Dagur - 28.03.1973, Page 5

Dagur - 28.03.1973, Page 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarma'ður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. ByggðajafnvægisfniniVcirp Framsóknarmanna Á ALÞINGI 1970 fluttu sex Fram- sóknarmenn enn frumvarp til laga um byggðajafnvægisstofun ríkisins og ráðstafanir til að stuðla að verncl- un og eflingu landsbyggðar og koma í veg fyrir eyðingu lífvænlegra byggðarlaga. Af gefnum tilefnum skal rif jað upp nokkuð af því helzta, er í þessu frumvarpi fólst. Gert var ráð fyrir að byggðajafn- vægisstofnunin fengi árlega í sinn hlút 2% af tekjum ríkissjóðs, sem nú væri á fjórða hundrað millj. kr., en auk þess tekjur og eignir Atvinnu- jöfnunarsjóðsins gamla, auk láns- heimilda. En verkefnin, sem stofn- uninni voru ætluð voru m. a.: Að gera landshlutaáætlanir í sam- vinnu við sveitarfélög og sveitar- félagasambönd. Að veita viðbótarlán eða framlög til hverskonar fratn- kvæmda, þar á meðal atvinnutækja, sem stuðla að jafnvægi í byggð lands ins, enda séu aðrir lánsmöguleikar fullnýttir. Að greiða vexti af bráða- birgðarlánum, sem byggðarlög afla sér til að flýta fyrir ríkisframkvæmd- um (vegum, skólum o. s. frv.), eða veita slík bráðabirgðarlán vaxtalaus. Að veita sveitarfélögum íbúðalán til viðbótar hinum almennu húsnæðis- lánum. Að gerast meðeigandi í at- vinnufyrirtækjum ef þörf krefur. Að gera tillögur um staðsetningu at- vinnufyrirtækja, sem sett eru á stofn fyrir atbeina ríkisins. Að láta Al- þingi í té álitsgerð um dreifingu ríkisstofnana. Að gera sérstakar ráð- stafanir til að koma í veg fyrir, að lífvænleg byggðarlög fari í eyði. Gert var ráð fyrir að Alþingi kysi stjórn stofnunarinnar, en sveitar- félögin fengju síðar meiri eða minni hlutdeild í skipun liennar. Ástæða er til að vekja athygli á því, að hér var um fullunnið laga- frumvarp að ræða, en ekki tillögur. En málið var svæft á þingi, ár eftir ár, að tilhlutan fyrrverandi ríkis- stjórnar. Núverandi ríkisstjóm lief- ur ekki komið þessu máli fram, ]>ótt verulegt tillit hafi verið til þess tekið í lögunum um Framkvæmdastofnun ríkisins. En tillögur, sem nú koma fram, innan þings og utan, sýna glöggt, að landsbyggðarmálið hefur vaxandi byr. Má þar fyrst nefna ítar- lega stefnuskrá ungra Framsóknar- manna. Sjálfstæðismenn vilja nú vekja upp ýmislegt, sem þeir áður svæfðu. Er vel þegar slík tíðindi ger- ast. Þá hafa nú þrír þingmenn Fram- sóknarflokksins flutt tillögu um að kjósa milliþinganefnd til að fjalla um landbyggðannálin í heild og má vera að sú leið sé vænleg eins og sakir standa. □ KA sigraði ÞRÓTT Þórsarar standa nú á þröskuldi I. deildar Skugga-Sveinn — Helgi Bjarnason og Ketill útilegumaður — Jón Guðlaugsson. — Ljósm.: Ljósmyndastofa Péturs, Húsavík. Haraldur — Jón Benónýsson og Ásta — Emelía Friðriksdóttir. Skugga inn á Húsavík Húsavík, 18. marz 1973. Leik- félag Húsavíkur frumsýndi í gærkveldi hið gamla og góða útilegumanna ævintýri og sveitarómantík, Skugga-Svein, eftir Matthías Jochumsson. í ljós kom við fögnuð leikhús- gesta, að hið þjóðlega ævintýri á enn mikinn hljómgrunn með- al fólks, a. m. k. ef það er flutt með slíkum ágætum og leikfé- lagið gerir að þessu sinni. Leik- stjóri er Sigurður Hallmarsson og verður ekki annað séð, en að honum hafi mjög vel tekizt. Uppfærslan er að nokkru ný- stárleg og er þó með þeim hætti, að þjóðsagan og ævintýr- ið. kemst enn betur til skila til áhorfenda, en á þeim sýningum á Skugga-Sveini, sem ég hef áður séð. Leiktjöld, sem fengin eru að láni frá Leikfélagi Sauð- árkróks, eru skemmtileg og nú er í fyrsta skipti á leiksviði á Húsavík beitt þeirri tækni að láta ský hreyfast á himni. Fjalla sviðin eru sérlega falleg. Þjóð- leikhúsið hefur lánað flesta bún ingana og þeir munu gefa nokk- uð rétta mynd af fatnaði á ís- landi á fyrri hluta 17. aldar, en þá á leikurinn að gerast. Skugga-Sveinn eða Utilegu- mennirnir hafa áður verið færð ir á svið á Húsavík fjórum sinn- um, fyrst árið 1890, næst alda- mótaárið, þá 1934 og loks 1952. Margir Húsvíkingar og fleiri Þingeyingar muna vel sýning- arnar 1934 og 1952 og verður mörgum á að bera sýninguna TVENNIR TÚNLEIKAR Á SÍÐASTLIÐNU ári gekkst Tónlistarskólinn á Akureyri fyrir stofnun minningarsjóðs, sem ber nafn Þorgerðar S. Eiríksdóttur, en hún lézt af slys förum í London 2. febrúar 1972 aðeins átján ára að aldri. Þor- gerður hafði lokið burtfarar- prófi í píanóleik frá Tónlistar- skólanum á Akureyri og var rétt að hefja framhaldsnám þar ytra, er fráfall hennar bar að með svo sviplegum hætti. Sjóði þessum er ætlað það hlutverk að geyma nafn efni- legrar námskonu, sem þegar átti að baki sér glæsilegan náms- feril, þótt ung væri, og enn- fremur að veita nokkurn stuðn- ing og uppörvun því fólki, sem hefur valið sér tónlist að náms- braut og sýnt til þess góða hæfni og ástundun. í reglugerð sjóðsins segir svo, að tekna skuli meðal annars aflað með tónleikahaldi, og nú hafa kenn- arar og nemendur við Tónlistar skólann á Akureyri ákveðið að efna til tónleika í Borgarbíói í lok þessarar viku, sjóðnum til styrktar. Á föstudagskvöld 30. marz kl. 21 kemur fram söngfólk, nem- endur Sigurðar Demetz Franz- sonar, og einnig mun hann sjálf ur syngja ljóðalög og aríur. Tónleikarnir hefjast með því, að Söngfélagið Gígjan syngur fáein lög. Undirleikarar verða Dýrleif Bjarnadóttir, Soffía Guðmundsdóttir og Jón Hlöð- ver Áskelsson. Á laugardag 7. apríl kl. 17 verður leikið á hljóðfæri, og koma þar fram nemendur í píanóleik og á blásturhljóðfæri ásamt sveit fiðlunemenda. Þá munu þau Michael Weiss og Anna Áslaug Ragnarsdóttir leika samleik á flautu og píanó Þorgerður Eiríksdóttir. og Anna Áslaug leikur einleik á píanó. Strengjasveit, sem skip uð er meðlimum Kirkjutónlist- arsveitarinnar á Akureyri mun einnig leika. Forsala aðgöngumiða hefst í Bókabúðinni Huld á fimmtudag og miðar verða einnig seldir við innganginn í Borgarbíói. (Fréttatilkynning) TÓNLEIKAR f AKUREYRARKIRKJU SUNNUD AGSKV ÖLDIÐ 25. marz fóru fram í Akureyrar- kirkju tónleikar, sem Kirkju- tónlistarsveitin á Akureyri og Passíukórinn undir stjórn Roars Kvam stóðu að. Flutt voru verk eftir tónskáld frá 17. og 18. öld. Strengjasveit lék og ennfremur komu fram meðlimir í Lúðrasveit Akureyrar. Ein- söngvari var Michael Clarke countertenór. Þessa ágæta tónlistarviðburð- ar verður getið síðar. □ núna saman við þær. Það er mín skoðun, að nú sé fleiri hlut- verkum gerð góð skil og betri, en á fyrri sýningunum tveimur, sem ég man, tvö eða þrjú hlut- verk virðast mér ekki eins góð. Ég tel, að eftirtalin hlutverk séu nú betur af hendi leyst en áður: Ásta — Emelía Friðriksdóttir, Haraldur — Jón Benónýsson, Jón sterki — Freyr Bjarnason, Gvendur smali — Gunnar Jó- hannsson, Lárenzíus sýslumað- ur — Ingimundur Jónsson, Skugga-Sveinn — Helgi Bjarna- son, Ketill útilegumaður — Jón Guðlaugsson og Ogmundur úti- legumaður — Einar Njálsson. Sumar þessar persónur eru svo vel gerðar, að ég efast um að öllu betur verði gert: Jón sterki, Ketill og Skugga-Sveinn. Ásta og Haraldur eru fallegt par og þau syngja Ijómandi vel. Forleikur og Intermezzo eftir Vladislav Vojta, sem leikinn er fyrir sýninguna gefur henni sér stæðan blæ og skapar skemmti- lega leikhússtemningu. Tónlist- ina annast: Katrín Sigurðardótt ir píanó, Þórhalla Arnljótsdóttir klarinett, Sigurður Árnason flautu, Ásgeir Steingrímsson trompet, Jón Ármann Árnason básúnu. Katrín Sigurðardóttir annast undirleikinn við söng- inn á sýningunni. Við lok frumsýningarinnar kvaddi sér hljóðs forseti bæjar- stjórnar Húsavíkur, Arnljótur Sigurjónsson, og færði leikfélag inu að gjöf frá Húsavíkurbæ 250.000,00 krónur og skal henni varið til eflingar leikstarfsemi á Húsavík. Ákvörðunin um gjöf ina var tekin á fundi bæjar- stjórnarinnar fyrr sama dag og hún er veitt til minja um Pál heitinn Kristinsson, fyrrverandi bæjarstjóra á Húsavík, en hann lézt 27. febrúar sl., aðeins 45 ára að aldri. Páll heitinn hafði mik- inn leiklistaráhuga og var góð- ur leikari. Með Leikfélagi Húsa víkur hefur hann leikið mörg mjög eftirminnileg hlutverk. Leikfélag Húsavíkur starfar við mjög erfiðan húsakost og Leikfélag Akureyrar. Fjalla-Eyvindur fimmtudag, laugardag og sunnudag kl. 8.30. Miðasala opin frá kl. 3- 5 og klukkutíma fyrir sýningu. SÍMI 1-10-73. er vakin á því athygli í leikskrá. Á leikskránni er birtur ýmiss skemmtilegur fróðleikur. Þar er sagt frá fyrri sýningum á Skugga-Sveini á Húsavík. Mörg um, sem vita nokkur deili á fyrri tíðar fólki á Húsavík mun þykja gaman að lesa um hlut- verkaskipan í sýningu leiksins um aldamótin. Næstu sýningar Leikfélags Húsavíkur á Skugga-Sveini verða á fimmtudag, föstudag og laugardag, 22., 23. og 24. marz. Þorm. J. SL. LAUGARDAG fór fram í íþróttaskemmunni á Akureyri leikur í íslandsmótinu í hand- knattleik 2. deild. Það voru KA og Þróttur sem léku, og var þar um skemmtilega og tvísýna viðureign að ræða, og ekki mátti á milli sjá fyrr en á síð- ustu mínútu leiksins, en KA sigraði með 22 mörkum gegn 21. í leikhiéi var staðan 12:10 fyrir KA. Komið er nú að lokum ís- lnadsmótsins í 2. deild, og eiga Akureyrarliðin Þór og KA eftir að leika 2 leiki hvort lið, og mætast þau í síðari leik sínum n. k. sunnudag í íþróttaskemm- unni og má búast við tvísýnni viðureign milli þessarra liða eins og oftast áður. Staðan í 2. deild er nú þann- ig, að Þór og Grótta standa bezt að vígi, hafa aðeins tapað 2 stig- um hvort lið, en Þór tapaði fyr- ir Þrótti í Laugardalshöllinni fyrir skömmu. Grótta á að leika í íþróttaskemmunni 7. og 8. apríl n. k. og fæst þá úr því skorið, hvaða lið leikur í 1. deild næsta keppnistímabil, en KR-ingar eru fallnir í 2. deild. Það verður mikil lyftistöng fyr- ir handknattleiksíþróttina á Akureyri ef við eignumst lið í 1. deild í handknattleik og verð ur þá mikið um að vera hér næsta vetur. Völsungur á Húsavík sigraði Samvinna um farþegaflufninga NÝLEGA undirrituðu Flug- félag íslands og Eimskipafélag Islands h.f. samning um að Flug félag íslands tæki að sér sölu- umboð fyrir farþegaflutninga Eimskipafélagsins, á nokkrum stöðum erlendis. Flugfélag íslands tekur, sam- kvæmt þessum samningi, að sér aðalsöluumboð fyrir Eimskipa- félags íslands í Oslo, Stokk- hólmi og London. Ennfremur söluumboð í Glasgow, Kaup- mannahöfn og Frankfurt. Samtímis gerðu félögin með sér annan samning um farþega- flutninga með skipi aðra leiðina og flugvél hina, en það hefur færzt í vöxt á undanförnum árum að skipafélög og flugfélög vinni saman að farþegaflutning- um. Margir farþegar óska eftir að fljúga aðra leiðina en sigla hina, og hefur þetta orðið til þess, að flugfélög og skipafélög hafa gert þar um gagnkvæma flutningasamninga. □ FUNDUR haldinn í Kvenfélag- inu Hlíf, Akureyri, 15. marz 1973, skorar hér með eindregið á Alþingi að hætta við fyrir- hugaða þjóðhátíð á Þingvöllum árið 1974. □ í íslandsmótinu í handknattleik, 3. deild, og hefur því eignazt lið í 2. deild. Ekki er þó aðstaða til keppni á Húsavík í íslands- móti, og ekki er vitað hvar Völsungur leikur sína heima- leikí. Sv. O. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) MIKIL RÖSKUN íslendingar greiða 2 milljarða í Viðlagasjóð vegna jarðeldanna í Heimaey, úr sanieiginlegum sjóði. Samanlögð upphæð frá öðrum þjóðum verður líklega litlu minni en hin. Landsmenn geta með sanni fagnað skjótum ákvör'ðunum ríkisstjórnarinnar um almenna aðstoð við Vest- mannaeyinga. Hins vcgar veld- ur þetta mikilli röskun, þar sem fjármagn þetta rennur einkum til þeirra svæ'ða, sem áður hafa dregi'ð til sín fólk og fjármagn af landinu öllu. Almenningur hér nyrðra hlýtur að velta því fyrir sér, hvernig þessari rösk- un verði mætt, með tilliti til jafnvægis í byggðamálunum. ÓHRESSIR MENN Morgunblaðsmenn eru ákaflega óhressir yfir því, í blaði sínu 23. marz, að kaupfélagsstjórinn í Ólafsfirði skuli gerast svo djarf- ur að benda á leiðir til að lækka vöruverð verulega til handa fé- lagsmönnum sínum og öðrum þar á sta'ðnum. En kaupfélags- stjórinn vill njóta þess hagræðis í innkaupum og dreifingu vara, sem stærri viðskiptaheildir, svo sem Kaupfélag Eyfirðinga, hafa náð. Ennfremur vill kaupfélags stjórinn njóta þess jöfnunar á vöruverði, sem KEA veitir fjar- liggjandi útibúum sínum, svo sem á Dalvík, Hauganesi, Hrís- ey og á Siglufirði, og vill að kaupfélag sitt verði eitt af úti- búum KEA, eins og það raunar áður var. Hinir óhressu Morgun blaðsmenn sjá það auðvitað, eins og allir aðrir, að ef unnt reynist að lækka vöruverð veru lega á einum eða öðrum stað, eftir leiðum samvinnumanna, versnar samkcppnisaðsta'ða spá kaupmanna. í LOKBÚNAÐARÞINGS BUNAÐARÞING 1973 lauk störfum 2. marz s.l. 36 mál höfðu verið lögð fyrir þingið og 30 hlotið afgreiðslu. Á síðasta fundi þingsins afhenti Snæþór Sigurbjörnsson, formaður Bún- aðarsambands Austurlands Bún aðarfélagi íslands uppstoppað höfuð af fagurhyrndum hrein- dýrstarfi. Minntist hann þess, að nú væru liðlega 200 ár liðin frá innflutningi hreindýra til lands- ins. Þau hefðu aðeins varðveitzt á Austurlandi og væru nú prýði landsfjórðungsins. — Ásgeir Bjarnason, formaður Búnaðarfé lags íslands og forseti þingsins, þakkaði hina glæsilegu gjöf og þann hlýhug, sem að baki byggi. Sigmundur Sigurðsson, bóndi í Langholti, flutti forseta Bún- aðarþings þakkir fyrir góða þingstjórn og árnaði honum og félaginu heilla. Þá sleit formað- ur Búnaðarfélags íslands þing- inu. Við það tækifæri fórust honum orð á þessa leið: „Búnaðarþing er að ljúka störfum. Það hefur staðið í 19 daga, frá 12. febr. til 2. marz, haldið 19 fundi, afgreitt 30 mál af 36 málum, sem þinginu bár- ust. Búna'ðarþing gerði ályktan- ir í mörgum þýðingarmiklum málum, svo sem um bætta vot- heysgerð, heykögglaverksmiðj- ur og innlenda kjarnfóðurfram- leiðslu. Grasræktin og fóðuröfl- unin eru mikilvægir þættir í okkar landbúnaði. Það er trú mín og von, að okkur takist í framtíðinni að skapa meira ör- yggi í þessum málum en verið hefur. Ennfremur má nefna ályktanir um bætta me'ðferð ull ar, bætta umgengni á sveitabýl- um, lánamál landbúnaðarins, starfsemi byggingarfulltrúa í sveitum, bankamál almennt, bú- rekstraraðstöðu hvers býlis í landinu, auknar tilraunir í kart- öflurækt o. fl. Nefnd skilaði áliti á reglugerð um útflutning hrossa, en hér er um að ræða þýðingarmikið framtíðarmál, þar sem íslenzki hesturinn er mjög eftirsóttur erlendis. Milli- þinganefnd skilaði áliti um ferðamál og verður athugun þess máls haldið áfram og unn- ið að bættu skipulagi á því sviði i samvinnu við áhugamenn í þeim málum. Þá fjallaði þingi'ð um nokkur lagafrumvörp frá Alþingi s. s. skóla-, námu- og jarðhitaréttindi, fyrirhleðslur og lagfæringar á árfarvegum, ítölu, fiskeldi o. fl. Frumvörp til jarðalaga og ábúðarlaga voru gaumgæfilega athuguð í þing- inu og afgreidd lítið eitt breytt. Hér er um þýðingarmikil fram- tíðarmál að ræ'ða, þar sem á lagasetningu þessari byggist nýt ing landsins til búrekstrar og annarra nauðsynlegra nota fyrir þjóðarheildina. Þá vil ég þakka Búna'ðarþings fulltrúum frábær störf og um- burðarlyndi í minn garð og vara forsetum góða aðstoð. — Skrif- stofustjóra, ritara og skrifurum mjög nákvæm og góð störf. Bún aðarmálastjóra, ráðunautum og öllu starfsfólki Búnaðarfélags íslands þakka ég ánægjulegt samstarf og góða þjónustu svo og öllum öðrum, sem hafa gert sitt bezta til þess að greiða fyrir störfum þingsins og sýnt því margháttaða vinsemd og virð- ingu. Að lokum óska ég Búnaðar- þingsfulltrúum góðrar heimferð ar og heimkomu, bændastétt- inni góðs gengis og þjóðinni allri heilla og blessunar. 55. Búnaðarþingi er slitið. Q Frá vinstri: Katrín Frímannsdóttir, KA, Jóna M. Frá vinstri: Haukur Jóhannsson, KA, Árni Óðins- Júlíusdóttir, Þór, og Jórunn Sigurðardóttir, KA. son, KA, og Jónas Sigurbjörnsson, Þór. Akureyrarmót í stórsvigi haldið AKUREYRARMÓT í stórsvigi fór fram í Hlíðarfjalli um helg- ina í fegursta veðri, sólskini og logni og 8° frosti. Áhorfendur voru fjölmargir á sunnudag. Færi var fremur hart og grófst lítið. Keppendur voru um 75. GÓÐAR VÖRUR GOTT VERÐ Fermingaskór fyrir stelpur SÍMI 21400 SKÓDEILD Fæst í Kaupfélaginu í karlaflokki sigraði Haukur Jóhannsson nokkuð örugglega og Árni Óðinsson var jafn ör- uggur með annað sætið. í kvennaflokki var sterkust Margrét Þorvaldsdóttir og tap- ar hún varla stórsvigskeppni nú orðið. í flokki 15—16 ára kom að því að Ásgeir Sverrisson sigraði og átti hann mjög góðar ferðir. Albert Jensen varð annar og sækir sig stöðugt, en Tómas Leifsson var eitthvað miður sín í þetta skipti og hafnaði í þriðja sæti, nokkuð sem hann gerir sjaldan. í flokki 13—15 ára stúlkna hafði Katrín sína venjulegu yfir burði, en bilið milli hennar og Jónu styttist smátt og smátt. í flokki 13—14 ára drengja var mjög skemmtileg keppni, þar sem Karl Frímannsson sigr- aði og var aðeins 2/100 úr sek. á undan Ingvari Þóroddssyni, svo ekki mátti það tæpara vera. Björn Víkingsson varð svo þriðji. Þessir þrír drengir skera sig nokkuð úr og má mikið vera ef þeir eiga ekki eftir að gera stóra hluti í framtíðinni. - Frá bæjarstjórn ... (Framhald af blaðsíðu 1) ember 1972 — 28. febrúar 1973. Kostnaður á gólffermetra á þessu tímabili er kr. 16.939,48 án gatnagerðargj alds. Byggingargjaldið breytist með vísitölu byggingarkostnað- ar samkvæmt þessari grein. Byggingargjaldið reiknast af brúttógólfflatarmáli byggingar, sem reist verður á lóðinni. Gjaldstuðlar til byggingargjalds eru þessir: Verzlunar- og skrifstofubygg- ingar 8%. Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstðu 7%. Iðnaðar- hús, vörugeymslur og annað at- vinnuhúsnæ'ði 6%. Tvíbýlishús og parhús 5%. Raðhús og keðju hús, ein hæð, 4%. Raðhús og keðjuhús, tvær hæðir, 3%. Fjöl- býlishús, þrjár hæðir eða meira, 2%. Leyfð með sérskilmálum: Peningshús, verbúðir, geymsluhús utan skipulagðra svæða Wi%. Af gólffleti á jarðhæð, í kjall- ara og nýtanlegum gólffleti í rishæð allra húsa, svo og bif- reiðageymslum við íbúðarhús, skal reikna 50% af gjaldstuðli viðkomandi húss. □ 11—12 ára flokkarnir eru að verða nokkuð litríkir. f stúlkna- flokki sigraði Aldís örugglega og er hún alveg í sérflokki. Halla Gunnarsdóttir krækti sér óvænt í annað sæti og Sirry í þriðja, þó hún gengi ekki heil til leiks eftir meiðsli á æfingu fyrir skömmu. í drengjaflokknum var hörku barátta milli Friðjóns og Finn- boga, sem lauk að þessu sinni með sigri Friðjóns, en Bimbi ætlar að gera betur næst. Þriðji var svo Júlíus bróðir Friðjóns og fjórði Gunnar Gíslason, Braga Hjartarsonar, sem varð margfaldur Akureyrarmeistari á skíðum fyrir rúmum 10 árum. Svo segja má að skeggið sé skylt hökunni. Akureyrarmótið heldur áfram um næstu helgi og verð- ur þá keppt í svigi karla og kvenna. 7. og 8. apríl fer fram Rotary- mót unglinga í svigi og stórsvigi og er m. a. gert ráð fyrir mikilli þátttöku utan af landi. Þá munu einnig keppa 3 unglingar frá Bandaríkjunum á þessu móti, en þeir koma til Akureyrar á vegum Rotaryklúbbanna í Port- mouth og Akureyri. (Aðsent) HERRADEILD NÝKOMIÐ! Fjölbreytt úrval drengja- og karlm. peysur GÓÐAR VÖRUR GOTT VERÐ ■ J.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.