Dagur - 15.09.1971, Síða 1

Dagur - 15.09.1971, Síða 1
Fleiri hundruð fjár fórust Ytri-Nýpum Vopnafirði 13. scpt. Ljóst er nú þegar, að fjárskað- ar hafa orðið miklir í sauðiönd- um Vopnfirðinga í hretinu mikla fyrir skömmu. Hefur þetta verið athugað í norður- heiðunum og margt fé fundizt dautt. Búið er að finna 130— 140 dauðar kindur, sumar í fönn en miklu fleiri í ám og lækjum, og er þó naumast fund inn nema hluti af því sem farizt hefur. Ljóst er líka, að fé hefur slegizt niður og farizt á slétt- lendi í veðurofsanum. Mun óhætt að fullyrða, að fleiri hundruð fjár hefur drepizt þótt það komi betur í ljóst síðar. Hefur því mikið tjón orðið og tilfinnanlegt. Á morgun verður lagt af stað í aðal göngurnar og lítur út fyrir gott gangnaveður. Þ. Þ. Sæmiieg atvinna á Siglufirði Siglufirði 13. sept. Logn og hiti er hér í Siglufirði í dag, svo að menn geta naumast gengið um án þess að svitna, og er meira sumar nú, en venjulegt er um hásumar. Atvinna er sæmileg eins og er, á meðan íshúsin ganga og niðurlagningarverksmiðjan. En því miður er atvinnuöryggið of lítið og framtíðin eins og óskrif- að blað. Siglfirðingur er farinn héðan og aflar ekki meira fyrir staðinn og ekki annað komið í staðinn en ráðagerðirnar, og ein hver loforð. Aflabrögðin eru sæmileg, til dæmis hjá litlu bátunum þegar gefur á sjó. Dagur var keyptur hingað, er byrjaður með línu og hefur fengið um 6 tonn í róðri, eða frá 4—8 tonn. Borað er eftir heitu vatni í Skútudal. Er þetta þriðja árið, sem leitað er, og verið að bora þriðju holuna í sumar. Hver árangur verður í heild veit eng- inn ennþá, en þessi lokatilraun nú í sumar, er talin álitleg, eink um sú síðasta. Barnaskólinn er byrjaður og er þar sami barnafjöldi og á síð asta skólaári eða 260 börn, en 6 ára börnin eru þar fyrir utan. Gagnfræðaskólinn tekur til starfa um 20. september. Tón- skólinn er þegar byrjaður og er aðsókn góð sem fyrr og skóla- stjóri Geirharður Valtýsson eins og áður. J. Þ. Rannsóknum álált viS vöruhöfnina Færra fé verður slátrað í haust ALLT bendir til þess að færra fé verði slátrað í haust en und- anfarið og er haustslátrun nú að hefjast og hafin. í fyrrahaust 64 ÞÚS. GESTIR ALÞ J ÓÐ AV ÖRU SÝNIN GUN A í Laugardag í Reykjavík, er lauk um helgina, sóttu 64 þús- und gestir eða um 4 þús. manns á degi hverjum. Er árangur tal- inn mikill í auknum viðskiptum hinna ýmsu vara, auk ])ess sem almenningur sótti þangað mik- inn fróðleik. □ FJÓRÐUNGSSAMBAND Norð lendinga hélt fjórðungsþing sitt í Ólafsfirði 9. og 10. september sl., og hófst það í barnaskólan- um kl. 2 e .h. á fimmtudag, með ávarpi stjórnarformanns, Jóns ísbergs sýslumanns á Blöndu- ósi. Þingforsetar voru kosnir þeir Jón ísberg og Ásgrímur Hartmannsson bæjarstjóri í Ólafsfirði. Lögð voru fram nefndarálit frá samgöngumálanefnd, at- vinnumálanefnd og landbúnað- arnefnd. Ennfremur tillögur frá fjórðungsráði. Fyrri daginn fluttu skýrslur, framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambandsins, Áskell Einarsson, Björn Friðfinnsson bæjarstjóri á Húsavík um verkaskiptingu sveitarfélaga og ríkis og dreif- ingu ríkisstofnana. í hófi, sem bæjarstjórn Ólafs- fjarðar hélt fyrir þingfulltrúa 9. september, að enduðum þing- var 759 þúsund fjár slátrað, þar af 694 þúsund dilkum. Samkvæmt upplýsingum hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins er reiknað með fækkun á slátur fé, — allt að 40 þúsund færra en í fyrra. Nægilegt kjöt kemur til með að verða á innanlandsmarkaði og ennþá er sex manna nefndin að fjalla um verðákvörðun til neytenda. Allt bendir til þess að þetta verði síðasta haustið, sem sex manna nefnd fjallar um verðið. störfum þann dag, flutti Bjarni Bragi Jónsson forstöðumaður Efnahagsstofnunarinnar ræðu um samgönguáætlun Norður- lands. VÖRUHÖFNIN nýja á Akur- eyri er mikið umræðuefni manna. Þar hafa framkvæmdir stöðvazt og ekkert miðað í sum- ar. Hafnarstæðið var valið og talið öðrum stöðum mun hag- kvæmara, samkvæmt rannsókn um Vitamálaskrifstofunnar, en síðan var verkið hafið og byggt á þessum rannsóknum og sam- kvæmt hönnun hennar. í ljós hefur komið sig á hafn- arstæðinu. Voru framkvæmdir því stöðvaðar þar til úr því fengist skorið, af hverju sigið stafaði og á hvern hátt skildi við því bregðast. Ný rannsókn á vegum Vita- málaskrifstofunnar stendur yfir með aðstoð erlends sérfræðings Fundur hófst kl. 2 10. septem ber. Þar ávarpaði félagsmála- ráðherra, Hannibal Valdimars- son, þingið. Síðan hófust um- ræður og afgreiðsla nefndar- álita. í stjórn Fjórðungsráðsins voru í fundarlok kjörnir: Ás- grímur Hartmannsson, bæjar- stjóri, Ólafsfirði, formaður, Brynjólfur Sveinbergsson, odd- viti, Hvammstanga, Jón ísberg, sýslumaður, Blönduósi, Mar- teinn Friðriksson, bæjarfulltrúi, Sauðárkróki, Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður, Sauðárkróki, Stefán Friðbjarn- arson, bæjarstjóri, Siglufirði, Ófeigur Eiríksson, sýslumaður, Akureyri, Bjarni Einarsson, bæjarstjóri, Akureyri, Björn Friðfinnsson, bæjarstjóri, Húsa- vík, Jóhann Skaptason, sýslu- maður, Húsavík og Sigtrvggur Þorláksson, bóndi á Svalbarði. frá Dansk Geoteknik. Niður- stöður liggja ekki fyrir, en kannað er nú á meira dýpi en áður eða á 35 m. og þar tekin óhreyfð jarðsýnishorn, en áður voru skolprufur teknar og gefa þær ekki eins glöggar upplýs- ingar. Sýnt er, að fyrri rann- sóknir hafa ekki verið fullnægj- andi, og gáfu ekki skýr svör við þeim vanda, sem þarna er við að fást, og var þó af hálfu hafnarinnar og Akureyrarbæj- ÖLVUN við akstur er of algeng ur löstur. ( „Ölvaður ökumaður leikur sér að lífi og heilsu sjálfs sín og annarra vegfarenda", segir réttilega á einhverjum stað, og þessi orð hafa fengið staðfestingu sárrar reynslu í umferðarmálum að undanfömu. Þessi þáttur áfengisbölsins er svo ljós og margsannaður, að um hann er ekki deilt. Góður og dýr bíll verður stundum að drápstæki í höndum þeirra, er drekka frá sér ábyrgðartilfinn- inguna og aðra hæfni til að sitja við stýri á vegum úti. Líf manna glatast árlega, aðrir hljóta varanleg örkuml fyrir gá- leysi í þessum efnum, og eigna- tjón er gífurlegt af sömu sök- um. Með þessar staðreyndir í huga þurfa allir, bæði ungir og gamlir, að taka höndum saman um að skapa skarpa og afdrátt- arlausa afstöðu gegn áfeng'is- notkun við stýri. Menn verða að hugsa um fleiri en sjálfa sig í þessu máli, og taka ákveðnari afstöðu gegn þessum voða, en gert hefur verið. Mörg félagssamtök hafa hruiadiii af stað herferð gegn ar lögð rík áherzla á, að hvorki mætti spara fjármagn eða fyrir- höfn við undirbúningsrannsókn irnar. Er hér mikið alvörumál á ferð. Nú verður beðið eftir niður- stöðum hinna nýju rannsókna og síðan verða framkvæmdir endurskoðaðar í ljósi þeirra. 1 Næstu verkefni við vöruhöfn ina er mikil steinsteypa. Óvíst er um frekari framkvæmdir á þessu hausti. □ áfengisnotkun manna við akst- ur og er það vel. Þau minna fólk á hættuna, sem þátt slysa- varna. Og lögreglan á hverjum stað, vinnur að því að uppræta ölvun við akstur. Hér á Akureyri hafa 60 manns verið teknir fyrir meinta ölvun við akstur á þessu ári og miklu fleiri sleppa og valda stöðugri hættu. Bæði víndýrk- endur og bindindissinnað fólk, á hér sömu hagsmuna að gæta og á skilyrðislaust að skapa það almenningsálit, að akstur ag víndrykkja verði aðskildir hluU ir að fuliu. □ Málverkasýning LEÓ ÁRNASON frá Víkum, maður sérkennilegur og list- fengur, heldur þessa dagana málverkasýningu 4 Sjálfsæðis- húsinu á Akureyri. Sýnir liann þar um 70 myndir, sem vekja bæði athygli og umtal hjá þeim, er séð hafa. Sýningin verður opin til finuntudagskvölds en er opin daglega frá kl. 5—11 síð- degis. Boðskort Leós Árnasonar eru undirrituð, Ljón norðursius. □ Fj órðungsþiiig Norðlendinga • • Olvun við akstur

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.