Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 17
JÓLABLAÐ DAGS
17
oft verið feginn að fá ,,aura“ —
einkanlega þegar ég átti þá alls
enga fyrir, t. d. í harðkreppuárun-
um vestan hafs upp úr 1922. En
alltaf man ég, hve mér hnykkti við
eftir fyrsta prestsverk mitt vestra
(skírn), þegar hlutaðeigandi heim-
ilisfaðir óð til mín upp í kór og
spurði: „Hvað kostar það?“ Til
allrar lukku var ég svo nýr í land-
inu, að ég vissi það ekki. Nú, það
er svo sem auðvitað, að þetta auka-
tekjuviðhorf getur verið dálítið
nærgöngult við sjálfspróf'unar-
skyldu vor prestanna. Líklega hefir
það verið ágirnd minni nokkurt að-
hald, að fljótlega eftir að vestur
kom, sagði mér einn stéttarbróðir
minn — amerískur, minnir mig —,
að prestar þar í landi teidu sér
ávallt skylt að vinna umbeðin
prestsverk án tillits til þóknunar.
Mér fannst þcssi sjálfskrafa (um-
framskylda) sanngjörn og sjálfsögð.
Ég efast heldur ekki um, að yfir-
leitt séu íslenzkir prestar líks sinnis
— enda þótt því sé hreyft í seinni
tíð, að það sé stéttarbróðurleg vel-
breytni, að innheimta aukaverka-
gjöld.
Önnur og öllu athyglisverðari
hlið á aukaverkastarfi stéttar vorrar
er skyldan, þörfin að „gleðjast með
glöðum og hryggjast með hrygg-
um“. Að taka persónulega hlut-
deild í kjörum annarra, kannske
ókunnugs fólks; að þurfa að flýta
sér úr brúðkaupi til þátttöku í sorg-
legri dánarkveðju; að hverfa þann-
ig stöðugt frá einunr hugblæ til
annars; að gera þetta þannig, að
ekki verði að þurrum vana — ég
er ekki viss um, að fólk hugsi út í
það, hve erfitt það er og hve mjög
jrað reynir á sálarþrek og heilindi.
En svo ræðugerðin?
Svo er það ræðugerðin — þessi
sífellda og margvíslega ræðugerð!
Hún kostar, skal ég segja þér, tíma
og áreynslu, vökur og vandræði —
meðfram vegna þess óhagræðis, að
ræðumaður skuldar áheyranda sín-
um það alltaf fyrirfram, livar sem
liann verður, að bera virðingu fyrir
dómgreind hans. Á íslandi eru út-
fararræður einna vandasamastar.
Vestur-íslendingum þótti lengi lít-
ið koma til amerískra jarðarfara,
einkum í stórborgunum, jiar senr
greftranaannríkið er svo mikið, að
prestur lætur sér nægja að lesa
nafn, stöðu og heimilisfang hins
látna og svo nokkrar línur úr hand-
bók. Ég játa, að ræðugerð hefir
verið mér heilmikill baggi. Og
flestir rnunu þurfa í því efni nokk-
uð á sig að leggja, líka þeir, sem
gáfaðir eru og hámcnntaðir. Við
urðum hissa og hálfsmeykir, prest-
lingarnir forðum daga, þegar séra
Haraldur Níelsson sagði okkur í
frímínútnaspjalli að hann teldi sig
þurfa að jafnaði 38 klst. til að
semja stólræðu. Vestur-íslenzkur
prestur, viðurkenndur mælskumað-
ur, fékk það orð á sig, að til ræðu-
gerðar þyrfti hann ekki annað en
að ganga um gólf í 20 mín., skunda-
síðan til messu og predika blaða-
laust. Ekki vildi hann viðurkenna
jretta, er ég spurði hann. Sagðist
velja sér texta og umræðuefni á
jn iðjudag og vinna svo að ræðunni
í huganum það senr eftir væri vik-
unnar í hléum milli annarra starfa.
Þú afsakar, Erlingur, að ég ætla
ekki áð trúa þér fyrir því, hve lengi
ég er að semja predikun. Verst er,
þegar manni rétt eins og hefnist
fyrir samvizkusemi og vandvirkni.
Fyrsta veturinn, sem ég var prestur
— síðan eru rúm 50 ár — predikaði
ég 3 sunnudaga í röð unr skylt efni
— sat yfir ræðunum vikurnar út,
umsamdi þær og endurskrifaði.
Hafi söfnuðurinn tekið eftir speki
jreirra og snilld, jiá varð ég juess Jró
ekki var. Hitt, að surnir sofnuðu
undir þeim, gat raunar verið af jjví
aðeins, að koma inn í heitt hús eftir
langa sleðakeyrzlu í fimbulfrosti.
Um 4. helgina varð ég naunrt fyrir
og samdi skrifaða ræðu á tæpum 4
tímum. Sú ræða var mikið þökkuð.
Þá er að minnast Jress, sem vitur
maður hefir við mig sagt: Enginn
semur góða stólræðu á fáum
klukkutímum án jress, að vera um-
ræðuefninu þaulkunnugur og lrelzt
að lrafa unnað jrví lengi.
Úr því að þú gefur mér svona
lausan tauminn og tekur ekki fram
í fyrir mér með spurningum, ætla
ég að bæta einu dæmi við, þótt eng-
an veginn sé Jrað uppbyggilegt fyrir
þjóðkirkjupresta. Um og eltir 1920
var í Bandaríkjunum þjónandi
prestur, senr predikaði aðeins einu
sinni í mánuði. Mánaðarlaun hans
voru eigi að síður 1000 dalir (400
dölum meira en ég hafði í árslaun).
Ræður hans þóttu svo frábærar, að
fólkið streymdi að messum hans úr
öllum áttum, enda bílöld risin.
Sóknarnefndin sótti Jrað þá fast við
prest sinn, að hann messaði oftar
og bauð 1000 dali fyrir hverja við-
bótarmessu. Um Jretta synjaði
klerkur algjörlega — með þeim.
rökum, að ógerningur væri að
senija frambærilega predikun á
skemmri tíma en mánuði! Það er
aukaatriði í Jressu sambandi, að
maðurinn var einhleypur, gat lifað
kóngalífi á 100 dölum á mánuði og
gaf þurfendum afgang mánaðar-
launanna ($ 900).
Hvers vegna íluttist þú í Háls-
prestakall 68 ára?
Stundum hefi ég látið Jrá skýr-
ingu í veðri Vaka, einkum í návist
konu minnar, sem hefir margföld
veraldleg hyggindi á við mig, að
hún hafi séð það fyrir, að ef við
færum í Háls, fengi hún ískistu.
Hún hafi því stutt Jrá menn að mál-
um, sem vildu reýna mig sem
sveitaprest. Og með því að ég var