Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 27

Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 27
JÓLABLAÐ DAGS 27 Séra ÁGUST SICURÐSSON, Mælifelli: Niáurskuréur prestakalla Árið 1970 voru samþykkt á Alþingi lög um breytta skipan prestakalla og prófastsdæma. Voru þar af lögð 15 prestaköll og prófastsdæmum fækkað úr 22 í 15. Mætti þessi niðurskurður lítilli mót- spyrnu, enda nolckuð dregið í land frá því, sem fyrst var ætlað við tilmæli safnaðamanna einstakra þeirra brauða, er niður skyldi leggjast. 1952 hafði ver- ið gerð töluverð breyting á skipun prestakallanna, en annars búið að mestu við lög frá 1907, en þá var presta- köllum fækkað um 37. Þær breytingar náðu smám saman fram að ganga. Síð- ust kom til framkvæmda sameining Bægisár- og Möðruvallaklausturs- prestakalla 1941, er síra Theódór Jóns- son náði 75 ára aldri og hætti prest- skap eftir 50 ára þjónustu á Bægisá. Dýrafjarðarþing (Mýra-, Núps- og Sæ- bólssóknir), er áttu að afleggjast eftir lögunum 1907, héldust þó í tölu sjálf- stæðra brauða til 1970, en þar varð að koma til sérstök lagasetning, er síra Sigtryggur Guðlaugsson lét af embætti og kapelán hans, síra Eiríki J. Eiríks- syni, var veitt brauðið undir árslok 1938. — Ástæðan til, að lög sem þessi öðlast ekki fullt gildi þegar í stað er sú, að ekki er unnt að reka skipaðan sókn- arprest á braut. Aðeins við sjálfviljuga burtför hans að öðru embætti eða upp- gjöf við dauða eða hámarksaldur má slíkt ná fram að ganga. Talið er, að fyrr á öldum væru prest- ar á íslandi jafnvel á 5. hundrað. Hvað, sem um það er, þarf ekki að orðlengja fækkun kirkjuþjóna öld af öld. En geta má þess, að 1880, er hinn fyrsti skipu- lagði niðurskurður prestakalla var gerður, voru sóknarprestar um 190. Hálfum 6. áratug síðar kom fram laga- frumvarp á Alþingi um fækkun presta- kalla í 59. Segir hér lítið eitt frá þessari róttæku fyrirhugun, áhrifum hennar og örlögum. í 3. hefti Kirkjuritsins 1935 er smá- klausa í innlendu fréttunum, þar sem talið er víst, að í nefndaráliti milli- þinganefndar í launamálum sé lagt til, að prestum verði fækkað og laun þeirra hækkuð. Minnihluti nefndarinnar vilji láta fela prestum í fámennum og af- skekktum köllum aukin fræðslustörf. — Þau fáu orð, sem hér greinir voru upphafið að miklum umræðum næstu misserin, fundahöldum og mótmæla- samþykktum alls staðar á landinu, og fylgdi þeim kirkjuleg vakningaralda. Almennu kirkjufundirnir hófust til vegs og stóðu með blóma, er svo mikið var í efni, og fjöldi fólks, er yfirleitt lét ekki til sín taka kirkjumál á opinber- Séra Ágúst Sigurðsson, um vettvangi, fylltist heilagri reiði. Héraðsfundirnir í prófastsdæmunum, sem öll skyldi nú lögð niður, voru vel sóktir þau ár, er þetta var enn óráðið, og komu þaðan, eins og frá fundum prestafélagsdeildanna, harðorð mót- mæli, sem birtust í blöðum, almenningi til upphvatningar, en Alþingi til aðvör- unar. — Fríkirkjusinnar innan þjóð- kirkjunnar sáu sér leik á borði, er þeir þóktust nú eygja fylling drauma sinna um aðskilnað ríkis og kirkju. Að vísu sló nokkurri þögn á þá aðila, er séð var, að ríkissjóður yrði gjaldþrota, ef til kæmi, en þá væri ríkinu nauðugur einn kostur að innleysa allar kirkju- eignir í landinu, er komizt höfðu í kon- ungseign við siðaskiptin. — Eitt var það enn, sem rekja má til þessa fyrir- hugaða niðurskurðar prestakalla, sem nam 43% miðað við lögin 1907, en það voru skipulagðar predikuna- og erind- rekstraferðir prests og leikmanns um héruð landsins. Héldust þær ferðir nokkur ár og mæltust yfirhöfuð vel fyrir. Þá var hinum fámennustu brauð- um, sem prestlaus voru, meiri gaumur gefinn og guðfræðistúdentar ráðnir þar til starfa á sumrin. Enn eitt hitamálið blandaðist í umrót' kirkjulegs vandlætis meðan á þessu stóð, en það var sú ofdirfð Haralds

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.