélaga, ásamt dreifingu ríkisstofnana um land ið. Félags- og samgönguráð- herra mun ávarpa þingið og Bjarni Bragi Jónsson, forstjóri Efnahagsstofnunarinnar, mun ræða um samgönguáætlun Norð urlands sérstaklega. Björn Frið- finnsson, bæjarstjóri á Húsavík, mun hafa framsögu um verk- efnaskíptingu ríkis og sveitar- félaga, ennfremur um dreifingu ríkisstofnana. Fyrir þinginu liggja ýmis ný- mæli t. d. tillaga um samstarfs- nefnd Alþýðusambands Norður lands og Fjórðungssambands Norðlendinga í atvinnumálum og um atvinnumálaráðstefnu á Norðurlandi og ennfremur til- laga um ferðamálaáætlun fyrir Norðurland. Þá liggur fyrir þinginu tillaga um menntamála- áætlun fyrir fjórðunginn og sjálfstæða stjórn á tilraunastarf semi landbúnaðarins í Norður- landi. Auk þessara mála, eni enn- fremur tillögur um iðnþróun, orkumál og heilbrigðismál, þá liggur fyrir þinginu nefndarálit frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um stöðu landshlutasamtaka sveitarfélaga, sem vafalaust á eftir að koma til kasta Fjórð- ungssambandsins nú og á næstu þingum. Fjórðungsþing kýs fyrir lok þingsins fjórðungsráð, sem er skipað níu mönnum. En fjórð- ungsráðið kýs síðar úr sínum hóp fjórðungsstjórn. Auk þess eru kosnar milliþinganefndir. Undanfarin ár hafa verið milli- þinganefndir í atvinnumálum, samgöngumálum og landbúnað- armáluxn. (Fréttatilkynning) Fulltrúar Suður-Þingeyinga á kjördæmisþinginu. HELGA FRÍMANNSDÓITIR Fædd 8. maí 1893. - Dáin 27. ágúst 1971. STEFÁN BENEDIKTSSON MINNINGARORÐ KVEÐJA FRA FÓSTUR- DÓTTUR. Elsku mamma mín. Það er erfitt að sætta sig við það að þú sért horfin af sjónarmiði þessa lífs. Þú sem varzt svo lífs- glöð og frjáls í fari, veitul öll- um sem til þín komu, svo rétt- sýn og góð og máttir ekkert aumt sjá. Þá varzt þú komin með þínar mjúku hendur til að hjálpa og líkna þeim sem bágt áttu. Þannig kom ég til þín, að- eins sex ára að aldri, og átti að dvelja hjá þér í einn eða tvo mánuði, en vistin var lengri, því þið pabbi reyndust mér sem beztu foreldrar þennan tíma sem ég átti að vera. Svo ég fekk samþykki móður minnar, sem þá var heilsulaus, að vera hjá ykkur. Svo margs er að minnast, sem aldrei verður sett allt á prent. Það veganesti sem þið gáfúð mér hefur reynzt mér góður skóli, enda var ég alin upp í þeirri trú, að það sé Guð sem öllu ræður, hann stjórnar okk- ur í þessu lífi og því sem tekur við eftir dauðann. Og ég veit þú lifðir eftir því, og trúðir á æðri máttarvöld. Þess vegna vona ég að ég sé ekki að kveðja þig fyrir fullt og allt, því við munum hittast síðar, að leiðarlokum. Því kveð ég þig að sinni, með okkar sígildu orðum: Guð blessi þig og þína. Þín fósturdóttir Alda. ELSKU amma mín. Dimm nótt- in skall á, en enginn vissi hvað sú nótt hafði í för með sér. Veðurgnýrinn barði að dyrum og með honum var sorgin. Lok- ið var upp, og englar drottins sögðu: „Amma ykkar er dáin“. Dáin, horfin inn í dýrð hins algóða föðurs. Horfin af sjónarmiði okkar. Horfin. Órannsakanlegir eru vegir drottins. Við erum ekki spurð, heldur spyrjum við, því tekur Guð ástvini frá okkur?, en stundin kemur fyrr en varir. En því er amma horfin?, mannstu þegar litlu sumargest- irnir þínir að sunnan komu, til- hlökkunin og gleðin skein úr augum okkar. Að fara til afa og ömmu yfir sumartímann var okkar heitasta ósk. Margt var sýslað bæði úti sem inni, hlaup- ið var um fallega garðinn, blóm voru tind og gengið var um brekkurnar. Lítil börn snerust kringum ömmu og afa, og nutu alúðar og ástar, en sumartím- inn líður eins og annar tími, brottfarardagurinn rann upp, hendur voru lagðar um háls ömmu og afa, og þau kisst kveðjukoss, sem duga þurfti til næstkomandi sumars. Tár trítl- uðu niður litla vanga, en vinnu- lúnar hendur struku þau í burtu. Blik sást í augum allra, elsku litlu börnin mín, Guð gefi ykkur góða ferð. Bílhurðinni var lokað, og síðan var ekið í burtu. Árin líða og mennirnir eldast. Það sumar kom, sem engin amma kom hlaupandi á móti okkur. Amma var komin á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri, til þess að heyja langa baráttu. Afi tók einn á móti okkur, svipbrigði hans voru breytt, engin gleði, aðeins sorg. Allir vissu hverju von var á, en eng- inn trúði raunveruleikanum. Svo ert þú kölluð burtu, við verðum að trúa, kölluð burtu til hins mikla friðar. Þessar fátæklegu línur eru aðeins brot af þakklæti, þakk- læti sem við getum aldrei látið þér í té. Því þú varzt okkar gleði í lífinu. Gleði sem svipt var í burtu, gleði sem við fáum aldrei að njóta aftur, aðeins sorg og tár koma í staðinn. Stundin er komin, skilnaðar- stund okkar allra, stund sem yfirstígur þjáningar, stund sem skilur eftir sorgmædd hjörtu. Við biðjum algóðan Guð um að styðja og styrkja afa í hans miklu sorg. Elsku amma mín. Drottinn leiðir þig inn í dýrð hins eilífa friðar, hliðið lokast, en eftir standa syrgjandi ástvinir. Mynd þín og minning lifir. Kolbrún og Svavar, Úlfarsá. MINNINGARORÐ VIÐ skiljum ekki lögmál lífs og dauða, vitum ekki hvenær kall- ið kemur, hver verður næstur eða hvers vegna. Skiljum stund um ekki guðinn sem hefur gefið okkur fagra jörð til þess að lifa á og kveikt með okkur ástina til þess að við getum ræktað með okkur hið góða. Og þegar ungur vinur í blóma lífsins er kallaður burt frá okkur til ann- ars heims erum við ef til vill fjærst því að vita vilja guðsins, sem þó er svo góður. Hvers vegna fengum við ekki að hafa Agnar lengur á meðal okkar? Hvers vegna er heimurinn svona grimmur? Við spyrjum í STEFÁN BENEDIKTSSON andaðist á sjúkrahúsinu á Akur eyri 6. júlí 1971, 80 ára að aldri, fæddur 27. janúar 1891. Stefán var Mývetningur að ætt og upp runa og mun aldrei hafa átt aðra sveit sér kærari en æsku- sveit sína, þótt víðar dveldi hann um dagana. Skapgerð hans og glæsibragur var þann- ig, að hann gat samlagast um- hverfi sínu á hverjum stað, var bjartsýnismaður, drenglyndur og félagslyndur með afbrigðum. Það var ætíð gott hann að hitta. Kvæntur var Stefán Sigríði Jónsdóttur einnig úr Mývatns- sveit, hún er látin fyrir fáum árum. Þau hófu búskap í Mý- vatnssveit. Þröngbýlt mun þá hafa verið þar og ekki fjöl- breytni í búskap eða lífsafkomu svo sem síðar varð. Árið 1920 fluttu þau að Sand- vík í Bárðardal, sem þali svo síðar keyptu, og þá gæti ég hugsað að Stefán hafi fyrst fundizt hann vera frjáls maður. í Sandvík bjuggu þau til ársins 1945 að þau brugðu búi, seldu jörðina og fluttu að Hamraborg ofan við Akureyri, keyptu það býli í félagi við dóttur sína og tengdason. Þar voru þau nokk- ur ár. Eftir það að þau hættu búskap þar, lá leiðin til Akur- eyrar, í Hafnarstræti 71, þar sem þau, áfram í félagi við dótt ur sína, bjuggu sér hið bezta heimili og dvöldu þar til ævi- loka. Á Akureyri stundaði Stef- án daglaunavinnu. Börn þeirra eru: Brynhildur, sem verið hefur með beim síð- an þau fluttu frá Sandvík, Jónída, húsfreyja á Sigurðar- stöðum í Bárðardal, og Sigurð- ur, bifvélavirki á Akureyri. Stefán var bókhneigður og vandur að lesefni og hafði sínar eigin skoðanir á hlutunum. Ljóð voru honum hugþekk, þó öllu fremur hið hefðbundna KRISTINSSON þöglu skilningsleysi en fáum ekkert svar. Agnar var lífsglaður drengur og öll kredda og yfirborðs- mennska honum framandi. Það fylgdi honum hressandi and- blær heilbrigði og þróttur hvar sem hann kom, þannig að allur drungi hlaut að víkja. Hann byrjaði ungur, nánast á barnsaldri, að stunda sjóinn og var sjórinn alltaf hans starfs- vettvangur. En hafið er duttl- ungafullt, það gefur mikið en krefst einnig fórna, oft sárs- aukafullra. Að heilsast og kveðj ast það er lífsins saga. Agnar er farinn á undan okkur, við komum á eftir eitt og eitt eftir því sem almættið ákveður. En kannske á upprisunnar ' ■ mikla morgni, við mætumst öll á nýju götu horni. Agnar. -Ég vil að lokum þakka þér fyrir allar ánægjustundirn- ar. Ég minnist þeirra með'þakk læti og virðingu. Móður þinni og systkinum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðju. Vertu sæll, góður drengur. Örn Bjarnason. foi-m, seinni tíma „Ijóðagerð ‘ var honum ekki að skapi. Stei • án var mjög söngelskur oj; hafði yndi af hverskyns söng', og tók þátt í söngstarfi framan af ævi. Þessu var einnig svi' farið um konu hans. I þvi sen. öðru höfðu þau fylgzt að frú æskudögum. Það var þeirr:>. yndisauki. Þessi ágætu hjón voru aufúsugestir þegar þau komu niður yfir heiðina úr Mý • vatnssveit með dæturnar aína tvær, þá ungar að árum, til bú- skapar á Sandvík, en þó enn kærkomnari heimamenn og fé- lagar, enda stóð ekki á þeim ;. þann hóp. Allgott félagslíf va::' í Bárðardal um þetta leyti og góður jarðvegur fyrir svo ágæta starfskrafta sem þessi hjón bjuggu yfir. Stefán var afburðamaður til allra verka, kappsamur og fylg- inn sér og gilti einu hvort hann vann fyrir sjálfan sig eða aðra. Sandvík hefur aldrei verið taiii\ mikil jörð að kostum, erfiit og langsótt til engja — á meðan þær voru nýttar, — þröngir möguleikar til ræktunar, en nokkuð jarðsælt á vetrum og var gott þá sólar fer að njóte, Að þess tíma mati bætti Stefán jörð sína vel. Endurbyggði pen- ingshús og bætti túnið cg þega : sveitarfélagið og ungmenna • félagið byggðu á Sandvik, — sem þá var þingstaður — sanx- komuhús, byggði Stefán séi: íbúð í kjallara þess húss. Þau urðu þess vegna þarna nágrann ar menningar og félagshfs, góð- ir og greiðugir hvert sem iitiíi var, enda raunar á krossgotun , Þeirra var saknað þegar þau hurfu eina götuna þarna frá, tii fjarlægs héraðs. Þegar þau hjón hættu búskap og gjörðu ser heimili á Akureyri tók við nýtt verksvið og Stefán tileinkaði sér það og slapp aldrei verk ú_: hendi á meðan heilsan entisc. Síðustu árin fékkst hann vio vefnað. Hann var að visu „gam- all og góður“ vefari frá gamla tímanum, en nú óf hann „jafa ' til útsahms, sem var eftirsottu:: vegna þess hve vel hann va:: unninn. Svo var með allt sem hann lagði hönd að, hann kast- aði aldrei höndum til neins. Ég hitti hann síðast í vetur nýlega kominn heim af sjúkrahúsi, eft- ir skamma dvöl þar. Hann hafði . þá kennt sjúkleika þess, sem varð hans síðasti og þaS Áss.l hann. Hann sagðist vona að a sig yrði kallað fyrirvaraiitic. Hann vissi að sjúkdómur sa gerði oft hreint upp. Honum varð að ósk sinni. Slíkra manna er gott að minnast. Þ. J. ' ÍSLAND A VOM 1 Guðveg sinn um græna Mið : geislar vorsins spinna, augum brosir fjallalilíö fóstran drauma niinna. Arfleifð hennar alla stuncl j yljar mér um hjarta, aldurlmigins yngir lund æskumyndin bjarta. Richard Beclk, j

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.