Dagur - 14.06.1972, Blaðsíða 5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Simar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERUNGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Bjömssonar hi.
SLÁTTUR
AÐ HEFJAST
HÉR á landi eiga bændur sem svarar
hálfum liektara á hvert mnnsbarn í
landinu, og uppskeran er væntanlega
á fjórðu millj. heyhestar á ári, auk
þess sem búpeningur er látinn taka
verulegan hluta fóðurs síns á rækt-
uðu landi hin síðari árin.
Sláttur er hafinn í góðsveitum
Eyjafjarðar og er það venju fyrr.
Tún, sem í fyrri liluta júnímánaðar
eru orðin svo vel sprottin að hauga-
gras er kallað og skemmist ef látið er
bíða lengur óslegið, eru sannarlega
lærdómrík. Þau vekja margar spurn-
ingar hjá bænduin og ræktunar-
mönnum, er krefjast svara. Þessum
spurningum reyna tilraunastöðvam-
ar fjórar, sín í hverjum landsfjórð-
ungi, að svara. En spurningarnar eru
þessar: Hvemig jarðvegur er í þess-
um vel sprottnu túnum? Hvemig var
landið unnið til grasræktar og
hvenær? Hvaða grastegundum var
sáð? Hve mikill og hvaða áburður
var notaður og hvenær var borið á í
vor? Var landið friðað og ekki notað
til beitar? Hver verður kostnaður við
framleiðsluna á hverja fóðureiningu
á þessum kafsprottnu-túnum í þess-
um slætti og síðari slætti, sem á að
geta gefið eins mikinn afrakstur?
Allar þessar spumingar og fleiri
sækja ennþá fastar á vegna þess, að
við hliðina á þessum gróskumiklu
túnum, eru önnur með svip hálf-
ræktar eða jafnvel óræktar, og þau
gefa ekki sæmilega uppskeru fyrr en
síðar í sumar og tæplega fleiri en
eina.
En þar sem grasræktin er undir-
staða búskapar í landinu, ræður
árangur hennar hagrænum úrslitum
í framleiðslu búvaranna. Túnastærð-
in Iiefur á þessari öld sjö eða áttfald-
azt, vélvæðing leyst af hendi frum-
stæð vinnubrögð við jarðvinnslu og
heyskap. Og hið nóttlausa vaxtar-
skeið nytjaplantna á okkar norðlægu
slóðum gefur gróðri okkar mögu-
leika til að safna í sig orku og dýr-
mætum fóðurefnum framyfir suð-
lægari vaxtarstaði. Þess hefur búpen-
ingurinn, bændurnir og þjóðfélagið
löngum notið. Og þess verður notið
í enn ríkara mæli við stöðuga þróun
ræktunar í landinu. En á þessum
snemmsumardögum er gróður tún-
anna hinn mikli og trúverðugi leið-
beinandi bænda og allra þeirra, sem
tilsögn vilja taka í hinni nauðsynlegu
samvinnu manna við náttúruna. □
Sálmatókin 1972
&
75 ARA:
&
HIN nýútkomna sálmabók ís-
lenzkrar kirkju mun valda von-
brigðum mörgum unnendum
sálmasöngs. Að vísu finnast þar
nokkrir nýir sálmar og nýtir —
ég hef þegar notað skírnarsálm
og skólasálm úr henni — en
aðallega verður hún fræg af
kunnum, okkur hjartfólgnum
sálnium, sem hafa verið felldir
niður. Örfá dæmi verða að
duga:
Verður ekki fermingarathöfn
fátæklegri, þegar hvorki verður
beðið um „Blessun yfir barna-
hjörð“ né bömunum lögð í
munn bænin, „Leið oss ljúfi fað-
ir“. Þessir tveir sálmar eru strax
dæmdir úr leik. Þeir eru: „Með
sínu lagi“, hver veit hvaða lagi?
Hitt skal fúslega viðurkennt, að
annar þeirra hefði þótt góð við-
bót við þá, sem fyrir voru. „Sjá-
ið engil ljóssins land. . . .“ Nei,
þið sjáið hann ekki, því að búið
er að fleyja honum út úr sálma-
bókinni. Við biðjum ekki lengur
„Breiðist, Guð, þín blessun yfir
byggðir þessa kalda lands“. Héð
an af verður ekki spurt „Hvað
er hel?“ Þar með ekki spurning
unni svarað. 1
Og hið stórbrotna kvæði
Davíðs, „Þú mikli, eilífi andi“ og
djörf skáldsýn hans beygir ekki
lengur trúhneigð landnáms-
manna undir kórónu kristninn-
ar. Ekki hefur Matthías fengið
háa einkun fyrir hlýlegan vor-
sálm sinn „Kom heitur til míns
hjarta, blærinn blíði“. Þannig
mætti lengi telja.
Nefndin, sem falið hafði verið
að endurskoða sálmabókina, hef
ur nefnilega sett sér þá reglu,
að hafa ekki fleiri sálma, „sem
eru hver öðrum líkir um efni“.
Var um sparnaðarráðstöfun að
ræða, eða var hér að verki van-
þekking á starfsháttum í dreif-
býlinu? Fámennir kórar hafa
ekki nærri öll sálmalög á
takteinum. Ef þeir ráða ekki við
einn sálm, sem flytur boðskap
sunnudagsins, þá er það kostur
að geta gripið til annars, sem er
hinum líkur um efni. Hví mátti
ekki auðga sálmabókina með
nýjum sálmum, án þess að
skerða hana um leið?
Þó má geta þess, sem gott er.
Þessari fráleitu reglu var ékki
fylgt þegar tvær þýðingar af
sama sólmi fengu að lifa niður-
skurðinn mikla.
Fljótt á litið virðist skynsam-
legri starfsreglan, að losa sig við
„margt sálma, sem vart eru not-
aðir,“ þ. e. ekki sungnir. En ef
við athugum, hvers vegna hafði
verið sneitt hjó þeim, kemur í
ljós, að flestir voru með óað-
gengileg lög. Úr því hefði mátt
bæta með nýrri útgófu á sálma-
söngsbók, enda verður ekki hjá
- Stórstúkuþing
(Framhald af blaðsíðu 1).
mest uleyti endurkjörin og er
Ólafur Þ. Kristjánsson áfram
stórtemplar. Eiríkur Sigurðsson
var kjörinn umboðsmaður
I.O.G.T.
Fulltrúar á stórstúkuþingi
voru við messu í Akureyrar-
kirkju sl. sunnudag. Séra Birgir
Snæbjörnsson predikaði .
Veðurblíða var alla daga
þingsins og rómuðu aðkomu-
menn allar móttökur á Akur-
eyri, en flestir. þingfulltrúar
bjuggu á Hótel Varðborg.
Á þinginu mættu 5 sænskir
gestir, en þeir fengu íslandsferð
í verðlaun fyrir gott starf við
æskulýðsdeildir Reglunnar í
Svíþjóð. Þeir dáðust að fegurð
íslenzkrar náttúru. □
því komist hvort sem er. En nú
eru komnar nótur í sálmabókina
1970, húrra. Hér var þá ekki
sparað. Manni kynni að detta í
hug, að þar muni finnast lög
við flesta, ef ekki alla nýju sálm
ana. En svo gott er það nú ekki.
Af 34 lögum eru yfir helmingur
þekkt lög, jafnvel „Ástarfaðir
himinhæða11 og „Víst ertu Jesú,
kóngur klár“. Kirkjugestirnir
geta þá lært að lesa nótur á
þeim!
Af 16 nýjum lögum eru tveir
lagstúfar við annað en sálma, 8
við sálma, sem ekki eru upp-
runnir á okkar öld, svo að ein-
ungis 6 lög eru við raunveru-
lega nýja sálma eru kynnt. En
lagboði 40 annarra sálma, sem
ekki hafa verið í síðustu bók-
inni er „Með sínu lagi“. Rit-
stjórn Sálmabókarinnar 1972
hefur ekki lært af barnasálma-
bók frá 1968, en þar er með lag-
boða vísa ðtil, hvar lagið sé að
finna.
Fyrirsjáanleg örlög hinna 40
sálma með sínu lagi eru, að þeir
verða „vart notaðir11.
En fleiri af þessum nýju sálm
um eiga ótrygga framtíð. Það
eru sálmarnir, sem hafa fengið
inngöngu í Sálmabókina til þess
að vera þar til skrauts. Þar er
um að ræða sígilda sálma aftan
úr öldum, virðulega fulltrúa
sinna tímaskeiða í sögu kristins-
dóms og sálmasöngs. Þeir eru
eins og gersemi í frímerkjasafni.
En hversu mikið, sem menn
gapa af undrun við að sjá það,
duga gömul skildingamerki ekki
utan á umslagið.
Sálmabók á ekki að vera
menningarsögulegt sýnishorn
þeirrar bókmenntagreinar. Ég
tek það fram, að mig skortir
menntun til að meta gildi t. d.
öndvegissálms eins og Te deum
laudamus. En ef hann hittir
ekki í sál minni tundur og glæð-
ist í loga, þá er hann eins og
hver önnur klúðurslega orðuð
langloka sem — frá mínum
bæjardyrum séð — á ekki
erindi í sálmabók hinnar lifandi
kirkju.
Fleira mætti gagnrýna, en
hitt má ekki liggja í þagnar-
gildi, sem er Sálmabók 1972 til
hróss. Þar er skilmerkilega rak-
inn uppruni og ferill sálmatext-
anna. Sú nýjung er til fyrir-
myndar. Einnig er til bóta skrá
yfir erlenda höfunda. Svolítið
broslegt er þó, að siðbótafröm-
uðum er talið til lofs, að þeir
voru prófessorar. Svo kann ég
því illa þegar höfundar eru
nefndir t. d. G. Guðmundsd.
Skárri er það nú sparnaðurinn!
Hver er H. Pétursson? Halldór
listmálari eða Hannes skáld?
Slík dýrkun eftirnafna mun
varla í samræmi við anda ís-
lenzkrar lagasetningar um
mannanöfn.
í tékkneskri bókmenntasögu
á sinn sess biskup Bræðrasafn-
aðarins, sem í hógværð sinni
notaði ekkert eftirnafn, heldur
kallaði sjálfan sig einfaldlega
Lúkas. Hann er kenndur við
Prag. í höfundaskránni finnst
hann undir nafninu Pragensis.
Æ, nú er ég enn að finna að. Þá
er mál að linni.
Kári Valsson, Hrísey.
Frá Búnaðarsambandi
Dr. Richard Beck, prófessor
I
?
<3
f S
FERÐIR" KOMNAR ÚT
Eyjafjarðar
VEGNA misprentunar í niður-
lagi tilkynningar í síðasta blaði
leiðréttist það hér með.
Þar átti að standa: Byggða-
sagan er nú í prentun og á að
koma út á þessu ári. Að því er
stefnt. Næstum allir bændur í
Eyjafjarðarsýslu hafa gerzt
áskrifendur að ritinu. Aðrir
geta gerzt áskrifendur hjá ráðu-
nautum sambandsins eða for-
manni þess. □
ÞANN 9. júní sl. átti hinn mikli
íslandsvinur og fræðimaður, pró
fessor Richard Beck, 75 ára af-
mæli. Hann þarf ekki að kynna
með löngu máli, svo þekktur er
hann hér heima fyrir margvís-
leg og merkileg störf að menn-
ingar- og landkynningarmálum
vestan hafs um nálega hálfrar
aldar skeið, auk ágætrar forystu
í þjóðræknismálum íslendinga í
Vesturheimi.
Hann lauk ungur háskóla-
námi vestan hafs og starfaði síð-
an lengst ævinnar sem kennari
við ríkisháskólann í Norður-
Dakota í Bandarikjunum, og
voru honum falin fjölmörg virð-
ingarstörf við þá stofnun á löng
um starfsferli. Þrátt fyrir eril-
söm og tímafrek kennslustörf
vann hann af næsta ótrúlegum
dugnaði að kynna ísland og ís-
lenzka menningu, bæði í ræð-
um og riti vestra. Hvenær sem
tími gafst frá skyldustörfum
ferðaðist hann um hina víðlendu
álfu og flutti erindi um land
okkar og þjóð af þeirri brenn-
andi mælsku og andagift sem
hann er þekktur fyrir. Einnig
skrifaði hann fjölda greina í
blöð og tímarit um gjörvallan
Vesturheim. Þá er þáttur hans
í þjóðræknismálum fslendinga
vestan hafs ekki smár. Auk þess
að hafa verið forseti Þjóðræknis
félagsins í Winnipeg í meira en
áratug hefir hann skrifað hundr
uð greina um menn og málefni
í blöð og tímarit íslendinga vest-
Sr. BOLLI GÚSTAVSSON í LAUFASI:
ÆTLUN mín með þessum línum
er sú, að vekja athygli manna
á sýningu ungs listamanns í
Landsbankasalnum. Þar hefur
Hjálmar Þorsteinsson frá Akra-
nesi hengt upp myndir sínar.
Halldór Laxness hafði orð á því
við upphaf Listahátíðar 1970, að
því færri orð sem höfð séu um
listirnar á kostnað listanna
sjálfra, og því færri tölur sem
settar séu á til þess að útskýra
þær ellegar lofa þær, þeim mun
betra. Ég hygg að við getum
flest verið samþykk þeirri skoð-
un hér á landi, þegar höfð er í
SMÁTT & STÓRl
(Framhald á blaðsíðu 5)
fellt niður. Ilækkun á benzín-
gjaldi af þessari ástæðu er því
ekki fyrir hendi ennþá. Verði
veggjaldið afnumið um næstu
áramót eða síðar, verður eitt-
hvað að koma í staðinn í vega-
sjóð, þegar þar að kemur, eða
að draga úr framkvæmdum, sem
vegasjóður stendur undir.
SKAUT Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ
Við eina af þeim ám, sem í Eyja
fjörð falla og margir hafa trú á,
að geti orðið góð fiskveiðiá með
tíð og tíma, hefur góð skytta
lagt að velli á þriðja hundrað
veiðibjöllur, sem voru farnar að
verpa fram um alla sveit, ná-
lægt ánni. Þetta var nú hægt
þar og ætti að vera víðar, auk
þess, sem til eru kemisk og bráð
drepandi efni, svæfingarlyf, og
gildrur, auk skotvopnanna til að
fækka óæskilegum fugluni.
HVAÐ ER HÚN AÐ ETA?
Víða gefst ferðamönnum þess
kostur að sjá veiðibjöllur í
hundraðatali á árgrymiingum og
við árósa. Munu þá margir lax-
ar og silungar í uppvexti lenda
í gini þeirra. En það er hin
mesta furða, hve margir eru nú
áhugasamir um fiskirækt í ám
og verja til liennar stórum fjár-
liæðum, en láta svo veiðibjöll-
urnar óáreittar gleypa í sig ung-
fiskinn. Á stöku stað er þessu
þó á annan veg farið og þar fá
veiðibjöllur engan frið til illra
verka.
Þelamerkursimdlaiigm
SUNDLAUGIN á Laugalandi á
Þelamörk verður opnuð almenn
ingi annað kvöld, fimmtudag.
Verður hún framvegis opin á
fimmtudágs- og föstudagskvöld-
um frá klukkan 8—10.30. Sund-
laugarvörður er Anton Þóris-
son.
Lokið er við laugina sund-
námskeiðum fyrir skólabörn í
Arnarneshreppi og Árskógs-
hreppi, en á vetrum njóta nem-
endur Laugalandsskóla kennslu
þar. (Sjá auglýsingu á öðrum
stað). □
huga gagnrýni dagblaðanna á
ýmsum greinum lista og mati
gagnrýnenda á listamönnum.
Með orð nóbelsskáldsins að leið
arljósi ætla ég því ekki að kveða
hér upp dóm um list Hjálmars
Þorsteinssonar, annan en þann,
að verk hans komu mér, ósér-
fróðum sveitamanni, vel fyrir
sjónir. Þau bera vitni glöggu
auga og næmri tilfinningu fyrir
áhrifum fyrirmyndanna. Því eru
þau ekki nákvæmar og vel gerð
ar eftirlíkingar, heldur lífi gædd
og listamanninum tekst að hafa
vekjandi áhrif á okkur sem
þeirra njótum. Það er hressandi
seltukeimur af myndum, sem
gjörðar eru í fjörunni á Skaga
og heit gleði í myndum af töfra-
heimi Mývatnssveitar. Þær
myndir, sem listamaðurinn mun
hafa unnið síðast, bera vott um
aukið áræði í meðferð lita og
benda ótvírætt til þess, að hann
leggur sál sína í verk sín og
ætlar sér nokkurn hlut í heimi
íslenzkrar myndlistar. Ég vil
eindregið hvetja Akureyringa
og nærsveitamenn til þess að
leggja leið sína upp á háaloft í
Landsbankahúsinu, þótt brött
reynist. Þeir, sem hjartveikir
eru, gæti þess að hafa með sér
töflur sínar, því að þrepin eru
mörg þangað upp, og aðrir, sem
óhægt eiga með gang, hafi með
sér fylgdarmenn til aðstoðar.
Það er leitt að geta ekki boðið
betri aðstöðu þeim mönnum,
sem komnir eru um langan veg,
með mörg og góð listaverk. Ég
veit að malbikið er dýrt, og
einnig gangstéttarhellur og
sement til hafnargerðár, en boð
legur myndlistarsalur er ekki
síður nauðsynlegur, ef við Norð
lendingar hyggjumst lifa menn-
ing'arlífi. Sveitaþorpið Selfoss á
þegar sitt listasafn og er þó um
(Framhald á blaðsíðu 6)
an hafs og hér heima, en einnig
ferðast um flestar borgir og
byggðir íslendinga í Vestur-
heimi, flutti þar erindi og hvatt
til samstarfs ög samvinnu milli
íslenzku þjóðarbrotanna báðu
megin hafsins. Ekki má heldur
gleymást gestrisni hans og
greiðasemí við þá fjölda íslend-
inga héðan að heiman sem heim
sótt hafa hann og hið vinalega
heimili hans í Grand Forks í
Norður-Dakota, en þeir skiptu
.Þrjár .nrigar stúlk-ur óska
‘eftir lítilli íbúð til leigu
serii fyrst eða herbergi.
Vinna á Heklunni.
Uppl. í síma 1-16-57.
Miðaldra kona getur
férigið stofu með eldun-
arplássi nálægt verk-
smiðjunum. Lítifsháttar
húshjálp æskileg.
Uppl. í síma 1-21-63.
Herbergi óskast til leigu.
Uppl. í síma 2-16-94
eftir kl. 6 á kvöldin.
Óskutn eftir 2—3 her-
bergja íbrið strax. Fyrir-
franrgreiðsla ef óskað er.
UppÍ. í síma 1-19-82.
Herbérgi helzt á Odd-
eyri, óskast til leigu nú
þegar.
Sínii 6-13-70.
Ung og regáusöm stúlka
óskar eftir herbergi til
leigu, helzt sem næst
Hótel Varðborg.
Ujrpl. í sínra 2-13-88.
Herbergi óskast til leigu.
Uppl. í síma 1-28-85.
FERÐIR, blað Ferðafélags Akur
eyrar 1972, 31. árgangur, er
komið út. Forsíðuna skreytir
mynd frá Kverkfjöllum. í þetta
hefti Ferða ritar Jón Sigurgeirs
son frá Helluvaði greinina,
Marmaraplantan við Oskjuvatn,
Guðmundur Gunnarsson á Laug
um ritar greinina, Á Gæsavatna
leið, og frú Torfhildur Jósefs-
dóttir ritar þátt um Sesseljubæ.
Allar eru greinar þessar mynd-
um prýddar og hinar fróðleg-
ustu fyrir þá, sem láta sig þær
slóðir einhverju skipta, sem um
er fjallað. í ritinu segir einnig
frá Því, að Ferðafélagið hefur
kjörið Björn Þórðarson heiðurs-
félaga sinn og er hann fjórði
maðurinn, sem félagið heiðrar
á þann hátt.
Ferðaáætlun Ferðafélags Ak-
ureyrar fyrir þetta sumar, er
einnig í riti þessu, sagt frá ferð-
um síðasta árs og þáttur er um
innanfélagsmál. □
hundruðum, sem nutu hjálpar
hans á einn eða annan hátt.
Móti öllum var tekið af þeirri
hjartahlýju, sem einkennir
sanna stórhöfðingja, enda munu
margir minnast dr. Richards
Beck með þakklátum huga, á
þessum tímamótum ævi hans.
Fyrir öll hin fórnfúsu störf hefir
hinn „ókrýndi sendiherra" okk-
ar vestán Atlantsála ætíð ólaun-
aður verið, en innt þau af hendi
með slíkum sóma, að seint
gleymist. Að lpkum vil ég af
alhug þakka langa og góða við-
kynningu og biðja honum, fjöl-
skyldu hans og heimili allrar
Guðsblessunar á komandi tím-
um. Árni Bjarnarson.
• •
TIL SOLU:
3ja og 4ra herbergja íbúðir við Viði'hmd (ný-
smíði).
Góðir greiðsluskilmálar-Hagkvæm lán
3ja herbergja íbúð við Hafnarstræti.
Stór og góð íbúð við Helgamagrastræti.
Einbýlishús við Brekkugötu (má hafa sem tvær
íbúðir).
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni
frá kl. 9—17. Svo og á þriðjudögum og miðviku-
dögum frá kl. 20—22.
Þeir sem hafa hug á að selja eða kaupa, hafi sam-
band við skrifstofuna á fyrrgreindum tímum.
MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA
GUNNARS SÓLNES.
Strandgötu 1, sími 2-18-20.
VILJUM RÁÐA
ensku og vélritunárkunnátta ásamt einhverri
bókhaldsþekkingu nauðsynleg.
★ ★ ★ ★ ★
Þá kæmist einnig að
lagtækur maður
til ýmiskonar aðstoðarstarfa á verkstæði.
NORÐURFLUG
Akureyrarflugvelli — Sími 2-18-24.
Ferðafólk
HÖFUM JAFNAN FJÖLBREYTTAR MAT-
VÖRUR 1 FERÐALAG OG ÚTILEGU,
SVO SEM:
Kjötmeti í dósum.
Súpur í dósum.
Harðíisk í pökkum.
Kex, fjölbreyttar tegundir.
Safar í flöskum og dósum og margt fleira.
KJÖR6ÚÐIR K.E.A.
Blaðburðarbarn óskasl
til að bera út blaðið á suðurbrekkunni.
Upplýsingar í síma 1-11-67.
VIKUBLAÐIÐ DAGUR.
Námskeið í
Hestamennsku
sem ráðgert var um miðjan júní hefst ekki fyrr
en mánudaginn 26. júní. Þátttakendur mæti
þann idag í íþróttavalilarhúsinu kl. 2 e. h. (eða
einhver -fyrir þá) þar sem raðað verður niður í
flokka og tekið á moti námskeiðsgjöldum. Dag-
inn eftir hefst námskeiðið við fjárréttina að Jaðri
þar sem kennsla fer fram.
Nánar upplýsingar Tsíma 1-27-22 milli kl. 10 óg
12 f. h. þessa viku.
.1- m
HESTAMANNAFÉLAGIÐ LÉTTIR
.... •
ÆSKULÝÐSRÁÐ AKUREYRAR.
- ■ X tW;
Birgða- og afgreiðslusfjóri
Fyrirtæki hér í bæ óskar eftir að ráða ábyggilegan '
mann til að hafa yfiriunsjón með birgðum og
afgreiðslu á framleiðsluvörum. Hér er um að
ræða vel launað ábyrgðarstarf.
Tilboð merkt: „FRAMTÍÐARVINNA — 1263“
sendist á afgreiðslu blaðsins.
HVERJIR ERU KOSTIR
SPARISKÍRTEINA
RÍKISSJÓÐS?
Spariskírteini ríkissjóös eru nú til sölu hjá bönkum, sparisjóðum
og verðbréfasölum.
ASalkostir eru:
að þau eru eina verðtryggða sparnaðarformið, sem á boð-
stólum er,
að höfuðstóil tvöfaldast með vöxtum á 14 árum en skírteinin eru
innleysanieg hvenær sem er eftir fimm ár,
að góður almennur markaður hefur skapazt fyrir skírteinin,
að höfuðstóll, vextir og vaxtavextir eru verðtryggðir,
að þau jafngilda fjárfestingu í fasteign, en eru fyrirhafnar- og
áhyggjulaus,
að þau eru nafnskráð, en eftir sem áður skatt- og framtalsfrjáls.
Athygli er vakirt á því, að kjör skírteinanna eru óbreytt
í þremur síðustu útgáfum frá ársbyrjun 1971.