Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 26

Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 26
JÓLABLAÐ ÐAGS' 26 ■ við frá Vatnajökli til Hofsjökuls, að báðum meðtöldum, og sýndist mjög nærri, en eigi gat ég greint Langjökul vegna móðu og misturs. Og svo Laugafell og Illviðrislmjúk- ar; í vestri gat að líta Mælifells- hnjúk og fleiri fjöll í Skagafirði, í norðvestri Öxnadalsheiði, hún líkt- ist meira stóru skarði, ellegar ofur- litlum daf heldur en lágu fjalli. ÞÞað er bæði gagn og gaman að eiga góðan sjónauka, sá gripur veit- ir mönnum áreiðanlega marga yndisstund, einkum og sér í lagi Jregar rnenn eru staddir með hann á öræfum uppi á björtum sumar- degi. Stafurinn er og mjög nauð- synlegur, liann er góður kunningi á langri og erfiðri göngu, Jrar sem land er grýtt og óslétt, og raunar livar sem farið er. Hann styður mann og styrkir, ver ferðalanginn falli og meiðslum. Það er mikið blessað áhald. Þegar sólin var fyrir stuttu hnig- in tiL viðar, lagði ég af stað heim. Ég gekk dálítið sunnar norðaustur yfir fjallgarðinn, Jrar var talsvert styttri leið, og ekki eins mikið stór- grýti þar um slóðir, skárri vegur. I dragi Vaskárdals fékk ég mér að drekka úr Vaskánni, hún rennur þar í gegnum urð, skammt frá upp- tcikum sínum. Ég hafði gert ráð fyrir því við Finnbjörgu, að ég mundi koma heim um háttatíma, klukkan 10.30, eða a. m. k. kl. 12 á miðnætti, en leiðin var lengri og torveldari en ég htigði, og var Finnbjörg ein heima um; nóttina, lét hún Lappa liggja á góífinu lijá rúminu sínu, og hafði hún mikinn styrk af dýrinu. Og svo kom nóttin, húmið seig yfir þessar ömurlegu auðnir, það þéttist meir og meir, unz myrkrið skall á, þó varð aldrei mjcig dimmt, Jrví heið- skírt var að kalla, og svo kom tungl- ið upp, er leið á nóttina, fullur máni yfir fjallabrúnunum í austri. Það var eins og hann lægi á jörð- inni, og mér sýndist hann vera gegnsær, utan hinna dökku flekkja sem á honum eru. Það var undur- fagurt. Ég sá alltaf dálítinn spöl frá mér. Ég var nokkrar klukkustundir á göngu í myrkri næturinnar. Þá sá ég marga draugalega staði, hroll- vekjandi hefði áreiðanlega sumum sálum fundizt, en þar var ekkert yfirnáttúrlegt á ferð, (a. m. k. ekki vondar verur) og Jrví engin Jrcirf að óttast, ekki erfiðara fyrir andann að reika þarna yfir en líða um blómskrýddan bala á sólbjörtum sumardegi. Og svo rann nýr dagur upp og blessuð sólin reis yfir fjöll- in í norðri, og bjart skin hennar flæddi yfir öræfin og eyddi nætur- myndunum og verndi allt, bæði dautt og lifandi. Ég var Jíá staddur á fjallinu fyrir vestan Villingadal. Þorsti var nú farinn að sækja á mig eftir hina löngu göngu, Jrví ekkert vatn hafði ég orðið var við á leið- inni frá Vaská. Um nóttina hafði verið frost á fjöllum, og pollar, sem voru hér og Jrar á milli steina, voru nú ísilagðir. Ég mátti berja fast með hnefanum á ísinn til þess að geta brotið hann og fengið mér að drekka. Það var gott vatn. Síðan hélt ég norður á Leyningsfjall, og þaðan í norðvestur. Þegar ég kom á suðurbrún Gullbrekkudals, nam ég staðar og virti fyrir mér fann- irnar sem þar eru norðan í, flest sumur, ýmist stórar eða smáar eftir árferði; Jretta sumar voru þær all- miklar, náðu allt í botn niður. Daginn áður höfðu þessar fannir verið meirar, snjórinn náð mér í skóvarp og rist, en nú var komin glerhörð skel á hann, ag glampaði á hana í sólskininu. Ég steig út á fönn, sem náði frá brún og á að gizka 150 metra niðureftir; lnin var allbrött, neðan undir henni var urð og eggjagrjót. Fg fann Jregar, að fönnin var flughál, næstum því eins og svellbrekka. Ég reyndi að gera spor, bæði með hælum og staf, en hvorki hælar né stafur unnu á frostskelinni. Eftir örfá augnablik rann ég fótskriðu niður brattan — og fór hraðinn vaxandi. Ég sá nú í hendi mér, að ég var í mikilli Ijættu, ég varð að finna upp ráð til þess að stöðva mig, eða a. m. k. minnka hraðann, og það flaug í hugann, ég fleygði mér á grúfu og raka stafinn tveim höndum í gadd- inn, um leið dró úr ferðinni til muna, broddurinn risti á sundur frostskelina jafnt og þétt, hann var eins og góð bremsa. Ég hygg, að ferðin á mér þarna niður hafi verið álíka og þegar hávaxinn maður stikar mikinn eftir sléttum vegi. Eftir örfáar mínútur námu fætur mínar við urðina, og ég stóð upp ómeiddur, en buxurnar báru þess merki, að Jiær hefðu orðið fyrir hnjaski eigi alllitlu í ferðinni. Án stafs hefði ég áreiðanlega slasazt er niður kom í grjótið, ef til vill beðið bana; blessaður stafurinn. Og svo lagði ég þá af stað upp í síðasta áfangann, gekk út dalinn og síðan yfir Háöxl norðan Röðuls og niður fyrir utan Skálarhóla. Þegar ég kom heim, var klukkan gengin 15 mínútur í tíu. Þá var ég búinn að vera á ferðinni einn sólar- hring, og ganga 60 kílómetra eða að líkindum meira, Jrví að æði margir krókar urðu á leið minni. Þá var ég þreyttur, en -lúinrt sá hvarf að mestu eftir að ég liafði neytt góðrar máltíðar og-sofið í nokkrar klukkustundir. Þessi för varð mér bæði til gagns og gleði, gangan styrkti líkama og sál. Ég gerðist þarna dálítill land- könnuður, sá það, sem ég hafði aldrei séð áður. Ég veit, að ég man það allt, og sé í anda til hinztu stundar. 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.