Dagur - 14.06.1972, Blaðsíða 1

Dagur - 14.06.1972, Blaðsíða 1
Dagur LV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 14. júní 1972 — 31. tölublað KLUKKAN 8.40 í gærmorgun var slökkviliðið kallað að Fjórð- ungssjúkrahúsi Akureyrar. Þar hafði kviknað í dóti í kjallara- gangi og varð af mikill reykur. Eldurinn var þegar slökktur og skemmdir urðu ekki teljandi nema af reyk og önæði á sjúkra húsinu lítið sem ekkert. Eldurinn kom af neistaflugi ,,vítisvélar“ einnar, sem notuð er til að skera steypuveggi hljóðlaust. Hafði hún verið not- uð þarna um morguninn. □ iðian komin HINGAÐ til Akureyrar kom ný lega heykögglaverksmiðjá sú, sem vsentanleg var og fyrr var frá sagt. Hún er dönsk, auðflutt á milli staða og verður fyrst reynd í Lundi á Akureyri ein- hvern næsta dag. Þaðan verður hún send til Svalbarðsstrandar og reynd þar. Bændur greiða ákveðið gjald fyrir hverja ein- ingu heys, sem tekin er til verk unar eða heykögglagerðar. En reynslan verður að skera úr um það, hvort verksmiðja af þessari gerð á rétt á sér við íslenzkar aðstæður. Verksmiðja þessi er keypt með þeim skilmálum, að henni má skila, ef hún þykir ekki við hæfi. 1' □ Frá lögreglunni AÐFARARNÓTT síðasta föstu- dags var brotist inn í trillubát í dokkinni við Höpner og verk- færum stolið. Þá var bátur leyst ur þar og rak hann inn á Leir- ur. Farið var í fleiri báta og auð- séð á umgengni, að þar voru skemmdarvargar á ferðinni. Bið ur lögreglan um upplýsingar um þetta mál, ef einhver getur HEYSKAPUR HAFINN HEYSKAPUR er hafinn. Byrj- að er að slá á nokkrum bæjum í Saurbæjarhreppi, Hrafnagils- hreppi og Öngulsstaðahreppi. Ennfremur á Svalbarðsströnd. Fyrst mun hafa verið slegin tveggja ára gömul nýrækt í Gullbrekku í Saurbæjarhreppi. Hún var alveg friðuð og á hana borið í síðari hluta aprílmánað- ar. Gras var þar mikið sprottið, er slegið var fyrir rúmri viku. Bændur á Gullbrekku eru Hauk ur og Sverrir Magnússynir. Vel ræktuð tún, sem ekki voru beitt í vor og fengu áburð- inn tímanlega, eru hvarvetna vel sprottin og mun sláttur víða hefjast um næstu helgi við inn- anverðan Eyjafjörð. í Fnjóskadal eru sumar ný- ræktir orðnar mjög vel sprottn- ar og mun sláttur hefjast þar einhvern næsta dag. í Grýtubakkahreppi mun og skammt til heyskapar. Q þær gefið eða um grunsamlegar mannaferðir umrædda nótt við bátadokkina. Þá mun bátur Veigastaðabænda hafa verið settur á.flot í leyfisleysi og rak hann inn með landi. Á laugardagskvöldið varð um- ferðarslys sunnan við Lónsbrú. Þar varð kona fyrir bifreið og hlaut hún höfuðhögg og áverka og var flutt í sjúkrahús. Á sunnudagskvöldið ók bíl- stjóri á stólpa Þverárbrúar í Öngulsstaðahreppi. Skemmdist bíllinn mjög en ekki urðu slys á mönnum. Á mánudagsnótt voru þrír ökumenn teknir fastir fyrir of hraðan akstur, þar af tveir á bifhjólum. Um helgina var brotist inn í Mjöll, þvottahús, peningakassi skemmdur en litlu sem engu stolið. □ I & I £ í % -/ý © i I i I I v,í & I- ý Kirkjubygging á Miklabæ í Skagafirði liefur verið í fréttum. Því var numið staðar og þessi <3 ý mynd tekin fyrir helgina af nýju kirkjunni, eins og hún lítur út nú. Gamla kirkjan, reisuleg en * j; talin heldur illa á sig komin, stendur skammt frá. Nýja kirkjan er úr timbri, kölluð „Jörundar- ^ kirkja“ eftir þeim, er hana teiknaði. Áætlaður byggingarkostnaður var 1.9 millj. kr., en er nú, t. þegar byggingin er „komin undir þak“, áætlaður 4.6 millj. kr. (Ljósm.: E. D.) 'f ? f &->-#s-®'i-#'>-©'^#'!'®'í-#'}'©'í»#'}-©'i-#'>-©'>-*'í-©'''>-*')-©'>-*'>-©'*-*'^©'*-*'í-©->-*'í-©'»-*i Stórstúkuþing á Akureyri STORSTUKUÞING var haldið á Akureyri dagana 8.—11. júní í Oddeyrarskólanum. Ólafur Þ. Kristjánsson, stórtemplar, stjórn Vinabæjamót á Ákureyri VINABÆJAMOT verður haldið á Akureyri dagana 23.—25. júní. Þá koma hingað fulltrúar frá vinabæjunum fimm. En þeir eru þessir: Álasund í Noregi, Rand- ers í Danmörku, Vesturás í Sví- þjóð, Lahti í Finnlandi og Nar- saak í Grænlandi. Gert er ráð fyrir tveim fulltrúum frá hverj- um þessara vinabæja, ásamt mökum þeirra. Það er í fyrsta sinn, að full- trúar frá Grænlandi mæta í sam eiginlegu vinabæjamóti sem þessu, en fyrir ári síðan tóku Akureyri og Narsaak upp vina- bæjasamband. Vinabæjamót eru haldin ár- lega, en nú eru liðin 10 ár síðan vinabæjamót var haldið hér á Akureyri, og þá í tilefni af 100 ára afmæli kaupstaðarins. Hér er fyrst og fremst um kynningarmót að ræða, en upp úr þeim hefur m. a. sprottið veruleg samvinna um æskulýðs mál og verður æskulýðsleiðtoga vika vinabæjanna haldin í Ála- sundi síðar á sumrinu. Q aði þinginu, en á því voru 60 fulltrúar. Stórstúkustigið tóku 15 félagar. Mest var rætt um útbreiðslustarf Reglunnar og samvinnu við önnur félög. í sambandi við þingið voru ýmis ferðalög til að kynna Norð urland fyrir fulltrúum. Akur- eyrarbær bauð þinginu til kvöld verðar í Skíðahótelinu. Farin var kvöldferð í Ólafsfjörð um Ólafsfjarðarmúla og drukkið kvöldkaffi á Dalvík og tók þar stúkan Norðurstjarnan á móti þinginu. Þar flutti Snorri Árna- son byggðakynningu um Dal- vík. Þá var farin ferð um Þing- eyjarsýslur á laugardaginn. í sambandi við þingið var Unglingaregluþing þann 7. júní undir stjórn Hilmars Jónssonar stórgæzlumanns unglingastarfs. Voru þar rædd málefni barna- stúknanna. Á sunnudaginn var hástúku- fundur og tóku 11 stórstúku- félagar hástúkustigið. Á þing- inu voru fjórir reglufélagar af Akureyri kjörnir heiðursfélagar stórstúkunnar. Þeir voru: Þór- hildur Hjaltalín, Klara Nielsen, Jónína Steinþórsdóttir og Ólaf- ur Daníelsson. Framkvæmdanefndin var að (Framhald á blaðsíðu 4) NÝ BRÚ Á SKJÁLFANDAFLJÓT ÁKVEÐIÐ hefur verið að byggja í sumar nýja brú yfir Skjálfandafljót hjá Fosshóli. Gamla brúin, sem þar er nú, var byggð árið 1930 og er það 71 m. löng járnbrú, mikið mann virki á sinni tíð, en svarar ekki lengur kröfum tímans. En þar áður var þar trébrú, orðin forn- gripur 1930. Nýja brúin á að vera litlu norðar en hinar og vegurinn á hana að austan mun þá liggja norðan við byggingar kaup- félagsútibúsins þar á staðnum. Brú er yfir Skjálfandafljót suður í Bárðardalnum, nýleg og myndarleg, og önnur nokkru eldri norður í Kinn. Q ELDUR LAUS í SJUKRAHUSINU Á FIMMTUDAGINN lagði 110 manna hópur ferðafólks á veg- um kjördæmissambands Fram- sóknarmanna hér í kjördæminu upp í hálfs mánaðar ferðalag til Danmerkur, Noregs og Svíþjóð- ar, undir fararstjórn Jónu Han- sen og Inga Tryggvasonar. Mun þetta fyrsta kynnisferðin, sem kjördæmissambönd flokksins efna til. Skrifstofa flokksins á Akureyri hefur annazt undir- búning ferðarinnar, en Sunna lagði til farkostinn og fyrir- greiðslu erlendis. Hér á myndinni er ferðafólkið að leggja af stað á Akureyrar- flugvelli. Ferðalagið hefur geng- ið að óskum það sem af er. (Ljósm.: E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.