Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 23

Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 23
JÓLABLAÐ DAGS 23 villta mann, lengra og lengra út í óvissuna, við bjarmann ai ljósi von arinnar, um að hann rekist á eitt- hvað, sem hann getur áttað sig á. Og reynist svo, að hann komi að símalínu, vatnsfalli, girðingu eða vegi, þá getur það orðið þyngsta þrautin að ráða fram úr því á hvaða hönd skuli nú halda. Að mæta slíkum raunum er þó allra erfiðast fyrir þá, sem kynnast jDeim í fyrsta sinn og eru illa búnir. Það ætti því að vera föst regla Jjeirra, sem ganga við rjúpur á ójrekktu svæði, að vera yzt fata í skjólflík, sem ekki verður gegn- blaut, hvað sem á dynur. Jafnframt Joví, sem hún getur orðið hans bezta vörn gegn kuldanum, þá get- ur hún einnig varið skotfærabeltið, svo skotin þrútni ekki í slagveðri. En að geta Jrrumað nokkrum skot- um, hvort sem er í myrkri eða um bjartan dag, getur orðið leitar- mönnum sá vegvísir, sem leitt getur , hinn týnda að langþráðu marki. En — æskilegast hefði verið að kom- ast hjá öllu þessu mótlæti og afleið- ingum þess. Og Jrað hefði tekizt ef í vasa hans liefði verið einn lítill áttaviti. IV. Hvernig bregðast skuli' við, þeg- , ar tapazt hefur maður, eins og greint er frá í upphafi greinarinn- . ar, fer að sjálfsögðu eftir 'staðhátt- um, veðurfari og ýmsu fleiru. En á meðan að slóð hins týnda er talin rekjanleg, munu margir byggja mestu vonir við góðan sporhund, sem þá yrði fenginn á svæðið, eins fljótt og kostur væri á. Því færri klukkustundir, sem líða, frá því maðurinn tapast, Jj>ví meirá öryggi um að sporhundur fái rakið slóð hans. Þá er leit úr lofti óumflýjan- leg, ef veðurskilyrði leyfa. En í Jdcssu sambandi var það annað, sem ég vildi minnast á. Það fyrsta, sem leitarmenn þurfa að vita, er hvern- ig hinn týndi maður var klæddur og hvaða lit föt hans báru. Annað er Jiað, að finni leitarmaður hinn týnda mann, eða slóð hans, þá til- kynni hann ]>að með langdregnu og margendurteknu liói til næsta manns og svo koll af kolli. Við aðr- ar kringumstæður skyldi J>að aldrei notað milli leitarmanna. Á sama hátt og reynt er að koma í veg fyrir hin hörmulegu slys, sem svo oft koma fyrir vegna vélknú- inna farartækja, á sama hátt verð- ur hver einstakur veiðimaður að gera sér ljóst, að fljótfærni, eða jafnvel kæruleysi, við heimanbún- að, getur orsakað Jrað, að hann sjálfur komist í hann krappann og hann verði þá jafnframt valdur að ólýsanlegum sálarkvölum ástvina sinna, sem hann annars hefði kom- izt hjá, ef hann hefði farið eftir ráð- um þeirra, er reyndari voru, og af góðum hug gefin. - Ölið á Jökuldal Framhald af blaðsíðu 6. athöfn, sem jafnan vakti mikinn hlátur, var friðmælst við gestinn, honum bornar ríkulegar veitingar og hann beðinn að segja ekki frá, Jrví að heimamenn vildu fá fleiri í klaustrið. Einhvern veginn kvisaðist þetta þó út og Jrótti forvitnilegt. Get ég ímyndað mér að þetta hafi aukið gestkomur, fremur en hitt. Sveinn Magnússon stórbóndi á Hákonar- stöðum heyrði eitthvað um þennan hrekk og vildi gjarnan vita meiri dcili á Jiessum ótrúlegu hlutum og gerði sér ferð í Eiríksstaði. Hanp var leiddur til baðstofu eins og aðrir gestkomandi menn. En Jrað var ekki hreyft við Sveini, og varð hann engu nær. , JÓN BJARNASON frá Garðsvík: VETRARVÍSUR Þokusjali fjöllin falin fá ei svalað augans þrá. Feigðarsnati fer um dalinn Foldin kalin undir snjá. Nú er hríð og neyðartíð Norðri hýðir fjöllin. Akur, ldíð og engi víð undan skríður mjöllin. Norðanáttar náél falla nú er grátt til lofts og lands. Allar gáttir fyliir fjalla fimbuláttin andskotans. VORVÍSUR Blessuð sólin skín í skýjum skiptir brátt um veðurfar. Ljóma þá í litum nýjum landið mitt og stúlkurnar. Fögnuð öllu lífi ljær loftið ilmi blandið. Sólin skín og grasið grær Guð er að vekja landið. Þegar sunnanblærinn blíði boðar vor — ég gleðst og þó. Læðist að mér óljós kvíði. Ekki er langt í næsta snjó. IIIÐ FAGRA KYN Þegar við mér bylgjublá brúnaljósin skína, snertir ung og ylrík þrá ástarkirtla mína. Ekkert gleður auga mitt eins og falleg kona. En svo fer ég að hugsa um liitt. Heimurinn er nú svona.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.