Dagur - 08.09.1971, Qupperneq 8
Litli-Árskógur.
Skrúðgarðurinn þar
er prýddur listaverk-
um bræðranna,
Kristjáns og Hannes-
ar Vigfússona.
(Ljósm.: Æ. H.)
SMÁTT & STÓRT
menn
3ÆNDADAGURINN eyfirzki
?ar að þessu sinni hátíðlegur
naldinn í félagsheimilinu Víkur
:-öst á Dalvík síðasta sunnudag,
i. september. Var hér um kvöld
kemmtun að ræða í stað úti-
jamkomu, svo sem venjan er.
ER ORYGGIS-
ÍRJNAÐUR í LAGI?
SUMAR létu Landssamtök
klúbbanna ÖRUGGUR AKST-
JR gera spjald um nokkur
iryggisatriði á dráttarvélum.
Spjaldið ber yfirskriftina: ,.ER
.ÚLLT í LAGI?“, og hefur verið
.uxnnsj
I LA3SI?
ÖRYGGIS'
I l/’l tAHOSSAWTÖK HtUBBANNA
L.V\Lóruggur akstur
Margmenni kom á hátíðina,
svo sem húsakynni framast
leyfðu. .
Aðalræðu dagsins flutti Sig-
urður Blöndal skógarvörður á
Hallormsstað og talaði um þýð-
ingu skóga í fortíð og framtíð.
Þótti ræðan sköruleg og eftir-
tektarverð.
Jóhann Konráðsson og Sig-
urður Svanbergsson sungu við
mikla ánægju viðstaddra við
undirleik Jakobs Tryggvasonar.
Búnaðarsambandið og Ung-
mennasambandið kepptu í sér-
stæðum spurningaleik undir
stjórn Hjartar E. Þórarinssonar
og vann Búnaðarsambandið,
hlaut 20.5 stig móti 17.5 stigum.
Þá var fluttur skemmtiþátt-
ur, sem Dalvíkingar önnuðust.
Fyrstu verðlaun fyrir snyrti-
lega og fagra umgengni bænda-
býla í héraðinu, farandbikar,
hinn fegursta grip, hlutu Krist-
ján og Georg Vigfússynir í
Litla-Árskógi á Árskógsströnd,
er þar búa ásamt Elísabetu Jó-
hannsdóttur móður sinni.
En viðurkenningu hlutu: Jó-
hann Bergvinsson og Sigrún
Guðbrandsdóttir, Áshóli, Grýtu
bakkahreppi, Karl L. Frímanns-
son og Lilja Randversdóttir,
Dvergsstöðum, Hrafnagils-
hreppi og í þriðja lagi Friðbjörn
Zophoníasson og Lilja Rögn-
valdsdóttir, Hóli, Svarfaðardal.
Verðlaun þessi veitti Búnaðar-
samband Evjafjarðar og afhenti
Ármann Dalmannsson, formað-
ur BSE, þau og stjórnaði hann
jafnframt samkomunni.
Þá veitti Skógræktarfélag Ey
firðinga í fyrsta sinn verðlaun
fyrir fyrirmyndar skrúðgarð
sveitabæjar og varð Litli-Ár-
skógur fyrir valinu. □
GOTT STARF
Akureyrarkirkju sækja margir
ferðamenn á sumrin. Kirkjan
er opin og þar er leiðbeinandi
kl. 10—12 og 2—4 dag hvern.
Mun þetta óvenjulegt í kirkj-
um landsins en mjög til fyrir-
myndar, enda hafa þúsundir
notið þess á hverju sumri.
Leiðbeinendur nú í sumar
eru Bryndís Meyer og Gunn
Kristinsson, húsmæður, og
skiptast þær á í þessu starfi.
GÓÐSÖNGKONA
Sigríður Magnúsdóttir söng-
kona, sem kunn er af söng sín-
um í sjónvarpi og útvarpi, sigr-
aði nýlega í alþjóðlegri söng-
keppni í Belgíu. Er mörgum
aðdáendum söngkonunnar það
gleðiefni fremur en undrunar-
efni. Sigríður mun halda sjálf-
stæða tónleika hér á landi í
haust, býr sig jafnframt undir
söngkeppni, norræna, síðar í
liaust. Næsta vor mun liún
haida sjálfstæða tónleika á Al-
þjóða listaliátíðinni í Vínarborg.
BLEIKLAXAR
Bleiklax veiddist nýlega í Selá
í Vopnafirði og annar í Beru-
firði. Á fimmtudaginn veiddist
enn einn í Selá í Steingríms-
firði. Þessir laxar eru um 3—3.5
pund að þyngd. Áður sagði frá
bleiklaxi í Hafralónsá.
Heimkynni bleiklaxins er við
Kyrrahafsströnd, en þaðan hafa
Rússar flutt liann og reynt að
koma upp bleiklaxgöngum á
Kolaskaga.
BJARTSÝNI
Kjördæmisþing Framsóknar-
manna á Laugum og ekki síður
SAM VIN N UTRYG GINGAR 25 ÁRA
Hafa endurgreitt 80 milljónir af tekjuafangi
dreift á sveitabæi um allt land.
Með spjaldinu fylgdi bréf, þar
sem sagt var, að ætlazt væri til,
að spjaldið yrði hengt upp í
velahúsum eða á öðrum þeim
stöðum á sveitabæjum, þar sem
ökumenn dráttarvéla tækju dag
! ega eftir því. Á spialdið þannig
að vera stöðug áminning til öku
:nanna dráttarvéla, um að hafa
öll öryggistæki vélanna í full-
komnu lagi og gæta \rarúðar í
akstri og meðferð dráttarvéla.
Við dreifingu spjaldsins „ER
ALLT í LAGI?“ nutu samtökin
aðstoðar margra félaga í klúbb-
unum ÖRUGGUR AKSTUR og
iyrirtækja, sem hafa með að
gera flutninga í sveitum lands-
ins. Kann stiórn LKL ÖRUGG-
JR AKSTUR öllum þessum
aðilum beztu þakkir fyrir að-
stoðina við dreifinguna.
Öryggi á dráttarvélum hefur
ávallt verið á stefnuskrá klúbb
anna ÖRUGGUR AKSTUR, og
nafa fjölmargar samþykktir ver
ið gerðar þar að lútandi á full-
crúafundum klúbbanna. ' Með
því að láta gera þetta spjald og
dreifa því á sveitabæi, vilja
klúbbarnir leggja sitt af mörk-
um til aukins öryggis á dráttar-
vélum. Um leið hvetja klúbb-
arnir alla ökumenn dráttarvéla
til að kynna sér vel öryggistæki
vélanna og öðlast þekkingu á
akstri og meðferð dráttarvéla,
áður en þeir setjast í ekilssætið.
(Fréttatilkynning)
S AM VINNUTRYGGIN GAFÉ-
LÖG höfðu starfað með góðum
árangri í mörgum löndum, áður
en fyrst kom til tals að hrinda
hugmyndinni í framkvæmd hér
á landi. Munu fyrstu slík félög
hafa verið stofnsett í Englandi
á síðari hluta nítjándu aldar.
Nú á dögum eru þau öflug í
fjölda landa, m. a. Svíþjóð,
Belgíu, Bandaríkjunum, Eng-
landi og víðar, og hafa reynzt
ómetanleg lyftistöng fyrir
margsk'onar uppbyggingu í þess
um löndum og rutt nýjar braut
ir í tryggingamálum.
Skömmu eftir að Vilhjálmur
Þór tók við forstjórastarfi Sam-
bands íslenzkra samvinnufélaga
árið 1946, var liugmyndin um
stofnun samvinnutrygginga-
félags á íslandi fyrst rædd
alvarlega, en hann hafði þegar
árið 1936 vakið máls á þessu í
stjórn SÍS. Síðar á árinu 1946
var svo undirbúningur hafinn.
Félagið hlaut nafnið Sam-
Unglingameistaramót
ísiands í sundi
lialdið á Akureyri
UNGLINGAMEISTARAMÓT
íslands í sunai verður haldið á
Akureyri n. k. laugardag og
sunnudag. Sunddeild KA sér
um framkvæmd mótsins. Þarna
mætir flest af bezta sundfólki
landsins, en mest verður þátt-
takan frá Reykjavíkursvæðinu
og svo héðan af Norðurlandi.
Keppendur verða yfir 150 tals-
ins. □
vinnutryggingar iog var fyrsta
stjórn þess kosin á stjórnar-
fund iSÍS 24. 1946 og skipuðu
hana þessir menn: Vilhjálmur
Þór, formaður, Jakob Frímanns
son, Isleifur Högnason, Kjartan
Óláfsson frá Hafnarfirði og Kar
vel Ögmundsson. Stjórnin kom
saman á sinn fyrsta fund 27.
ágúst, og var þar ákveðið, að
starfsemin hæfist 1. september
og Erlendur Einarsson ráðinn
framkvæmdastjóri félagsins, en
hann hafði um nokkurra mán-
aða skeið kynnt sér vétrygginga
starfsemi í Bretlandi.
Við undirbúning starfseminn-
ar veittu sænsku Samvinnu-
tryggingafélögin mikilvæga að-
stoð.
Fyrstu tvær deildir félagsins
voru brunadeild og sjódeild, og
um áramótin 1946—1947 tók
þriðja deild félagsins, bifreiða-
deildin, til starfa og var þá ráð-
inn fjórði starfsmaðurinn.
Fjórða deildin, endurtrygg-
ingaaeild, bættist síðan við árið
1949.
Strax í upphafi var lögð rík
áherzla á að veita sem bezta
þjónustu um allt land, og voru
auk nokkurra einstaklinga, öll
kaupfélög landsins umboðs-
menn félagsins. Auk þess ferð-
uðust þeir Jónas Jóhannesson,
tryggingamaður og Baldvin Þ.
Kristjánsson, þáverandi erind-
reki SÍS, um landið til atS kynna
starfseml félagsins og afla trvgg
inga. Síða-ri árin hefur þróunin
orðið sú, að settar hafa verið
upp sérstakar umboðsskrifstof-
ur á ísafirði og Egilsstöðum, en
á eftirtöldum stöðum annast
Samvinnubankinn umboðsstörf-
in: Akranesi, Grundarfirði,
Patreksfirði, Sauðárkróki, Húsa
vík, Keflavík og Hafnarfirði. Á
öðrum stöðum eru kaupfélögin
aðal umboðsmenn félagsins.
Samkvæmt skipulagi Sam-
vinnutrygginga eru það hinir
tryggðu, tryggingatakarnir, sem
eiga félagið, og fá þar af leið-
andi allan tekjuafgang þess.
Ut frá starfsemi Samvinnu-
trygginga hefur myndazt þörf
fyrir sérhæfð félög í líftrygg-
ingum o gendurtryggingum. Líf
tryggingafélagið Andvaka var
stofnað vorið 1949 og var þá
yfirtekinn stofn norska félags-
ins Andvake og sérstakur fram-
kvæmdastjóri ráðinn.
Erlendur Einarsson lét af
(Framhald á blaðsíðu 2)
viðræður þingfulltrúanna,. mót-
uðust af meiri bjartsýni en
áður. Kemur margt til, ög eiga
stjórnarskiptin eflaust sinn þátt
í því, og sú stefna í þjóðmálum,)
sem mörkuð var af þrem stjórn
málaflokkum við myndun nýju
ríkisstjómarinnar. En. einnig
eykur góð sumarveðráttan og
mikil uppskera af ræktaríönd-
um hænda, vonir urn betri af-
komu. Ber þó skuggará,
LAXÁRMÁL ■
Talið er, að nýja raforkumála-
ráðherranum hafi þótt -Laxár-
málið „vondur arfui— frá frá-.
farandi stjórn og má það eflaust
til sanns vegar færa. En fremur
hljótt er um það mál síðustu
vikurnar og ráðherra hefur
ekki viljað láta annað eftir sér
hafa, en að unnið sé að lausn
deilunnar um Laxárvirkjun.
Hins vegar segir það maður
manni, að öll virkjunaráform
séu úr sögunni nema 6—7 MW.
En hvergi hefur það verið stað
fest, og enn er unnið við vatns
göngin miklu fyrir Gljúfurvers
virkjun, og menn bíða nánari
fregna.
ÞYKKVIBÆR
Bændur í Þykkvabæ í Djúpár-
hreppi í Rangárvallasýslu rækta
manna mest af kartöflur og
reykja vindla. Garðlönd þeirra
eru á sendnu flatlendi, 235 ha.
samtals. Rúisí er yið, að upp-
skeran þar merði 40 þús. tunn-
ur.
KARTÖFLURÆKT VIÐ
EYJAFJÖRÐ
Við Eýjafjörð er kartöflurækt
jafnan allmikil, bæði á Akur-
eyri og cinkum þó á Svalbarðs-
strönd, ennfremur í Grýtu-
bakkahreppi og Öngulsstaða-
hreppi. Kartöflugras er víðast
eitthvað skemnit en óvíða fallið
og lialda því kartöflurnar áfram
að spretta á íneðan tíð er góð
og frost skemma grösin ekki
meira en orðið er. Hópar
kvenna, einkum frá Akureyri,
vinna víða við kártöfluupptöku
hjá bændum. Talið er, að upp-
skera verði mikil í ár.
HELGA
Kartöfluafbrigðið Helga er
nefnt eftir konu einni á Suður-
landi, sem lengi ræktaði rauðar
ísl. og gullauga í garði sínum
en fann þar svo þetta kartöflu-
afbrigði. Það er e. t. v. víxl-
frjófgun af áðurnefndum teg-
undum, en að öðru levti er
ókunnugt um uppruna þess. En
Helga er að komast í tízku og
er stórvaxin í sumar.
í GÆR og dag stendur yfir nám
skeið í Sláturhúsi KEA á Odd-
eyri. Sambandið, Sláturfélag
HATT A FJORTANDA
HUNDRAÐ BÖRN í
BARNASKÓLUM AK.
í BARNASKÓLUNUM á Akur
eyri verða í vetur hátt á fjórt-
ánda hundrað börn. í Barna-
skóla Akureyrar 770 börn, í
Oddeyrarskólanum 490 börn og
í Glerárskóla um 120 börn.
Barnaskólarnir voru settir í
gærmorgun.
í Gagnfræðaskólanum verða
850 unglingar í vetur, og verð-
ur skólinn settur 20. sept., eða
þar um bil. □
Suðurlands og Stéttarsamband
bænda standa að námskeiði
þessu. Kunnáttumenn og meðal
þeirra sænskur maður, leið-
beina heimámönnum um alla
meðferð slátúrafurða á slátrun-
arstað, en alveg sérstaklega er
lögð áherzla á verkun gæranna.
40 dilkum var lógað í gær af
þessu tilefni'og stórgripum mun
hafa átt að lóga í dag.
Leiðbeinendur í meðferð
gæra og' skinna er Oddur Krist-
jánsson frá Sambandinu og
Ólafur Ingimundarson frá Slát-
urfélaginu auk fulltrúa frá
Iðunn og hins sænska manns.
Jónmundur Ólafsson er full-
trúi F ramleiðsluráðs, Guðrúrt
Hallgrímsdóttir fulltrúi Sam-
bandsins og Halldór Guðmunds
son er frá Sláturfélaginu, allt
kunnáttufólk sem skiptir með
sér verkum. □