Dagur - 14.06.1972, Blaðsíða 8

Dagur - 14.06.1972, Blaðsíða 8
8 Siííunnark ÍBA á laugardaginn og áhorfendur fagna. Sjá grein neðar á síðunni. (Ljósm.: E. D.) SMÁTT & STÓRT FISKIBÁTA Á AKUREYRI Tveir bátar verða sjósettir á föstudaginn ,\ÐALFUNDUR Slippstöðvar- . nnar h.f. á Akureyri var hald- : nn 3. júní sl. á Hótel KEA. Vl ættir voru fulltrúar hluthaf- anna. En eigendur eru: Ríkis- sjóður, 45 milljónir, Akureyrar- ,iær, 30 milljónir, Kaupfélag Ey : irðinga, 5 milljónir, Eimskipa- : élagið, 2 milljónir, og ýmsir 'iluthafar, 945 þús. króna. Reksturstap varð á árinu og :iam það 17.9 milljónum króna. Föst laun á árinu voru 77 millj. KOM í VEG FYRIR ELDSVOÐA A FÖSTUDAGINN í síðustu dku afhenti Ásgeir Magnússon rorstjóri Samvinnutrygginga, ellefu ára dreng á Akureyri heiðursskjal og peningaupphæð fyrir það, að koma í veg fyrir eldsvoða. Drengurinn, sem heitir Bjarni Arnason Jónssonar, þá í Gils- bakkavegi 11, var eitt kvöld að xoma heim til sín og sá þá rjúka : bakhúsi Sjafnar. Gerði hann strax viðvart og slökkviliðið '<om þegar á vettvang og kæfði eldinn. Er ekki talinn vafi á því, ið þarna var komið í veg fyrir stórtjón. Mun þetta vera í þriðja sinn, að Samvinnutryggingar veita viðurkenningu fyrir það að xoma í veg fyrir eldsvoða. □ og höfðu hækkað frá árinu áður um 47%. Um 200 starfsmenn vinna nú hjá Slippstöðinni. Horfið er frá smíði tveggja þúsund tonna skuttogara-. í ljós hefur komið, að eftirspurn eftir smíði 105—150 tonna stálfiski- skipa er mikil. Nú þegar hefur Slippstöðin smíðað nokkra fiski báta af þessum stærðum og er hér í raun og veru um raðsmíði að ræða og gefur það hagstæð- ari niðurstöður í framleiðslu. Á föstudaginn verða sjósettir tveir fiskibátar, smíðaðir fyrir Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, og eru þeir 105 og 150 tonn. Búið er auk þess að semja um smíði á fjórum 150 tonna fiski- bátum, sem allir fara til Vest- mannaeyja, og endist það verk- efni Slippstöðinni langt fram á næsta ár. En jafnframt þessum verk- efnum hefur stöðin búið sig undir raðsmíði 450 tonna skut- togara og hefur undanfarið ver- ið unnið að aðalteikningum og samningu smíðalýsinga þeirra skipa. En þau skip eru 50 metra löng'. Stjórn Slippstöðvarinnar skipa: Stefán Reykjalín, for- skipuðu: Stefán Reykjalín, for- formaður, Ingólfur Árnason, rit- ari, Lárus Jónsson, Bjarni Jó- hannesson, Guðmundur Björns- son og Pétur Stefánsson, með- stjórnendur. Stjórnin var öll endurkjörin. — Framkvæmda- stjóri er Gunnar Ragnars. Q KNATTSPYRNAN Enn var á laugardaginn knatt- spyrnuleikur á Akureyri. Átt- ust þar við úrvalslið Akureyr- inga og ungmennafélagar frá Selfossi. Var þetta 2. deildar leikur, því að knattspyrnumenn í höfuðstað Norðurlands hröp- uðu þangað niður í fyrra. Ekki vantaði áhorfendur, fremur en fyrri daginn og er ánægjulegt, að til skuli vera ein grein hóp- íþrótta, sem bæjarbúar sækja fast. Akureyrarliðið er nú all- mikið éndurnýjað ungum óg knáum piltum og sigruðu þeir sunnanmenn með eins marks mun. MARGT VAR ÞAR AÐ SJA Örlítil norðangola fyllti lungu áhugasamra áhorfenda, og örv- aði þá til að gefa frá sér hyatn- ingarhljóð af ýmsum toga, sem margir álíta að séu heilladrjúg á heimavelli og biðja um í ræðu og riti. Því miður var þessi knattspyrnuleikur ekki allur skemmtilegur, en þó líflegur og tækifæri til stórræðanna fleiri en tölu yrði á komið, þótt mörk- in yrðu aðeins þrjú. Skenunti- lega knattmeðferð mátti oft sjá hjá báðum liðum, en þó alltof mörg vanhugsuð viðbrögð og ranga nýtingu vallarins. HVAR VERÐA HOLDANAUTIN? Fróðir menn um búfjársjúk- dóma og nautgriparækt eru um þessar mundir að ferðast á milli þeirra staða, sem taldir eru koma helzt til greina fyrir holda naut þau af Galloway-kyni, sem flutt verða til landsins. En vegna hugsanlegra sjúkdóma verður að einangra vel þessa dýrmætu UNDIRBUNINGSDEILDIN var starfrækt frá 20. september til 6. júní, níunda árið í röð. Frá byrjun hafa brautskráðzt 83 nemendur, en 10 nemendur inn- rituðust að þessu sinni. Kennara lið var að mestu óbreytt frá fyrra ári: Aðalgeir Pálsson, raf- magnsverkfræðingur, Skúli Magnússon, gagnfræðaskóla- kennari, Þórarinn Lárusson, efnafræðingur, Patricia Jónsson, enskukennari og Jón Sigurgeirs son, er veitt hefur deildinni for- stöðu frá byrjun. Markskotin brugðust illilega SÍÐASTA laugardag léku Akur eyringar annan leik sinn í 2. deildar knattspyrnunni á heima velli og nú við Selfyssinga. Um leikinn er það í stuttu máli að segja, að þetta var leikur hinna KVENFÉLAGIÐ HLÍF á Akur- eyri vor stofnað 1907, hafði njúkrunar- og líknarmál á stefnuskrá sinni og hefur látið :nargt gott af sér leiða. Frá árinu 1950 hefur félagið starfrækt Barnaheimilið Pálm- holt við Akureyri, af miklum dugnaði og fórnfýsi margra félagskvenna. En nú á föstudag- inn afhenti það Akureyrarkaup- stað formlega þetta barnaheim- ili með lausu og föstu og hefur bærinn tekið við rekstri þess. Athöfn þessi fór fram í Pálm- holti og mættu þar m. a. konur úr stjórn kvenfélagsins, en for- maður þess er frú Guðmunda Pétursdóttir, og svo bæjarstjór- inn, Bjarni Einarsson, og bæjar- ráðsmenn. Á okkar tímum eru barna- heimili, eins og Pálmholt, talin á verksviði bæjarfélaga. En kon urnar voru þarna langt á undan og brúuðu það bil, sem brúa þurfti á því tímabili, sem þörfin kallaði fast á þessa þjónustu en enginn annar aðili hugsaði um eða framkvæmdi. Auk Guðmundu eru nú í stjórn Hlífar, Jónína Steinþórs- dóttir, Helga Ingimarsdóttir, Dorothea Kristinsdóttir og Emma Sigurðardóttir. Q glæstu tækifæra, en markskot- in brugðust illa hjá ÍBA-liðinu og aðeins tvisvar tókst þeim að skora, og var Kári að verki í þau skiptin, eftir sendingu frá Eyjólfi í bæði skiptin. Akureyr- ingar skoruðu strax á annarri mínútu fyrri hálfleiks, en Sel- fyssingar jöfnuðu á fímmtu mínútu síðari hálfleiks. Á tutt- ugustu og annarri mínútu skor- aði svo Kári sigurmarkið. Til marks um sóknarþungan hjá ÍBA í fyrri hálfleiknum, má geta þess, að þeir tóku þá 11 hornspyrnur. Næsti leikur Akureyringa í 2. deild fer fram á ísafirði n. k. fimmtudag. Eftir tvo leiki hafa Akureyringar tekið forystu í 2. deildinni. Sv. O. gripi um nokkurt skeið a. m. k. Enn er ekki búið að ákveða staðinn, en meðal annarra er Flatey á Breiðafirði nefnd. Fleiri eru Flateyjarnar, og er ein þeirra á Skjálfanda, nú yfir- gefin. Þar er graslendi og all- mikil tún, ennfremur niikill húsakostur ónotaður. NÝTT BENZÍNGJALD? Á fjórum stöðum hér á Akur* eyri heyrði ég það sama daginn, að nú ætti benzínið að liækka a. m. k. upp í 20 krónur eða meira, lítrinn. Stafaði liækkun-, in af því, að afnema ætti veg- gjald syðra. Voru menn reiðir yfir þessum ósköpum og spurðu sumir lrvar hægt væri að ná í þingméhn Framsóknar - í þessu kjördæmi til að láta þá heyra áíit sitt á málinu! En veggjald hefur ekki verið (Fr-amhald á blaðsíðu 4) Frá Undirbúningsd. tækniskólans Kennt var í sömu námsgrein- um og áður: Eðlisfræði, efna- fræði, stærðfræði, íslenzku, dönsku, ensku og þýzku. Próf- verkefni í raungreinum eru hin sömu í deildunum á ísafirði, Akureyri og í Reykjavík. Lokapróf stóðust 7 af 9, er það þreyttu. Einn nemandi hætti námi í febrúar. Hæstu einkunn nú hlutu: Jón Þór Olafsson I. ág. einkunn 9,0 og Bjarni Magnússon I. einkunn 8,6. Tæknideildin hefur 3 síðustu árin verið til húsa í Iðnskólan- um við Þórunnarstræti. Gert er ráð fyrir, að kennsla hefjist 20. sept. á hausti komanda. Nokkr- ar umsóknir hafa þegar borizt. Vakin skal athygli á auglýs- ingu frá Tækniskóla Islands þessa dagana um starfrækslu raungreinadeilda bæði á Akur- eyri og fsafirði þegar á næsta skólaári, fáist næg þátttaka. Stórutungu 4. júní. í dag er guðsþjónusta í Lundarbrekku- kirkju. Enginn prestur er hér í prestakallinu, en því er þjónað af séra Sigurði Guðmundssyni prófasti á Grenjaðarstað. Fermd voru þrjú böm og þrjú voru skírð. Við þá athöfn var tekinn í notkun skírnarfontur, sem ekki hefur verið í kirkjunni áður. Kvenfélagið Hildur hér í sveit lagði fram fé til hans úr sjóði sínum, sem allt eru gjafir margra aðila, Skírnarfontur þessi er hinn fegursti, skálin keramik frá Glit, einnig gjöf. En fontinn gerðu þeir braiður, Kristján og Hannes Vigfússynir frá Litla- Árskógi. Þ. J. HÁTÍÐAHÖLD Á GRENIVÍK 17. JÚNÍ EFNT verður til hátíðahalda á Grenivík ''þann 17. júní n. k. Fara þau fram á íþróttavellin- um og hefjast kl. 2 e. h. Sverrir Guðmundsson oddviti á Lómatjörn setur samkomuna með ávarpi, en að því búnu verð ur sungin messa. Sóknarprest- urinn, séra- Bolli Gústafsson, predikar óg kirkjukór Grenivík ur syngur undir stjórn Baldurs Jónssonar. Þá flytur Sverrir Pálsson skólastjóri frumort há- tíðarkvæði, Aðalræðu dagsins flytur Björn Friðfinnsson lög- fræðingur. Ýmis skemmtiatriði fara þar á -eftir, en kvenfélags- konur munu framreiða kaffi í skólahúsinu. Um kvöldið verð- ur dansað. — Lionskl. Þengill annast undirbúning. □ Dagu kemur næst út á miðvikudag- inn, 21. júní. Athugið, að hand- rit þurfa að vera vélrituð. NÝLEGA voru á ferð í Hrísey yfirdýralæknir, Páll A. Pálsson, Olafur E. Stefánsson, og fleiri lærðir menn til að kanna mögu- leika á því, að hafa á eynni holdanaut þau, sem ákveðið er að flytja til landsins, en þurfa að vera einangruð í lengri tíma vegna sjúkdómshættu. Margir kostir eru auðsæir í Hrísey til þess að hafa þar holda nautin. Eyjan hefur einangrun- arkosti, sem aðrar eyjar, þar er landrými allmikið en lítið nytj- að, því enginn er þar nautpen- ingurinn en ofurlítið af sauðfé, sem óþarft er að flytja milli lands og eyjar. Holdanaut í Hrísey valda því'engri röskun búskapar þar. Þá eru samgöng- ur hæfilegar og fremur auðvelt að ná til dýralæknis. Ennfrem- ur er auðvelt að ná til „sæðis- banka“ þar. Allmikið ræktað land er í eynni og ekki nema sumt nytjað. Vera má, að hús- næði fyrir holdanautin vanti, en hins vegar muii þar ekki hús- næðisekla fyrir væntanlegt starfsfólk. í viðtali, sem blaðið átti við búnaðarmálastjóra á mánudag- inn, hefur engin ákvörðun ver- ið tekin um dvalarstað holda- nautanna, en nokkrir álitlegir staðir hafa verið athugaðir. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.