Dagur - 09.12.1972, Síða 2

Dagur - 09.12.1972, Síða 2
2 II Rækfunarfélag Norðurl. cg Rannsóknastofa R.N. Útgáfu bókar um heimsmeistaraeinvígið frestað AÐALFUNDUR Ræktunar- félags Norðurlands var haldinn að Hótel KEA á Akureyri föstu daginn 27. október sl. Mættir voru á fundinum full- trúar frá öllum sýslum Norð- lendingafjórðungs og ennfrem- ur kjörnir fulltrúar frá ævi- félagadeildinni á Akureyri ásamt allmörgum fundargestum af félagssvæðinu. Formaður félagsins, Jóhannes Sigvaldason, setti fundinn og nefndi til fundarstjóra Egil Bjarnasön, Sauðárkróki, en til ritara þá Þórarinn Kristjáns- son, Holti og Ólaf Vagnsson, Akureyri. Eins og allmörg undanfarin ár hefur starfsemi félagsins ver- ið bundin stofnun og rekstri éfnarannsóknastofu félagsins svo og útgáfu á Ársriti R. N., sem nú er gefið út í 1800 ein- tökum. Fyrir tveimur árum flutti Rannsóknastofa R. N. í nýtt og rúmgott húsnæði í Glerárgötu 36 á Akureyri, og er þessi rann- sóknastofa nú búin mörgum og góðum tækjum til ýmiskonar rannsókna varðandi landbúnað- inn svo sem rannsókn á efna- innihaldi jarðvegs og heyfóðurs ásamt ýmsu fleiru þar að lút- andi. En með slíkum rannsókn- um geta bændur fengið mjög nytsamar upplýsingar um i hvaða áburðarefni jarðvegurinn þarfnast helzt til að geta gefið sem mesta uppskeru, svo og hvað, ef til vill, kann að skorta í heyfóðrið til þess að búpen- ingurinn haldist hraustur og | geti gefið góðar afurðir. j Forstjóri rannsóknastofunn- i ar, Jóhannes Sigvaldason, og Þórarinn Lárusson efnafræð- ingur, gáfu fundarmönnum gott yfirlit yfir starfsemina á árinu og skýrði efnahagslega útkomu ársins 1971. í skýrslum þeirra kom fram, að á árinu höfðu rannsókna- stofunni borizt jarðvegssýni frá 224 bændum, og meðaltalsfjöldi jarðvegssýna frá hverjum þess- ara bænda var 8.5 sýni. Auk þess var tekinn mikill fjöldi jarðvegssýna úr tilraunareitum víðsvegar af félagssvæðinu eða samtals um 2.350 sýni. Þessar jarðvegsrannsóknir gefa m. a. til kynna, að kalí- magn er mjög misjafnt í jarð- vegi en fosfórmagn hins vegar svipað á öllu svæðinu. Sýrustig jarðvegs er mjög misjafnt og á sumum stöðum mjög lágt. Sums staðar vantar brennistein í jarð veginn og einnig kalk. Skortur á kalí í heyfóðri hef- ur á mörgum stöðum valdið sjúkleika í gripum og afurða- tjóni, en sem hefur, á nokkrum stöðum, verið unnt að bæta með beinni kaligjöf. Svo virðist sem ákveðið magn af kalíi þurfi að vera til staðar í heyfóðrinu, ef kýr eiga að geta haldið hárri nyt og góðri heilsu. Þessi niður- staða kemur heim við erlendar rannsóknir og niðurstöður þeirra. Þá hefur ennfremur komið í ljós, að í sauðfé og kúm er sumsstaðar vöntun á snefil- efninu SELEN, en vöntun á því getur valdið tilfinnanlegu afurðatjónL Samanlagður fjöldi heyefna- greininga hjá rannsóknastof- unni var á árinu 1.190. Við hey- efnagreiningar þessar hefur komið í ljós, að þurrefnistap í heyi, á tímabilinu frá innflutn- ingi í hlöður og fram til miðs- vetrar, er mjög misjafnt eða frá 5% og allt upp í 25%. Þetta mikla efnatap orsakast oftast af mikilli hitamyndun í heyinu. Það er -mjög nauðsynlegt fyrir bændur að láta athuga þetta ásamt mörgu fleiru. Mörg nauðsynleg verkefni fyrir rannsóknastofuna bíða enn óleyst. Reikningar félagsins sýndu reksturshalla á árinu, er nam kr. 53.610,30, en útlit er fyrir að reksturshallinn verði þó meiri á þessu ári m. a. vegna hinna miklu launahækkana er orðið hafa. Þá hafa verið keypt á þessu ári ný og vönduð rann- sóknatæki til viðbótar, sérstak- lega til rannsókna á meltan- leika í heyfóðri. í sambandi við fjármálin var . samþykkt svohljóðandi tillaga: Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands 1972 samþykkir að óska eftir því við búnaðarsam- böndin á félagssvæði R. N., að - þau útvegi fjármagn, hvert á sínu félagssvæði, til greiðslu á stofnkostnaði við uppbyggingu Rannsóknastofu Norðurlands. Fjárframlag þetta nemi árlega kr. 200,00 á hvern meðlim sam- bandanna árin 1973, 1974 og SÖLFAXI - ný barnabók í TENGSLUM við og í tilefni af 100 ára afmæli Bókaverzlunar Sigfúsar Eymundssonar byrjar samnefnt forlag verzlunarinnar barnabókaútgáfu af nýju. Fyrr á tímum gaf bókaverzlunin út ýmsar sígildar barnabækur og má þar t. d. nefna: Bláskjá, Hróa hött, sögur af Gulliver, þrautir Herkúlesar og sagna- söfn sr. Friðriks Hallgrímsson- ar. Er í ráði að endurútgefa ein- hverjar af þessum bókum, þeg- ar fram líða stundir. Þegar barnabókaútgáfan Handknaftleikur Á LAUGARDAG, kl. 5 e. h., leika Þór og Þróttur úr Reykja- vík í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik. Tekst Þór oð sigra Þrótt, en Þróttur er talinn eitt sterkasta lið í 2. deild, og verður því um mjög spennandi leik að ræða. hefst að nýju er ekki ráðizt á garðinn, þar sem hann er lægst- ur, því að óhætt er að fullyrða, að útgáfa bókarinnar um folald- ið Sólfaxa marki á ýmsan hátt þáttaskil í íslenzkri barnabóka- útgáfu. Höfundar bókarinnar eru tveir: Ármann Kr. Einars- son rithöfundur og Einar Há- konarson listmálari. Hafa þeir unnið bókina sameiginlega frá upphafi og lagt á það áherzlu, að listgrein hvors um sig fái að njóta sín sem bezt. Nú hefur þróuninni í íslenzkri barnabóka útgáfu síðari ára verið snúið við á þann veg, að með SÓL- FAXA er fullunnin á íslandi af íslenzkum listamönnum og bókagerðarmönnum bók í þeim flokki, sem einungis hefur kom- ið út í samvinnu við erlenda út- gefendur. Hyggjast útgefendur SÓLFAXA reyna að snúa dæm inu við og selja íslenzka barna- bók til útgáfu erlendis. (Fréttatilkynning) „Meccano44 Leikfangamarkaðurinn 1975. f þessu sambandi bendir fundurinn á, að leitað verði til hreppabúnaðarfélaganna um þessi framlög. Að lokum fór fram kosning á einum manni í stjórn félagsins og einum manni til vara. Jó- hannes Sigvaldason, sem að undanförnu hefur bæði verið framkvæmdastjóri og formaður félagsstjórnar baðst nú undan endurkjöri í stjórn. í hans stað var kjörinn Helgi Jónasson, Grænavatni. Varamaður í stjórnina var kjörinn Kristófer Kristjánsson, Köldukinn. Stjórn félagsins skipa nú: Egill Bjarna son, Sauðárkróki, Helgi Jónas- son, Grænavatni og Jónas Kristjánsson, Akureyri. (Fréttatilkynning) f þætti Ríkisútvarpsins „Bein lína“ í síðastliðinni viku svaraði iðnaðar- og heilbrigðisráðherra, Magnús Kjartansson, spurning- um fólks víðsvegar af lands- byggðinni. Kom þar margt fram. En einkum var það eitt mál sem þær frú Guðný Gils- dóttir og frú Guðlaug Narfa- dóttir spurðu um og á ég þar við áfengismálin. Loksins kom hún fram, þessi brennandi spurning um það, hvort reikna mætti með að Áfengisverzlun ríkisins væri rekin með hagn- aði, ef hægt er að tala um hagn- að í sambandi við slíkann rekst ur. Hafi frú Guðný margfaldar þakkir fyrir spurningu sína og þau orð, er hún lét falla í sam- bandi við hana. Mér bíður í grun að ef dæmið væri reiknað út, sem ekki mun vera neinum erfiðleikum bundið, þá myndi koma í ljós tap á þeim ríkis- rekstri og margt kæmi þar til frádrags, sem ekki verður reikn að í krónum. Eitthvað hlýtur að vera að, þar sem nú er rætt um að byggja geðdeildir við æ fleiri sjúkrahús í landinu. - Einnig kom fram í svari ráð- herra að framleiðni væri minni hér en í nágrannalöndum okk- ar. Myndi þar ekki vera að leita orsakanna í óreglu fólks, sem til starfa er ráðið eða eftir- kasta frístundanna. Því vil ég skora á öll kvenna- samtök og kvenfélög landsins að taka höndum saman og reka af höndum sér Bakkusardýrk- unina, og ekki með neinum vettlingatökum, heldur á raun- hæfan hátt. Ég á ákaflega bágt með að trúa því að eiginkonur, mæður og ömmur í þessu landi vilji ekki bindast samtökum um að skapa svo sterkt og þrótt- mikið almenningsálit gegn áfengisbölinu, að það tæki að hopa. Því verður að styðja þau félög, sem taka vilja þessi mál til meðferðar og reka af hönd- um sér þær vítisveigar, sem við erum svo háð í dag. Allir vilja búa við frelsi í sem ríkustum mæli, en sá sem hefur hlekkjað sig í viðjar Bakkusar er aldrei frjáls. í svartasta skammdegi ís- lenzkrar árstíðar og í svartasta skammdegi íslenzkrar drykkju- tízku eygðum við allt í einu ljóstýru í sölum Alþingis, er fimm þingmenn lögðu fram frumvarp varðandi það, að stjórn landsins afnemi áfengis- veitingar í veizlum sínum. Við, sem óskum þess af heilum hug að ástand þessara mála megi færast til betri vegar, fögnum því að þetta frumvarp er fram EINS og kunnugt er hafði Al- menna bókafélagið áformað út- gáfu á bók um heimsmeistara- einvígið í skók fyrir lok þessa árs. Vegna fjölmargra fyrir- spurna um bókina og útgáfu- tíma hennar vill bókafélagið skýra frá eftirfarandi: Þeir Friðrik Olafsson stór- meistari, og Freysteinn Jóhanns son blaðamaður, sem var blaða- fulltrúi Skáksambands íslands á heimsmeistaraeinvíginu, hafa unnið að ritun bókarinnar. Rit- ar Friðrik skýringar á skákun- um en Freysteinn sögu mótsins. Upphaflegt markmið höfunda og útgefenda var, að bók þessi hefði að geyma sem bezta og sannasta lýsingu ó öllum þátt- um heimsmeistaraeinvígisins. í hinum sögulega þætti koma fram ýmis áður ókunn atriði, komið. Von mm er su, að þetta sé vísir að áframhaldandi að- gerðum til úrbóta. Með þökk fyrir birtinguna. Laufey Tryggvadóttir. Herra ritstjóri. ÞAÐ er rétt að nota storminn hérna út af Vestfjörðum til að skrifa nokkur orð. Það verður ekkert fiskað í nótt. Þar sem ég var fulltrúi á landsfundi SFV vil ég víkja nokkrum orðum að sameining- armálinu, enda þótt mikið sé búið að skrifa um það mál að undanförnu. Það eitt segir sig sjálft, að ekki verður um sameiningu stjórnmálaflokka að ræða nema því aðeins að málefnaleg sam- staða náist á milli flokkanna, á grundvelli þess, að allir með- limir og stuðningsmenn flokk- anna samþykki þann málefna- samning. Annað er innantómt hjóm. Ég vil því segja, að skoðun Bjarna Guðnasonar, sem fram kom á fundinum um þetta mikil væga mál, eigi mikla lýðræðis- lega og réttlætislega hugsjón að baki — með hugtakinu samein- ing. Sameining getur aldrei orðið til eflingar málefnalegum hug- sjónum nema þeir sem samein- ast séu einhuga um málefni sín, annars fer illa. Það getur em sagt endurtekið sig sagan, eins og þegar ég lét draga mig á asnaeyrunum og sameinaðist Sjálfstæðisflokkn- um og studdi hann í heil tólf ár, málefnalega og fjárhagslega. En hver varð uppskeran? Málgagn flokksins úthrópaði mig að til- efnislausu, eftir tólf ára flokks- setu, sem kommúnista og þá sagði ég mig úr flokknum. Ég er samþykkur sameiningu allra vinstri sinnaðra manna í eina heild, í einn máttugan flokk, sem yrði gæfa fyrir land og lýð. En það er ljón á vegin- um. í kosningabaráttunni lýstu forystumenn SFV því yfir, að Gylfi Þ. Gíslason og aðrir for- ystumenn Alþýðuflokksins hefðu brugðizt jafnaðarmönn- um og stuðningsmönnum þeirra og væri Alþýðuflokkurinn ekki til lengur, Gylfi hefði innlimað hann í Sjálfstæðisflokkinn í „viðreisnarstjórninni“ sálugu. Þegar ég lít á þessa staðreynd, sem allir vita að er rétt, sé ég engan möguleika SFV til sam- einingar við Alþýðuflokkinn, á meðan núverandi forystumenn eru þar við völd. Heimilisfaðir, sem gleymir hlutverki sínu sem vekja munu mikla athygli, þegar þau birtast. Þær rann- sóknir á skákunum, sem eru nauðsynlegar til að gera bókina eins tæmandi og kostur er, hafa reynzt tímafrekari og umfangs- meiri en unnt var að ætla í upp- hafi. Skákskýringarnar verða mun ítarlegri en í þeim bókum, sem hingað til hafa verið gefnar út um einvígið. Er ætlun Frið- riks að skrifa sérstakt yfirlit yfir allar byrjanir í skákum ein vígisins, auk þess verður í bók- arauka getið um skákir annars staðar frá, sem að einhverju leyti hafa fræðilegt gildi fyrir hina fróðleiksfúsari við .skýring ar á einvígisskákunum. Vegna þeirra miklu minnu, sem lögð verður í ritun þessarar bókar, mun útgáfa hennar frestst fram á næsta ár. (Fréttatilkynning) gagnvart heimilinu, en leggur allt upp úr samtökum klúbbs- ins, hlýtur að stofna til skiln- aðar. Hann hefur gleymt hlut- verki sínu, eins og forystumenn Alþýðuflokksins gerðu. Ég treysti þeim ekki til samstarfs. Við setu mína á landsfundin- um, kom annars nýtt viðhorf upp í huga minn, en það er sam einingarmál af öðrum toga, og eitt brýnasta verkefni íslenzkra stjórnmála. Það er nýr flokkur, sem gæti orðið öflugur, en hann vil ég nefna Landsbyggðarflokk inn. En á fundinum kom greini- lega fram, að svokölluð Reykja- víkur- eða Suðurlandsklíka, gerði leiðinlega vart við sig. Sem betur fer er landsbyggð- arfólkið að vakna fyrir því hversu herfilega því er mismun að á öllum sviðum þjóðlífsins. Þess vegna er það lífsnauðsyn landsbyggðarfólkinu að samein- ast í öfluga heild, gegn óheil- brigðri stefnu Reykjavíkur- valdsins. : I, í Reykjavík einni saman hafa síðasta áratug risið upp margir bæir á stærð við Akureyri og fjárfesting í gatnagerð hefur verið ógurleg, En ef á að byggja hús, svo sem sjúkrahús og fleira úti á landi, þótt ekki sé talað um gatnagerð, er það ekki hægt! Þó tekur út yfir með öryggismál landsbyggðarfólks- ins. Þau eru ekkert betri en víða í vanþróuðum ríkjum Afríku. Uti á landi eru læknis- laus héruð mánuðum saman. í dag eru tíu héruð læknislaus. Öryggismál sjómanna eru í mesta ólestri. Landsbyggðar- fólk verður að gera allt sem hugsanlegt er til þess að sporna við frekara ójafnræði í byggð landsins. Það lifa fleiri í landinu en Sunnlendingar. Við Patreksfirð ingar viljum til dæmis að hér verði komið upp fullkominni lagmetisiðju til vinnslu sjávar- afurða, hverju nafni nefnist. Einnig vinnslu landbúnaðar- afurða. Komið verði hér upp fiskvinnsluskóla, sementsverk- smiðju o. fl. Malbikaðar götur staðarins, sem eru eins langar saman lagðar og Langholtsveg- urinn í Reykjavík. Sjómenn vilja fullkomna vita á Látrabjargi, Svörtuloftum, Hornbjargi, í stað grútarlamp- anna, og örugga veðurþjónustu nefni ég að lokum. Og læt ég svo staðar numið og þakka birt- inguna. 18. nóv. 1972. ■■í Magnús Guðmundsson, Patreksfirði.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.